Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 39

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 39
Sunnudagur 11. júli 1976. TÍMINN r >1 Sumarferðir framsóknarmanna d Norðurlandi eystra Norður-Þingeyjarsýsla — Kópasker — 17. og 18. júli Brottför frá skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri laugar- daginn 17. júli kl. 10. Ekið til Húsavikur og þaöan i Asbyrgi og Hljóðakletta. Kvöldvaka og gisting verður I Skúlagarði. A sunnudag veröur farið til Kópaskers og skoðuð þar ummerki jarðskjálftanna s.l. vetur, undir leiðsögn heimamanna. Þátt- takendur taki með sér svefnpoka og nesti. Þátttaka tilkynnist Guðmundi Magnússyni I sima 22668 á Akureyri eða Hilmari Danielssyni I sima 61318 eða 61173 á Dalvík fyrir 14. júli. Skrif- stofa flokksins verður opin næstu daga frá kl. 20 til 22. og verða þar veittar nánari upplýsingar. Fyrirhuguð ferð til Grimseyjar auglýst siðar. Stjórn kjördæmissambandsins. V_____________________________________ J Leiðarþing á Austurlandi Boðum leiðarþing á Austurlandi sem hér segir. 14/7. kl. 20 Seyðisfjörður I barnaskólanum. Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason. 15/7. kl. 20 Borgarfjörður I félagsheimilinu. Vilhjálmur Hjálm- arsson og Halldór Ásgrimsson. 16/7. kl. 20 Egilsstaðir i barnaskólanum. Vilhjálmur Hjálmars- son og Tómas Árnason. 17/7. kl. 20 Skjöldólfsstaðir. Vilhjálmur Hjálmarsson. 18/7. kl. 20 Valþjófsstaðuv. Vilhjálmur Hjálmarsson. önnur leiðarþing á Fljótsdalshéraði verða auglýst siðar. Vorhappdrætti fram Framsóknarflokksins 1976 Dregið var i vorhappdrætti Framsóknar- flokksins 1976 16. júni s.l. Þessi númer hlutu vinning: 1. Nr. 31196. Sumarbústaðalóð i Grimsnesi. 2. Nr. 27266. Seglbátur m/tilh. útbúnaði. 3. Nr. 11738. Litsjónvarp 1800 frá Radióbúðinni. 4. Nr. 30266. Litsjónvarp 1400 frá sama. 5.. Nr. 8103 Kvikmyndavél, Eumig, frá Sportval. 6. Nr. 14159. Tjald o.fl. frá Sportval 7. Nr. 10791. Kvikmyndasýningavél frá Sportval. 8. Nr. 32859. Vöruúttekt hjá Sportval. 9. Nr. 30282 Sama 10. Nr. 29243. Ljósmyndavél frá Sportval. 11-15. Nr. 4910 30474, 31421, 16838 og 6918: Ljös- myndavélar frá Sportval. 16-25. Nr. 9922, 17786, 33306, 3498, 3764, 21394, 19566, 12897, 20507 Og 6425: Vöruúttekt frá Sportval kr. 15 þús. hver vinningur. Vinningsmiðum skal framvisa til happdrættis- skrijstofunnar Rauðarárstig 18. Simi 24483. Happdrætti Framsóknarflokksins. Stefán Guðmundsson. Akureyri Almennur stjórnmálafundur Framsóknarmanna verður á HOTEL KEA fimmtudaginn 15. júli kl. 21. Ræðumenn: Einar Agústsson, utanrlkisráðherra, Ingvár Gislason, alþingismaður, Stefán Valgeirsson, alþingismaöur, Ingi Tryggvason, alþingismaður. @ Lesendabréf þessu hafa margir ágætir menn fyjlzt bölmóöi, sem fætt hefur af sér pólitiskar rökvillur, svo sem einsogþá, aö enginn munur sé á þvi að afla sér fjár með lántök- um hjá alþjóölegum lánastofn- unum og leigu lands undir her- stöðvar. Á þessu er þó augljós lagalegur og pólitlskur munur, sem ekki er hægt að leggja að jöfnu. Ég