Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 12. september 1976. Breiðdalsvík: AAiklar hafnarbætur ASK-Reykjavlk. — Við höfúm verið að búa til grjótgarð i sumar, sagði Sigmar Pétursson oddviti á Breiðdalsvik, i sam- tali við Tlmann. — Síðan er ætlunin að setja steinker við end- ann á honum i haust. Þegar verkinu verður svo endanlega lokið höfum við 70 metra langt stálþil og 40 metra langt þil úr timbri. Sigmarsagði, aö um 40 mill- jónum hefði verið varið til verksins i ár, en heildarkostn- aðinn áætlaði hann rúmar 100 milljónir. Eftir þessar hafnarbætur ætti aðstaða öll að vera allgóö fyrir skip og báta, en 7 metra dýpi verður viö steinkeriö. Þá var byggöur brimvarnargarður áriö 1970 nokkru utar á neslnu. Nú er prammi viö innsigl- inguna við gerö kersætisins. Kerið sjálft kemur einhvern næstu daga frá Akranesi. A Breiödalsvik er unnið viö 12-15 hús á öllum byggingar- stigum og af þeim er sveitar- félagið sjálft með 3 i byggingu. Þarna er um að ræða leigu- ibúðir san falla undir hina svonefndu 1000 íbúða áætlun. Sigmarsagði, aö öllbygginga- starfsemi hefði tekiö fjörkipp og framkvæmdir meiri yfir- leitt en oft áður. Happdrætti í Digranes- prestakalli Fyrir 5 árum var Kópavogs- prestakalli skipt i tvö, Digranes- og Kársnesprestakall. Gjáin er sker miöbæinn skiptir löndum, þannig að Digranesprestakall nær yfir Austurbæinn. Ot frá þvi var gengið, aö söfnuöirnir báðir ættu Kópavogs- kirkju og notuðu til helgihalds á jafnréttisgrundvelli. Þetta tel ég þó nánast bráðabirgðasamkomu- lag, en tæpast raunhæfa fram- búðarlausn. Það kom og brátt til tals, aö æskilegt væri, aö Digranessöfn- uður ætti einhvern samastað inn- an prestakallsins, — þar sem fermingarundirbúningur gæti farið fram, — barnastarf og félagslif safnaðarins ætti skjól. 1 ársbyrjun 1975 var Kirkjufé- lag Digranesprestakalls stofnaö, og þegar á fyrstu fundum þess var rætt um nauösynina á þvi að koma upp húsi til bráðabirgða, þar sem bið gæti orðið á þvl, að endanleg ákvörðun yrði tekin um staðsetningu og gerð safnaðar- miðstöðvar i prestakallinu. Sóknarnefnd Digranespresta- kalls var skrifað um málið og stuðningi Kirkjufélagsins heitið. Er skemmst frá þvi aö segja, að umrætt §afnaðarhús er nú risið af grunni viö Bjarnhólastig austan- veröan, — nokkurn veginn mið- svæðis i prestakallinu. Fé skortir til að búa húsið svo, að það geti gegnt hlutverki slnu þegar i haust, sem að er stefnt. Kirkjufélagið hefir þegar safn- að hálfri milljón króna, er nota á tilkaupa á húsgögnum, en þörf er meira fjár, þvi hefir fjáröflunar- nefnd félagsins nú ákveðiö að hleypa happdrætti af stokkunum. Víster imörg hornað lita,en ef safnaöarmenn allir leggjastá eitt og kaupa miða eftir efnum og ástæðum, þá getur það ráðið úr- slitum, — ekki bara um búnað bráðabirgðahússins, heldur getur það og gefið vlsbendingu um vilja safnaðarins varöandi framtlðar- starfsaðstööu innan prestakalls- ins. Happdrættismiðarnir verða boðnir til sölu nú næstu daga og ég vona, að sölumenn fái góðar móttökur. Þorbergur Kristjánsson Norðlenzkur iðnaður: 2018 mannár á Norðurlandi eystra — en aðeins 351 á Norðurlandi vestra ASK-Reykjavik. — Flest ný störf i iðnaði hafa boðizt innan fyrir- tækja, sem hafa verið starfrækt undanfarin ár og er ástæða til að ætla að svo verði einnig i framtiðinni, sagði Sigurður Guðmundsson starfsmaður Fram- kvæmdastofnunar rik- isins i ræðu, er hann hélt á nýafstöðnu þingi Fjórðungssambands Norðlendinga. Sigurður ræddi um könnun, sem gerð hefur verið á iðnaði á Norðurlandi, og um framtiðar- möguleika hans. En i könnun þessari komm.a. fram, að hlut- deild iðnaðar I atvinnulifi á Noröurlandi er töluverður, en mismikill milli svæða. Þannig voru á Norðurlandi eystra unnin 2018 mannsár I iðnaði öðrum en fiskiðnaði, en aöeins 351 á Norðurlandi vestra. Hlutur iðn- aðar af heildarfjölda unninna mannsára var 20,7% á Nor urlandi eystra en 8,9% á Norðurlandi vestra. Til saman- burðar má geta þess, að á land- inu I heild var samsvarandi hlutfall iðnaöar 17,1%. Sá flokkur sem telur hvað flest mannsár, er nefndur ,,ve»jar-fata- og skinniðnaöur-, en innan hans voru unnin 650 mannsárið 1974. Þetta var 27,7% vinnumagns I þessum flokki á landinu öllu. — Þessi iðnaður hefur fariö vaxandi, og hann mun að öllum likindum halda svo áfram sagði