Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 11. júli 1976. Flakiö, sem talið er vera af spönsku galeiðunni Nuestra Senora de la Maravillas undir þriggja alda gömlum sandlögum I þrjátiu og fimm feta vatni úti fyrir strönd Walkers Cay i Bahama-eyjaklasanum. A bak við byssurnar vonast björgunar- mennirnir til að finna ómetan- iegan fjársjóð. . 0 oo;oJ»S9b^?í&.o f í-'Oj' o 0° ' .o Vð.;-;0.v .* °:U‘ .. » . * «■ v f .* • -•„ . ri* LEITIN AÐ GULLNU MADONNUNNI AÐ venju er lltið um að vera á eynni Walker’s Cay, nyrzt i Bahama-eyjaklasanum, og rikir þar kyrrlátur og lognmollulcgur andi. Gn þessa dagana er and- rúmsloftið þrungið spennu og eftirvæntingu. Það er ekki lengur rætt um það, sem dagsdaglega var uppistaðan I samræðum manna á meðal, — þ.e. fiskafla og skemmtibáta, heldur er rætt um spænskar fallbyssur, gull og silf- ur og nýjustu hlutina, sem kaf- arnir koma með frá flakinu. Fram til þessa hefur eyjan, sem er i einkaeign auðjöfursins Roberts Abplanalps, verið para- dís veiðimanna. En hún er það ekki lengur. Nú er hún miðstöð, þaðan sem ævintýralegri fjár- sjóðsleit er stjórnað. Eru milljónir dollara virði i gulli og silfri hulin i djúpi hins lygna sjávar tuttugu og fimm milur út frá ströndinni, og mun flakið teljast meiriháttar forn- leifafundur? Hafið er smám saman að opinbera leyndardóma sina og eftir þvi, sem kafararnir uppgötva meira af flakinu, vex eftirvæntingin. Þetta er afar kostnaðarsöm leit og Abplanalp, sem fjármagnar fyrirtækið, eyðir daglega hátt I fjögur hundruð þúsund krónum I hana og hefur á sinum snærum fjölda af köfurum, fornleifafræð ingum, neðansjávarljósmynd- urum, flugvélum og bátum, auk hreinna og beinna ævintýra- manna. Hann vill allt til vinna i leit að einhverju, sem gæti allt eins verið hrúga af fúnum spýtum og ryðguðum fallbyssum og fjár- sjóðurinn, sem hann vonast til að finna. Abplanalp, og menn hans hafa I hyggju að skipta með sér fjársjóðnum — þ.e.a.s. ef einhver finnst. En byrjunin lofar ekki góðu. Allt, sem upp hefur komið til þessa, er talsvert af járnvöru, matarilátum og leirkrúsum, nokkrar fallbyssukúlur og dágott safn af járnnöglum. Eftir tveggja mánaða þrotlaust starf hafa þeir ekki einu sinni komizt að raun um, hvaða skip þeir eru að rann- saka. Það mun þvi ekkert vera þvi til fyrirstöðu að fullyrða, að máltækið „vogun vinnur vogun tapar” eigi vel við í þessu sam- bandi. Abplanalp er þrátt fyrir allt trúaður á, að þetta borgi sig, og ef kenning hans reynist rétt, þá gæti þetta orðið einn mesti fjársjóðs- fundur og merkasta skipsflak allra tima, sem fjárslóðsleiturum og björgunarmönnum hefur tekizt að finna. „Við höldum, að þetta sé spænskt sautjándu aldar skip”, segir Abplanalp. Hann hefur ekki sagt það beint út, en þó fyllilega gefið það i skyn, að þeir bindi vonir sinar við, að um- rætt flak sé af skipinu Nuestra Senora de la Maravillas, 650 tonna galeiðu, sem sökk einhvers staðar á Litla-Bahamabanka árið 1665. Skipið var eitt af miklum kaup- skipaflota, sem var á leið til Spánar, þegar skipstjórinn varð allt i einu var við, að hann hafði siglt upp I