geri ekki lltið úr þeirri hættu, sem I þvi felst að eiga ógætileg lánsviðskipti við er- lenda banka og gjaldeyrissjóöi. En ég tel það einstakt óráö að ætla aö firra sig sllkri áhættu með þvl að selja fósturjörðina stórveldi á leigu undir herstöð. Þaö væri að fara úr öskunni I eldinn. Það væri eins og lambið leitaði skjóls hjá ljóni fyrir árás tigrisdýrs. Sannleikurinn er sá, aö ef litið er til erlendrar ágengni og áhættu af henni fyrir sjálfstæði tslendinga og full- veldi islenzka lýðveldisins, þá stafar okkur hvað mest hæ.tta af Bandarlkjamönnum, eöa e.t.v. okkar eigin hugarfari gagnvart Bandarikjamönnum. Hættan er sú, að Islendingar verði svo rammir I trú sinni á bandariska forsjá og landvarnir, að þeir gefist upp á að standa gegn hugsanlegri tilhneigingu Bandarlkjamanna og Atlants- hafsbandalagsins til þess að festa sig sem tryggilegasti sessi á Islandi, hvað sem það kynni aö kosta i fjárútlátum. í augum Ba ndarlk ja manna eru hernaðarútgjöld „bullshit”. Bandarikjamönnum væri ekk- ert kærara en að fá að borga Starfsmannafélag SÍS á Akureyri tekur nýtt orlofs hús í notkun ASK-Reykjavlk. — Fyrstuhjónin, þau Sigrún Finnsdóttir og Danfel Þórðarson, eru einmitt nýfarin til vikudvalar i öðru þvi húsi sem starfsmannasamtök verksmiðja SíSá Akureyrieiga, sagði Jóhann Sigurðsson formaður félagsins i samtali við Thnann I gær. — Við eigum annað hús þarna að Bif- röst, en þaðer i eldri hluta hverf- isins. Hið nýja hús félagsins stendur I nýjum hluta, en þar hafa þegar veriö reist ellefu hús, og mun flestum þeirra vera lokið. Hitt húsið var keypt af starfsmanna- félagi SIS i vetur, og er þaö I eldri hlutanum eins og fyrr var sagt. Jóhann sagði vera gifurlega á- sókn I að fá húsin til orlofedvalar, en I verksmiöjunum á Akureyri er öllum gefiö sumarleyfi á sama tlma, þannig að erfitt er að anna þeim beiönum er berast. Hins vegar mun ekki aðeins sumar- leyfistlminn vera upppantaður, heldur ná pantanir nokkuð lengra fram á sumariö. 82 éra hestamaður ríður frá Reykjavík í Eyjafjörð AS-MælifelIi.SIðdegis á fimmtu- dag fóru héðan 5 hestamenn, sem voru á leið að sunnan á fjórðungs- mótið á Melgerðismelum, 4 ungir piltar og Þorlákur Ottesen, sem er 82 ára. Unglingarnir áttu hesta slna að Ashildarmýri á Skeiðum, en Þorlákur steig á bak heima. Má ætla, að hann sé eini maðurinn, sem kemur rlðandi á mótið alla leið frá Reykjavlk. Tafði bað för- ina, að Blanda var ófær vegna hita og rigninga, og urðu þeir félagar að fara út á Blöndubrú hjá Löngumýri, og siðan fram Svartárdal og um Kiðaskarð til Mælifells, en lang stytzt er að fara frá Hverárvöllum um Blönduvað innan Ströngukvislar og siðan um Þingmannaháls, Buga og Mælifellsdal, hina gömlu alfaraleið milli fjórðunga. Samkvæmt upplýsingum eins piltanna, Sigurðar Björnssonar úr Kópavogi, hrepptu þeir miklar rigningar sunnan Jökla, og ónæði ölvaðra manna við náttstað á Hveravöllum, en veðurbliöu norðan Auðkúluheiði og slðan. Á fimmtudag var hér 23 stiga hiti og náðu margir miklum heyj- um, en