Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 39

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 39
TÍMINN 39 Sunnudagur 12. september 1976. 1---------------------------- flokksstarfið Héraðsmót á Suðureyri Héraösmót framsóknarmanna veröur I félagsheimilinu á Suöureyri viö Siigandafjörö laugardaginn 18. sept. og hefst kl. 21.00. Ræöumenn veröa Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráö- herra og Steingrimur Hermannsson, alþingismaöur. Töframaöurinn Baldur Brjánsson skemmtir. Hljómsveitin Mimósa leikur fyrir dansi. Nefndin. \_______________________________________________y Munum geta boðið upp á Kanarieyjaferðir i vetur. Hafið samband við skrifstofuna Rauðar- árstig 18. Reykjavik simi 24480. Kanaríeyjar © vinnuleiðtoginn Siguröur Jónsson — og þar var Samband i'slenzkra samvinnufélaga sett á stofn áriö 1902. Um þann atburð hefur verið reist minningarsúla aö Yztafelli. Allmikið friðað skóglendi, Fells- skógur, austan Kinnarfells, til- heyrir Yztafelli. Þangað liggur hliðarvegur viö noröurenda fells- ins hjá bænum Hólsgerði. Við bæinn Ofeigsstaði er tveggja kosta völ, Aðalvegurinn beygir til hægri yfir brúna á Skjálfandafljóti, liggur með vest- urbrekkum Fljótshliðar, um Aöaldalshraun og kemur á Aðal- dalsveg hjá bænum Tjörn, sem áður er getið. En sveitarvegur liggur beint áfram til norðurs að kirkjustaðnum Þóroddsstað og yzta bæ sveitarinnar, Björgum, sem er mikil hlunnindajörð. Það- an er fært norður að ósum Skjálfandafljóts - en þar endar vegurinn og aðeins gönguleiðir eru færar til eyðibyggðarinnar Náttfaravikur. Hjá Fnjóskárbrúnni liggja ekki einungis vegir til suöurs, heldur einnig til norðurs. Þar beygjum við til norðurs austan brúarinnar — og veljum leiðina um Dals- mynni til Eyjafjarðar, en slepp- um þjóðleiðinni yfir Vaðlaheiði, sem venjulega er farin. Sú leið er þó vissulega ákaflega fögur en hin er óvenjulegri og auk þess komum viö víðar við. Leiðin liggur með Fornastaða- fjalli, byggðin fremur strjál en nokkuð um skóglendi, Fnjóská rennur á vinstri hönd en vestan árinnar risa brattar hliðar Draflastaðarfjalls. Hjá bænum Þverá beygir dalurinn til vesturs — hliðarvegur er til hægri norður um Flateyjardalsheiði til Flat- eyjardals. Sá vegur er yfirleitt sæmilega fær á sumrin, en byggð- in á þessum slóðum er nú öll komin I eyði, þótt áður væri al- byggð. Okkar leið liggur áfram til S.-Þingeyjarsýsla vesturs út dalinn, sem hér neðst I Fnjóskáskarði gengur undir nafninu Dalsmynni. Há og brött fjöll eru á báða bóga og hjá Fnjóskárbrúnni komum viö á Grenivikurveg. Til hægri liggur vegurinn norð- ur Höfðahverfi til útgerðarþorps- ins Grenivikur undir suðurhliöum Kaldbaks. 1 Grenivik búa nálægt tvö hundruð manns. Þar er barnaskóli, kirkja, læknissetur og samkomuhús. Þaðan liggur veg- ur út Látraströnd, sem nú er að mestu farin I eyði. Til vinstri liggur vegurinn yfir Fnjóskárbrúna og fram undan er kirkjustaðurinn og prestssetrið, Laufás á einu fegursta bæjar- stæði landsins. Bærinn stendur hátt, fram undan kvlslast Fnjósk- á til sjávar, og útsýni yfir til f jall- garðsins vestan Eyjafjaröar er afar fagurt. Laufás þótti löngum með beztu brauðum og hafa ákaf- lega margt merkir prestar setiö staðinn bæöi fyrr og slðar. Friö- lýstur torfbær frá slöustu öld, sem þar er, er nú I umsjá og varö- veizlu Þjóðminjasafnsms — og innan veggja er hið prýðilegasta minjasafn. Frá Laufási liggur leiðin til suðurs með firðinum. A vinstri hönd rlsa allmikil fjöll og upp af bænum Miðvlk er Vlkurskarð, sem markar norðurenda Vaðla- heiðar. Fram undan er nokkurt undirlendi og blómleg byggð með miklum túnum. Brátt sjáum við hliðarveg til hægri aö Svalbarðs- eyrarþorpi og kirkjustaðnum Svalbarði. Svalbarö hefur