Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.07.1976, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 11, júll 1976 Sunnudagur 11. júli 1976 TÍMINN 21 Northrop flugbátur úr flugsveit frjálsra Norftmanna. Myndin er tekin I Skerjatiroi. Sjóliftar aft taka áhöfn U570, eftir aft áhöfn hans gafst upp þann 27. ágúst 1941. ' ■ ' „Við megum ekki láta einn merkasta hluta flugsögunnar týnast" Athyglin beindist snemma að flugsögu — Fórst þú snemma aft fást vift flug? — Já. Ég hef veriö meft flugdellu sfftan ég man eftir mér. Ég lauk flugprófi á slnum tima, en þá voru atvinnumöguleikar litlir fyrir flugmenn. Þaö kom kona Ispiliö og slftar barn, þannig aft ég hreinlega haffti ekki efni á aft leika mér. Þá var farift út I aft stofna áhugasamtök plastmódel- manna, en úr því fór áhuginn aft beinast aö flugsögu tslands. Snemma fór sviftiö aft þrengjast, og ég valdi mér herflug á Islandi, haffti vlst frekar áhuga á þvl en almennu flugi. Astæftan fyrir þvi er ef til vill sú, aft á þvl var ein- faldlega meira aft gerast. Eftir þvl sem ég fór aft kafa meir I efnift, sem lá fyrir, kom alltaf fleira og fleira I ljós. Má i fáum orftum segja, aft almenning- ur hefur gert sér litla grein fyrir þvl.sem hér áttisérstaöefta hvaft Island var i raun og veru mikil- vægt fyrir bandamenn I sednni heimsyrjöldinni. — Gerftu bandamenn sér sjálfir grein fyrir, hvað þeir höfftu fengift upp I hendurnar? — Nei, ég held aft óhætt sé aft iullyrfta aft þegar Bretar stigu hér á land 10. mai 1940 hafi þeir ekki gertsér fyllilega grein fyrir þvl. Vift skulum likahafa I huga, aö þá voru hvorki Bandarikjamenn efta Rússar styrjaldaraftilar. Þaft eina, sem Bretar höfftu I huga, var aö Þjóöverjar höföu náft Noregi og Danmörk og þeir ætl- uöu sér ekki aft láta þær fá tsland lika. Allur viftbúnaftur Breta hér til aft byrja meft miöaöist iika aö þvi aft verja landift, en ekki aft gera árásir frá þvi. Þegar liftur á styrjöldina voru þaö hinsvegar skipalestirnar, sem fóru til Bretlands og Rúss- lands, sem þurfti aft verja. Þá varft tsland mikilvægur hlekkur i varnarkerfinu, bæfti til árása- ferfta frá landinu og eins sem birgfta- og hvildarstöö fyrir skip- alestir. Meft öftrum oröum, var tsland talift mikilvægasti hlekk- urinn hvaft varftaöi Norö- ur-Atlantshaf. tsland skipti lithi máli fyrsta árið — Ef Þjóftverjar hefftu náft landinu, þegar i upphafi, heffti þaö væntanlega verift nokkuft öruggt, hvernig nifturstaftan heföi orftift. Hinsvegar var Island ekki svo mjög mikilvægt fyrsta árift, m.a. vegna þess, aft þá voru kaf- bátar Þjóftverja miklu meira ein- ir slns llfts á ferft, en ekki í flokkum eins og slftar varft. Þá kom þaft sér æfti vel, aft varnar- hringurinn, meö flugvélum, náfti um 800 milur út frá landinu. Loft- hernaftur var einungis mögulegur frá tslandi, og þaft var ekki aö ástæöulausu, aft Bretar, sem áttu I upphafi afteins eina sveit mjög langdrægra flugvéla, létu hana hafa aösetur hér á landi. Þetta voru B.24 Liberatorvélar. Þær voru fyrst hannaftar sem sprengjuflugvélar, en siftar breytt og