Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 5
Sumiudagui' 12. september 1976 TÍMINN 5 Hefur stjórnað yfir 50 kvikmyndum Sagt er i Hollywood, aö Hitchcock — sem stjórnar nú upptöku á 53. mynd sinni — sé þar með að stjórna sinni siðustu kvikmynd. Læknar hans hafa sagt honum, að hann verði að minnka við sig vinnu, og helzt að hætta þvi erfiða starfi, að stjórna upptöku kvikmynda. Hjartað er orðið veikt. en Hitchcock sjálfur ber sig vel, og segist hafa ágætan vara-mótor, og á þar við tæki, sem hann gengur meö t il að létta undir við starfsemi hjartans. Hann talar sjállur ekkert um að hætta störfum, og mætir á hverjum morgni klukkan átta. Á upp- tökustaðnum hefur hann hús- vagn (trailer). þar sem hann getur fengið sér te i ró og næði, litið yfir blöðin og hvflt sig, ef hannvill. Hann er alltaf fólegur i framkomu, bæði við tækni- menn og leikara, sérlega kurt- eis og hofmannlegur i fram- göngu, svo að annað eins þekk- ist ekki nú orðið.segja þeir, sem með honum vinna. Hitchcock er orðinn 75 ára. Hann er fyrir löngu siðan þekkt persóna, og m.a. vegna þess, að i flestum myndum sinum kemur hann sjálfur alltaf fram i einhverju smáhlulverki. Aðdáendur hans biða spenntir eftir þvi hvar og hvernig hann komi fram i nýrri mvnd.Ef til vill ber hann aðeins augnablik fyrir augu — sem maður að ganga yfir götu, eða ahorfandi einhvers atburðar i myndinni, en hann þekkist fljót- lega. þvi að hann er það sér- kennilegur i útliti. 1 Universal-kvikmyndaverinu gengur hann um daglega i sin- um svörtu fötum, hvitri skyrtu tneð svart bindi og i svörtum gljáíægðum skórn. Þessi bún- mgur hans er orðinn eins konar .‘inkennisbúningur fyrir hann, pvi að hann hefur öll þessi ár, sem hann hefur unnið i Holly- -Aood. alltaf klæðzt þannig. Lág- \axinn og þéttur á velli, bál- sköllóttur og heldur ófriður, þitnnig er "honum lýst — en persónuleiki hans er slikur, að hann hrifur þá. sem hann talar við. og öllum þykir mikið til hans koma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.