Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 11, júli 1976 Listahöllin I Oostende i Belgiu. fengiö boö um sýningar t.d. á BIENNEALLINN i Feneyjum og I Sao-Paulo, og einnig aö koma verkum á sýningarstaöi i ýmsum stórborgum. Eru sérstaklega til- greindir eftirtaldir staðir: Hjá Pétredes, Paris, Wildenstein, London, Art Galery Sho Un i Tokió, hjá Emile Walter i New-York, deLigny ArtGaleries, Miami, Wildenstein, Buenos Aires og Rubenstein Melior i Sao-Pauío. Þessi tækifæri til sýningarhalds sigla sem sé i kjölfariö á verölaunum, eöa viöurkenningu^ sölu verka fyrir viöunandi verö og frá þessu sjónarmiöi séö a.m.k. veröa viöurkenningar til lista- manna aö teljast hafa raunveru- legt gildi. Þess má að lokum geta, aö það mun einnig vera búiö aö gefa út upplýsingarit um þaö listafólk, sem hlotiö hefur viöurkenningu hjá A.C.I. og verður þaö sent til liststofnana. 1 riti þessu veröa tiundaöar helztu ipplýsingar um mig og birtar myndir af nokkrum verkum. Bók þessi hefur ekki borizt mér ennþá. Skrifað veröur um þá, sem hlotiö hafa verölaun á þessari sýningu i ýms blöð og timarit, m.a. mun La Revue Moderne i Paris gefa út sérstakt hefti helgað Grand Prix de Lyon. Ennfremur má geta þess, aö mér hefur borizt tilkynning um þaö, aö mér veröi veitt franska verö- leikaorðan „Art-Sciences-Lett- res” og hefi ég sent umbeðnar upplýsingar um mig og verk mln vegna þess. Viðkvæm fyrir gagnrýni áður — Nú hefur veriö greint frá þvi hér aö framan aö myndir þinar viröast faila mönnum vel i geö er- lendis. Er einhver sérstök skýring á þvi.sem gætitil dæmis verið fólg- in i túlkunarmátanum? Þaö kemur fram i ritdómi monsieur Montoya, hvaö sérfræö- ingar telja sig sjá í verkum min- um, svo ég visa I fyrsta lagi til hans. Aö ööru leyti vil ég segja þetta. — Túlkunarmáti listamannsins er settur saman úr mörgu og óskyldu. Hæfileiki mannsins til undrun- ar, spurnar og túlkunar er að sjálfsögðu bundinn hans innsta eðli. Hann er jafnmismunandi og mennirnir eru margir. Hver og einn undrast á sinn hátt, spyr á sinn hátt og túlkar eins og hann hefur þörf og getu tíl. Listtúlkun min er afleiðing af skynjunminni, hugmyndum og smekk og háð tæknikunnáttu og getu til að koma þvi til skila á þann afmarkaða flöt, sem til þess er ætlaöur. Svo er einnig um viöhorf fólks til þess, sem ég er aö fást viö og annarra hluta, aö hver sér þaö sem hann vill, frá eigin sjónarhóli og mælir allt viö sinn kvaröa og vissulega mismunandi eins og eölilegt er. Sumir hefja árangur minn I málverkinu upp til skýja, aörir láta sér fátt um finnast. Ég minnist þess aö ég var viö- kvæm fyrir gagnrýni fyrst, er ég fór aö gera sjálfstæö verk. Óneitanlega tóku menn árangrin- um lika á mismunandi hátt. Sum- ir forðuöustað minnast áverkin. Voru bara vorkunnlátir I viðmóti, eins og viöleitnin væri sjúkdómur og það sárnaði mér dálitið. Aörir virtu verkin ekki viölits og það var algengast, eins og þarna væri um eitthvaö aö ræöa, sem betur heföi veriö látiö ógert og horföu svo skringilega fram hjá mér sjálfri. Einstaka kunningjar höföu jafnvel orð á þvi viö ná- granna og kunningja, aö það hlyti aö vera geggjun aö mála svona vitleysu eins og ég gerði. Mér fannst þó baía gaman aö heyra það, af þvi ég trúði þvi ekki sjálf að þaö væri svo vitlaust m.a. af þvi að einstaka trúveröugir menn höföu metiö þetta nokkurs virði. Svo áttu menn þaö til að segja mér rækilega til syndanna og enn aðrir vildu náðarsamlega leiöa mig inn á gæfurikari Ustmáiun en þeim fannst ég ástunda. Annars veit ég naumast hvaö raunverulegast mætti heizt segja um túlkunarmáta minn, nema eitter vist einsog