Sigurður. — Verulegir byrjunarörðugleikar voru I dreifingu lokavinnslunnar um Noröurland, en þeir viröast nú vera að baki. 1 mjólkuriðnaði voru innin 121 mannsár á Norðurlandi og 1974 var það tæplega þriðjungur alls vinnumagns i þeirri grein á landinu. Sigurður segir áhuga á að komast hjá ollunotkun innan þessa iðnaðar. Skilyröi þess, að slik orkugjafabreyting sé hag- kvæm, er eölilega það, aö raf- orkuverö geti orðið sam- keppnisfært viö svartollu, en þvl er ekki aö heilsa I dag. — Varla virðist koma til greina, að greiöa niöur raforku til mjólkurvinnslu, sagði Sig- urður. — Einkum ef tekið er til- lit til þess, að mesta orku þarf til að vinna úr þeirri mjólk, sem er i rauninni umframframleiðsla. Þjóðhagslega er dæmiö jafn óhagkvæmt, hvort sem veröiö er lækkað eða ekki. Um aðra iðnaðarframleiðslu, svo sem trjávöruiðnað, segir Sigurður, að framtið hans sé nokkuð góð, ef aukin hagræðing á sér stað innan greinarinnar. Sú grein iðnaðar, sem á sér hvað mesta framtiðarmögu- leika, telur Sigurður vera efna- iðnað,en Ihonum voru unnin 138 mannsár á Norðurlandi árið 1974. 1 sambandi við hann bendir Sigurður á plastkassa- verksmiðju, sem reisa átti á Akureyri, en þær hugmyndir, sem uppi voru á s.l. ári, virðast hafa dagað uppi a.m.k. i bili. — Möguleikar efnaiönaöar I sambandi við úrgangsefni úr sjávarútvegi viröast vera veru- legir, sagði Sigurður, en þeir hafa fæstir verið rannsakaöir til nokkurrar hlitar. Stóriðja á Norðurlandi hefúr veriö mikið umrædd manna á meðal. Um það mál, segir Sig- urður, að I fljótu bragði viröist álverksmiöja við Eyjafjörð helztkoma til greina. Meðþeirri staðsetningu segir hann mæla ýmis rök, m.a. að þar sé vinnu- afl fyrir hendi, svo og hafnar- aðstaða. í álveri, eins og þvi, sem helzt hefur veriö rætt um gætu komið til með að starfa á sjöunda hundraö manns. Úr verksmiöjum samvinnufélaganna á Akureyri — þar er buröarás norðlenzks iönaðar. Kaupið tízkufatnaðin.n sniðinn Vesturgötu 4. — Pósthólf 391 Sérverzlun meB sniBin tizkuföt S> SondiB gegn póstkrofu SetjiB merki viB st®r8 — akrifiB lit buiur pils nr mitti mj iitur 34 63 86 36 65 90 38 67 94 40 70 98 42 74 102 44 78 106 46 82 110 c c 48 89 114 nafn haimilisfang Eggjaframleiðendur Úrvals fallegir 2 mánaða hænuungar af hinu viðurkennda varpkyni frá Teigi, fil afgreiðslu nú þegar. Tryggið ykkur unga hið allra fyrsta. Alifuglabúið Teigur. Mosfellssveit. Simi: 91-66130. Tilvffölu Land-Rover disel 1975. Austin-Gipsy disel 1964. Lister 22 ha. Lister 10 ha. Rafstöð 4. kw. Taunus 17 M 1967. International W 4 diseloliuvél. Einnig nokkur hross. Upplýsingar hjá simstöðvarstjóranum Kirkjubóli. Auglýsið í Tímanum Lögn Norður- og Kröflulínu lok- ið um áramótin — nema hvað syðsti hluti þeirrar fyrrnefndu er ókominn — hs — Rvlk. Nú er búiö aö tengja Noröurlinuna svokölluöu frá Andakilsa aö staö nálægt Reykjaskóla I Hrútafiröi og lagn- ingin er aö veröa komin aö Lax- árvatnsvirkjun, sem er rétt ofan viö Blönduós. Stefnt er aö þvi aö ljúka lagningu linunnar aö Varmahliö fyrir áramótin, en þaðan er lina tilbúin til Akureyr- ar. Einnig er reiknað meö þvi aö linunni frá Kröflu til Akureyrar veröi lokiö um áramótin þannig aö þá veröur hægt aö selja þeim við Kröflu orku, eins og gárung- arnir hafa haft á oröi. Ofangreindar upplýsingar, að frádregnu þvi slöasta, fengum við hjá-Samúel Ásgeirssyni, yfir- manni línudeildar Raf- magnsveitna Reykjavíkur. Hann sagði, að þegar þvl væri lokiö, sem að ofan greinir, væri aöeins suðurendi llnunnar ófullgeröur. Gert haföi verið ráð fyrir þvl, aö llna á vegum Landsvirkjunar yrði lögð að Grundartanga a þessu ári, en af þvl hefur ekki orðið, svo sem kunnugt er. Flutningsgeta Norðurllnunnar verður þvl mjög lltil þangað til búið er aö leggja línuna þessa 37 km leið, en aöal „flöskuhálsinn” á llnunni norður núna, er strengurinn yfir Hval- fjörð. Llnan getur nú aðeins flutt 2.8 megawött, en fullgerð á hún að geta flutt 50 megawött allt I allt. Reiknað er með aö orkutapiö verði því sem næst 14% viö 50 megawatta stöðugan flutning, en llklega kemur það til með aö jafna sig út með 7% orkutap. Að spurður sagði Samúel aö þaö væri ekki meira en gengur og ger- ist og hann kvaðst ekki hafa heyrt, aö orkutapið á þessari llnu væri meira en eðlilegt þætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.