Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 35

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 35
Hunnudagur 12. sepleflabeT íOT#. TIMINN 35 Erflél«ikor smé*öluverzlur»«r f éroifbýll: AUKNING REKSTRARLÁNA OG OPINBERT STYRKJAKERFI — voru meðal leiða sem nefndar voru til úrbóta á vanda dreifbýlisverzlunarinnar —hs-Rvik. Eins og áöur hefur verið greint frá, gekkst Samband isl. samvinnufélaga fyrir ráðstefnu um efnið „Vandamál smásöluverzlunar i dreifbýli” aö Bifröst iBorgarfirði.dagana 1. og 2. september. í nýútkomnu fréttabréfi StS, Sambands- fréttum, er nokkur úttekt á þeirri umræðu sem varð um þetta til- tekna máiefni og ieiðum til úrbóta. Fersá hluti fréttabréfsins hér á eftir. Erfiðleikar smásöluverzlunar i dreifbýli 1 umræðum á ráðstefnunni og niðurstöðum starfshópa kom fram, aö eríiðleikar smásölu- verzlunar i dreifbýli stafa ekki siztaf þvi, aðleyfð álagning er of lág til að standa undir þeim kostnaði, sem óhjákvæmilega hlýzt af f jarlægð verzl- ananna frá heildsöludreif- ingaraðilum. Þetta útheimt- ir m.a. meira birgðahald og minni veltuhraða en i' þétt- býlisverzlununum, sem aftur leið- ir af sér aukinn vaxtakostnað ogaukna rýrnunarhættu. Þá hafa gengistöp hjá dreifbýlis verzlúnum oftlega skapað veru- lega rekstrarerfiðleika. Einnig verður flutningskostnaður veru- legur liður, ekki sizt þar sem hag- kvæmni og öryggi virðist skorta i flutningum og mikill verðmunur er á bila- og skipaflutningum, en þjónusta strandferðaskipanna er viðastekki fullnægjandi. Lika eru ýmsir aðrir kostnaðarliðir hærri i dreifbýli en i þéttbýli,og það svo að verulegu munar, svo sem póst- og simakostnaður, svo og kostn- aöur við húsnæði undir vöru- birgðir. Hin stóru viðskiptasvæði skapa lika ýmsan vanda, sem ekki er við að glima i þéttbýli, svo sem kostnað við pantanaaf- greiðslu og heimsendingar á vörum. Þá er einnig viða i dreif- býli miklum erfiðleikum bundið aðfá hæftstarfsfólk til starfa, svo að viða verður launakostnaður hærri en i þéttbýli. Eitt stærsta vandamálið er þó árstiðabundin lánsfjárþörf sauð- fjárbænda, sem að stórum hluta hefur lent á kaupfélögunum að leysa. A siðustu árum hefur þar stöðugt orðið við erfiðari vanda að glima, sem hefurhaft i för með sér vaxandi erfiðleika á að útvega nauðsynlegt rekstrarfjármagn i verzlunina og verulegan kostnaðarauka fyrir hana. Þá kom það fram á ráðstefn- unni, að á Suður- og Vesturlandi gætir þess i vaxandi mæli, að stórmarkaðir á Reykjavikur- svæðinu dragi til sin viðskipti frá verzlunum heima fyrir. Er þess þegar farið að gæta, að þetta sé farið að veikja verzlunina á þessum svæðum og afkomu hennar. Sú hugmynd kom fram, að af hálfu kaupfélaganna mætti mæta þessu með þvi að þau stofnuðu sameiginlega stórmarkað fyrir allan suðvesturhluta landsins. Leiðir til úrbóta A róðstefnunni var rætt um fjöldamargar leiðir, sem til greinakæmu til lausnar á þessum vandamálum. Menn voru þó sammála um það, aö slikar úrbætur mættu ekki leiða ti! þess, að vöruverð hækkaði almennt verulega frá þvi sem nú er i dreif- býlinu. Meðal annars var rætt um það, að auka þyrfti stórlega rekstrarlán til verzlunar i dreif- býli. Sömuleiðis kæmi til greina, að hið opinbera kæmi á einhvers konar styrkjakerfi til verzlana á afskekktum svæðum.