Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 12. september 1976. Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 21 Múrarar aö störfum. Höggmynd eftir Aage Nielsen-Edwin. Hún stendur f Bröndshöj I Kaupmannahöfn. VIÐ Skeggjagötu i Reykjavik býr maður, sem heitir Aage Niel- sen-Edwin. Hann fæddist og ólst upp i Danmörku, en hefur átt heima á íslandi um langt árabil. Aage Nielsen-Edwin er mynd- höggvari að mennt og þannig úr garöi gerður, aö flest leikur i höndum hans, sem hann snertir á, og hafa margir tslendingar séð þess ljósan vott i myndum hans. Hann var svo vinsamlegur að leyfa blaðamanni frá Ttmanum að eiga við sig stutt spjall fyrir skömmu, og fer meginhluti þeirr- ar orðræðu hér á eftir. Sýndi eingöngu höggmyndir Við skulum byrja á þvi að fræð- ast ofurlitið um manninn sjálfan. — Hvar i Danmörku var þaö, sem þú leizt fyrst dagsins ljós, Aage? — Ég er Kaupmannahafn- arbúi, — eöa var það, öllu heldur. Ég fæddist og ólst upp i miðborg Kaupmannahafnar. Fæöingarár mitt er 1898, svo þú sérð aö ég á ekki langt eftir i áttrætt. Faðir minn var kaupmaður og rak eigin verzlun. — Þú hefur notið skólagöngu I æsku? — Fyrst gekk ég i barnaskóla, eins og lög gera ráð fyrir, en þeg- ar ég var fjórtán ára, var ég sendur til náms i Konunglegu Postulinsverksmiðjunni i Kaup- mannahöfn. Og þar átti ég vita- skuld að læra allt sem unnið var i þeirri ágætu verksmiðju. Mér þótti þetta nám leiðinlegt, en þraukaði þó tímann á enda og lauk námi, en stundaöi þetta verk aldrei að neinu ráði. Eftir þetta fór ég i listaháskóla i Kaupmannahöfn og stundaði þar nám i höggmyndalist i nokkur ár. Svo kom að þvi að ég fór aö halda sjálfstæðar sýningar, ég sýndi alloft i Kaupmannahöfn, — og eingöngu höggmyndir, þvi það varsú listgrein sem ég hafði lært. Enn fremur voru svokallaðar frjálsar sýningar, þar sem marg- ir listamenn sýndu i einu, og ég tók þátt i mörgum slíkum sam- sýningum, og ævinlega sem myndhöggvari. Og nú eru verk min komin viðs vegar um Kaup- mannahöfn. — Starfaöir þú svo lengi I Dan- mörku sem myndhöggvari? — Já, ég starfaði þar óslitið til ársins 1946, — og nokkru lengur þó. En mig hafði lengi langað til þessað ferðasttil annarra landa, einkum þó Islands. A striðsárun- um var auðvitað ekki um neitt slikt að ræða, og fyrst eftir aö striðinu lauk, var ekki heldur um svo mjög margar leiðir að velja — nema þá vestur á bóginn, til Is- lands. Hugurinn stefndi til íslands — Hvernig stóö á þvl aö þig langaöi svo mjög aö koma hingaö? — Frumorsökin mun hafa verið sú, að i Kaupmannahöfn kynntist ég islenzkri konu, sem hét Asta Valgeröur og var dóttir Asmundar Einarssonar, sjó- manns i Reykjavik. Við Asta gengum i hjónaband árið 1920 og bjuggum I Kaupmannahöfn. — Þú hefur kannski kynnzt fleiri islendingum I Kaupmanna- höfn en stúlkunni, sem varö eigin- kona þin? — Já, mörgum öörum! Sumir Islendingar sem ég kynntist, stunduðu nám á Listaháskólan- um, i þeim hópi var Nina Sæmundsson, hún var i skólanum samtimis mér. En kona min var aidrei í þeim skóla, ég