grynningar, 1 ofboði sneri hann skipinu en rakst við það á annað skip og sökk til botns, en þarna var þrjátiu og fimm feta dýpi. Áhöfn skipsins var um 700 manns og reyndi hver sem betur gat að bjarga sér. Nokkrum tókst að hanga á reiðanum, sem stóð upp úr, en langflestir lentu I sjón- um og urðu hákörlum að bráð. Aðeins tókst að bjarga fimmtiu og sex mönnum af allri áhöfninni. Björgunaraðgerðir hófust eins fljótt og auðið var og á næstu þremur árum tókst að bjarga rúmlega einni og hálfri milljón af þeim fimm milljónum peseta, sem um borð voru. Megnið af þvi fór samt forgörðum, þegar tvö björgunarskip, á leið til Puerto Rico frá slysstaðnum, strönduðu sjálf sunnan við Gorda Cay við Grand Bahama Island. Þeir, sem komust lifs af, grófu nokkuð af fjársjóðnum á rifinu, og mikið af þvi fannst siðar, sem og megnið af þvl, sem eftir varð I skipunum tveimur. Fljótlega gerði sandfok alla frekari björgunartilraunir ómögulegar og neyddust menn til að gefa þær upp á bátinn, og brátt hurfu fjársjóðir Nuestra Senora sýnum manna. Trjámaðkurinn og timinn máðu burt öll merki um skipið. Af og til hafa ævintýra- menn staðið i þeirri trú, að þeir hafi fundið skipið, en enn hefur fjársjóður þess ekki fallið neinum þeirra I skaut. Kenning Abplanalps hefur all- marga hluti sér til staðfestingar. Frá brúnni á E1 Toro, 105 feta snekkju, sem hann tók á leigu hjá bandariska milljónamæringnum Ed Bernt, útskýrir hann hana: Hættulegir straumar „Siglingaleið skipanna var venjulega norðlæg og farið i gegnum Flórida-sund. Þegar komið var til Matanilla Shoal, var tekin stefna I norðaustur og haldið til Spánar. Bermuda var næsti viðkomustaður. Ef litið er á okkar tima landakort, þá sjáum við á þeim viðvörun og er það sú sama og var á kortunum fyrir þrjú hundruð árum. Hún hljóðar á þessa leið: — Ef farið er of nálægt grynningunum, er hætta á að straumþunginn beri skipið upp að þeim. Sjómönnum er ráðlagt, að halda sig i fjarlægð frá þessu svæði.” „Skipaflotinn, — sagði hann — gæti hafa siglt of nálægt og siðan rekið með straumnum inn að Litla-Bahamabanka. Þegar skip- verjár sáu, að þeir voru komnir á grynningar, gæti skipstjóri dæmda skipsins hafa snúið þvi snögglega til að freista þess að komast út á opið haf að nýju, en rekizt á annað skip og sokkið.” Flakið viðJWalkers Cay gæti vel fallið inn i þessa skýringu. Olikt öðrum skipum, sem sokkið hafa, hefur brakið ekki tvistrazt um vitt og breitt um hafsbotninn, heldur hefur skipiö haldizt svo til heilt. Staðurinn, sem það liggur á, hefur löngum verið þekktur sem frábær fiskimið. Fiskimenn héldu alltaf, að þetta væri kóralrif, en skipið með öllum sinum fallbyss- um hefur skapað ákjósanleg skil- yrði fyrir margs konar fiskteg- undir og sjávargróður. Fyrir tveim árum var Ron Waldum, þá nitján ára, að veiðum á þessu svæði, ásamt vini sinum, Rick Magers, á humarbátnum Miss Dottie. Hann kafaði þarna niður og uppgötvaði þá flakiö. Vegna vinnu sinnar höfðu þeir félagar ekki tlma til aö athuga þetta neitt nánar, svo þeir ákváðu að geyma það til betri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.