Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 37 Haraldur Eyjólfsson fró Gautsdal: Vinnan er heilsugjafi Haraldur Eyjólfsson. Ég ætla a6 byrja meö þvl aö segja litla sögu. Ég þekki mann sem var aö byrja búskap. Hann talaöi um aö gera mikiö. Miklar byggingar áttu aö risa á jöröinni, svo átti aö rækta mikiö, búiö átti aö veröa stórt, — hundraö kýr og nokkur hundruö fjár. Þaö átti ekki aö veröa neinn kotbúskapur hjá þessum manni. Hann talaöi og talaöi, ekkert geröist. Eftir fá- ein ár flosnaöi hann upp. Þaö var eitt sem honum sást yfir, og þaö var nokkuö stórt atriöi, hann gleymdi aö hreyfa hendurnar nokkuö aö ráöi og þvl fór sem fór. Er ekki þessi litla saga nokkuö táknræn fyrir okkar þjóöfélag eins og þaö er I dag. Fólkið er aö flýja framleiöslustéttirnar, land- búnaö og sjávarútveg. Þetta eru þó þær stéttir, sem allt okkar llf byggist á, innan þeirra á sér staö megin hluti þeirrar verömæta- sköpunar, sem efnahagsafkoma þjóöarinnar hvílir á. Gamalt mál segir: Sá á ekki mat aö fá sem ekki vinnur, aö þvi tilskyldu aö viökomandi sé vinnufær. Ég hef unniö ýmis störf sem bóndi um 40 ára skeiö. Eftir aö ég hætti búskap vann ég fyrst sem verzlunarmaður, en hin slöari ár sem verkamaöur. Langmest vinnuálag tel ég vera á bóndanum af þeim stéttum, sem ég hef haft kynni af, en hinu er ekki aö neita, aö amlóöar eru einnig þar eins og I öörum stéttum, en Ihinum stétt- unum eru tveir til þrlr látnir standa þar sem einn stóö áöur viö sams konar vinnu — sem sagt: allt of margar landeyöur hvar sem litið er. Þess vegna er engin furöa þótt eitthvaö fari úrskeiöis hjá okkur þegar svona er I pottinn búiö. Vinnan er heilsugjafi þaö hef ég sjálfur reynt. Efnahagsmálin Þaö er mikiö talaö um efna- hagsmál. auövitaö eru þau I hin- um mesta ólestri, og ekki vanþörf á aö úr veröi bætt. Þaö er alltaf veriö aö skamma rlkisstjórnina, og hún eigi eingöngu sök á þess- um vandræðum. Þetta er ekki rétt, fólkið I landinu heimtar alltaf meira og meira. Kröfurnar koma úr öllum áttum. Ég er ekki I vafa um, aö mál sé til komiö fyrir rlkis- stjórnina aö setja hnefann I boröiö og segja: Hingaö og ekki lengra hvaö skuldasöfnun snertir. Ég efast ekki um, aö hollt væri fyrir okkur aö taka upp aftur hin- ar gömlu dyggöir, sparsemi og nýtni, viö þessar dyggöir hefur þjóöin stuözt I gegnum aldirnar, heföi hún ekki gert þaö væru hún ekki til. Fyrir fáeinum áratugum hefur þessum dyggöum veriö kastaö fyrir borö. Þjóöin þarf llka aö fara aö hrista af sér slenið og taka upp aöra og betri lifnaöarhætti. Viö eigum aö hafa þann metnaö, aö standa á okkar eigin fótum, viö eigum aö hætta aö snapa eftir erlendum lánum út um allan heim. Viö getum komist út úr þessu skuldabasli ef þjóöin er ein- huga um þaö. Þaö er góö regla aö eyöa minna en aflaö er. Viö þurf- um aö draga úr þægindakapp- hlaupinu og einnig aö koma verö- bólgunni niöur, en þaö er viö ramman reip aö draga vegna sl- felldra kaupsamninga. Eina leiö- in út úr þessum vandræöum er aö jafna til I launaflokkunum. Allir þjóðhollir menn hljóta aö skilja aö þetta er réttlætismál. Þaö kemst ekki kyrrö á þessi mál fyrr. Þaö á enginn aö hrifsa til sln meira en honum ber af þjóöar- tekjunum. Það á ekki alltaf aö breikka biliö milli láglaunaflokk- anna og þeirra sem hæst hafa launin. Áfengismál. örfá orö um áfengismál. Þetta mun vera eitt mesta vandamál, sem þjóöin á viö aö strlöa. Þaö var mikið óheillaspor þegar bannlögin voru felld úr gildi. Meöan ég var I sveitinni var ég I áfengisvarnarnefnd. Haldnir voru árlegir fundir. Nefndar- menn mættu yfirleitt vel en ekk ert gerðist til úrbóta á þessum fundum Viö Jónatan á Holtastöö- um héldum þvl fram, eö eina leiö- in sem dyggöi til aö brjóta Bakk- us á bak aftur, væri aö taka bann- lögin upp aö nýju, en þetta fékk engan hljómgrunn á sameiginleg- um fundum áfengisvarnar- nefnda. Ég er uppalinn I Skagafiröi til 17 ára aldurs, þar var mikið drukkiö. Arið 1914 fluttist ég I Húna- vatnssýslu og hef átt þar heima slöan. 