grasvöxtur er i mesta lagi eftir langvarandi hlýindi og tölu- verðar úrkomur. leiguaf herstöðinni. Það er al- ger misskilningur, ef menn halda að þeir kviði sllkum út- gjöldum. Helgi Briem gerir þá kulda- legu athugasemd, að íslending- ar verði ekki að þvi spurðir, hvort herinn sé hér eða sé hér ekki. Þetta er býsna athyglis- verð skoðun og alvarlegra mál en svo að það verði haft i flimtingum. Ég held að viðbrögð margra kunni að veröa á annan veg en Helgi Briem hyggur, ef skoðun hans um þetta efni reynist orð aö sönnu. Þó að einhverjir kunni að bregð- ast svo viö þessum „sannleika” að ætla aö „hefna” sln á Amerlkumöhnum fyrir þrásetu sina meö því að heimta af hern- um sem mesta peninga, þá kynni svo að fara að aðrir — og það stærri hópur — brygðist öðru visi við, svo að sizt yrði til þess að auka eindrægni manna innanlands né auðvelda sambúö við aðrar þjóöir. Akureyri7. júli 1976. IngvarGfelason. @ Leit tækjunum og krönum, eyksthætt- an á hruni. Til dæmis hafa tvær fallbyssur, sem hvor um sig veg- ur tvö til þrjú tonn, farið inn i flakið. Til þessa hefur megniö af vinn- unni verið tengt fallbyssunum, sem liggja tvist og bast um dekk- ið. í mörgum tilfellum hafa þær verið fast samanskeyttar af alda- gömlum kóröllum. Það þarf krana til að geta náð þeim I sund- ur og er langt frá þvl, að þær séu allar orðnar lausar. A þeim fimmtiu og tveim fallbyssum, sem þegar hafa veriö losaöar, og þeim, sem eftir er að losa, má draga þá ályktun, að skip þetta hafi ekki veriö neitt smásmíði. Ein byssan var sérstaklega erfiö viðfangs. Þetta var þriggja tonna ferllki og var svo fast, að ekki nægði krana til að hagga þvi. Það var brugðiö á það ráð að útbúa sérstaka blokkasamstæðu á dekkinu á Aventura og var það gert með bómunni á skipinu og köðlum, Þá var reipinu slöngvað um byssuna og byrjað að toga. Peter Henning kvikmyndaöi allan atburðinn og mikil spenna rlkti á dekkinu. Þaö tognaöi að þuml- ungssverri stáltauginni og hún þoldi ekki álagið og slitnaði. Vaughan varð vonsvikinn, en ekki sigraður, og datt honum það ráð i hug að nota járnsagir til þess að komast I gegnum kórallinn. Byssan losnar Það kom loksins að þvi, að byssan losnaöi. Hún var dregin upp á yfirborðið þannig að Abplanalper stóð þilfari Aven- tura, gæti barið hana augum. Hann stóð og horfði á ferlikið hugsandi á svip. Gæti verið, að hún væri full af gulli? Fyrr á öldum var nefnilega venjan að fela gullið i byssukjöftunum á leiðinni heim frá Nýja heiminum. Nú þegar skrimslíö var á burtu gekk verkið fljótar fyrir sig. Tuttugu og tvær fallbyssur voru losaðar þennan dag og gekk Vaughan brosandi til sængur. Frá þvi að byssurnar og kjölfestan hafð verið fjarlægð, og tonnum af sandi mokað burt fór að sjást I rif skipsinsog brátt mun verða hægt að komast þar inn, sem fjár- sjóðurinn er hulinn, — ef einhver A þessum punkti boöaði Abplanalp til fundar i hátlðasal E1 Toro. Þangað komu helztu mennirnir, sem unnu viö björgun- ina og báru saman bækur sinar. Sumir þeirra viljahalda þvifram