fyrri daginn, aö þótt sumir skilji mig ekki, þá viöurkenna mig aörir og verö- launa og vitanlega finnst mér lof- iö nokkuö gott eins og öörum. Þetta skiptir mig samt sem áöur ekki neinuhöfuðmáli, þvi aö starf mittmiöastviöþaö, aö gera hvert verk svo gott sem ég get, en ekki aö góna fyrst og fremst eftir þvi sem öörum finnst um verk min. Þaö er allra annarra aö deila um gerö þeirra og gæöi, en mitt aö halda áfram aö gera fleiri og betri. Ég mun halda áfram minu striki hvaö sem á dynur, fyrst ég setti mig út I þetta á annaö borö. Vinnufriður meira atriði en vinnustofa — Nú starfar þú aö listmálun. Hefuröu góöa vinnuaöstööu? — Ég hefi ekki haft tök á þvi aö koma mér upp vinnustofu, eins og almennur skilningur er lagöur i þaö orö, og æskilegt veröur aö teljast i framtiöinni. Ég vinn hérna heima i ró og friöi I borö- stofunni. Kannski skiptir þaö ekki öllu máli. Aöalatriöiö fýrir mig er að hafa gott.næöi til vinnu. Ég legg rik’a áherzlu á að ég vil gjarnan fá aö vinna I algjöru næöi að mlnum verkum og láta sem fæsta af þvivita hvaöéghefst að. En það má maður auðvitaö ekki láta eftir sér nú til dags. Það væri tilgangslaus innilokunarstefna, sem enginn mundi mæla með. Menn þurfa að hafa einhver al- menningstengsl, þótt ekki væri fyrir annað en að kanna hvernig öörum falla þau verk i geö sem maðurgerir. Ogekki einungis hér á landi heldur sem viöast, eftir þvi sem tækifæri og tilefhi veröa til. Svo er einnig nauösynlegt aö selja verk til aö hafa upp I óhjá- kvæmilegan kostnað. Þá er þaö nauösynlegt aö feröast og skoða þaö sem aörir listamenn eru aö gera eöa hafa gert. Þaö tel ég vera nauðsynlegt til þess aö viö- halda áhuga, safna hugmyndum og til að skynja nýjar leiðir. Hlédræg að eðlisfari. Samskiptin viö fólkiö og aöra listamenn kosta mig visst átak. Auövitað er ég hvorki hrædd viö fólk né starfsbræöur mina, en þeir, sem aö listsköpun vinna, komast þó ekki meö öllu h já átök- um. Þetta er helzt i sambandi við málverkasýningar. Eitt hið leiöinlegasta, sem fyrir mig kemur i sambandi við mál- verkasýningar, og annað I fram- haldiaf þeim er að koma frásögn- um á framfæri viö blöö og aöra fréttamiöla. Ekki af þvi aö þessu sé illa tekið, heldur vegna þess aö maöur finnur aö slikt efni er litils metið. Þetta er ekki neitt sem þau græöa á, eöa af einhverjum ástæöum er þaö ekki metiö jafn áhugavert og margt annað sem girnilegt fréttaefni mun kallast. Þetta er hvorici glæpur né refsing. (Ég undanskil þó Rikisútvarp, hljóövarp) Ég er afskaplega hlédræg aö eölisfari og vil siöur en svo láta mikiö fara fyrir mér opinberlega, en ég kemst ekki frá þeirri staö- reynd aö hafa hlotiö tilteknar viöurkenningar fyrir verk min. Þessar viöurkenningar spyrjast út og fiskisagan flýgur I ýmsar áttir og framkallast I ýmsum út- gáfum. Þá liöur ekki á löngu unz ótrúlega margir vilja fá eitthvaö nánar um þetta aö vita, og þar meö fæ ég alveg óvænt verkefni, þaö, aö fullnægja fréttaþörfinni. Þaö getur tekið mikinn tima og a.mJc. betra aöveralausviö þaö, þegar I ööru er aö snúast. Þess vegna verður maöur af og til aö koma frásögnum á framfæri viö þá, sem kunna frá aö segja. Þaö ermikil nauösyn, þó óskemmtileg sé, sagöi Matthea Jónsdóttir, list- málari að lokum. Ferðamannaverzlunin Laugum í Reykjadal býður allar almennar verzlunarvörur og ferðavörur i glæsilegum húsakynnum Esso-þjónusta Kaupfélag Þingeyinga Ferðamannaverzlunin Reykfahlíð við Mývatn hefur allt til ferðarinnar: Matvörur — Fatnað — Sportvörur — Minjagripi — Viðleguútbúnað — Ö/ — Gosdrykki — Sælgæti — Tóbak o. fl. JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.