Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 12. september 1976.
TlMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjöri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Aoalstræti 7, simi 26500 — afgreioslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Vero I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjaldkr. 1000.00 ámánuoi. Blaöaprenth.f.
Kenning og veruleiki
Pólitiskir kenningasmiðir og fræðarar hafa
gengið manna á meðal og kynnt það nýmæli, að
dularfull lögmál valdi þvi, að af brotamanna, og þá
einkanlega fjárglæframanna, sé að leita i einum
stjórnmálaflokki. Að jarðveginum hæfilega
erjuðum hefur siðan verið farið á flot með þessa
kenningu i fjölmiðlum. Þess þarf auðvitað ekki að
geta, að það er ekki flokkur upphafsmanna og boð-
bera þessara kenninga, sem slikum ósköpum er
undirorpinn. Þar i sveit finnast aðeins lömbin sak-
laus og skinandi englar.
Þessi nýja kenning hefur óneitanlega komið flatt
á marga. í grandaleysi hefur fólk yfirleitt haldið, að
brotamenn gætu hitzt i hvaða stjórnmálaflokki sem
væri, rétt eins og obbinn af mönnum i öllum flokk-
um getur sem betur fer ekki annað kallazt en hinar
heiðarlegustu sálir.
Nú er sagan hinn mikli dómari, ofar öllu skækla-
togi samtimans. Hún kann að sjálfsögðu að greina
frá þvi, hvaðan úr sveit brotamenn hafa komið á
liðnum áratugum, ef þeir hafa á annað borð verið i
tengslum við einhvern stjórnmálaflokk. Úr þvi að
hin nýja kenning er fram komin og i hámælum höfð,
væri ef til vill verðugt að kanna þetta mál, til dæmis
i tið þeirra stjórnmálaflokka, sem enn starfa, og
flokka þá, sem við sögu koma, einkum vegna auðg-
unarbrota, eftir pólitiskum lit. Að slikri flokkun
lokinni mætti sjá, hver fengi flesta og vænsta sauði i
sinn dilk, og hver sker sig þar úr, ef einhver er. Þar
með væri prófsteinn fenginn á það, hvaða hald er i
orðum útbreiðslustjóra hinnar nýju kenningar og
hjálparanda þeirra. Sérstaklega gæti þetta orðið
ungu fólki undirstöðugóður fróðleíkur, þvi að það
minnist eðlilega ekki ýmissa atvika úr stjórnmála-
sögunni, er hina rosknari rámar i.
Svona könnun helgast meðal annars af þvi, að
jafnan ber að hafa það, sem sannara reynist, auk
þess, sem það hlýtur að vera nokkurs vert að fá
sannaða eða afsannaða þá nýju kenningu, að afbrot
hrannist upp i einum stjórnmálaflokki.
í þessari könnun myndi koma við sögu, hverjir
báru slika umhyggju fyrir heilsufari „ömrnu", að
^eir létu boðin ganga daglega til útlendra og inn-
lendra togara út um allan sjó. Sjúkleika þeirrar
heiðurskonu var svo einkennilega farið, að henni
þyngdi ævinlega, þegar varðskip létu úr höfn, og
ekki bráði af henni fyrr en þau sáust við hafsbrún á
landleið. Grandskoðað yrði eyrnamark þeirra, sem
fluttu faktúrur til landsins i tunnum. Huga mætti að
þvi, hvort kosningastjórar flokka og f járreiðumenn
hafi komizt i annála eða flekkótt saga kunni að
tengjast manni, sem lét draga fugl einn ónefndan,
tákn hins frjálsa framtaks, á veggi rikulegra salar-
kynna, svo að stallbræður hans mættu gleðja augu
sin í boðum og á ráðstefnum við þanda vængi hans
og bognar klær. Til greina kæmi, að grennslast eftir
örlögum sjóða og fasteigna, ef þar fyndist innlegg i
svona könnun.
Og svona mætti lengi telja.
Þessi romsa er ekki þulin neinumtil skemmtunar,
heldur af marggefnu tilefni vegna alhæfingar af
ófyrirleitnu tagi. Úr þvi svo langt hefur verið gengið
sem gert hefur verið að segja einn flokk röksemda-
laust klakstöð afbrota, er bezt að svona könnun fari
fram. Verðandi félagsfræðingar i háskólanum ættu
helzt að annast hana, svo að ekki verði brigður
bornar á, að hlutleysis sé gætt.
—JH
Stöðva konur
IRA?
Frioarhreyfing kvenna á N-lrlandi
Það Höur varla einn einasti
dagur, svo ekki sé minnzt á
málefni Noröur-írlands I
brezkum fjölmiölum. Helzt
eru það ódæðisverk hryöju-
verkamanna IRA.sem fá rúm
á forsíðum blaöanna, en stöku
sinnum er drepið á viðleitni
ráðamanna til aö koma i veg
fyrir eða draga úr morðum og
eyðileggingu verðmæta.
