Tíminn - 15.08.1976, Qupperneq 1
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bildudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkishólm-
ur — Rif Súgandaf j.
Sjúkra- og leiguflug um allt
land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
180. tölublað —Sunnudagur 15. ágúst—60. árgangur
Stjórnventlar
Olíudælur
Oliudrif
WMsSESSBBasm
Síðumúla 21
Sími 8-44-43
íslenzkur eðlisfræð
ingur vinnur að stór-
merkri nýjung ílækn-
isfræðinni
sumarleyfi sinu, og i vikunni
ræddi Tíminn við hann um tækið
og möguleika þess, og birtíst við-
talið i opnu blaðsins i dag.
MÓL — Reykjavik. Um nokkurra
ára skeið hefur islenzkur eðlis-
fræðingur, Þorsteinn Halldórsson
að nafni, unnið við smiði laser-
geislatækis i Þýzkalandi ásamt
nokkrum öðrum þarlendum vfs-
indamönnum. Tæki þetta, sem er
ætlað til notkunar i læknisfræð-
inni, hefur vakið mikla athygli
meðal visindamanna, enda þýðir
tilkorna þess, að breytinga er að
vænta innan læknisfræðinnar á
næstu árum.
Meðal margra kosta þessa
tækis er að nú snertir lækninga-
áhaldið ekki sjúklinginn, þannig
að veiruflutningur getur ekki átt
sér stað. Þá hefur lasergeisla-
tækið þann eiginleika, aö með þvi
er hægt að stöðva öran blóömissi,
sem eitt út af fyrir sig er stór-
merk framför, og þá sérstaklega i
uppskurðum á þeim stöðum lik-
amans, þar sem mikiö blóð fer
um, eins og t.d. heilanum.
Þá hefur þetta tæki mikið að
segja fyrir þá, sem vantar blóð-
storknunarefni en aögerðir á þvi
fólki hafa hingað til verið mjög
erfiðar og kostnaðarsamar.
Um þessar mundir er Þorsteinn
Halldórsson staddur á Isiandi i
Þorsteinn Halldórsson.
í dag
Seyðis-
fjörður
Nú Hður óðum á sumarið og
þvi fer að styttast sá tlmi,
sem við getum tint blóm
okkur til ánægju. Tima-
mynd: Róbert.
íslenzk iðnkynning:
Látum íslenzkan iðnvarn-
ing njóta sanngirni
gébé-Rvik. — tslenzk iðnkynn-
ing er samstarfsvettvangur sex
aðila, sem hafa bundizt samtök-
um um að stuðla að aukinni
þekkingu þjóðarinnar á íslenzk-
um iðnaði. — Það er u.þ.b. ár
siðan að umræður hófust um
stofnun islenzkrar iðnkynningar
og höfðu iðnaðarráðherra og
Félag Isl. iðnrekenda forgöngu
um máliö, sagöi Pétur Svein-
bjarnarson, en hann hefur verið
ráðinn sem framkvæmdastjóri
og raunar eini fastráðni starfs-
maður tslenzkrar iönkynningar.
Pétur sagði að slöan þá, hefðu
staðið yfir umræður og undir-
búningur, skýrsla gerð um
vinnuáætlun og siðan hefðihann
verið ráðinn og hafið störf 1 júli
sl. — Ég hef unniö að þvi slðan
að taka saman starfsáætlun, og
er nú ákveðið að fyrsta islenzka
iðnkynningaráðið byrji I sept-
ember nk. og standi til septem-
ber 1977. Arinu hefur verið skipt
i þrjá megin starfsáfanga, sá
fyrsti er frá september til ára-
móta, annar frá áramótum tii
31. mai og sá þriðji frá 1. júni til
1. september 1977.
—- Fyrsta stóra verkefniö sem
Islenzk iðnkynning tekur fyrir
hendur, er sýning sem hlotið
hefur nafnið íslenzk föt 1976,
sagði Pétur. Forsaga islenzkra
fatasýninga er sú, að undanfar-
in ár hafa verið haldnar fata-
kaupstefnur, sem þó aöeins hafa
verið fyrir innkaupendur verzl-
ana og fyrirtækja. Hins vegar
mun sýningin tslenzk föt ’76
vera opin almenningi og reynt
verður aögefa sem gleggstyfir-
lit yfir þennan iðnaö I dag.
Pétur sagði aö allar likur
bentu tíl að þetta yröi sú viöa-
mesta sýning sinnar tegundar
sem haldin hefur veriö hér á
landi og nefndi sem dæmi, að á
sl. ári var haldin fatakaup-
stefna, þar sem um 12 fyrirtæki
sýndu framleiðsluvörur sínar á
Hótel Loftleiðum. — Sýningin
íslenzk föt ’76, sem haldin verð-
ur dagana 8.-12. september nk.,
veröur hins vegar haidin i Laug-
ardalshöllinni, aðalsal, og þar
munu yfir þrjátíu islenzk fyrir-
tæki sýna. Á sýningunni, sem
verður opin frá kl. 15-21 dag-
lega, verða tvær tízkusýningar
daglega, og verða þærsennilega
þær aistærstu sem hér hafa ver-
iö haldnar. Munu um 90 ,,inn-
komur” eða „númer” veröa
sýnd á hverri sýningu. Auk
þíessa er einnig ráðgert að sýna
islenzka skartgripi um leið.