1915 ganga bannlögin I gildi, aö mig minnir. Þá brá svo viö aö ég sá ekki vln á nokkrum manniia.m.k. tiu ár. Þá var fariö að brugga, en drykkjuskapur varð sáralltill I samanburöi viö það sem áöur haföi verið. Sagt er að þorskurinn hafi drepiö bann- lögin. íslenzka þjóöin þurfti aö losna við fiskinn, og Spánverjar lika viö víniö. Þaö tókust samningar um gagnkvæm viö- skipti, Islendingum til óbætanlegs tjóns. Hinn mikli bindindisfrömuður HalldóráKirkjubóli skrifar mikiö um ýmis mál. Eg les allt, sem hann skrifar, hann er vitur maöur og hreinskilinn, en ég minnist ekki þess aö hann hafi lagt til aö bannlögin væru tekin upp aö nýju, en sé svo, þá hefur þaö fram hjá mér farið. Ég hef tekið eftir, aö þaö er úr- kynjun I sumum ættum. Einni mynd ætla ég aö bregöa upp, máli mlnu til sönnunar. Hér á ég viö Jónas Kristjánsson ritstjóra Dag- blaösins. Jónas viröist gleyma spakmælinu, aö bóndi er bústólpi og bú er landstólpi og þvl skal hann virður vel. Þessi maöur er útaf Kristjáni rlka I Stóradal. Kristján var talinn stærsti bóndi I Húnavatnssýslu um langt árabil. Hann rak stórbú, auk þess átti hann tiu jarðir. Þessi stórbóndi vann það sér til frægöar aö reka sauði sina yfir hálendi landsins — um hávetur — suöur I Biskups- tungur til þess aö foröa þeim undan niöurskuröi vegna fjár- kláöans. Þetta var aö vlsu dirfskubragö, en heppnaöist samt. Ég vil efast um aö Dag- blaösritstjórinn heföi leikið þetta eftir. Þessi maöur hefur lagt of- urkapp á aö draga úr land- búnaöarframleiöslu. 1 þess staö vill hann flytja landbúnaöarvörur inn frá öörum löndum. Þaö er leiöinlegt þegar vel viti bornir menn gera sig aö umskiptingum, þaö gerir hann vissulega I þessu máli og þetta tel ég hina mestu firru. Anzi er ég hræddur um aö hans framleiðsla hrykki skammt til þess aö standa undir þeim kostnaöi, sem þaö heföi I för meö sér að flytja inn landbúnaöarvör- ur. Aö endingu vil ég taka þaö fram aö Kristján I Stóradal er um sjö- tugt er hann leggur I þetta sauða- ævintýri. Það leynir sér ekki aö hann hefur veriö mikill kjark- maöur og þrekmenni aö sama skapi. Dagblaðsritsjórinn getur veriö stoltur af aö eiga svona merkan langa-langafa I ætt sinni, ef hann kann þá gott aö meta. Eins þetta, bændastéttin er elzta og göfugasta stétt landsins. Ullarverksmiöjan Gefjun auglýsir eftir prjónuöum og hekluðum flíkum fyrir næsta hefti af prjónabókinni iilínu. GREIÐSLA: Um 40 uppskriftir veröa keyptar til birtingar. Greiddar veröa allt að 25 þúsund krónur fyrir meiri háttar uppskrift og allt aö 15 þúsund krónur fyrir minni háttar uppskrift. SAMKEPPNISREGLUR: Flíkurnar eiga aö vera á börn, unglinga og fulloröna. Handprjónaöar, vélprjónaöar eöa heklaóar. Einnig hvers konar prjón eöa hekl til heimilisnota eöa heimilisprýði. I bókinni veröa flíkur úr öllum tegundum Gefjunargarns. Eftirtaldar tegundir eru framleiddar: Grilon Merino, fínt - , gróft , eingirni Golfgarn Dralon Baby garn Sportgarn S - Kambgarn Grilon - garn Gefjunar ullin Super Wash Grettisgarn Loðband, einfalt, tvöfalt, þrefalt. Hespulopi Plötulopi. Senda skal tillögur greinilega merktar dulnefni til Auglýsinga- deildar Sambandsins, Sambandshúsinu Reykjavík, fyrir 31. jan. 1977. Tillögum fylgi nafn og heimilisfang sendanda í lokuöu umslagi, merktu sama dulnefni. í sama umslagi skal fylgja uppskrift af flíkinni í þremur stæröum. Æskilegt er að uppskriftir séu útfæröar samkvæmt sérstökum leiðbeiningum sem fást á öllum helstu útsölustööum Gefjunargarns. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnsteinn Karlsson, sími 28200. Dómnefnd lýkur störfum þ. 15- feb. 1977. Þær flíkur, sem ekki veröa keyptar veröa endursendar. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN PRJÓNABÓKIN ELÍN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.