Tíminn - 15.08.1976, Síða 35

Tíminn - 15.08.1976, Síða 35
Sunnudagur 15. ágúst 1976 TÍMINN 35 Þorsteinn Einarsson: Flokkar frá Ollerup koma til sýninga í september Sýndu í Japan árið 1975 við mikla hrifningu Tveir bandariskir iþrótta- frömuðir voru eitt sinn i heim- sókn i iþróttaskólanum i Ollerup á Fjóni en skólanum stjórnaði þá Niels Bukh, sem stofnaði skólann 1920. Bandarikjamennirnir höfðu horft á kennslu N. Bukh i fimleik- um, sem þeir höfðu lesiö um og einnig heyrt af munni skólastjór- ans að væru alþýðlegir i Dan- mörku og þvi almennt iðkaðir. Eftir að hafa horft á kennslu- stundir efuöust þeir um að þessir fimleikar gætu verið almennir og höfðu orð á þessu við N. Bukh. Einn dag heimsóknarinnar gekk skólastjórinn með gesti sina um lendur skólans en á þeim rak skólinn nokkurn búskap. Nokkrir vinnumenn unnu að þvi að dreifa húsdýraáburði þar sem N. Bukh bar að með gesti sina. Einn gest- anna spuröi þá hvort þessir menn kynnu nokkuð i dönskum alþýö- legum fimleikum. N. Bukh kall- aði þá til þeirra: „Sýniö þessum Amerikönum hvað þið getið stokkið.” Verkfærum var kastað og vinnumennirnir tóku til við að stökkva ýmiskonarleikfimistökk, svo að höfuðföt þeirra og gúmmi- stígvél þutu af þeim um völlinn. Sagan segir að Amerikanarnir hafi undrazt þessa alþýðlegu getu i fimleikum. Niels Bukh hélt viða um heim með flokka skóla sins, en konur og karlar þeirra voru flest úr landbúnaðarhéruðum Danmerk- ur. Fána Dana hafa þessir flokk- ar boriö inn á mörg sýningasvæð- in, svo sem Olympiuleika, heims- sýningar og alls staðar hafa þeir vakið óskipta athygli. Hingaö til Islands er von á sýn- ingarflokkum skólans, sem dvöldu við sýningar i Japan á sl. ári. Með flokkunum koma skóla- stjóri iþróttaskólans i Ollerup, Arne Mortensen og kona hans Grethe. Þau hjón eru mörgum Is- lendingum kunn, þvi að árlega Kappsmál liefur það verið meðal fimleikamanna frá Olierup að standa sem flestir á höndum á kistu. Ilér eru sjö á tveim kistum. eru islenzkir nemendur i skólan- um. Frumkvöðull þessarar farar er formaður skólanefndar skól- ans, Johannes Nielsen.en hann er annar forstjóra fyrirtækisins Klemmensen og Nielsen A/S i Nyköbing, sem reisir iþróttahúsið á Heimaey. Flokkarnir eiga að sýna við vigslu hússins 12. september og siðan eru fyrir- hugaðar tvær sýningar i Reykja- vik og ein á Akureyri. Tvivegis áöur hafa flokkar skólans komiö hingað út og voru sýningar þeirra frábærlega vel sóttar. Mun marga fýsa að sjá þessa Japansfara, en það eru þátttakendur úr þeirri för, sem tekið hafa i sumar til við æfingar undir þessa Islandsför. Hitaveita Suðurnesja Útboð Óskað er eftir tilboðum i smiði á 2 stk. af- loftunargeymum fyrir varmaorkuver 1 við Svartsengi. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð þann 23. sept. n.k. mmrnM BBIalalalalHlalalalalálsIslálalsIsBIala 4 CYL. BENZÍNVÉL 6 CYL. DIESELVÉL 8 CYL. BENZÍNVÉL Hafið samband við sölumann $ Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Myndhöggvarinn Gunnar Hansen gerði þennan bautastein úr granlti tll minningar um starf Nielsar Bukh. Var hann reistur I Ollerup 1959. E]E]E]E]^G]E]E]E]E]Q]G]E]E]G]G]E]E]E]E]E]

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.