kynntist henni I félagsskap annarra ís- lendinga, utan skólans. Ég minntist áðan á árið 1946. Þá höföu hagir minir breytzt á þann veg, aö ég var búinn að missa konu mina. Heimsstyrjöld- inni var lokið.Danmörkvar aftur frjáls, en sárin, sem striðið hafði skiliö eftir, voru opin og ógróin. Undir þessum kringumstæðum langaði mig aö komast eitthvað að heiman — og helzt til Islands. — Sá draumur hefur lika rætzt? — Já, ég kom hingað áriö 1947, var hér i nokkur ár, og kenndi viö Handiðaskólann. — Hvaö kenndir þú þar? — Ég var teiknikennari, og auk þess geröi ég talsvert af andlits- myndum á þessum árum. Tvær þeirra standa á Heilsuverndar- stöð Reykjavikur, þær eru af Siguröi Magnússyni lækni og Magnúsi Péturssyni, fyrrverandi bæjarlækni i Reykjavik. — Þú hefur auövitaö veriö i nánum tengslum viö tslendinga I Kaupm annahöf n, þar sem þú varst kvæntur islenzkri konu? — Nei, ekki svo mjög. En mér er minnisstætt, aö einu sinni kom islenzkkona tilmin og bað mig að gera mynd fyrir sig, af föður hennar, Friðriki Wathne, en hann var bróðir Ottós Wathne, sem margir Austfirðingar kannast við. Jú, ég gerði þetta, myndin fór til Islands, og mér er sagt að hún standi austur á Seyðisfiröi en ég hef aldrei séð hana, þvi aö ég hef aldrei komið til Seyðisfjarðar. Reykjavík gamla timans — Nú ert þú flestum mönnum fróöari um Reykjavik og sögu hennar. Hvenær öölaðist þú áhuga þinn á þeim hlutum? — Þegar ég haföi átt heima i Reykjaviki sexár, ogveriðkenn- ari i Handiðaskólanum hér, fór ég til Danmerkur ograkmálaraskóla i Hellerup. Svo liðu árin og mig fór aftur að langa til Islands. Ég kom hingað árið 1960, og þá kom i minn hlut aö gera likan af Reykjavik, eins og hún var áriö' 1786. Likanið var notaö á sýningu sem haldin var á 175 ára afmæli Reykjavikur, ogviðgeröum þetta likan í sameiningu, Eggert Guömundsson listmálari og ég. Þetta varð til þess, að ég fékk mjög mikinn áhuga á sögu bæj- arins, ég varö mér úti um bækur, svo ég gæti gert mér sem bezta grein fyrir þvi, hvernig bærinn heföi verið á þessum tima, og las ókjörin öll, enda varð ég margs áskynja, sem ég vissi ekki áöur. Ég komst aö raun um, að til voru gamlar myndir af Reykjavik, teiknaðar af mönnum sem þá voru á dögum. Mynd frá 1786 var teiknuð af Sæmundi Hólm og mynd frá 1810 var teiknuð af Moltke greifa. Hann haföi snúið baki I amtmannshúsiö, en andlit- inu aö Snæfellsjökli, þegar hann teiknaði myndina. — Ég neita þvi ekki, að mér fannst þessum myndum vera í ýmsu áfátt, og ég hugsaði með mér að gaman væri að gera aðrar myndir og betri, — það er að segja sannari og ná- kvæmari. Ég gerði svo þetta, teiknaði þessar tvær myndir og studdist við myndir sem Gaimard hafði gert. Með i leiöangri hans var franskur málari, sem hét Mayer, og mér lék grunur á, að eitthvað væri til af myndum frá Islandi eftir hann. Ég reyndi að rekja slóð hans suður I Frakklandi, og ég komst að raun um, aö hann hafði reyndar haft heim með sér myndir héðan, en þeim var brennt á striðsárunum. Svo fór um sjóferð þá. Drengur meö