Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 25
25 „Það er gott fyrir prímadonnur að skúra baðherbergi" — segir nýjasta óperustjarna Svía, sem í vetur söng Carmen í óperunni í Stokkhólmi, Hún er ein- stæð móðir og er nú aftur ó uppleið sem söngkona eftir sjúkdóms- erfiðleika — Ég kviði þvi að einhver verði hræddur við niig, segir Sylvla Lindenstrand, sem veit að ýkt virðing er ein af skuggahliðum velgengninnar. Nú eftir að hún hefur slegið I gegn I „Rósakavalleranum” I sænska sjónvarpinu og sem Carmen i óperunni, vill hún helzt bara vera Sylvia. — Það er gott fyrir primadonn- ur að skúra baðherbergi. Og það getur lika verið gott fyrir áheyrendur að vita að slikt gerist þegar Carmen er búin að taka rósina úr munninum. Og það er endurleysandi að komast með fæturna niður á jörðina til að geta hugsað skýrt og fram á veginn — ráðið er, að gera hreint og þá lfka á klósettinu. Nýja óperustjarna Svía er ekki með neinn falskan tepruskap. Hún er enn undrandi á að hún skuli vera orðin eftirsótt við óperuhús um allt meginlandið. Sylviá Lindenstrand. Hún er nógu hreinskilin til að viðurkenna að henni finnst skemmtilegt að látast. Annað væri heimskulegt. Hún er nefni- lega mjög falleg. Kann að tjá sig persónulega og gerir það fúslega. Hún notar mikið hendurnar þegar hún talar. Hún talar vel um alla meira að segja kollega sina. Og segir við og við.tala ég of mikið? Hún er hógvær og segir að margar fallegar raddir séu til, sem ekki hafi enn komið fram i dagsljósið. bað er mikils virði að hafa strangan leik (og söng*) stjóra. Hún er skapmikil,var það þegar á barnsaldri.Hún málaði,söng var dugleg að læra, tilfinninganæm og ráðrík. Hún söng hástöfum á manna- mótum á Vermalandi þegar hún var tveggja og hálfs árs. Fjögurra ára fór hún að hafa áhuga á tónlist og þrettán ára var hún heilluð af óperusöng. 18 ára gömul hóf hún söngnám fyrir al- vöru eftir að hafa sungið með hljómsveitum á skóladansleikj- um. 1 sex ár var hún i söngtimum hjá Isabel Ghasal Öhlman og sótti um inngöngu á músikaka- demiuna og myndlistaskólann Konstfack. — En ég lagði málaralistina á hilluna þangað til ég kemst á elli- laun. Tuttugu ára gömul og nýorðin móðir söng Sylvia sitt fyrsta hlut- verk i óperunni i Stokkhólmi. Sonurinn Pierre er nú þrettán ára, og hefur aldrei verið henni til trafala. Þvert á móti er styrkur að þvi og öryggi, að bera ábyrgð á einhverjum. Hún er þó mjög .sjálfsörugg og full af sjálfs- trausti. Þó kom sá timi að hún gagn- rýndi sjálfa sig. kannski var það óttinn við að gera ekki öllum til ^hæfisJ Kannski voru fyrstu sigrarnir of auðveldir. Hún söng — en án gleði. Sjaldan er ein báran stök. Hún var sifellt kvefuð og hás. í fjóra mánuði gat hún alls ekki sungiö. Það var timi til kominn að gefast upp. — Ég trúi á eins konar náð segir hún nú, þegar allt er yfirstaðið. Eftir sextán sprautur i bakiö upp- götvaðist að hún var með ofnæmi og hún fékk bata. Hjördis Schymberg söng- kennari hjálpaöi Sylviu endan- lega til að verða frjáls. Hún hefur lært hjá henni i þrjú ár, bvi engin takmörk eru fyrir hve mikið hægt er að læra. Nú þorir Sylvia Lind- enstrand að vera hún sjálf. Og hún veit að hún getur það. Kann að taka gagnrýni og lofi. En þeg- ar slagsiða kemur á skipiö og hún fær alltof mikið af lofi og rósum, verður hún svolitið hrædd og rugluð og sækir þrótt i að þvo með ræstidufti og klút. —Þýtt SJ) Sunnudagur 11. júM l#7«. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. Heiöar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. MANUDAGUR 12. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Páll Þórðarson flytur (a.v.d.v.) Morgunstund barnanna kl. 8.45: örn Eiðsson heldur áfram að lesa „Dýrasögur” eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Meloskvartettinn I Stuttgart leikur Strengjakvartett nr. 1 eftir Schubert/Félagar úr Vlnaroktettinum leika Divertimento nr. 17 i D-dúr eftir Mozart. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug” eftir Sterling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnús- son les (2). 15.00 Miödegistónleikar. Hljómsveitin Filharmonia leikur „Svanavatnið” ball- ettmúsik op. 20 eftir Tsjai- kovski, Igor Markevitch stjórnar. Nicolai Ghiauroff syngur með kór og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna ariur úr óperunni „Prins Igor” eftir Alexander Borodin, Edward Downes stjórnar. Joao Carlos Martins og Sinfóniuhljómsveitin I Boston leika Pianókonsert eftir Alberto Ginastera, Erich Leinsdorf stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ljónið, nornin og skápurinn” eftír C.S. Lewis. Kristin Thorlacius þýddi. Rögnvaldur Finn- bogason les (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sverrir Runólfsson talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Ur handraðanum.Sverr- ir Kjartansson sér um þátt- inn. 21.15 Islensk kammertónlist: Fiðlusónata eftir Jón Nordal. Björn Ölafsson og höfundurinn leika. 21.30 V t v a r ps sa g a n : „Ærumissir Katrlnar Blum” eftir Heinrich Böll Franz Gislason les þýðingu sina (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaöar- þáttur. Hólmfriöur Sigurð- ardóttir garðyrkjufræðing- ur talar um heimilisgarð- inn. 22.40 Norskar visur og vlsna- popp. Þorvaldur örn Arna- son kynnir. 23.15 Fréttir. Dagskrárlok. Kaupið bílmerki Landverndar kérndum ^ líf Kerndum /otlendiy Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustíg 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.