löngum veriö mikið höfuðból — þar finnst jarðhiti og sundlaug hefur veriö byggð. Byggðin I Svalbarðseyrar- þorpi hefur myndazt kringum verzlunina. Kaupfélag Þingey- inga hóf þar starfsemi 1885, og nú hefur Kaupfélag Svalbarðseyrar þar a’ðsetur. A Svalbarðseyri er viti og þar er talin bezta höfn austan Eyjafjarðar. © Menn og... sem hafa auk þess verið látnar verka aftur fyrirsig. Skattstofur hafa ekki fengið endanlegar á- lagningarreglur fyrr en I april eða mai, og siðan orðið að hespa þaö af að fara yfir framtölin, svo aö skattskrárnar gætu komið út á eðlilegum tima að sumrinu. Af- leiðingin hefur orðið sú, að raun- veruleg endurskoðun hefur oröiö að fara fram siðari hluta ársins og ná fram á vor árið eftir. Þá má nefna að nýtt fasteigna- mat 1971-1972 og siöan endurmat eigna 1972 leiddi af sér gifurlega vinnu á skattstofum. Hervirki verðbólgunnar Aöur var vikið að þvi, að sifelld verðbólga gerði æ torveldara aö framkvæma skattalög, jafnvel þótt viðunandi væru. Verðbólgan veldur þvi, að æ erfiðara veröur að rekja eignabreytingar og gera sér grein fyrir einkaneyzlu fólks. Af mýmörgu er að taka, ef skýra ætti þetta. En til þess að gera langt mál stutt, má nefna byggingu húss eða Ibúðar, en i þeim sporum standa æriö margir. Nú er algengt, að bygging standi yfir I mörg ár, og á byggingatim- anum stórhækkar allt verðlag og kaupgjald. Skattstofur hafa harla litla aðstöðu til þess að gera sér grein fyrir þvi jafnóðum, til dæmis við lok hvers árs, hvað i bygginguna hefur veriö lagt og þaðan af slður hvað I hana er komiö, þegar upp er staðið. Menn eiga auðveldan leik að hagræða tölum á pappirnum, ef þeir sjá sér hag I þvl, vilja slikt gera og kunna til þesskonarverka. En sé ekki grundvöllur fyrir hendi til þess að rekja eignabreytingar manna, er ekki heldur hægt að átta sig á eyðslueyri þeirra. Starfsmanna- flóttinn Enn er það eitt, sem ekki varð- ar þá flækju, er skattamálin eru komin i, en bagar þó mjög. A skattstofunum er ónógt starfslið til þess aö anna slaukinni vinnu, ogþað, sem ekki er betra: Launa- kjör þar eru lök, og þess vegna flýja margir þaðan i önnur störf, þar sem meira má bera úr být- um. Að visu er þar kyrrt talsvert af rosknu fólki, sem kveinkar sér að skipta um vinnu, eða situr viö sinn leist af gamalli tryggö, en ungt fólk, sem kemur þar til starfa, leitar margt burt. Þetta er mjög bagalegt, þvi aö taliö er, aö það taki þrjú ár fyrir fólk að fá æskilega þjálfun. Nýliöar verða óeðlilega margir vegna tiöra mannaskipta, og það hefur sinn aðdraganda, aö þeir nái fullum tökum á verkefnunum, þótt efni séu i' góða starfsmenn. Þegar þetta endurtekur sig ár eftir ár, hlýtur það að vera störf- um öllum og eftirliti til hins mesta baga. Eitt af þvi, sem stór- spillir fyrir þvi, að skattstofurnar geti gegnt sinu hlutverki sem skyldi, er að dómi forráðamanna þar, hversu starfsfólkið er van- metiö. Flækjan mikla Hér aö framan hafa verið dreg- in fram örfá atriði frá sjónarmiði starfsmanna á skattstofum. Snú- um okkursvoaftur að þvi, sem aö almenningi veit. Sú torræða flækja, sem álagn- ing opinberra gjalda er undirorp- in birtist honum, bæöi i næsta flóknum álagningarseðlum, en ekki slður I hinu, aö leiðbeiningar þær, sem birtast íblöðum i byrjun hvers árs, eru fyrir löngu orönar nálega óskiljanlegar öörum en þeim, sem sérstaklega eru inn- vigðir I slik mál. Þessar leiöein- ingar veröa lengri og lengri með hverju ári, og sama skapi veröur örðugra að grynna I þeim. Þetta er talandi tákn um það, hvertstefnt hefur verið. Slfellt er verið aö breyta einhverju og si- fellt er verið aö auka við nýjum atriðum með alls konar skirskot- unum i þessa eða hina áttina. Fólk er leitt inn i völundarhús, þar sem þaö veit engar