fuglsunga. Styttan stendur I garöi I Kaupmannahöfn. Skálholtssveinninn, sem rætt er um I þessu viötali. Hér sést þessi fræga mynd fró þrem hliöum, eins og lesendur munu sjó. Timamynd: Róbert. Aage-Nielsen-Edwin situr hér hjá mynd af Reykjavik, eins og hún var áriö 1876, fyrir réttum hundraö árum k Danskur listamaður á íslandi Aage Nielsen-Edwin er einn hinna hljóðlátu og prúðu í mannfélaginu. Hann hefur ekki hátt, og hann slær ekki um sig með auglýsingum. Hlédrægni er oft samferða snilligáfum, og fólk ætti að veita listamönnum þeim mun meiri athygli, sem þeir láta minna yfir sér Siðar meir komu Islendingar sjálfir til skjalanna, Ariö 1874 mældiSveinn Sveinsson bæinn, og skáldið Benedikt Gröndal teikn- aöiyfirlitsmyndaf Reykjavik. En þóttGröndal væri ágætt skáld, og þótt Dægradvöl sé prýöisbók, þá var mynd skáldsins af Reykjavik langt frá þvi aö vera fullkomin. Henni var þvert á móti verulega ábótavant. Það fór þvi svo, að ég leiðrétti einnig þessa mynd og gerði eins „visindalega rétta” mynd af Reykjavik þess tima, og mér var unnt. Ég hef, með öðrum oröum, teiknað fjórar myndir af Reykja- vik, eins og hún leit úr árið 1786, 1801, 1836 og 1876. En nú er ekki lengur þörf á þvi að gera slíkar yfirlitsmyndir meö handafli viö teikniborð. Nú fljúga flugvélar, smáar og stórar, yfir Reykjavik oft á dag, og hægt er aö verða sér úti um yfirlitsmynd, tekna úr lofti, svo að seg ja hvenær sem er. Menn eiga ekki að „leiðrétta” listaverk annarra — Nú er gamla altaristaflan úr Þingvallakirkju komin heim eftir langa útivist, eins og flestum er i fersku minni úr fréttum. Er þaö ekki rétt aö þú hafiö unniö mikiö að endurgerö hennar? — Jú, það er rétt, og ég gerði „kopiu” af henni. Þaö fer þannig fram, að fyrst teiknar maður hlutinn, eða dregur hann upp. Siðan er málað undir, og reynt að setja hvern einasta lit nákvæm- lega þar sem hann á aö vera, og .æskilegast er meira að segja að leiðrétta ekki skyssur þess manns, sem fyrstur geröi mynd- ina, — þvi aö annars er maður farinn að falsa verk hans! Þetta er allt önnur list en að mála sjálfur, frá eigin brjósti. Lista- maður, sem málar sina eigin mynd, er i raun og veru fullkom- lega frjáls og engu háður nema hugmyndaflugi og smekkvisi sjálfs sin. En þegar hann hefúr fengið i hendur verk annars manns til þess aö gera viö Móöir og barn. Þessi stytta Aage, er á safni i Ripe á Jótlandi. skemmdir á þvi, er hann um leið bundinn i báða skó — gersamlega háöur þeim listamanni, sem myndina gerði i öndveröu. Hann getur brunnið i skinninu að laga og leiörétta galla og misfellur, — en hann má ekki leyfa sér þvi- likan munaö, ef hann vill vera trúr út i yztu æsar. — Var ekki mjög mikið verk aö gera viö altaristöfluna frá Þing- völlum? — Jú, það var bæði mikil vinna og seinleg. Ég vann látlaust að þessu verkefni i nærri þrjá mánuöi og gerði sama og ekkert annað. Ég sat lon og don i' Þjóö- minjaáafninu, uppi i turni, Þar var dýrlegt útsýni, þá sjaldan ég Steingrimur Jónsson rafmagns- stjóri, höggmynd eftir Aage. gaf mér tima