flugþol þeirra aukift til mikilla muna. Þær voru einu vél- arnar, sem gátu lokaö þvl, sem Bandamenn kölluöu, — The Mid Atlantic Gap — efta Hiö Aufta svæöi Mift-Atlanzhafsins. Vift getum llka séft mikilvægi landsins af öftru atrifti og þaö er vélafjöldinn sem fór hér I gegn I ferjuflugi. Ariö 1943 lentu tæp- lega tvö þúsund vélar á Kefla- vlkurvelli og lendingum fjölgaöi stöftugt. Þannig eru skráftar rúm- lega þúsund lendingar I ágúst- mánufti áriö eftir. Þaö eru ekki heldur svo fáir menn, sem koma hér vift. Frá marz 1943 til desem- ber sama ár fóru 25 þúsund manns um völlinn, en talift frá marz til október 1944 þá fara 90 þúsund manns hér i gegn. — Þú minnist á flugvelli. Hvar voru fyrstu vellirnir byggftir? — Fyrsti flugvöllurinn var gerftur á Kaldaöarnesi, en slftar komuveliir I Reykjavlk og á Mel- gerftismelum I Eyjafiröi. Þegar Amerikumenn komu hingaö, var Pattersonvöllurinn byggöur, en hann var rétt hjá Keflavikurvelli, sem þá var kallaftur Meeks field. Þeir skiröu vellina slna eftir látnum flug- mönnum, þannig var Melgeröis- völlurinn nefndur Kassos. Slftan voru hér neyftarvellir, einn var til dæmis viö Garftskaga- vita og annar á Höfn I Homafirfti. Að fylgja hverri vél — Svo vift vikjum aft öftru Ragnar, hvernig hagar þú þinni heimildasöfnun? — Einfaldlega meö þvl aft rekja feril allra þeirra flugvéla, sem voiu hér á striftsárunum. Ég skrái bókstaflega allt, sem þær afthöfftust,alla atburfti, hvort svo sem þeir áttu sér staft I hernafti efta ekki. Ég fer t.d. I gegnum skrár , sem færftar voru hjá her- stjórninni. Þar er skráö, hvenær hver flugvél hóf sig á loft og i hvafta tilgangi. Hitt er svo aftur annaft mál, aft ég er ef til vill kominn i of mikil smáatrifti, því aft starfift virftist vera óendanlegt. Til aö fá enn nákvæmari upplýs- ingar, hef ég haft samband vift flugmenn, sem voru hér á strlfts- árunum, og einkum og sér i lagi viftBandarikjamenn. Þessir flug- menn hafa i mörgum tilfellum náft æftstu stöftum i hernumi en þaö eitt út af fyrir sig staftfestir, aö hingaö voru ekki sendir neinir aukvisar. Þvi miftur eru skýrslur her- stjórnarinnar frá þessu túnabili misjafnlega nákvæmar. T.d. eru staftarákvarftanir slæmar. Ein vél, sem nauölenti vift Stapa á Snæfellsnesi hefur, sam- kvæmt staöarákvörftun farist 80 sjómilur suöur af landi. örnefiii eru llka oft brengluö, og erfitt aö sjá hvar vélinni hlekktist á I raun- inni. Þaö er I sambandi vift þetta, sem ég þarf aft ná sambandi vift fólk til aft láta þaö segja mér, hvar hlutirnir gerftust, hvenær og aUar þær sögur, sem til eru, i sambandi vift atburfti þessa. En ég er ekki' einungis aö þefa uppi slys. Sögur og atvik úr lifi flug- manna eru ekki sfftur vel þegnar. Einsdæmi i sög- unni-flugvél tekur kaf- bát. — Hvaft telur þú vera athyglis- verftasta atburftinn, sem gerðist hér á þessum árum? — Þaft er ef til vill þaft atvik þegar flugvél tók kafbát 27. ágúst 1941 Þaft haf fti aldrei gerzt áftur aft flugvél gæti hertekift kafbát, og komiö honum siftan óskemmdum til lands. Þetta geröist um 80 kllómetrafrá