Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 12. september 1976. Nú-Tíminn ★ ★★★★★★★ FYRRI hluti greinarinnar um hinn látna bandariska tónlistar- mann Gram Parssons lauk meö þvi að Parsons var hættur I Fiy- ing Burrito Brothers. Hér kem- ur siðari hluti greinarinnar: Næsta var rætt um að Pars- sons gerði sólóplötu. Hann vann nokkra undirbúningsvinnu, en fór siðan til Evrópu, þar sem hann slæptist með Keith Rich- ard, gitarleikara Rolling Stones um tima, en þeir höföu kynnzt við upptöku á plötu Rolling Stones, „Beggars Banquet”. An þess að hafa nokkrar fjár- hagsáhyggjur (allt sjóö föður hans aö þakka) dvaldi Parsons með Richard i London og Suður- Frakklandi, og þar fékk hann uppfylltar gamlar óskir, sem sé þær, að geta búið og unnið i Evrópu, þar sem — að hans dómi — taktur lifsins féll honum betur i geð en i Bandarikjunum. Atburðarás tveggja næstu ára er meira og minna á huldu. Vitaö er þó, að Parsons lenti i miklu mótorhjólaslysi (i Evrópu að talið er) og það tók hann mjög langan tima að ná sér aftur. En þegar hann hafði náð heilsu hóf hann aö safna saman efni á fyrstu sólóplötu sina. Upphaflega var ætlunin, að Keith Richard stjórnaði upp- töku plötunnar og hún yrði þá gefin út af Rolling Stones Rec- ords. I þeim tilgangi höfðu Parsons og Richard tekið upp u.þ.b. sex lög, en vegna aö- kallandi vinnu við Rolling Ston- es plötuna „Exile On Main Street” varð Richard aö hætta við þetta og þvi varö ekkert af útgáfu sólóplötu Parsons i þetta sinn. 1972 sté Parsons svo fæti sin- um aftur á bandariska grund og var fljótlega boðið af Warner Brothers hljómplötufyrirtækinu að gera sólóplötu. Platan kom siðan út i janúar 1973 og höfðu þeir Parsons og Rich Grech séð um upptöku- stjórnina. Hljóðfæraleikarar á plötunni voru margir þekktustu og fremstu „session” tónlistar- menn Los Angeles, svo sem John Guernin, Hal Battiste og A1 Perkins, en frá Las Vegas komu aðstoðarmenn Elvis Presleys, þeir James Burton, Glen D. Hardin og Ronnie Tutt. Einnig komu fram á plötunni ó- þekkt söngkona, Emmylou Harris að nafni. Þar sem það þarf yfirleitt meira en fé til þess að fá að- stoðarmenn Presleys til þess að leika inn á plötu, vakti það mikla athygli að þeir skyldu leggja Parsons lið, en hann var að mestu óþekktur. Þaö sýnir samt hversu mikillar virðingar hann naut meðal hljómlistar- manna i Bandarikjunum þó al- menningur heföi enn ekki upp- götvað hæfileika hans. Þegar litið er yfir fyrri feril Parsons er greinilegt aö það eina, sem hann haföi ekki öðlazt fyrir útgáfu plötu sinnar, var viðurkenning almennings. En þar sem Parsons hafði nú loks gert plötu með þeim mönn- um, sem hann valdi sjálfur og var ánægöur meö, virtist þessi viðurkenning vera innan seil- ingar. En eins og allt, sem Pars- ons kom nærri, gekk það ekki að óskum. Þeir Burton, Hardin og Tutt voru nefnilega alls ekki tilbúnir til þess aö fara i hljómleika- ferðalag meö öðrum en Presley — og höfnuðu þvi boði Parsons um hljómleikaferð meö hon- um. En til þess að fylgja plötunni eftir safnaöi hann saman mönn- um i hljómsveit sem hann Gram Parsons og The Fallen Angel á ferðalagi. Emmylou Harris er með á myndinni, en Parsons er i röndótta boinum. Gram Parsons kallaði Gram Parsons & The Fallen Angels. Auk hans sjálfs voru I hljóm- sveitinni söngkonan Emmylou Harris, Neil Flange (pedal- steel-gítar) Jerry Mule eða John Baraday (sólógitar) Charles