til þess að standa upp oglita útum glugga. A vissan hátt var verkiö sjálft llka skemmtilegt, þótt þaö væri vand- unniö, og mér þykir vænt um að geta sagt með sanni, að varla er hægt að sjá mun á þvi sem ég geröi og hinu, sem eldra er. — Ég var ekki við aö flytja altaris- töfluna austur að Þingvöllum, en hins vegar sá ég kvikmynd af þeim atburði. Gamlar myndir geta leynzt viða — Er þaö ekki rétt, sem ég hygg, aö þú hafir gert mikið af barnamyndum? — Ekki vil ég nú segja, að það sé mikið, en nokkrar barnamynd- ir hef ég teiknað. Það er miklu meiri vandi en flestir halda, þvi að börn eiga svo erfitt með að sitja lengi kyrr, og enginn lista- maður getur gert mynd af manni, sem er á sifelldri hreyfingu. Ég hef alltaf veriö mjög kröfuharður um að fyrirmyndir minar séu al- veg hreyfingarlausar á meðan ég vinn verk mitt, aðöðrum kosti get ég blátt áfram ekki unnið. — Þaö mun nú samt vera til eftir þig frægstytta af ungmenni, svokallaður Skálholtssveinn. — Ójá, það er rétt. Magnús Pétursson læknir gekkst fyrir þvi að þessi mynd var gerð. Siðan keypti Minningarsjóður Soffiu Guðlaugsdóttur styttuna, það voru gerð allmörg eintök af henni, og Skálholtssveininum hefur verið úthlutað til nokkurra islenzkra leikara, en satt að segja hefég ekki fylgzt meö þvi, hversu viöa þetta verk mitt hefur farið. Ég var i Kaupmannahöfn, þeg- ar ég bjó Skálholtssveininn til. Það var ein helzta ánægja min i mörg ár að fara utan á sumrin, Teikning, sem Aage Nielsen-Edwin hefur gert, af Reykjavfk, eins og hún var áriö 1786. Þaö er þó aöeins hluti af bænum, sem hér sést, og gatan á milli húsaraöanna er Aöalstræti. þótt ég ættihér heima ogynni hér að vetrinum. Á þessum ferðum minum var ég sífellt á höttunum eftir myndum frá tslandi, göml- um eða nýjum, og mér varð oft furðuvel ágengt. Þaö er ótrúlegt, hve viöa slíkir hlutir geta leynzt. Einu sinni rakst ég á mynd af Reykjavik frá þvi um siöustu aldamót. Þegar ég kom meöhana hingaö til Reykjavikur, kannaðist enginn við hana, og liklega hefur tilvist hennar aldrei veríö á margra vitoröi. — Hefurþú ekkigrúskaö I sögu gamalla húsa I sambandi viö list þi'na? — Jú, komið hefur það fyrir. — Viltu ekki segja mér eitt- hvaö af þvi? — Já, mér dettur þá fyrst I hug gamla Fangahúsið, þar sem stjórnarráð Islands situr nú. Til er gömul uppmæling — grunn- teikning — af þessu fræga húsi, gerð af lautinant Olsen árið 1801. Þar skrifar karlinn athugasemdir um hvert herbergi, til hvers það skuli nota. Á einum staö er þess getið, aö hér sofi þjónustustúlka tugthúsvarðarins, og á öörum stendur: hér var áður kamar, nú er hér búr. — Fleira mætti telja, en ég læt þetta nægja. Mér hefur alltaf þótt mjög gaman aö skoöa þessa teikningu og lesa athuga- semdir þessa löngu horfna Norð- manns um eitt sögufrægasta hús Reykjavikur. Sjálfsagt hefur 01- sen verið fyndinn náungi, og ef til vill hefur húmor hans veriö dá- litiö grófur — en gaman er að lesa þessar athugasemdir hans, eftir svo langan tima. Það er gaman að kenna íslendingum dönsku — Svo viö vlkjum