Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 36

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 12. septcinber 1976. TÍMA- spurningin Leitast þú við að kaupa frekar innlendan iðnvarn- ing en útlendan? (lubinunda Björgvinsdóttir, kaupkona: — Ég er að byrja að verzla sjálf og ætla niér að leggja áherzlu á að selja islenzkar iðnaðarvörur. Þær eru oft á tiðum betur unnar en sambærilegar erlendar vörur. Birgir Skarphéöinsson. verzlunarmaður: — Að sjálfsögðu. Gæð- in eru alveg tvimælalaust svo mikil að það borgar sig. Sigurveig Haraldsdóttir, kaupkona: — Það er upp og ofan, en ég revni einfaldlega að ná þvi bezta, hvort sem það er islenzkt eða erlent Guðmundur Ingólfsson, ijósmyndari:— Það sem ég þarf helzt að kaupa er ekki framleitt hér á landi, en a.m.k. hvað fatnaði við- vikur. þá vel ég islenzkt. Pétur Sveinbjarnarson, framkv. stjóri: Islenzkrar iðnkynning- ar: — Að sjálfsögöu. lesendur segja H.Kr. skrifar: Til hvers mó ætl- ast af blöðunum? Nýíega las ég það i blaði að Grimur Thomsen hefði sagt hárri raustu á Alþingi að hann mótmælti þvi að Jóhann Sigur- jónsson hlyti opinberan styrk. Hann hefði skrifað allt of litið til þess. Nú er það ekki tiltökumál , þó að einhver málglöð manneskja viti ekki betur en Jóhann og Grimur hafi verið jafnaldrar. En má ekki gera neinar kröfur til blaða og blaðamanna? Telja dagblöðin samboðið virðingu sinni að hlaupa með hvaða bull og lygi sem vera skal? Hver er þá þeirra virðing? Blaðamenn ættu að vita skil á höfuðskáldum okkar, en þeir Grimur Thomsen og Jóhann Sigurjónsson eru báðir i þeirra tölu. Grimur var sextiu árum eldri. Hann varsiðast á Alþingi sumarið 1891 þegar Jóhann var ellefu ára gamall. Þegar fyrs-t var rætt um rit- höfundarstyrk til Jóhanns Sig- urjónssonar á Alþingi árið 1909, hafði Grimur Thomsen legið þrettán ár i gröf sinni. Sú fjár- veiting var ekki samþykkt. Þingtiðindi geyma enga heimild um að henni hafi verið mótmælt vegna þess að Jóhann hefði skriíað of litið. Hitt var talað um að hann væri i Danmörku og skrifaði á dönsku. Er það ofætlun að blaðamenn sjái á einni eða tveim minútúm, að það er ómögulegt að Grimur Thomsen hafi mótmælt fjár- veitingu til Jóhanns Sigurjóns- sonar? Megum við ekki ætlast tú þess að blöðin eigi tslenzkar æviskrár og blaðamenn kunni að nota þær? Og, i öðru lagi: Megum við ekki vænta þess að blöðin telji hlutverk sitt að fræða og segja satt? Megum við ekki vona að þauskammist sin fyrir að ljúga og leiða menn i villu. H.Kr. Jóhann M. Kristjánsson: Bjartar nætur Vorsins nótt vængjuð gnótt, vona og óska minna. Glóa tjöld, geisla-fjöld gleði og fegurð spinna. Fagurt sprund frjálsri lund fléttar töfra sina gulls i mynt á glæsta ásýnd þina. Sólskinsbjarta sumarnótt, senn ert þú á förum. Sæludagar sölna fljótt, sofna bros á vörum. Að mér sækir efans gnótt, enginn fyrir svörum. Jóhann M. Kristjánsson Gísli Magnússon skrifar: ,,Vel mælt" Forystugrein Alþýðublaðsins þ. 7. ágúst s.l., „Oþurrkarnir og bændur”, lýkur með svo- felldri málsgrein: „Góð afkoma landbúnaðarins er neytendum betri trygging en margt annað. Ætla mætti að þeir yrðu kindarlegir á svipinn, sem viljað hafa bændastéttina feiga, ef þeir hinir sömu gætu ekki fengið m jólk, smjör og kjöt og aðrar lifsnauösynjar. Það er ekki vist að þeir gætu keypt þessar landbúnaðarafurðir frá nágrannalöndunum, eins og þeir hafa viljað, eftir gifurlega þur rk a, sem va ldi ð geta sk ort i á þessum afurðum i viðkomandi löndum. Ekki er fráleitt að dæmi andstæðinga bænda- stéttarinnar eigi eftir að snúast við, og að hingað verði leitað eftir landbúnaðarafurðum rétt eins og Svisslendingar hafa óskað eftir islenzku heyi”. Þetta er vel mælt og réttilega og mjög á annan veg en venja var i ritstjórnartið Sighvats Björgvinssonar. Bendir og margt til þess, að núverandi rit- stjóri Alþýðublaðsins sé eigi þvilik undirlægja Gylfa sem fyrrv. ritstjóri var, enda stórum geðþekkari maður i skrifum sinum. Sárari kjaftshögg munu Gylfi og skjólstæðingar hans naumast hafa fengið — og það er sjálft Alþýðublaðið, sem lætur höggið riða. 24/8'76. Gisli Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.