Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 12. september 1976. Hvað ætlar þú að sjá af landinu þínu í sumar? Nokkúr orð um Suður-Þingeyjarsýslu Suður-Þingeyjarsýsla mun vera við- lendasta sýsla landsins, og i henni er að finna ákaflega marga fagra og skoðunar- verða staði. Hætt er þvi við, að við neyð- umst til að fara fremur hratt yfir sögu — og jafnvel kann svo að fara að einhverjir þeir staðir, er fólk fýsir sérstaklega að sjá, verði út undan á ferðalagi okkar. En þvi miður — timinn setur fólki ætið ein- hverjar skorður. Og einmitt þess vegna skulum við halda áfram ferðinni hið bráð- asta, i stað þess að eyða dýrmætum tíma i orðagjálfur. Suður-Þingeyjarsýsla Otifyrir Tjörnesi, isvosem 9km fjarlægö, sjáum viö tvær litlar eyjar, Mánáreyjar. Eyjarnar til- heyra landnámsjöröinni Máná, sem er nyrzti bær i Suöur-Þing- eyjarsýslu, stendur austan undir Tjörnestánni. A Mánárbakka sjávarmegin vegarins er veður- athugunarstöö. Þegar við ökum eftir veginum i suövesturátt sjá- um viö nokkra bæi og bráölega komum við að félagsheimilinu Sólvangi, sem stendur I landi Hallbjarnarstaöa. Frá Hallbjarnarstööum ökum við meðfram langri sveigmynd- aöri vik, sem einhverra hluta vegna hefur hlotiö nafniö Barm- ur. Handan hennar tekur svo Héöinsvik við og þar ofan vegar er bærinn Héöinshöfði. Þar bjó um skeiö sá mikli þjóðmálaskör- ungur Benedikt Sveinsson, sýslu- maöur, og þar ólst upp sonur hans, Einar Benediktsson, skáld. Og nú er aðeins stuttur spölur eftir til Húsavikur, eina kaup- staöarins i sýslunni. En skömmu áður en komið er til bæjarins, iiggur hliöarvegur til vinstri upp á Húsavfkurfjall. Þangaö skul- um viö bregða okkur. þvi aö uppi á hinu417 m háa fjalli er hringsjá, og þaöan er afar vitt og fagurt út- sýni. Húsavík Húsavik á sér lengri sögu aö baki en nokkur annar islenzkur kaupstaður, þvi að Garöar Svavarsson hinn sænski, sem varö fyrstur norrænna manna til aö sigla kringum landið og reisa sér hús hér, reisti þaö hús einmitt á Húsavik — og raunar er nafniö Húsavik þaöan komið. Verzlun hefurlengi verið stunduð á Húsa- vik, og segja má, aö þar sé vagga samvinnuhreyfingarinnar, þvi aö þar óx upp Kaupfélag Þingey- inga, elzta kaupfélag landsins. Kaupstaðarréttindi hlaut bær- inn áriö 1950. Ibúafjöldi hefur far- iö vaxandi, einkum hin siðari ár, og voru ibúar Húsavikur sam- kvæmt siöasta manntali 2.149 talsins. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og fiskverkun, og þar eru mikil hafnarmannvirki. Verzlun stendur meö miklum blóma og iðnaður hefur verið vaxandi einkum þjónustuiðnaöur fyrir nærsveitir. Varla er hægt aö hugsa sér þá tegund þjónustu, sem ekki stendur til boöa i bæn- um, og of langt yrði upp aö telja, hvaö þar stendur til boða. 1 Húsavík er hitaveita, enda mikinn jarðhita aö finna I ná- grenninu. Nokkrum sinnum hefur orðið vart jarðskjálfta og hafa þeir stundum valdiö verulegu tjóni. Þess má geta, að á 18. og 19. öldinni var starfrækt á Húsavik hreinsunarstöð fyrir brennistein og var hann fluttur út þaðan i all- miklu magni. Frá Húsavik höldum við sem leiö liggur i suðurátt og hjá stór- býlinu Laxamýri þar sem leik- ritaskáldið Jóhann Sigurjónsson fæddist og ólst upp, beygjum við hliöarveg til vinstri. Þetta er Mý- vatnsvegurinn eða Kisilvegurinn, sem kemur niöur hjá Reykjahliö við Mývatn. Reykjahverfi heitir sveitin, sem viðkeyrum um. Hún liggur i Laufás i Eyjafiröi. Húsavikur er lögö af þessu jarö- hitasvæöi. A þessu jaröhitasvæöi hefur risiö nokkur fjöldi gróðurhúsa og er hérmikil gróöurhúsarækt. Hér hafa Reykhverfingar reist sér félagsheimili og sundlaug er á staönum. Við Langavatn; sem liggur meö veginum á vinstri hönd, er hliöarvegur um sveitina til hægri. Viö skiptum okkur þó ekkert af þeim vegi.heldurhöldumáfram i suðausturátt að bænum Geitafelli norður undir samnefndu felli og erum við þá komin að syösta bæ i Reykjahverfi. Leiöin liggur upp Kasthvammsheiðina og fram undan er Hólasandur, viðáttu- mikill og gróðurlaus sandauön. Er viö höfum ekið dágóð- an spöl um þetta uppblásna landsvæði, tekur Grimsstaða- heiðin og grónar suöurbrekkur hennar við, og þegar við höfum ekið dáli'tinn spotta um hraun- lendi, komum við enn á ný á hringveginn margnefnda — og nú við Mývatn. Við beygjum inn á hringveginn tii vinstri og skammt undan er Reykjahliö, hinn eiginlegi höfuö- staður Mývatnssveitar og land- mesta jörð Islands — um 6.000 ferkm að stærð — eða állka mikil að landrými og Árnessýslan öll. Heilt byggðahverfi hefur myndazt umhverfis Reykjahlið hin siðari ár. Þar eru tvö hótel — Reykjahlið og Reynihlið — tvær kirkjur og verzlun. Hjá Reykjahliö er hringvegur til hægri um Mývatnssveitina. Ætlun okkar er að fara þá leið — en fyrst skulum við halda svo sem 5 km lengra eftir aðalveginum, i austurátt, til Námaskarðs. A löngum og grunnum dal, vestan hans ris Hvammsheiðin, en Lambafjöll og Reykjaheiöi að austan. Bæirnir liggja nokkuö þétt — þegar við höfum lagt að baki töluveröan spiS, sjáum viö bæjarhverfi á vinstri hönd, og vitna gufustrókar um, aö þar muni mikinn jaröhita að finna. Við erum komin að Hveravöllum i Reykjahverfi. A Hveravöllum er aöaijarðhita- svæði sýslunnar. Þrir hverir eru þar stórvirkastir, Syðstihver, Uxahverog Baðstofuhver, sem er þeirra mestur og jafnframt einn mesti goshver landsins. Hitaveita Vagiaskógur. Fnjóská er fremst á myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.