Fyrir nokkru var þó hinum
flennistóru fyrirsögnum af
nýjustu afrekum morðingj-
anna á Norður-lrlandi, ýtt
burtu af forsiðum brezku blað-
annaog istaðþeirra mátti sjá
fréttir af félagsskap norð-
ur-Irskra kvenna, sem ætlar
sér meira þrekvirki, en öllum
helztu stórmennum brezka
heimsveldisins hefur tekizt að
framkvæma, þ.e. að stöðva
blóösúthellingarnar á Norð-
ur-Irlandi.
Þessi samtök ætti þó að
virða, þvi vopn þeirra er ekki
drápstæki heldur kærleikur og
guðstrú.
1 AGÚSTMANUÐI, þegar
nokkrir illvirkjar voru á flótta
undan lögreglunni eftir eitt
hryllingsverkið, ók bílstjóri
þeirra bifreið sinni á saklaus-
an barnahóp, sem var á frið-
samri göngu með móður sinni.
Þrjú börn — systkini — létust
þegar, en móðir þeirra slasað-
ist hættulega og mun aldrei
biða þess bætur — hvorki á
sálu né likama.
Þessi atburður, sem átti sér
stað 10. ágúst, var tilefni þess
— en ekki orsök — að 32 ára
gömul kona ákvað að hætta lifi
sinu og berjast gegn ófögnuð-
inum. Betty Williams var
nefnilega vitni að drápinu.
Nokkrum dögum siðar hófst
Betty Williamshanda. Hún fór
með undirskriftalista um eitt
fjölbýlasta hverfi kaþólikka i
Belfast, en sjálf er hún ka-
þölsk. Þar bað hún bláókunn-
ugt fólk, að skrifa undir
friðaráskorun. A þeim degi
var stofnuð litið nefnd kvenna,
Betty Williams til vinstri og Mairead Corrigan.
sem stefnir að þvl að koma á
friði á Norður-írlandi.
Meðal þeirra kvenna, sem
strax tóku þátt i baráttunni, er
Mairead Corrigan. Hiin sá
ekki atburðinn, þegar börnin
þrjú voru drepin, en hún
heyrði um hann nógu
snemma. Þau voru nefnilega
systkini hennar.
Samtök þessara kvenna
hafa þegar nlotið gifurlega
góðar undirtektir á Norður-tr-
landi. Haldnar hafa verið
þrjár fjöldagöngur. I þeirri
fyrstu tóku tiu þúsund konur
þátt. Tuttugu þUsund gengu I
annað skiptið. Og i þriðju
göngunni voru þátttakendur
orðnir 25 þúsund, og þá voru
eiginmennirnir farnir að
koma með.
BETTY WILLIAMS bygg-
Frá frioargöngu kvenna i Belfast.
ir samtök sin á mannlegri
skynsemi. ,,Ég er vel gift og
hamingjusöm móðir. Þar til
fyrir fjórum til fimm árum
hafði ég einungis áhuga á
fjölskyldu minni og iþróttum.
En þá byrjuðu hryðjuverkin.
Ég eins og þúsundir annarra
mæðra, töluðum um hvað
hægt væri aö gera, en alltaf i
hljóði og aðeins við þá sem við
gatum treyst. En sprengjan
sprakk, þegar börnin þrjú lét-
ust. Þaö hafa áður átt sér stað
harmleikir, en þessi gerði út-
siagið.
Ég geri mér fullkomlega
grein fyrir þvi, að líf mitt er I
hættu. Ég er hrædd, en þetta
er verk, sem verður að vinna.
TIL AÐ BYRJA með, þá
hlaut starf Betty Williams
mikið rúm l fjölmiðlum. En
fréttir af samtökum hennar
eru óðum að hörfa undan
nýjústu fregnum af afrekum
morðingjanna.
Og það á sennilega eftir að
ganga af samtökum hennar
dauðum. Fleira kemur til.
Mótmælendum er illa við
hana, þvi hún er kaþólsk.
Versti óvinur hennar er þó
IRA, en þeir gruna hana um,
að veita Bretum upplýsingar.
HVAÐ GERIST NÆST'?
Þessu er ekki auðvelt að
svara. En reynslan af fyrri
samtökum, sem störfuðu á
svipuðum grundvelli er ekki
uppörvandi. Frú Doherty
reyndi fyrir fjórum árum, að
koma kvennasamtökum á
legg eftir „Blóðsunnudaginn"
fræga, en þau lognubust fljót-
lega Ut af.
Reyndar er ástandið þegar
orðið erfitt hjá Betty Willi-
ams. Börn hennar hafa orðið
fyrir árásum. Timasprengju
hefur verið komið fyrir i húsa-
garðinum hjá henni, en hún
sprakk reyndar ekki. Múr-
steinum hefur verið varpað
inn um gluggann á ibúð henn-
ar. Svo slæmt erástandiöorð-
ið, að hún hefur orðið að senda
börn sin á brott.
Ekki verður séð annað, en
samtök hennar liði undir lok,
eins og fyrirrennari hennar.
En alla vega hefur eitthvað
raunhæft verið gert til að betr-
umbæta hugarfarið á Norður-
írlandi.
MLÓ tóksaman.
f