Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 40

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 40
>" " ...................... Sunnudagur 12. september - FÓÐURVÖRUR} þekktar UAA LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85494 S. 85295 LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 - Sími 1-48-06 Ævintýra- maðurinn Póstsendum Skriðdrekar Þyrlur Jeppar Bátar ✓ALLARTEGUNDIR FÆRIBANDAREIMA FYRIR Lárétta færslu Einnig: Færibandareimar úr ryðfriu og galvanfseruöu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. -...... 40088 a* 40098 — Jóhann Klausen bæjarstjóri ó Eskifirði: 29,6% framtalstekna af fiskveiðum — en aðeins 4,4% af tðnaði, öðrum en fiskiðnaði 1 4 Hólmatindur er eitt þeirra skipa, sem færir Eskfiröingum fiskinn til þess af> vinna úr. FB-Reykjavik — Tölu- vert er um bygginga- framkvæmdir á Eski- firði, en þar er svo kom- ið, að lltið er að verða eftir af lóðum undir ibúðarhúsnæði. Hins vegar er nægilegt rúm fyrir iðnaðarhúsnæði. og annað það, sem meiri umsvif þarf að hafa niðri við höfnina, að sögn Jóhanns Klausens bæjarstjóra á Eskifirði. Timinn spurði frétta um helztu mál á Eskifirði um þessar mundir, og fer frásögn Jóhanns hér á eftir. — Fólksfjölgun hefur veriö nokk- ur á undanförnum árum hér i byggðarlaginu, og nú eru ibúarnir i fyrsta sinn komnir yfir eitt þús- und. Samfara þessu hafa byggingaframkvæmdir veriö miklar, og mikil ásókn i byggingalóðir. A þessu ári hefur veriö úthlutað helmingi fleiri lóö- um en vanalegt hefur veriö undanfarin ár. Verkamannabústaðir i smiðum — Fyrir utan þau hús, sem einstaklingar eru aö byggja, er verið aö byggja hér átta ibúöa stallahús, verkamannabústaöi. Þá er verið aö undirbúa byggingu leiguibúða. Land fyrir ibúða- húsnæði er nú ekki mikið eftir hér, en þessu samfara hefúr verið talsvert um nýlagningu vega, til þess að hægt væri að úthluta lóö- um. — Aðrar byggingaframkvæmd- ir hér eru í sambandi við mann- virki. Hér verður nú byggð ein hæð skólaiiúss, sem byrjað var að byggja i fyrra. Gólfflötur bygg- ingarinnar er 1850 fermetrar. Eins og ég gat um áðan, höfum við nú ekki mikið byggingasvæði fyrir almennar ibúðir, en hins vegar höfum við mikið land ennþá fyrir iðnaðog aðrar þær at- hafnir, sem þurfa rúmgóðar lóðir niðri við höfnina. Þar erum við vel sett. • — 1 undirbúningi er bygging nýrrar bryggju, og væntanlega verður rekið niður 80 metra stálþil á næsta ári. Afkoma hafnarsjóðs er góð, svo aö hann er þess fyllilega umkominn, að standa undir nýjum framkvæmd- um. — Ekki hefur veriö unnið neitt teljandi að gatnagerð, nema að nýlagningu vega og holræsagerð. Verður unniö að holræsagerö fyrir sjö til átta milljónir króna á þessu ári. Sumpart er það fyrir varanlega gatnagerð, og sumpart ekki. Aflabrögð og atvinna góð — Atvinnuástand hefur verið gott á þessu ári, sem stafar ma. af því, að héðan eru nú gerðir út tveir togarar og stærri vélbátar, sem við eigum. Annars er at- vinnan aöallega i sambandi við fiskverkun og frystihúsið, og sildarbræðslu, þar sem unnið er bæði úr loðnu og fiskúrgangi. Þessi fy rirtæki, og þá sérstaklega Hraðfrystíhús Eskifjarðar, hafa bætt m jög aðstöðu slna undanfar- in ár með nýbyggingum og endur- bótum. Aflabrögð hafa verið tiltölulega góð, bæði hjá togurum og bátum, og sildarsöltun hófst hér aftur að nýju sfðastliöiö haust. Þá söltuð- um viö einar 12 til 13 þúsund tunn- ur. Við væntum þess-, að saltað Eskif jörður Jóhann Klausen verði annað eins nú á hausti komanda. Litum við þvi heldur hýru auga til áframhaldandi sfldarverkunar hér meö vaxandi sfldarstofnum hér við Suöaustur- landið. Svoh'tið hefur einnig borið á þvi i sumar, að sildar hefur orð- ið vart hér norður með Austur- landi. Afkoman byggist á fiskveiðum — Við lifum hér að mestu leyti á fiskveiðum. Ef ég mætti koma með tölur þar að lútandi, þá voru tekjur framteljenda hér á Eski- firði árið 1974af fiskveiöum 29,6% af fiskiðnaði 24,3%, á meðan tekjur af iðnaði voru aðeins 4,4%. Ef litið er á tölur af öllu landinu i heild, þá kemur f ljós, að tekjur af fiskveiðum eru 7,9%, af fiskiönaöi 6,2%, en öðrum iönaði 15,2%. Þetta sýnir það, að við lifum svo gott sem eingöngu af þvi, sem úr sjónum fæst, en annar iðnaður hjá okkur er hverfandi, og raunar allt of lltifl vegna þess, að at- vinnullfið er fábreytt af þessum ástæðum. Það er byggingavinna, og það sem snýst i kring um fisk- inn. Við höfum gert nokkra til- raun til þess aö hafa atvinnulifið fjölbreyttara, en það hefur nú ekki tekizt enn. Skilamenn góðir — Hér eru tekjur manna þvi góöar. Eskfirðingar greiða mikið tilsveitarsjóðs, ogsjálfsagt finnst flestum það vera nóg sem þeir greiða þangað. Skil viö sveitar- sjóð hafa verið með ágætum, enda eru Eskfirðingar skilamenn góðir. Ekki er gott um að segja, hvað framtiðin ber i skauti sinu, en við höfum að sjálfsögðu mörg járn i eldinum. Við erum nú með hug- ann við leiguibúðir. Við höfum heimild til þess að byggja átta slikar á næsta ári. Þá erum við með i undirbúningi byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða, og hefur Húsnæðismálastofnun rfldsins tekiðaðsér að gera frum- drög að skipulagningu svæðis og fyrirkomulagi varðandi það. Lagning varanlegs slitlags á vegi er stórmál, sem við þurfum að vinna að, svo ekki er verkefna- skortur h já okkur hér á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.