Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 17 vinstri hönd ris Hliöarfjall, en DalfjallogNámafjall fram undan og Námaskarð á milli þeirra. Kisilgúrverksmiðjan blasir við af veginum skömmu áður en komið er i Námaskarð, og erum við nú komin á eitt helzta jarðhitasvæði landsins. Námafjall er sunnan skarðsins allt sundurskorið af hveraholum oglitbrigði þess með ólikindum. Uppi á Námafjalli er hringsjá á Ytri-Námakolli. Þangað má komast akandi og það er einmitt það, sem við ætlum að gera, þvi að af þessum stað er hreint frábært útsýni, yfir gervalla Mývatnssveitina og fjallahringinn umhverfis. Eftir að hafa notið útsýnisins af Námafjalli, eru væntanlega allir reiðubúnir til að leggja upp 1 hringferð um Mývatnssveitina, sem að margra mati er einn mesti ævintýraheimur, er á land- inu finnst. Mývatn er næststærst vatna i byggð á landinu, afar vogskoriö og grunnt og i þvi fjöldi eyja og hólma. í vatninu er mjög mikil silungsveiði og fuglalif afar fjöl- skrúðugt. En önnur dýrategund ogölluhvimleiðaridafnar lika vel við Mývatn, þ.e. mývargurinn, sem svo einkennir umhverfið, að hann hefur gefið þvi nafn. 1 lands- laginu ber mest á sköpunar- verkum jarðelda, sem þarbrunnu um margra ára skeið. En fagur gröður er þar einnig i eyjum, gjám og hraunsprungum. örskammt frá Reykjahliðar- vegarmótunum er jarösprungan Stóragjá, vinstramegin vegar, og Grjótagjá nokkru fjær. Báðar gjárnar eru vinsaslir baðstaðir — i Stórugjá er 26 stiga heitt vatn, og þar hafa menn baöaö sig frá ómunatið — en i Grjótagjá, sem ekki fannst fyrr en 1938, er vatnið 42 stig. Fram undan er frægur sprengigigur, Hverfjall, sem talið er meðal mestu sprengigiga á jörðinni. Hjá bænum Geiteyiar- strönd liggur svo hliðarvegur inn i hinn mikla undraheim Dimmuborga. 1 Dimmuborgum hafa hraunin myndað ótrúlegustu kynja- myndir. Þar eru gatklettar, hellar og hvelfingar og er kirkjan frægust allra hvelfinganna enda laðarhúntil sin flesta ferðalanga. Birkikjarr og gróður i Dimmu- borgum hefur farið vaxandi, siðan þær voru friðaðar. Þó að freistandi sé að rannsaka Dimmuborgirnar vel og vandlega á eigin spýtur, og reika um milli kynjamyndanna, er vissara að vera vel á verði og halda sig við stigana, þvi að þarna er ákaflega vandratað og erfitt kann það að reynast þeim, er eitt sinn villist að finna aftur rétta leið. Hafurshöfði gengur fram i vatnið og fremst á honum er sumarbústaðurinn Höfði, þar sem mikið hefur verið gróðursett af trjám og skrautjurtum. Otsýni af höfðanum er gott og ber mest á Kálfastrandarvogi, sem liggur meðfram höfðanum. Þar þykir hvað fegurst og fjölbreyttast landslag við vatnið, einkum og sér i lagi vegna hinna sérstæðu hraundranga, Klasar á Kálfa- strandarstripa, sem þar eru viö voginn. Hjá bænum Garði beygir vegurinn, og á vinstri hönd fram undan er litið vatn Grænavatn. Við þaö stendur samnefiidur bær og er Grænavatn næst landmesta jörð sveitarinnar. Við suðurenda Mývatns komum við svo að Reykjahlið við Mývatn. kirkjustaðnum og prestssetrinu Skútustöðum. Þar er lika heima- vistarbarnaskóli sveitarinnar og félagsheimilið Skjólbrekka. Um- hverfis Skútustaði eru mjög at- hyglisverðar gigaþyrpingar. Frá Skútustööum ökum við sem leið liggur yfir Kraká, sem svo mjög kom við sögu i umræöum um Laxárvirkjun, og brátt liggur hliðarvegur til vinstri suður að Gautlöndum og Baldursheimi, syðsta bæ i Mývatnssveit. Við höldum þó beint af augum og komum upp á aðalveginn hjá bænum Arnarvatni. Nú ökum við eftir þjóðveginum fram hjá bænum HeÚuvaði, þar sem Laxá fellur úr Mývatni norður ILaxárdal. Fram undan á hægri hönd er Másvatn, hið prýði- legasta veiðivatn. Vegurinn hggur yfir Reykjadalsá, út dal- inn, og fram undan er hið mikla skólasetur, Laugar, i landi Litlu-Lauga. Þar er héraðsskóli og húsmæðraskóli, og þar var reist fyrsta yfirbyggða sundlaug landsins árið 1925. 