ströndinni. Flugvél, sem var I venjulegu eftirlitsflugi, sá kafbát fara I kaf. Á hann var þá varpaö djúpsprengjum, og innan litillar stundar sést hann koma upp á yfirborftift aftur, og jafnskjótt kemur öll áhöfnin hlaupandi upp I turninn. Flug- mennirnir héldu, aft kafbátsmenn ætluftu aft komast aft hrlftskota- byssum bátsins, en þá var veifaft hvitum fána, sem siftar kom I ljós aö var samkvæmisskyrta foringj- anslHaldinn var vörftur um bát- inn Ihálfan sólarhring, en þá kom loks aft skip, sem tók mannskap- inn. Slftar kom I ljós, aft komizt haföi vatn I rafgeyma bátsins og vift þaö haffti myndazt ákveftin gastegund i honum. Þaft var svo nógtil þess, aft áhöfnin neitafti aft fara niöur aftur. Meft kafbátinn var svo fariö til Stokkseyrar eöa Eyrarbakka, en hann var siftan dreginn út til Englands, og hét þar H.M.S. Graph. Hann náöi þvl aö skjóta á þýzkan kafbát, en fórstsvo i lok strlftsins vift strend- ur Skotlands. Annars var feikilega mörgum kafbátum sökkt frá íslandi. 1 þvi sem ég er búinn aft taka saman, eru taldir 35 kafbátar, en áreiöan- lega hafa þetta veriö á milli 40 og 50 bátar. Einnig voru gerftar hundruft árása. Oft á tlftum hafa bátarnir verift laskaftir, svo aft þeir hafa verift ósjófærir svo mánuftum skiptir. Lockheed Hudson. Þessi vél var gefin brezka flughernum af starfs- mönnum verksmiöjanna. Fyrir henni átti eftir aft liggja aft brotlenda á Höfn I Hornafirfti, en hún var þar hlutuft niftur og fiutt I stykkjum til Reykjavikur og sett saman á ný. Þeir flugu í öllum veðr- um — og rúmlega það — Hver var þáttur Norftmanna á islandi? — Þeir komu hingaö voriö 1941, en þetta var fyrsta flugsveitin, sem Norftmenn áttu, og var orr- ustuhæf. Flugmennirnir komu, á- samt vélunum, frá Kanada og voru vélarnar settar saman i Nauthólsvikinni. Holurnar, þar sem fólk liggur gjaman og sleikir sólskinift, voru skýli fyrir North- rop N.3PB. Þetta voru mjög sér- stæöar vélar, og voru afteins framleiddar 24 sllkar. Northrop var eins hreyfils flotvél og stóft sig meft ágætum. Þegar á leift voru sex þeirra geymdar I Naut- hólsvíkinni, þrjár voru á Akur- eyri og aftrar þrjár á Búftareyri vift Reyöarfjörö. Þá voru sex haföar til vara. Siöar tóku Norft- mennirnir I notkun Katalinuflug- báta. Ekki ein einasta Northrop vél er eftir I dag. Einu vélarnar, sem hægt væri aft setja saman og eiga til minja, liggja annaö hvort á botni Sker jaf jaröar eöa I Þjórs- á, fyrir utan Pollinn á Akureyri efta á botni Reyftarfjarftar. Norftmennirnir lentu nokkrum sinnum i átökum vift þýzkar vél- ar, og talift er, aft þeim hafi einu sinni tekizt aft granda Fock- er-Wulf vél, sem kom hingaft frá Noregi. Hins vegar tókst Bretum aldrei aft koma niftur Þjóftverja hér. En mér hefur ekki tekizt aft fá neinar skýrslur frá Þjóftverj- um um þaft, hvort Norftmönnun- um hafi I raun og veru tekizt aö granda Fockervélinni. Þaft sift- asta, sem norski flugmafturinn sá til hennar, var, þegar flugvélin hvarf 1 skýjaþykkni, en þá átti aft hafa komift reykur úr einum hreyflanna. Norömenn stunduöu hér