— Næsta stóra verkefniö á
þessu fyrsta starfstímabili
verður Dagur iðnaöarins, sagöi
Pétur. Hann er ráðgeröur á
nokkrum stöðum úti á lands-
byggðinni, og I fyrstu umferð
veröa eftirtaldir staðir fyrir
valinu: Akureyri, Egilsstaðir,
Borgarnes og Kópavogur. A
þessum stöðum verða iðnfyrir-
tæki og iðnaður kynnt sérstak-
lega. Iðnfyrirtækin veröa opin
almenningi og efnt veröur til
umræðu með sveitarstjórnar-
mönnum og alþingismönnum
um þróun iðnaðarins með sér-
stöku tilliti til hagsmuna við-
komandi byggðarlaga.
Þá verða ýmsir þættir Is-
lenzkrar iðnkynningar i' gangi
allt fyrsta iðnkynningarárið og
má . þar nefna t.d. þrjár auglýs-
ingaáætlanir i sjónvarpi. Hefst
sú fyrst 8. sept. og stendur til 1.
nóv. Þar verður komið á fram-
færi almennum staðreyndum
um islenzkan iðnað og mikil-
vægi hans. Þá mun stefnt aö
reglubundinni dreifingu á
fræðslu- og upplýsingaefni um
islenzkan iðnað til fjölmiöla.
Veröur þar um að ræða ýmsar
staðreyndir um islenzkan iðnað
i dag, upplýsingar um einstakar
iðngreinar, fyrirtæki og stofn-
anir, sem starfa i iðnaði.
Þá munu forsvarsmenn is-
lenzks iönaðar i vetur koma á
fjölmarga fundi hjá þjónustu-
klúbbum, og ýmsum félaga-
samtökum, þar sem þeir munu
kynna islenzkan iðnað. Gert er
ráð fyrir að þeir komi á um 100
fundi fyrir 1. júni 1977.
Unnið er þegar að gert far-
andssýningar, sem sett veröur
upp á hinum ýmsu stöðum á iön-
kynningartimabilinu. Þá er ráð-
gert aö fimmta umbúöasam-
keppnin fari fram á iðnkynn-
ingarárinu og er nú unnið að
undirbúningi hennar.
Þá er ekki úr vegi að geta
þess, að ráðgert er að efna til
sérstakrar kynningarviku á
matvælum i marz 1977. Kynnt
veröa Islenzk matvæli og e.t.v.
islenzkar hreinlætisvörur, auk
þess sem komiö verður I rituðu
máli á framfæri ýmsum stað-
reyndum um isienzkan iönaö.
Eins ogáður segir eru það sex
aðilar, sem bundizt hafa sam-
tökum um að stuðla að auk-
inni þekkingu þjóðar-
innar á Islenzkum iðnaðiog hafa
þeir tilnefnt fulltrúa sina I verk-
efnisráö, sem hefur umsjón
með iðnkynningunni. Þessir sex
aðilar eru: Félag lslenzkra iðn-
rekenda, Iðnaöarráðuneytið,
Landssamband iðnaðarmanna,
Landssamband iðnverkafólks
Hér er Pétur Sveinbjarnar-
son að útvarpa umferðar-
fræðsiu til vegfarenda. Frá
starfi sinu við Umferðarráð
hefur hann nú fengið ársleyfi
til að veita „tslenzkri iðn-
kynningu” forstöðu og er
ekki óilklegt að hann þurfi
einhvern timann að hafa
samráð :við útvarpið I nýja
starfinu.
Neytendasamtökin og Samband
Isl. samvinnufélaga. Formaður
verkefnisráðsins er Hjalti Geir
Kristjánsson.
Þdtt margir leggi hönd á
plóginn I höfuðstöövum iön-
kynningar, þurfa allir þeir, sem
hagsmuna eiga að gæta að leggj
ast á eitt, ef eitthvaó af þvi
starfi á «kki að falla I ófrjóa
jörð. I fyrsta lagi þarf að vekja
alls staðarumræöu um iönaöinn
og gildi hans fyrir þjóðina og
hvetja fólk tíl þess aö láta inn-
lendan iðnvarning njóta sann-
girni. I ööru lagi þarf aö hvetja
fólk til þess að kynna sér þær
staöreyndir, sem birtar verða á
meöan á iðnkynningu stendur,
fara á þær sýningar, sem haldn-
ar verða og á fundi þar sem um-
ræður verða um iönaöarmál.