Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur IX. júll 1976. TÍMINN 7 HELCARSPJALL Halldór Kristjónsson: Virðing Alþingis Þaö er orðiö næsta algengt að minnst sé á Alþingi á niðrandi hátt og i ádeilutón. Nýlega birti dagblað svör 6 vegfarenda við þvi hvort al- þingismönnum mætti fækka. Fimm þeirra töldu helst að Al- þingi mætti aiveg missa sig. Blaðið spurði ekki hvernig ætti að ákveða hvað vera skyldi lög I landi. Sennilega hafa viðmæl- endur þess aldrei leitt hugann að þvi. Það er losarabragur á menntun i þjóðfélagsfræðum þar sem menn hafa enga hug- mynd um það hvernig löggjaf- arstarf er unnið og á að vinnast. Astæða er til að halda, að skóla- kerfið hafi ekki náð eins góðum árangri og þyrfti að vera á þvi sviði. Auðvitað má ýmislegt að Al- þingi finna. Það er vissulega meiri málskrafsstofnun en þyrfti að vera. Þar eru fluttar ýmsar ræður, sem ekki eru fyrst og fremst ætlaðar til að skýra mái fyrir þingmönnum eða greiða fyrir afgreiðslu máia á þingi. Þeim er ætlað, a.m.k. meöfram, að vera blaðamatur og áróður, — eins konar fram- boðsræður. Einstakir þing- menn hafa verið grunaðir um aö stefna liði á þingpalla áheyr- enda viðýmis tækifæri, og flytja svo ræðu þeim til geðs. Auðvitað eru þvi engin takmörk sett hvað hægt er að tala. Þvl þurfa menn að takmarka sig. Vel má vera að finna megi einstaka þingmenn, sem gætu fallið út án þess að mikið gætti I störfum þingsins I heild. Yfir- leitt eru þingmenn vinnusamir og duglegir, og það er mis- heppnaðri verkstjórn I þing- flokkum að kenna, ef þeir hafa ekki fullt starf og full not starfs- orku sinnar. Alþingi ræður svo mörgu og tekur svo margar erf- iðar og ábyrgðarmiklar ákvarð- anir, að geysileg vinna þarf að liggja þeim að baki. Og þing- menn eru yfirleitt góðviljaðir menn, auk þess að vera greindir og duglegir, þó að þeir séu ekki gallalausir og hafi vitanlega mannlegar takmarkanir. Þingmennskan er fullt starf, ef hún er sæmilega rækt. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að menn vinni samhliða henni fullt starf annars staðar. Það er stundum sagt i þvi sambandi, að með þvi móti séu þingmenn gerðir atvinnustjórnmálamenn, og betra væri að útgerðarmenn, iðnrekendur, bændur o.s.frv. sætu á þingi. Vitanlega koma menn frá þessum störfum inn i þingið og þeir halda sinum tengslum þó að þeir skipti um starf, eins og kennarinn og skip- stjórinn sem kosnir eru á þing. 1 lýðfrjálsu landi fær iöggjaf- arþingið til meðferðar margar hugmyndir og tillögur misjafn- lega mótaðar frá ýmis konar stéttarfélögum, hagsmuna- hópum og samtökum. Það eru hin frjálsu félagssamtök, sem nauðsynleg eru lýðræðinu. Þar hefur sérhver kjósandi tækifæri til að láta álit sitt i ljós og koma hugmyndum á framfæri, ef hann hefur eitthvað tii mála að leggja. Þar eru tækifærin. AI- þingi hefur ekki og má ekki hafa einkaréttá hugmyndum. Og það er iila farið ef þessi undirbún- ingsvinna löggjafarstarfsins heima og úti i frjálsum félögum almennings er ekki I lagi. Þaö verður svo aö vera verk- efni þingsins að taka við þessum hugmyndum, leggja mat á þær og hvort þær séu framkvæman- legar og hvernig eigi aö fram- kvæma þær. Þannig er lýðræð- ið. Hugsunarlausir afglapar, sem ekki gera sér neina hug- mynd um löggjafarvald á einn eða annan hátt, en verða auð- ginntir til að gera hróp að lög- gjafarsamkomunni verða jafn- an vandræðalýður i frjálsu landi, þvi að frelsið þrifst ekki nema þjóðin búi yfir þegnlegum kostum og þegnlegum dyggð- um. Gengdarlausar kröfur sam- fara sjúklegum munaði og menntunarievsi I mannfélags- málum er hættulegt lýðræöi, frelsi og menningu. Slik hættu- merki má nú finna á ýmsum stöðum i þjóðiifi islendinga. Hróplegir sleggjudómar hugs- unarlausra manna um iöggjaf- arsamkomuna tilheyra þeim hættumerkjum. (isfirðingui). Til viðskiptavina Blikksmiðjunnar Grettis Vegna sumarleyfa verður lokað frá og með 19. júli til 3. ágúst. BLIKKSMIÐJAN Grettir h.f. Ármúla 19. Orðsending til dún- og selveiðibænda Óskum eftir að kaupa æðardún og vorkópaskinn. Kynnið ykkur okkar kjör. Upplýsingar: >Æ XCO hf., inn- og útflutningur Vesturgötu 53 b, Reykjavik % sima 27979, 27999 Athugið verðin hjá okkur! kostar aðeins 219.235 kr. Tilboð óskast I gatnagerð, lagningu holræsa og vatnslagna I nýtt hverfi I Breiðholti fl, Seljahverfi, Reykjavik, Hverfið iiggur milli Grófarsels og vesturhluta Seljaskóga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 22. júli 1976, kl. 11.00 f.h. HÚSGAGNA-f val verzlunarmiðstöðinni við Nóatún Hótúni 4 Sími 2-64-70 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 m 14444, 25555 Peugeot 404— 1971 — 850.000 Peugeot 504— 1971 — 1.100.000 Hornet — 1974 — 1.500.000 Gremlin X — 1974 — 1.500.000 Blazer Pick-Up — 1974 — 2.000.000 Morris Marina — 1974 — 900.000 Austin Mini — 1975 — 520.000 Austin Mini — 1975 — 700.000 Ford Maverik — 1970 — 850.000 Land/Rover diesel — 1975 — tilboð Land/Rover diesel— 1971 — tilboð Itange Rover — 1974 — 2.700.000 Toyota Corolla Coupé— 1974 — 1.250.000 Datsun 180 B — 1973 — 1.100.000 Chevrolet Nova — 1973 — 1.450.000 Chevrolet Nova — 1974 — 1.800.000 SIGTÚN 1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.