Tíminn - 15.08.1976, Síða 14

Tíminn - 15.08.1976, Síða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 Islenzkur útsaumur verðskuldar að honum sé sinnt Rætt við Elsu E. Guðjónsson um nýja tegund af handavinnu, sem á boðstólnum er í Islenzkum heimilisiðnaði Biskupsfrúin. — Hugmynd okkar er að hafa á markaðnum islenzk útsaumsmunstur til að sauma með is- lenzku efni. Eftir úrvalinu i hannyrða- verzlununum að dæma og hannyrðum, sem maður sér á heimilum, er mikill áhugi á út- saumi hér á landi. Mér finnst það vel þess virði að hafa gömul islenzk munstur tiltæk fyrir al- menning samhliða þvi erlenda. Og mér finnst svo miklu meira lif og fallegri áferð á hlutum, sem saumaðir eru út með islenzka kamb- garninu, en þeim sem unnir eru úr þeirri gerð af erlendu ullargarni, sem venjulega er notað til útsaums, zephyr- garninu. Svo fórust Elsu E. Guöjónsson safnveröi oröf viötali viö Timann nýlega, en fyrir nokkrum mánuö- um var sú nýbreytni tekin upp i annarri verzlun Heimilisiönaöar- félags -íslands, Islenzkum heimilisiðnaöi, Laufásvegi 2, aö hafa þar á boöstólum pakka meö tilbúnu islenzku handavinnuefni og munstrum. Eru þar nú fáanleg yfir 20 mismunandi munstur meö efni sem hæfir hverjum hlut. Verðinu er mjög stillt i hóf, frá þvi innan við 1000 kr. og upp i um 5-6000. Aöeins tveir hlutir fara fram úr þvi veröi, en þaö er munstur, garn og efni I „Riddara- teppiö” svokallaöa, sem margir þeldcja af Þjóöminjasafninu, sem kostar 13.500 kr. Munstrið af þvi hefurElsa E.Guöjónsson teiknað upp — ásamt fleiri munstrum af safninu. Hinn hluturinn, Jóns- messunótt, veggteppi, sem Elsa hefur teiknað sumpart eftir hug- myndum, sem hún hefur fengiö frá munum á Þjóöminjasafninu, er nýkominn i verzlunina og var ekki vitað um veröiö þegar viö komum þangað vegna þess aö eft- ir var aö taka til efni og garn. Elisabet Guömundsdóttir, sem starfar i verzluninni aö Laufás- vegi 2 sagöi okkur, aö þessar pökkuðu islenzku hannyröir væru ódýrari en svipaðir pakkar meö erlendu útsaumsefni, sem mikiö hefur verið keypt af hér mörg undanfarin ár. Elsa E. Guöjónsson hefur ýmist samið eöa teiknað eftir gömlum munum flest útsaumsmunstrin, sem nú fást i pökkum. Hún hefur hannaö sérstaklega i þessum til- gangi ein 13 munstur og eru fleiri i undirbúningi. Einnig eru fáan- leg i pökkum önnur munstur, sem voru áður á boöstólum i Islenzk- um heimilisiönaöi, en án tilsniö- ins efnis og garns. — Upphafiö aö þessu var þaö, að ég fór að kynna mér munstur á Þjóöminjasafni i kringum 1953, segir Elsa. blöar réöisf ég til starfa viö safniö hálfan daginn, og var það einkum á þeim árum, sem ég vann aö þvi aö teikna upp munst-ur þann tima sem ég haföi aflöguutan vinnutima. 1968tók ég hins vegar viö fullu starfi á safn- inu og siðan hefur timi orðið naumari til aö fást viö þessa iöju, ég vil venjulega heldur fara heim kl. 5en setjastniöurogteikna upp munstur. Þá hefur starf mitt viö ritstjórn Húsfreyjunnar, rit Kvenfé- lagasambands tslands, oröiö til aö ýta undir þetta tómstundastarf mitt. Þar hef ég birt sjónabóka- þætti viö og viö gegnum árin og leitazt viö aö koma á framfæri is- lenzkum munstrum og sauraa- gerðum. Nokkuö af handavinnunni, sem nú fæst I pökkum, saumaö af Elsu sjálfri. Frá vinstri Jungkærinn, Matrónan, Biskupsfrúin og ofar Rökkurrós, 1 hiaövarpanum og Sumarljómi. Elsa E. Guöjónsson meö pakka meö sessuborö eöa stólsetu, sem hún nefnir Vetrarblóm. Ariö 1964 gaf ég siðan út bók, — gömul munstur i nýjum sem ég nefndi Islenzka sjónabók búningi og er hún löngu uppseld. Arið eftir kom út i Danmörku önnur bók eftir mig Gamle islandske motiver til korsstíng, og seldist hún vel þar og einnig hér á landi. — Þaö halda ýmsir aö ég geri ekkert annað á Þjóðminjasafninu en teikna upp gömul munstur, sagöi Elsa. — Þetta er þó mis- skilningur, þetta er tómstunda- iðja, sem þróazt hefur út frá starfi minu þar. En þaö er aö vinna við „textíla” safnsins. Þ.e.a.s. hafa umsjón meö geymslu, rannsóknum og skrá- setningu þeirra, vinna viö sýning- ar og veita upplýsingar ef óskaö er eftir bæöi innanlands frá og utanlands. Ennfremur aö koma upplýsingum á framfæri viö al- menning.t.d.meöþviaöskrifa og flytja erindi. Elsa E. Guðjónsson læröi textll- fræöi með myndlist- og listasögu sem aukagreinar sem háskóla- grein i Seattle i Bandarikjunum á striðsárunum og lauk prófi 1945. Slöar dvaldist hún þar á ný 1960-61, og lauk meistaraprófi og skrifaði þá ritgerö um islenzka refilsauminn, skyldleika hans og tengsl viö annan evrópskan út- saum frá miööldum. — Það fer_ekki hjá þvi aö ég hef oröið fyrir áhrifum af útsaumi á Þjóðminjasafninu, segir Elsa, og eftir þvi sem ég kynntist honum betur, vaknaði áhugi á aö leika sér aö fyrirmyndum þaöan og setja saman eigin hugmyndir úr fleiri munstrum. Mér finnst litiö gert til aö halda viö gömlum islenzkum munstr- um. En eftir þeim er hægt að gera margt, sem gaman er ao fást við. Utan á einu tölublaði Hús- freyjunnar birtist mynd af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.