Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Slmar: 2-60-60 & 2-60-66 204. tölublað — Sunnudagur 12. september—60. árgangur. Stjórniokar Olíudælur Olíudrif Síðumúla 21 Sími 8-44-43 FLUGRÆNINGJAR A KEFLAVÍKURFLUGVELLI Króatar að verki á bandarískri flugvél — voru Svíarnir, sem gerðir voru afturreka á Seyðisfirði í sambandi við þó? MÓL-Reykjavik/ Gsal-Kefla- vlk. Um ellefuleytiö i gærmorg- un lenti Boeing 727-þota frá bandariska flugfélaginu TWA á Keflavikurflugvelli, en þotunni haföi veriö rænt þá um nóttina af nokkrum vopnuöum mönn- um. Lending vélarinnar á Keflavikurflugvelli gekk eins og bezt varö á kosiö, en þar var tekiö á móti henni samkvæmt á- ætlun, sem var gerö fyrir nokkru til aö nota i tilfellum sem þessu. Ekki er vitaö til ann- ars, en allir farþegar vélarinnar svo og áhöfnin sé viö beztu heilsu. Rétt fyrir klukkan eitt, var flugvélinni veitt heimild til þess að halda fluginu áfram. Ekki var kunnugt, hvert ferðinni var heitið, en búizt var við, að hún myndi halda til Kaupmanna- hafnar. Það var óstaðfest, er blaðið fór I prentun, en byggt á þvi, að danska rikislögreglan var þá i stöðugu sambandi við yfirvöld á Keflavikurflugvelli. Flugvél ræningjanna hóf sig til flugs um stundarfjórðungi yfir eitt, og fylgdarvélin, sem fór til Lundúna, skömmu áður. Taliö er, að upphaflega hafi 85 farþegar verið I flugvélinni, sem var I innanlandsflugi I Bandarikjunum, en 43 hafi verið sleppt á flugvellinum i Gander, þar sem hún millilenti. Ættu farþegar vi að hafa veriö 32, er hún kom hingað. Sjö voru I á- höfn flugvélarinnar, en ræningj- arnir eru taldir hafa verið sex. Þaö var snemma I fyrrinótt, að Boeing 727-þotunni var rænt, skömmu eftir að hún hóf sig til flugs frá La Gardia-flugvellin- um i New York i áætlúnarflugi sinu á leið til Chicago. Ræningj- arnir, sem eru úr samtökum króatiskra útlaga, neyddu á- höfnina til að fljúga vélinni til Montreal i Kanada og þaðan til Gander á Nýfundnalandi. Þar leyfðu flugræningjarnir nokkr- um farþegum vélarinnar að yfirgefa hana, eins og, áður er sagt. 1 fyrstu var álitið að 21 hafi veriö sleppt, en siöari fréttir hermdu, að mun fleiri heföi ver- ið sleppt, alls 32. 1 viðtali við fréttamenn sagði einn þeirra farþega, sem sleppt var, að ræningjarnir væru mjög öruggir i öllum sinum gerðum, og að þeir, sem hann hefði séð vopnaða, slepptu ekki fingrin- um af gikknum. Frá Gander hélt svo vélin til Islands um klukkan 5 I gær- morgun eftir að hafa fengið lendingarleyfi hjá Islenzkum yfirvöldum. Hérna lenti hún þremur minútum fyrir 11 i gær, eins og áður segir. A Keflavikurflugvelli var tek- ið á móti vélinni meö miklum viðbúnaði. Fjölmennt lögreglu-, slökkvi- og sjúkralið var til staðar samkvæmt áætluninni, sem hefur verið gerð til að mæta slikum atburðum. Var vélinni ekið út á enda einnar flugbraut- arinnar, þar sem hún var ein- angruð frá allri umferð. Þar voru siðan eldsneytisgeymar hennar fylltir. Flugræningjarnir höfðu fariö fram á, að fá lendingarleyfi I London, en yfirvöld þar neituöu. Þá fóru þeir fram á, að tvær ferðatöskur — fullar af áróðurs- pésum — yröu fluttar yfir I Boe- ing 707-vélina, sem hafði fylgt hinni rændu vél frá Bandarikj- unum. Atti sú vél að fara með feröatöskurnar til London. Áður en töskurnar voru settar um borð, voru þær gegnumlýstar af starfsmönnum tollsins. Stööugt samband var haft við Ólaf Jóhannesson sem gegnir embætti utanrikisráöherra I fjarveru Einars Agústssonar, meðan flugvélin hafði viðstöðu á Keflavikurflugvelli. Frá Keflavikurflugvelli héldu svo vélarnar upp úr eitt eins og fyrr sagði. Skömmu eftir, að vélinni hafði verið rænt I Bandarikjunum, gáfu samtök króatískra útlaga út tilkynningu, þar sem sagði, að ef ekki yrði farið að kröfum þeirra, þá yrðu sprengdar öfl- ugar timasprengjur á fjölmenn- um stöðum innan Bandarikj- anna. Tilkynntu þeir jafnframt um eina slika, sem væri á aðal- járnbrautastöðinni I New York. Lögregluyfirvöldum þar tókst að loka stöðinni, áður en sprengjan sprakk. Þó hafði til- kynningin ekki borizt þaö snemma, að mögulegt heföi verið að gera hana óvirka, þvl aö einn lögreglumaður lézt og þrir særðust lifshættulega, þeg- ar reynt var að gera sprengjuna óvirka. Samtök króatiskra útlaga segja, að bandarisk vél hafi orö- iðfyrir valinu, þvi þeir vilji ekki aðeins vekja athygli heimsins á kúguninni innan Júgóslaviu heldur einnig, aö rikisstjórn Bandarikjanna hafi stutt stjórn Júgóslaviu, bæöi stjórnmála- lega og hernaðarlega. Sú spurning hefur vaknaö i sambandi við þetta flugrán, hvort hinir vopnuðu Sviar, sem stöðvaöir voru á Seyöisfiröi á dögunum og geröir afturreka, kunni að hafa verið i þjónustu Króatanna og lagt hingað leið sina I erindagerðum I þeirra þágu. Þetta eru þó getgátur einar, en sennilegt, að sænska lögregl- an kanni það mál. Samtök króatiskra útlaga hafa áöur staöið að baki ýmsum ólögmætum verknaði til aö leggja áherzlu á kröfur sinar um sjálfstæði Króatiu. Króatia er eitt af hinum sex lýöveldum Júgóslaviu og að flatarmáli er landsvæðið tæp- lega helmingi minna en tsland. Þar búa um 4.5 milljónir manna, sem yfirleitt standa hærra menningarstigi en önnur þjóðarbrot i landinu. Þessi mismunur er þrenns konar — efnahagslegur, trúar- legur svo og tungumálslegur. 1 Króatiu — norðurhluta Júgó- slaviu — eru helztu iðnaöar- svæöi landsins, og fólk þar er þvi betur statt efnahagslega. Króatar eru rómversk- kaþólskir, en aðrir ibúar Júgóslaviu eru hins vegar grisk- kaþóslkir. Þá og tala Króatar annað tungumál eða mállýzku — serbókróatisku. Kröfur samtaka króatiskra útlaga byggjast á þvi, aö þeirra landsvæöi framleiði meira fyrir þjóðfélagið en önnur svæði og að þeir séu kúgaðir af öðrum þjóðarbrotum, hvaö varöar þátttöku i stjórn landsin. Þessar kröfur byrjuðu að fá hljóm- grunn meðal Króata upp úr 1960, en þá hafði veriö hljótt um þær siðan heimsstyrjöldinnni lauk og kommúnistar tóku völd- in i landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.