Tullis (bassi) og N.D. Smart (trommur). Hljómsveitin lagöi af stað i hljómleikaferð um þver og endi- löng Bandarikin i nýuppgerðum Grayhound langferðabil, sem ekið var að Phil Kaufman, gömlum vini Parsons, sem hafði veriö nokkurs konar hægri hönd bpns um langt skeið. Ekki varð þessi hljómleikaför þó svo stórkostleg að platan næði i etri hluta vinsældarlist- anna, en hljómsveitin stóð þó fyrir sinu og eina minningin frá þessari ferð er upptaka, sem út- varpsstöð i Washington lét gera og þykir mikill fengur i þessari upptöku. Um mitt ár 1973 hóf Parsons að vinna að plötunni „Grievous Angel”, er átti eftir að verða siðasta heildarverk hans. A þessari plötu var Emmylou Harris aftur með honum, nú orðin stórt nafn i country-tón- listinni, og miklu stærra nafn en nokkur annar á þessari plötu Parsons. Þeir sem komu við sögu þessarar plötu voru N.D. Smart, James Burton, Glen D. Hardin, Emory Gordy, Bernie Leadon, Herb Petersen, A1 Perkins og Bryan Berline. Sögum ber ekki saman um það, hvort upptökunni hafi verið lokið 19. september 1973. Þann dag var Gram Parsons viö æf- ingar i Joshua Tree National Monument, sem er risastórt eyöimerkursvæði u.þ.b. 180 km frá Los Angeles. Þar féll hann skyndilega niður meðvitundar- laus. Allar lifgunartilraunir voru árangurslausar og er komið var með hann á næsta spitala var hann úrskurðaður látinn. Aldrei hefur verið gefin út nein opinber skýring á skyndi- legum dauða hans, og lik hans var aldrei krufið! Fósurforeldrar Parsons á- ætluðu aö flytja lik hans til New Orleans, þar sem útförin skyldi fara fram á vegum ■ fjölskyld- unnar. En fornvinur Parsons Phil Kaufman hafði aðrar ráða- gerðir á prjónunum. Síðari hluti lOcc JamesBurton Counlryjoe, NickKent í Vinsælustu —111 —— látnu rokk- stjörnurnar Hér koma ný úrslit i skoðanakönnun hins þróaða og virta rokk biaðs Zig-Zag. Að þessu sinni er kosið um vin- sælustu látnu rokkstjörnuna, og þar er efstur á blaöi, með töluverða yfirburði, Gram Parsons. Þetta er I annað sinn, sem Parsons sigrar hjá Zig- Zag, þvi að hann var einnig kosinn bezti söngvari aldar- innar. 1. Gram Parsons 2. Jimi Hendrix 3. Jim Morrison 4. Buddy Holly 5. Duane Allman 6. Clarence White 7. Tim Buckley 8. Danny Whitten 9. Brian Jones 10. Otis Redding 11. Janis Joplin 12. Eddie Cochran 13. Paul Kossoff 14. Pigpen 15. Nick Drake 16. Gene Vincent 17. Johnny Kidd 18. Sam Cooke 19. Richard Farina 20. Cass Elliot Skömmu áður en Parsons lézt höfðu þeir félagar setið að drykkju, og gerðu þeir þá samning sin á milli, sem kvaö á um það, að þegar annar þeirra létist skyldi sá sem eftir lifði brenna lik hins I Joshua Tree National Monument en þeim staö unnu þeir báðir mjög. Kaufman varð sér úti um lík- bil og ók sem leið á aö Alþjóða- flugvellinum i Los Angeles, þar sem lik Parsons beið flutnings til Nev' Orleans. Kaufman tókst að sannfæra starfsmenn þar um að breyting heföi orðið á áætlun- um og skyldi likið flytjast eftir öörum leiðum. Sfðan ók Kaufman og annar vinur Parsons, Michael Martin að nafni, að bar einum i borg- inni þar sem þeir og Parsons höföu oft setið að drykkju. Þar settust þeir við erfis- drykkju Parsons meðan lik hans var i bilnum fyrir utan barinn. Að lokinni erfisdrykkjunni héldu þeir til Joshua Tree. Þar helltu þeir benzini yfir kistuna og kveiktu siðan i henni. En litil reynsla þeirra i með- ferð eldfimra efna varð til þess að af þessu varð