útgöngu- dyr. Afbrigði og undanþágur á alls konar tilbrigði ofan rugla fólk, og útreikningar, sem viö- hafa þarf til þess að fylgja þessu öllu, eru meiri en öllum eru ætl- andi. Núer enn talað um einföldun og réttlæti. Það hefúr oft verið gert áður. Vonandi þokast eitthvað aö þvi marki á þessu sinni. Vonandi verður ekki hægt að benda næsta ár á jafnmörg og augljós dæmi um himinhrópandi vankanta. — J H. @ Kvikmyndir andi. Hnefar smjúga greinilega framhjá hökum og stoppa feti frá kviö, þrátt fyrir, að hinn lamdi sýni öll merki þess að hafa tekiö við högginu. Skýrt dæmi um áhugaleysi leikara er einnig að finna I mót- mælum fanganna I fangelsis- garðinum. Virðingarleysi Það veröur aö segjast alveg eins og er, aö auglýsing Austur- bæjarblós um þessar mundir endurspeglar algert virðingar- leysi gagnvart islenzkum kvik- myndahúsagestum. Þetta virð- ingarleysi er aö visu ekki ný bóla, en jafn útgrafin engu aö siður. Von min er sú, aö Austur- bæjarbió sjái sóma sinn i þvi að taka þetta eintak italskrar kvik- myndagerðar niður af sýninga- skrá sinni hiö fyrsta. Hún er ekki einasta bæöi leiöinleg og illa gerð, heldur meö öllu til- gangslaus. TÍLBOÐ OPNUÐ TILBOÐ I byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraða við Löngu- hlið voru opnuð fyrir skömmu. Reyndist lægsta tilboðið vera frá Böðvari Bjarnasyni sf., — að upphæð rúmar 205 millj. kr. Endanleg ákvörðun um tilboðin mun veröa tekin I borgarráði n.k. þriðjudag. Skv. útboðinu á verktakinn að skila húsinu fullbúnu 1. marz 1978. Húsiö er þrjár hæðir og gólf- flötur samtals um 2000 fermetrar. Auk sameiginlegs rýmis verða I húsinu 32 herbergi fyrir einstakl- inga. Lagning olíumalar á Breiðdalsvík ASK-Reykjavik.— Nú á að fara aö leggja hér oliumöl á um 3,500 fermetra sagði Sigmar Pétursson oddviti I samtali viö Tlmann. — Ætlunin er að koma varanlegu slitlagi á götur nálægt frystihús- inu, kaupfélaginu og pósthúsinu og viðar. Það er Ollumöl h/f og Miðfell, sem sjá um verkið, en sveitarfé- lagið sá um undirbyggingu gatn- anna. Sigmar sagöi, aö kostnaðurinn við oliumölina væri rétt um fimm milljónir króna. A áætlun er að setja varanlegt slit- lag á um 3 kllómetra. I ■ ] 1 1 FÉLAGSSTARF * 1 P d&Kvbotyom. Félagsstarf ið að Norð- urbrún 1 verður fyrst um sinn þannig: Mánudagar: kl. 13 fótsnyrt- ing, handavinna — föndur, smíöaföndur, útskurður, föndurefnissala. Þriðjudagar: kl. 9 fótsnyrt- ing kl. 13 smiðaföndur — út- skurður kl. 14 enskukennsla. kl. 13.30 hársnyrting. Miðvikudagur: kl. 13 smelti- vinna, leðurvinna, aðstoð við böð. kl. 14 létt leikfimi. Fimmtudagar: kl. 9 aðstoð við böð kl. 13 Opið hús, spilað, lesið bókaútlán, upplýsingaþjón- usta, taflkennsla, fótsnyrt- ing, handavinna — föndur, skermagerö, föndurefnis- sala. Föstudagar: kl. 13 Handa- vinna — föndur. kl. 14 létt leikfimi. Félagsvistin veröur þriðju- daginn 14. sept. og síðan ann- anhvorn þriðjudag. Kaffi- sala alla daga kl. 15-15.30. Leirmunagerð, teiknun, málun og bókmenntaþættir auglýstir siðar. Félagsstarf ið hefst að Hallveigarstöðum mánud. 13. sept. kl. 13 og verður þannig framvegis: Mánudagar: kl. 13 Opið hús (spilað, lesið, teflt, bókaút- lán, upplýsingaþjónusta) Þriðjudagar: kl. 13 handa- vinna — föndur, leðurvinna, teiknun — málun, mynstur- gerð, föndur, efnissala. Þriðjudaginn 14. sept. hefst félagsvist kl. 14 og verður siðan annanhvorn þriðjudag. Náhari uppl. í síma 18800 Félagsstarf eldri borgara frá kl. 9-11. Geymið auglýsinguna. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. r » Vélar, sem VIT er í GÁFNALJÓSIN« frá Texas Instruments Öll stig af rafreiknum frá Texos Instruments stærstu tölvuframleidendum í heiminum i dag t)DRí ÁRMULA 11 >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.