aftur aö sjálfum þér og list þinni: Hefur þú ekki unniö mikiö fyrir einka- aðila i Reykjavlk? — Dálltið, en alls ekki mikið. Jú, það er rétt, aö nokkur minni háttar verk hafa orðið þannig til, en það er ekki i svo stórum stíl, að umræðuvert sé. Langoftast teikna ég aðeins sjálfum mér til ánægju og til þess að halda mér við sem iistamanni. — En listin hefur nú samt verið aöalstarf þitt, ásamt kennslunni? — Já, þaö er rétt. Hún er i raun og veru eina ævistarf mitt. Eins og ég sagöi fyrr i þessu spjalli, þá var ég um árabil teiknikennari i Handiöaskólanum. Fyrst var þetta almennt teiknikenn- arastarf, en svo fór ég aö kenna fjarviddarteikningu, sem er allt annar hlutur. Ég kenndi lika nokkurár i Tækniskólanum, og ég hef kennt dönsku i málaskólanum Mimi. Mig langaraö bæta þvi við, að dönskukennslan i Mimi er skemmtilegast af þeim störfum, sem ég var aö telja upp. Það er ákaflega gaman að kenna dönsku — ekki sizt kenna Islendingum hana — og sérstaklega framburö- inn. — En erum viö ekki heldur ónæmir á dönskuna, þótt hún standi okkur svo nærri sem raun er á? — Þaö læt ég vera. Margir Is- lendingar eiga auövelt með að læra nógu mikiö i dönsku til þess aö geta talað hana sér að gagni, til dæmis á fe'rðalögum. Hins veg- ar er framburði þeirra oftmjög ábótavant, og þaö sem meira er: þeir eiga iöulegt erfitt meö að skilja dönsku, þegar þeir heyra hana talaða. Þetta er þó I raun og •veru mjög eðlilegt. Framburður danskrar tungu er gerólikur framburöi islenzks máls, og þeir sem eru óvanir aö heyra dönsku talaða, ná ekki þvi sem sagt er, þegar Danir tala dönsku. tslend- ingur, sem heyrir Dani tala saman, og skilur varla orð af þvi sem þeir segja, gæti hæglega skilið öll oröin ef hann sæi þau á bók: en eyra hans nemur ekki hljóðin, af þvi að það er svo óvant þeim. Margt gamalt fólk, sem ég hef talað við hér, kann dönsku furðu- vel, en unga fólkið segist ekki hafa mikinn áhuga á þessu tungu- máli, enda er dönskukunnátta þess oft næsta bágborin. Ég er þeirrar skoðunar, aö Islendingar eigi að kunna eitt Norðurlanda mál, — að minnsta kosti. Menn geta ferðazt um talsvert stórt svæöi, án þess að rekast á neinn tungumálamúrvegg, ef þeir kunna eitt þessara mála, og auk þess opnar sú kunnátta þeim leiöir að bókum og blööum, sem gefin eru út á hinum Norðurlönd- unum, og þaö er mikils viröi. Verð hér, þangað til yfir lýkur — Ert þú ekki i nánu sambandi við aðra Norðurlandabúa hér á tslandi? — Nei, ég þekki aðeins Islend- inga. — Hefur þér ekki dottið ihug að flytjast til Danmerkur og eyða ellidögunum á æskuslóðum þmurn? — Nei, það dettur mér ekki i hug að gera. Það getur vel veriö aö ég skreppi til útlanda annað slagiö, ef ég held lifi og heilsu en égerákveðinn iþviað eiga heima hér á Islandi, þangað til yfir lýk- ur. Allir vinir minir og kunningj- ar eru hér, og ég myndi verða miklu meira einmana i Kaup- mannahöfn. Menn eru hvergi eins eiriir og i borgum. — VS tslenzk börn, teikning eftir Aage Nielsen-Edwin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.