Tíminn - 12.09.1976, Side 29
Sunnudagur 12. september 1976,
TÍMINN
29
Einn stöpullinn gaf eftir og brúin lagðist saman.
lika flutt eftir Dóná. Fyrst átti aó
láta herinn sprengja rennu fyrir
skipaferðir, en frá því var horfið
vegna nærliggjandi húsa. Hefur
verið unnið sieitulaust með stór-
virkum logsuðutækjum og fljóta-
krönum að þvi að hreinsa farveg-
inn. Þvi'verður ekki lokið fyrr en
eftir u.þ.b. tvo mánuði.
Strax eftir hrunið voru geröar
bráðabirgðabreytingar á leiðum
almenningsvagna. Ennfremur
voru gerðar áætlanir um bráða-
birgðabrýr, em herinn átti að
smiða. Átti fyrst að gera brú fyrir
sporvagna og siðar bila. Var talað
um, að þetta gerðist innan fárra
mánaða. Það reyndist þó vera
fullmikil bjartsýni, þvi að þegar
til kom, átti austurriski herinn
hvorki efni né tæki i slikar brýr.
Verður að taka til þess bragðs að
nota gamlar brýr úr seinni
heimsstyrjöld, og leita verður að
miklu leyti til Vestur-Þýzkalands
eftir þeim efnivið. Nú þegar hafa
komið fram tillögur um nýja end-
anlega brú, sem hvort eð er hefði
þurft að reisa vegna neðanjarðar-
járbrautarinnar, sem verið er að
leggja. Ekkier reiknað með smiði
þeirrar brúar fyrr en eftir tvö til
þrjú ár.
Stjórnmálahneyksli
Þegar menn höfðu áttaö sig á
þvi, sem gerzt hafði, og neyðará-
standsnefnd sú, sem borgarstjór-
inn kallaði saman strax um
morguninn sem slysið varð, hafði
gert þær ráðstafanir, sem i bili
voru mögulegar, vaknaði spurn-
ingin: Hvernig stóð á, að þetta
gat gerzt og hverjir eru ábyrgir.
Borgarstjórinn, Leopold Gratz,
gaf þá yfirlýsingu, að hann bæri
fulla ábyrgð, en bætti við, að ekki
mætti flana að þvi að gera ein-
hvern ábyrgan áður en árangur
rannsókna hefði komið i ljós.
Þetta er áreiðanlega eitt mesta
áfall, sem Sósíalistaflokkurinn
(bæði borgarstjórnin og rikis-
stjórnin eru sósialistisk) hefur
fengið. Stjórnarandstaðan hefur
vegið þungt að rikisstjórn
Kreiskys undanfarið vegna ým-
issa stórhneykslismála i fjármál-
um. Þar á meðal er bygging að-
seturs Sameinuðu þjóðanna i Vin,
flugvallarbygging iSaudi-Arabiu,
sem gerði austurriskt bygginga-
fyrirtæki gjaldþrota og fleira. Nú
fékk stjórnarandstaðan svo mikið
vatn á sina myllu að hún vissi
ekki einu sinni hvernig hún átti að
virkja það allt. Fyrstu viðbrögðin
voru að tina fram alls konar smá-
atriði- ÖVP (Kristilegir Demó-
kratar) sögðust hafa krafizt rann-
sóknar á brúnni i júni. Það var
ekki fyrr en eftir nokkra daga, að
vegið var beint að borgar- og
rikisstjórn, en þá hafði lika ýmis-
legt fleira komið fram.
Nákvæm skoðun á brúnni fór
aðeins fram einu sinni á ári og þá
reyndar ekki samkvæmt nýjustu
tækni (gegnumlýsing með rönt-
gen geislum, efnafræðilegar
rannsóknir o.s.frv.). Skoðunin
byggðist fyrst og fremst á þvi,
sem mannlegt auga greindi. Einu
sinni i mánuði gerði verkstjóri
svo athugun með sjónauka! Til
samanburðar má geta þess, að
systurbrú Reichsbrucke, Elisa-
betar-brúin i Budapest, er skoðuð
fjórum til fimm sinnum á dag!
Þegar farið var að grafast fyrir
um, hvernig á svona vettlingatök-
um stæði, kom i ljós, að i austur-
riskum lögum var enginn laga-
bókstafur fyrir hendi, um hvernig
framkvæma skyldi skoðanir á
brúm, eða hvað oft.
Þessar upplýsingar höfðu i för
með sér stórskotaliðsárás stjórn-
arandstöðunnar.
Borgarstjórinn riðaði
Krafizt var, að borgarstjórinn
og borgarfulltrúinn, sem brúar-
mál heyrðu undir, segðu af sér. A
borgarstjórnarfundi gaf Gratz til
kynna, að hann ætiaði að láta af
embætti sinu. Hann stóð upp og
var búinn að taka i hurðarsneril-
inn, þegar honum var snúiö við,
allt að þvi með valdi. Borgar-
stjórnin lýsti yfir eindreginni á-
skorun um, að hann héldi embætti
sinu og hefði fullkomlega frjálsar
hendur til að ráða bót á ástand-
inu.
Það var verra með borgarfull-
trúann. Hann var i frii, en menn
vissu ekki nákvæmlega hvar.
Helzt komu Norður-ítalia, Sviss
og Suður-Frakkland til greina.
Vitað var, að hann haföi farið i
embættisbifreið sinni, og nú hófst
spaugilegur þattur i máli pessu,
sem annars er sorglegt.
Eftir að reynthafði veriðaöná i
hann svo litið bæri á, varð ekki
annað til úrræða en að auglýsa
eftir honum á áðurnefndum svæð-
um i blöðum og útvarpi, eins og
Strætisvagninn var bundinn niður fljótlega til þess að áin tæki hann ekki með sér.
stórglæpamanni. Það gekk svo i
nokkra daga án árangurs. Að lok-
um þekkti hann einhver þar sem
hann var að klifra á fjöll á af-
skekktu svæöi iSviss. Hann sagði
af sér.
Fyrir utan ónotatilfinninguna
við tilhugsunina um hversu oft
maður er búinn að fara yfir brú i
Austurriki, saknar maður þess að
sjá ekki Reichsbrucke risa tigu-
lega yfir Dóná og spegla turna
>sina i fleti árinnar, sem er blá,
þegar séð er ofan af Kahlenberg i
ljósaskiptunum á sumarkvöldi.
Stálbitar og stengur undust
eins og spaghetti.
Eini maðurinn, sem fórst, þegar Rúmenska skipið Oltenita skemmdist allmikið, en engán sakaði.
brúin hrundi, var ungur maður,
sem var að aka þessuin bil yfir
brúna.
Jarðskjáiftamælar tóku viðbragð
viö hrunið.