Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur IX. júli 1976. TÍMINN n Þessi staða er aðeins ein af 25 miiljón og 400 þúsund möguleikum. Ný liðskipan til að losna undan „teóríunni" Nú eru þeir Friðrik ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson stðrmeistarar komnir til Hol- lands til að taka þátt I einu af hinum mýmörgu, alþjóðlegu skákmótum, sem hvarvetnaeru haldin nú til dags. Einhvern veginn hef ég þann lúmska grun, að þetta verði bæðiþeim og þjóðinni hin mesta frægöar- för. Aö visu hefði ég eins og fleiri, heldur viljað vita af þeim á milíisvæðamótinu f Manila, en árans ólukkan kom i veg fyrir þá reisu. Um frjósaman jarðveg Reyndar segja mér heim- spekingar, að hugtakið heppni sé tafllistinni óviökomandi. AUt hefur sina eðlilegu skýringu. Alla vega skulum við ekki tengja við heppni, þann mikla og góöa árangur, sem íslenzkir unglingar hafa náð á skáksviö- inu — hérlendis sem erlendis. Það er beinlinis afrakstur ár- angursríks starfs, sem skák- unnendur hafa lagt á sig. Skap- aður hefur verið frjósamari jarövegur, sem eölilega hefur gefið meiri og betri uppskeru. Einkum á þetta við höfuöborg- arsvæðiö. Taflfélag Reykjavík- ur á nú sitt eigiö húsnæði, hefur komið sér upp aðgengilegu bókasafni, gefur út gott frétta- bréf o.s.frv. Úr þessum jaröveg hafa strákar eins og Helgi Olafsson og Margeir Pétursson sprottið — nöfn, sem áreiðan- lega eiga eftir að heyrast viöar en á lslandi. Um andlega frjósemi og likamlega vinnu Alveg eins og taflmennskan hefur breytzt yfir árin, þá hefur umstangið kringum hana breytzt. Ég minntist á þá stór- meistarana i byrjun. Við vitum, að þátttaka i svo sterkri keppni sem IBM-mótið er, krefstgifur- legs undirbúnings. Still and- stæðinganna er kannaður, ein- kenni og byrjanir. Þúsundir .bóka, blaöa og timarita sjá um aö færa niðurstöður nýjustu rannsókna á markaðinn. Leik- ur, ætlaður til afþreyingar, er orðinn að vinnu. Þetta er mikilvægt atriði og sárnar mörgum hve skáklistin er háð vinnu. Sérstaklega er mikiö erfiöi lagt f aö læra byrj- anir. Skákmaður, er hefur góða byrjanaþekkingu og kann að velja rétt afbrigði, hefur gott forskot yfir þann, sem er lær- dómsritunum minna kunnugur. Fyrir nokkrum árum sendi Taflfélag Reykjavfkur undirrit- aðan á unglingaskákmót I Svi- þjóð. 1 einni umferðinni sat ég við hlið Júgóslava nokkurs, sem sigraði mótiö. Hann tefldi þá viö 14ára gamlan heimamann, sem fórnaði riddara allglæsilega — aðmérfannst — ilS.leik. Skák- in endaöi með jafntefli i 32. leik eftir harða viðureign. Eftir skákina heyrði ég, að fórnin var ágætlega þekkt i fræðiritum. En i 26. leik brá Sviinn ungi fyrir sig frábærum leik, sem sovézkir fræðimenn höfðu fundið upp skömmu fyrir mótið. Júgóslav- inn sýndi góðar gáfur og valdi bezta framhaldið, sem leiddi til jafnteflis. Fyrstu 26 leikirnir tóku hálftima. Siðustu 6 leikirn- ir 3 tima. Svo mikið um frjósemi andans og llkamlega vinnu. Að grafa the- oriudrauginn Stefan Zweig sagöi skákina vera frjóa og siunga. Ef viö höf- um hug á að færa þessi orö, sem skrifuö voru fyrir 35 árum, nær veruleikanum, þá verðum viö að vinna bug á „theoriu” draugnum. Margir hafa glimt við íausn þess vandamáls. Einhverjiir gárungar stungu upp á þriggja hæða skákborði. Með meiri al- vöru hafa menn reynt 81 reita borð (9x9). Viö tslendingar þekkjum vel Vikingataflið, sem nafni undirritaös kynnti. Þessar úrbætur hafa allar þann van- kant, að theoria veröur liklega til á skömmum tima. Ný tillaga Ef við viljum raunverulega grafa draug, þá er eftirfarandi tillaga trúlega bezt. Engu er breyttnema til batnaðar. Marg- breytileiki feguröarinnar eykst, sem og dýpt hugsunarinnar. Skákin breytist þannig, að hver skákmaður ræður skipan manna sinna á öftustu röð, en peðin standa óhreyfö. Auðvitaö verður skákmaðurinn að á- kveða áöur en taflið hefst, hvernig hann ætlar aö raða mönnum sinum. A þann hátt er hægt að raða öðru liðinu á 5040 vegu, þ ,e. i allt eru til 25 m illjón- ir, 401 og 600(!) möguleikar, en skákin f dag nýtir einungis einn þessa möguleika (talan gerir ráð fyrir, að biskuparnir megi vera samlita). Þessi tillaga hefur náð tals- veröum vinsældum I Bretlandi. Þar héldu theoriu andstæðingar nokkuð sterkt mót I Suður-Eng- landi um miöjan sfðasta vetur. Eftirfarandi skák var tefld i þvi móti. Staða hvitu mannanna var: Hal, Bbl, Bcl, Ddl, Kel, Rfl, Rgl, Hhl. Staða svörtu mannanna var: Da8, Bb8, Hc8, Hd8, Be8, Rf8, Rg8, Kh8. Hvitt: T. Gluckman Svart: G.H. James 1. C4 c5 2. Rf3 b6 3. b3 d5 4. cxd Dxd5 5. Re3 Db7 6. Bb2 f6 7. h4 Bg6 Athyglisvert er að sjá hvernig þessi tilraun til kóngssóknar mistekst, þvi svartur haföi þaö hyggjuvit að staösetja hrókana á miðboröinu. 8. h5 Be4 9. Rh4 Rh6 (Hvitur vonast eftir krafta- verkasókn. Betra hefði veriö 9. Bxe4 — Dxe4 10. d3) 10. f3? Bg3+ 11. Kfl Bxbl 12. Hxbl Dd7 13. d3 e5 14. Dc2 Re6 15. Hh3 Bf4 16. Rdl b5 17. Rf2 Rd4 18. Bxd4 cxd4 ( Litið er um góöa leiki. Hvitur getur varla hindrað svartan í að brjótast gegn á drottningar- vængnum, sem leiðir til fljótlegs hruns, þvi hvorki er kóngsstaða hvits né samvinna manna hans upp á marga fiska). 19. Db2 Hc6 20. Da3 Hdc8 21. g4 Be3 22. Kg2 Hc2 23. Hel a5 24. Re4 Rxg4! (Nú hrynur hvita staðan í ör- fáum leikjum) 25. fxg4 Dxg4+ 26. Rg3 Bd2 27. Hhl Bb4 28. Rg6+ Kg8 29. Dxb4 Hxe2+ og hvitum gaf. Þetta er ef til vill ekki heims- ins bezt teílda skák, en hún leggur áherzlu á það sem hér að framan hefur verið dregiö á. Svartur sigraði, þvi hann skipu- lagði menn sina betur en hvitur. Þó er ekki hægt að segja, aö nið- urröðun svörtu mannanna heföi dugað jafnvel gegn einhverri annarri stöðu. Möguleikarnir eru margir og það skiptir máli. MÓL.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.