stórbál, sem sást langar leiðir. Það leið samt þó nokkur stund þar til slökkviliðið kom á staðinn og var þá kistan að mestu leyti brunnin. En samt var hægt að finna næg sönnunargögn um það að þarna hafði lik verið brennt. Phil Kaufman var handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt likinu, en hann hélt þvi fram, að hann hefði einungis verið að framfylgja fyrirskipunum hins framliðna. Þar sem málið átti sér enga hliðstæðu var ákveðið að Kauf- man þyrfti einungis að greiða fyrir eyðileggingu likkistúnnar. Þeim peningum náöi hann saman með þvi að halda minningarhátið um Parsons, þar sem hann seldi aðgangseyri á 5 dollara, en einnig haföi hann til sölu þarna sérstaka Parsons skyrtuboli, Parsons Pilsner, og með sérstökum merkimiðum og ýmsa fleiri minjagripi. 0-0-0 SIÐAN sögu Parsons lauk ár- iö 1973 hafa þau sáðkorn sem hann sáði á sinni stuttu ævi, (hann var 26 ára þegar hann lézt) verið að bera ávöxt i tón- listarheiminúm og það marg- faldan ávöxt. Um hinn vestræna heim fer nú mikil Parsons vakning sem sést bezt á úrslitum I skoðanakönnun Zig Zag blaðsins hérna á sið- unni. Þaö var nú orðin viðurkennd staðreynd að Parsons var einn af brautryðjendunum, sem hef- ur átt mikinn þátt i þvi að skapa þann tónlistarheim, sem við bú- um við i dag. En stærsti draumur Parsons var þó ekki að verða frægur, heldur óskaði hann þess heitt að verða minnzt i hinu fræga safni Country Music Hall Of Fame i Nashville þegar hans dagar væru taldir. Liklega er það það minnsta, sem þeir geta gert fyr- ir hann úr þessu. Plötulisti: Litlar plötur: „The Russians Are Coming”/,,Truck Drivin’ Man — Int. Sub. Band (Ascot 2218) „Sun Up Broke”/,,One Day Week” — Int. Sub. Band (Columbia -4-43935) LP-plötur: Safe At Home — Int. Sub. Band (LHI 120001) Sweetheart Of The Rodeo — Byrds (CBS) The Gilded Palace Of Sin — Fly- ing Burrito Brothers (A&M AMLS 931) Burrito De Luxe — Flying Burr- ito Brothers (A&M AMLS 983) G.P. — Gram Parsons (Reprise K 44228) Grievous Angel — Gram Pars- ons (Reprise K 54018) Sleepless Nights — Gram Pars- ons and the Flying Burrito Brothers (A&M AMLH 64578) Auk ofangreindra platna eru lög eftir Parsons að finna á plöt- um fjölmargra annarra lista- manna sem of langt mál yrði að telja upp. — SþS Síðasta lag Parsons Siöasta lagið, sem Gram Parsons samdi er „In My Hour Of Darkness” sem er siðasta lagið á Grievous Angel. Svo skemmtilega vill til að Brimkló er meö lagið á sinni plötu og heitir þar „1 minu rökkur- hjarta”. Lagíð fjallar um þrjá dána vini Parsons. Fyrsta versiö er um leikarann Brandon De Wilde, en hann kynnti Parsons fyrir Byrds. Annað versið er um gitarsnillinginn Clarence White, sem var af mörgum t.d. Jimmy Page (Led Zeppelin) talinn bezti gitarleikari heims, meðan hans naut við. Clarence White öðlaðist heimsfrægð með The Byrds, en hann var þar fastur meðlimur i 5 ár 68-73, en hafði strax ’66 byrjað að aðstoða þá. Hann lézt i bilslysi. Þriðja og siðasta versið fjallar um Sid. Keiser en hann var umboðs- maður og hafði meðal annars leikarann Peter Lawford á sinni könnu. Parsons og Sid voru miklir vinir og samdi Parsons lagið nokkrum vikum áöur en Sid dó úr hjartaslagi en Clar- ence White dó nokkrum dögum á undan Sid. Lagið samdi svo Parsons áður en hann dó sjálfur úr hjartaslagi, sem rekja má til mikillar neyzlu áfengis og eitur- lyfja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.