Þá þyrfti að gefa dreifbýlisverzlunum aukinn kost á hagkvæmum fjár- festingarlánum, og var m.a. bent á þá leið, að Byggðasjóðurhæfi aö lána til verzlana, sem hann hefur ekki gert. Þá var rætt um þá leið að jafna álagninguá möli einstakra vöru- flokka frá þvi sem nú er, og sömuleiðis um leiöir til að verð- jafna ýmsa kostnaðarliöi, t.d. simagjöld, rafmagnskostnað og flutningskostnaö. Einnig kom fram sú hugmynd, að dreifbýlis- verzlunum verði leyft að halda eftir hluta þess söluskatts, sem þær innheimta, t.d. sem svaraði tveimursöluskattsstigum. Þá var einnig lögð á það áherzla, að innan frá yrði að mæta þessum erfiðleikum með þvi að auka enn hagræðingu i verzluninni og skipulagningu birgðahalds og innkaupa, svo og með því aö efla ráöunautaþjónustu og fræðslu fyrir starfsfólk verzlananna. Lika kom fram sú hugmynd á ráðstefnunni, að hið frjálsa fyrir- komulag, sem lengi hefur rikt um stofnun verzlana, þ.e. að hver sem óskaði gæti sett upp nýja verzlun og hvar og hvenær sem honum sýndist, kynni nú að hafa gengið sér til húðar. Vafalaust væri, að af þessu hefði viðast skapazt verulegt óhagræði, og athugandi væri, hvort ekki væri timabært að sveitarfélög fengju Sími 26933 Nu gefum viö ut SÖLUSKRÁ Eignamarkaöarins hálfsmánaöarlega. KAUPENDUR, AT- HUGID! Hringiöogvió sendum söluskrána hvert á land sem er. Nv söluskra komin út. Eigna- markaóurinn Austurstræti 6 simi 26933 um það ákvörðunarvald, á sama hátt og um önnur skipulagsmál, hvar nýjar verzlanir væru stað- settar innan endimarka þeirra. í þvisambandi var bent á, að þessi háttur hefði lengi viðgengizt viö skipulagningu nýrra byggða- hverfa á Reykjavikursvæðinu, en ekki annars staðar á landinu. Frá Hofi Þingholtsstræti 1 Ef þú ætlar peysu að prjóna, húfu, hanska, leppa i skóna. Fyrir það þú hlýtur lof, enda verzlar þú i Hof. Nýkomnir varahlutir í: Singer Vouge 68/70 Toyota 64 Taunus 17M 65 og 69 Benz 219 Peugeot 404 Saab 64 Dodge sendiferðabill BILA- PARTA- SALAN auglýsir Willys 46 og 55 Austin Gipsy Mercedes Benz 50/65 Opel Cadett 67 Plymouth Belvedera 66 Moskviteh 72 Fiat 125 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land. léttir meðfærilegir viðhaldslitlir fyrir stein- steypu Avallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. 06 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavík • sími 38640 þjöppur slipivelar k AK w dælur sagarblöð j/ steypusagir þjöppur c! bindivirsrúllur MARIAN MASNV, 2« ára, mjftg sókndjarfur teikmaður og marka- skorari, sem hefur leikið 22 lands- leiki. ONDRUS, fyrlrliði Slevan og tékkneska landsliðsins hampar Evrópubikar iandslika. A Laugardalsvelli 14. sept. kl. 17,30: Fram - Slovan BRATISLAVA »' Komið og sjdið tékknesku snillingana SEM SIGRUÐU LANDSLIÐ Hollendinga og V-Þjóðverja Verð aðgöngumiða kr.: 800 i stúku, 600 i stæði, 200 fyrir börn KNATTSPYRNUDEILD FRAM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.