að þetta sé flakið af tittnefndri Nuestra Senora, en hvað sem þvi líður þá eru leyndardómar flaks- ins enn ekki ljósir. Er þetta Nuestra Senora? Gæti þetta veriö eitt af þeim fjölmörgu skipum, sem fluttu gull frá nýja heiminum til hinnar gráðugu og óseöjandi Evrópu? Er þetta aðeins gamall ryökláfur fullur af tiltölulega gagnslausum fallbyssum? Það líður óhjákvæmiiega senn að þvl, að sannleikurinn i þessu máli verði opinberaður. Og ef hann veröur jákvæöur, þá fara allir þessir menn, sem unniö hafa höröum höndum við björgunina, sem sigurvegararfrá borði. En ef hann veröur neikvæður? Þá þaö. Abplanalp reynir að taka því með stóiskriró.Og það er eins og hann séað brynja sig gegn hinu versta. Hann segir: „Ég vil bara að þessu ljúki, þannig aö ég geti snúið mér aftur að þvi að fram- leiða humarhala og steinkrabba. Svo gæti samt fariö, að þessi hættulega og djarfa barátta hefði ótrúlega farsælan endi, þvl að skýrslur herma, að meðal þeirra fjársjóöa, sem fluttir voru til Spánar áriö 1656, hafi sá, sem var um borð I Nuestra Senora verið mestur, og skipið þvl hrein gull- náma. (Þýtt og endursagt JB) BILALEIGAN EKILL WS3 Ford Bronco Land-Rover Blazer Fiat VW-fólksbilar i-aa-aq 28340-37199 Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin © Suður-AAúl. lækníssetur, kirkja og prestsset- ur, iðnskóli og gagnfræðaskóli, sundlaug og iþróttavöllur, félags- heimilið Egilsbúð og gisti- og veitingarekstur I sam.bandi við það. Rétt innan við kaupstaðinn er flugvöllur. Nú erum við aftur stödd í botni Reyðarfjarðar og höldum Fagra- dalinn til Egilsstaða. Kauptúnið Egilsstaðir hefur risið á þremur siöustu áratugum i landi hins forna höfuðbóls Egils- staða. Ibúar þar munu nú hátt á nlunda hundrað og aðalatvinnu- vegir eru verzlun, landbúnaður og iönaður. Þar er sjúkrahús, tveir héraðslæknar, dýralæknir, læknamiðstöð i byggingu, gisti- hús, félagsheimiliö Valaskjálf, aðalstöðvar Kaupfélags Héraðs- búa o.fl. Frá Egilsstöðum ökum við suður Velli og hjá bænum tJlfs- stöðum beygjum við til hægri vestur yfir Grimsá. Sunnan Haf- ursárinnar, sem við komum brátt að, tekur við Hallormsstaða- skógur, vlðáttumesti skógur landsins um 650 ha að flatarmáli. Skógurinn hefur verið friðaöur frá 1905 og þar eru höfuöstöðvar skógræktar á Austurlandi. Ekki kemur annað til greina en aö doka dágóða stund við I skóginum og njóta þess, sem hann hefur upp á að bjóða. Margir fagrir staðir koma til greina, en þó mun Atla- vlk oftast koma fyrst i hugann og þar eru bæði tjaldstæöi og sam- komustaöur. Af öðrum athyglis- verðum stööum má nefna Gatna- skóg, Hólatjörn, Guttormslund og Mörkina. Byggðahverfi er nokkuð á Hallormsstað. Þar er húsmæðra- skóli og heimavistarbarnaskóli og eru báðir þessir staðir notaöir sem sumargistihús. Kona með lOára gamla telpu óskar eftir vinnu í sveit í ágústmánuði. Upp- lýsingar i síma 96-23472 Hjá Hofi Einstakt tækifæri. Rýmingarsala á hann- yrðavörum og garni. Þingholtsstræti 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.