Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 11. JúU 1976. TÍMINN H Skólaslit Skógum i Landspróf var þreytt viö skólann i siöasta sinn eins og lög gera ráð fyrir. Að þessu sinni þreyttu 24 prófiö. 19 þeirra hlutu einkunnina 6 eða meira 2 stóöust ekki próf, en hinir hlutu heimild til endurtöku. Hæstu aöaleinkunn á landsprófi hlaut Guðbjörg A. Jónsdóttir, Skógum,9,2 og var þaö jafnframthæsta einkunn I skólan- um á landsprófi. Frá þvi aö Skógaskóli tók til starfa haustiö 1949 hafa þá alls 533 nemendur lokið landsprófi frá skólanum, af þeim hafa 507 staðizt landspróf miöskóla meö einkunnina 5 eða hærra, en 421 hefur hlotiö einkunnina 6 eöa meira og öölast rétt til inngöngu i menntaskóla, eru þaö tæplega 79 af hundraði þeirra, sem þreytt hafa landspróf viö skólann frá upphafi. Gagnfræðaprófi luku 28 nem- endur. Ellefu hlutu rétt til inn- göngu i menntaskóla eöa fram- haldsdeildir gagnfræöaskóla. Hæstu einkunn á gagnfræöaprófi fékk Maria Guömundsdóttir, Haga, Holtum 8.38. í fimmta bekk, sem starfaði á tungumála- og raungreinasviöi stóðust alir próf. Hæstur þar varö Páll Pétursson Litluheiöi, Mýrdal meö 7.71. Sýslunefnd Rangárvallasýslu færöi skólanum aö venju bækur til þess að verðlauna þá nemendur, sem skarað höfðu fram úr I námi. Héraösskólanum í Skógum var slitiö laugardaginn 22. mai siöast- liöinn. Þótt ekki lægju þá fyrir endanlegar niöurstöður prófa. Skólinn starfaöi með svipuöu sniöi í vetur og undanfarin ár. 1 skólanum voru fimm bekkjar- deildir og þar af var ein tvískipt. Nemendur i skólanum voru 114 og voru 65 þeirra i heimavist, hinir voru ýmist búsettir i Skógum eöa þeim var ekiö i skólann daglega úr báöum Eyjafjallahreppum og Dyrhólahreppi. Hafa nemendur i skólaakstri aldrei verið fleiri en i vetur, en akstur meö nemendur i skólann hefur aukizt mjög hin siðari ár. Danska og þýzka sendiráöiö veitti verðlaun þeim nemendum sem beztum árangri höföu náö i dönsku og þýzku á lokaprófi. Þá gaf lionsklúbburinn Suöri i Vik verðlaunabækur þeim nem- endum, sem hæsta einkunn höföu hlotið i stærðfræöi á landsprófi og gagnfræðaprófi. Gjöf þessi er til að heiðra minningu Guömundar Magnússonar, en hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun klúbbsins og stærðfræðikennari viö Skógaskóla viö ágætan orðstir um skeiö. Skógar undir Eyjafjöllum. Félagsstarf var blómlegt i vet- ur. Árshátiö var haldin 13. april. Á árshátiö sýndu nemendur m.a. fimleika, þætti úr Delerium Búbónis og nokkrir nemendur sungu undir stjórn Þóröar Tómassonar, sem lék meö á lang- spil. Að vanda var haldin bindindis- hátiö i skólanum, en til hennar er boöiö öllum nemendum úr efsta bekk barnaskólanna I Mýrdal og Rangárvallasýslu. A bindindis- hátið hélt Þorvarður örnólfsson ræðu auk skólastjóra, en börn úr barnaskólunum I Skógum og á Hvolsvelli sáu um skemmtiatriöi. Þá var og haldiö i skólanum fermingarbarnamót undir stjórn sr. Halldórs Gunnarssonar i Jíólti Til þessa móts var boöið öllum fermingarbörnum I sýslunni. Hinn 1. mai komu i heimsókn I skólann nemendur, sem út- skrifuöust fyrir tiu árum, færöu þeir skólanum rausnarlega peningagjöf til kaupa á kennslu- tækjum. Heilsufar var gott I skólanum I vetur og námsárangur góöur. All- ir nemendur skólans gengust undir vorpróf nema einn. í fyrsta bekk hlaut hæsta eink- unn Þorbergur Albertsson, Skóg- um 8.57. Einn nemandi fyrsta bekkjar var fluttur I annan bekk án vorprófs vegna veikinda. Unglingapróf þreyttu 19 nem- endur og stóöust þaö allir. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Jón Ingvar öskarsson MiöbælisbÖkk- um, A-Eyjafjöllum 8.50. I almennum miöskólabekk voru 24 nemendur. Luku þeira allir prófi og stóðust þaö. Hlutskörpust varö Unnur Jónsdóttir, Holti, Stokks- eyrarhreppi meö 7.63. Félög með þjálfaö starfslið í þjónustu við Sjðh'u sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á ísiandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.