tölu- vertsjúkraflug. Um þaö hef ég þó nokkur dæmi, og tóku þeir vel á móti öllum slikum beiftnum — enda meö öllu óhræddir aft fljúga. Reyndar flugu þeir i öllum veftr- um og samkvæmt skrám eiga þeir einna lengstan flugtlma aft bakiaf öllum þeim, sem hér flugu á strlftsárunum. Þeir töpuöu llka mörgum vélum, eöa tiu samtals. — Þú minntist á aft Norftmenn hefftu ef til vill skotift niftur þýzka véi. Hvaða sögu er aft segja af Bandarikjamönnum? — Fyrsta þýzka flugvélin, sem Bandarlkjamenn skjóta niöur I striftinu I Evrópu féll I Faxaflóa i ágústmánufti 1942. Þetta var Focke -Wulf Kondor, en banda- risku vélarnar voru úr 33. og 27. flugsveitinni. Tveimur mánuftum siöar grönduftu þeir Junker 88. Hún féll niftur viö Esjuna. Sam- tals tókst Bandarlkjamönnum aft eyftileggja fimm þýzkar vélar viö eöa yfir landinu. Einnig fórust hér nokkrar vélar. Ein þeirra nauölenti vift Leirhöfn, niftri viö fjöruborftift. Hún var dregin upp á land, nokkuft heilleg, en var ekki varöveitt frekar en aftrar vélar, þannig aft ekki er til af henni heil- legt stykki I dag. Það væri enn hægt að hefjast handa — Eru þá ekki öll þau flök, sem enn eru til, orftin ónýt? — Vissulega eru þau illa farin, en Bretar t.d. töldu eitt þeirra ekki vera ónýtara en svo, aö hing- aft var sendur leiftangur 1972, til aft ná I vél er fórst á Hofsjökli. Framhald á bls. 23 Þau eru vissulega mörg áhugamálin, sem hver og einn getur valið sér. Sumir safna frimerkjun og aðrir peningum, en enn aðrir troða nýjar brautir og eru oft álitnir eitthvað skritnir fyrir bragðið. Þá kosta sum áhugamálin gifurlega vinnu og tima — og i sumum tilfellum peninga. Það siðastnefnda á ef til vill ekki við um áhuga- mál Ragnars Ragnarssonsr forstjóra Tékkneska bifreiðaumboðsins, en hitt er eins vist, að mikill timi og fyrirhöfn fer i það. — Hvað það er? Jú, það er að safna og skrá allar hugsanlegar heimildir um flug Breta og Bandarikjamanna á íslandi i siðari heimstyrjöld- inni. Þá hefur hann einnig mikinn áhuga á þvi að koma upp hérlendis safni flugvéla, gamalla að sjálfsögðu, sem gætu sýnt þróunina i flugi á Is- landi. Hitt er svo annað mál hvort stjórnvöld muni nokkurn tima styðja þennan áhuga Ragnars fyrr en það er þá orðið of seint. Það væri vafalaust vel þess virði að koma upp einu sliku safni, áður en það er orðið um seinan, þvi að fáu erum við íslendingar eins háðir og flugi, og flugið hefur átt stórna þátt i lifi þjóðarinnar á umliðnum árum. Sveit Lockheed p-38. Myndin er tekin i hinum velþekkta Tripoli-kampi I marz 1943. Þaft er ef til vill ekki aft undra, þó aft hermönnunum hafi stundum þótt æfti kaltá Fróni. '1 ; > vrVF' Wmammm i. ' , , , Víwl i « $f||&g|S * -rWhi Vélar i ferjuflugi til Evrópu. Þær héldu upp frá Labrador og miliilentu á Grænlandi og tslandi.A mynd- inni má sjá I stéliftá B17 og Katalinu flugbáti. U643 aftsökkva ioktóber 1943. Kafbáturinn sökk skammt undan strönd tslanas. Slys af þessu tagi voru ekki svo fátift. Vélin, sem var af gerðinni Curtis P-40 brotlenti I ágúst 1941.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.