1 skólanum er rekið sumargistihús. Skammt frá Lagum er Breiða- mýri, sem var mikið höfðingja- setur i fornöld. Þar er nú lækn- issetur og félagsheimili og gróskumikill trjálundur um- hverfis. Kirkjustaðurinn og stór- býlið Einarsstaðir stendur við vegamótin, þar sem Aðaldals- vegur liggur til hægri, og við veg- inn er veitingaskáli, þar sem hægterað verðasér útium hress- ingu. Enn á ný bregðum við okkur út af hringveginum og nú til aö kynnast ýmsum sveitum Suður- Þingeyjarsýslu örlitið nánar. Aðaldalsvegurinn liggur fyrst norður Reykjadal, sem er velgró- inn, grösugur og fremur þéttbýll. A vinstri hönd er fjöldi smávatna en framundan á hægri hönd, Vestmannsvatn sem er mun stærra, vogskorið með mörgum viði vöxnum hólmum. í Vest- mannsvatni er allnokkur veiði og austan þess eru sumarbúðir þjóð- kirkjunnar. Aðaldalur tekur við af Reykja- dal við Vestmannsvatn og nær al- veg niður að botni Skjálfandaflóa. Mikill hluti dalsins er þakinn hrauni, Aðaldalshrauni, sem runnið er frá Mývatni. Frá vegamótunum höldum við I austur og enn einn hliðarvegur liggur brátt til hægri, að sumar- búðunum við Vestmannsvatn. En við höldum áfram og fram undan á vinstri hönd er hið forna höfðingjasetur, Grenjaðarstaður. Þar er prestssétur og kirkja og mjög svo athyglisvert minjasafn Þingeyinga i gömlum reisulegum torfbæ. Elztu húsin munu vera frá 1876, og er minjasafnið opið yfir sumarmánuðina. Nú er Laxárvirkjun fram und- an i einkar fögru umhverfi neðst i Laxárgljúfri. Það eru ekki ein- asta nærliggjandi byggðarlög, sem raforku njóta frá Laxár- virkjun, heldur og Akureyri og megnið af Eyjafirði. En eins og flestum mun I fersku minni uröu miklar deilur, þegar stækka átti Laxárvirkjun, og eins og er, njóta raforkukaupendur á veitusvæöi virkjunarinnar ekki fulls öryggis hvað raforku snertir. Nú er um þrjár leiðir að velja. Aðalvegurinn heldur áfram út á Kisilveg við Langavatn. Annar vegur liggur til vinstri norður með Laxá og á Aöaldalsveginn aftur við bæinn Ytra-fjall. Þriðji vegurinn liggur til suðurs meðfram Laxá. Laxárdalurinn, sem hefst hér er 27 km langur og nær að bænum Helluvaði við Mý- vatn. Laxá rennur eftir dalnum sem er fremur grunnur og þröng- ur en einkar fagur. Við ökum ofan við Laxárgljúfur sem eru víð- þekkt sakir fegurðar. Hjá bænum Birningsstöðum er brú á ánni og þar liggur enn einn hliðarvegur- inn — að bænum Kasthvammi. Okkar leið heldur þó áfram suður dalinn að kirkjustaðnum Þverá, sem á sér allmerka sögu. Þar stendur enn gamáll og merkileg- ur torfbær, sem Kaupfélag Þing- eyinga varstofnað árið 1882. Bær- inn er nú i vörzlu þjóðminjasafns- ins. Nokkru innar er bærinn Auðnir. Þar bjó lengi merkismaðurinn Benedikt Jónsson, einn aðalfrum- kvöðull samvinnuhreyfingarinn- ar, og er hann allajafna kenndur viö staöinn. En nú kemur brátt að þvi að við snúum viö, þvi að veg- urinn er ekki fær venulegum fólksbilum öllu lengra. Við skul- um þvi halda sömu leið til baka og koma niður á hringveginn aftur hjá Einarsstöðum, — vonandi nokkru fróðari um þær byggðir sem við höfum heimsótt. Frá Einarsstööum höldum við aftur út á þjóðveginn og upp Fljótsheiði og komum handan hennar niður að bæjunum Ingjaldsstöðum og Fosshóli við Skjálfandafljót. A Fosshóli er verzlunarútibú hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Hliðarvegur til vinstri inn Bárðardalinn, er hjá Fosshóli, og þar skulum við bregða okkur i smáhringferð meöfram Skjálfandafljóti. Bárðardalur er einn lengsti byggðadalur lands- ins, nær alveg frá Ljósavatns- skarði suður aö mörkum Sprengi- sands og Ódáðahrauns. Dalurinn er fremur strjálbýll, — þó er hann viðast vel gróinn, en nokkur upp- blástur hefur herjað á sums stað- ar. Frá Fosshóli er örstutt aö Goðafossi sem hlaut þetta nafn vegna þess, að Þorgeir Ljós- vetningagoði kastaði goðamynd- um sinum i fossinn, eftir að hafa tekið kristna trú. Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins, þótt ekki sé hann ýkja hár. Þykir hann hinn fegursti og gera ferða- langar sér tiðar ferðir til aö skoða hann. Þjóðvegurinn liggur vestur um Ljósavatnsskarð, en mjög bráö- i lega liggur hliðarvegur til hægri, norður Köldukinnn. Sé sá vegur ekinn gnæfa Kinnarfjöll á vinstri hönd, mjög há og ætið með fönn- um, enda liklegt að hið kulda- lega nafn sveitarinnar sé þaöan komið. Hægra megin er hið lága Kinnarfell og liggur vegurinn milli þess og fjallanna. Brátt má sjá bæinn Yztafell á hægri hönd. Þar bjó lengi ráöherrann og sam- Framhald á bls 39. Grenjaðarstaður. Laxá i Þingeyjarsýslu. Úr Dimmuborgum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.