Tíminn - 12.09.1976, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 12. september 1976.
menn og málefni
Lendingin d AAars
Furður veraldar
Ef nýlega hafa borizt fregnir af
þvi, aö geitastelpur i Himinlægju-
fjöllum hafi rekizt á slóö eftir
snjómanninn I gili eöa brekku,
eöa einhver glöggur náungi séö
votta fyrir kilinum úr örk Nóa I
hjarni á Ararat, þá hefur þaö far-
iö fyrir ofan garö og neöan á landi
hér aö þessu sinni. Enginn hefur
heldur fest hugann viö nýjustu
tiöindi af dýralifi I skrlmslavatni
Skota né heldur þá merku
vitneskju, að einhverjir aörir séu
farnir aö halda þvl tii streitu, aö
þeir geti einnig státaö af vatni
meö sams konar kynjaverum eöa
svipuöum.
Þetta tómlæti gagnvart furöum
veraldar ber kannski vott um
sinnuleysi. En afsökun fólks er
sú, að við eigum sjálfir okkar
undur, og eitt af heimaskri'mslun-
um er svo vanabundib I háttum
sinum, að þaö minnir alltaf sér-
staklega á sig um miösumariö.
Það vakti talsveröa ólgu I fyrra,
en hálfu meiri nú. Þetta er
skattaskrimsliö.
Gerir sér
mannamun
Manni hefur skilizt, aö Skotum
sé þaö ekkert á móti skapi, að
skrimsli þeirra liggi I djúpinu i
Loch Ness. Eiginlega er þeim vlst
heldur hlýtt til þeirra, og kunna
þvi meira að segja vel, aö þvi
bregði fyrir endrum og sinnum.
Menn geta leitt getum aö þvl, af
hverju það er. Þess konar hug
kunna sumir aö bera til skatta-
skrimslisins islenzka og af svip-
uöum toga. En þetta er skrlsmli,
sem gerir sér mikinn mannamun,
og hagar sér reyndar dálitiö í átt-
ina viö engil dauöans, sem fór um
Egyptaland: Hann sneiddi hjá
húsum, þar sem blóöi hafði verið
roöið á hurð eöa dyrastaf.
Skattaskrimsliö hefur slnar
reglur um þaö, hverjir friöhelgir
eru. Enda gleyma þeir sjálfir
ekki að gæta þeirrar fyrirhyggju,
sem hjálpar.
Fólki, sem telur skattaskrimsl-
ið leggjast sérstaklega á sig,
finnst sem þaö aftur á móti gangi
af fullmikilli varygö og kurteisi
fram hjá dyrum sumra samborg-
ara sinna, án þess að gera þar
ónæði. Af þessum sökum hafa
sumir viljað gera út af við
skrimsiiö, þótt svo það merki aö-
eins í ra un, að þaö tæki á sig aöra
mynd og trúlega ekki öllu betri.
En þorri fólks mun þó vilja við
þaöbúa sem þjóöfélagslega nauð-
syn, ef það geröi öllum viöllka
hátt undir höfði, enda yröi það þá
ekki lengur skrlmsli þeirrar gerð-
ar, er þaö þykir nú vera.
Viðhorf
fórnarlambanna
En sleppum skensi og skútyrö-
um. Skattalöggjöfin og nibur-
stöðutölur skattskránna hafa ver-
iöámilli tannannaá fólki, og eöli-
lega hefur mest veriö rædd sú hliö
þessara mála, er aö þeim snýr, er
hlotið hafa skatt, sem þvi virðist
ekki, og oft og tiöum er ekki held-
ur, I neinu samræmi við þaö, er
aðrir, sem þaö veit full skil á,
komast af með að borga. Þannig
getur forstjórinn veriö miklu lak-
ari skattþegn en verkakonan,
stóreignamaðurinn heldur en sá,
sem er aö byrja llfið og reyna aö
koma undir sig fótum meö tvær
hendur tómar og umsvifamaður-
inn, sem allsstaöar er með fingur
iflotpottum, heldur en sá, sem lif-
ir á launum til lifsþurftar.
Launafólki, sem ekki á sér und-
ankomu auöiö veröur tlðrætt um
þá, sem komastupp meöaöþykj-
ast nálegar engartekjur hafa haft
meö reikningskúnst, tengdri at-
vinnurekstri sinum — þvi verö-
urtíörættum fyrningar margrar
ÁLAGNINGARSEÐILL 1969
REYKJÁVIK 0000
SAMKVÆMT SKATTSKRA ARIÐ 1969 HAFA VERIÐ LÖGÐ Á YÐUR EFTIRTALIN GJÖLD:
SAMKVÆMT ÁKVÖREJUN SKATTSTJORA OG
FRAMTALSNEFNDAR ERU EFTIRFARANDI
NiÐURSTÖDUTÖLUR LAGÐAR TIL GRUNDVALLAR VIÐ ÁLAGNINGU GJALDA:
NETTG TEKJIJR * FRÁDRÁTTUR SKV. 62. GíL f JÖL'SK YLOÚF RÁDR. TJL TEKJÚSKATTS 'NETTO EÍGN HÆKKUN' eigna * TiL ÚT$VARS
GREITT TEKJUÚTSVAR LÆKKUN TEKNA HÆKKUN TEKNA fJÖLSKVLpUFRÁDR. LÆKKUN EiGNA
FYfiRA ARS Tl L FRÁDR. TíL ÚTSVARS TIL ÚTSVARS TIL ÚTSVARS TIL ÚTSVAR3
HRmviv • 'HhHUMt
y GJALDHSIIVITAN i REVKJAViK
SKATTSTJÖRINN ! KEYKJAVÍK
Gjaldheimtu- og áiagningarseðill 1976
Nsfft Nðfnnúriiftt F&iðln&uni og íJf Núnwr kaypgfftiðands
mi'n 1, 12.1S76 * Sv'Þíárféiag
f 'Ýí*' h
Groíí >8lustaÖ8 yöar víð Ö ÍH.fdhoímtu
V* : < | tfíirt-ioev'ít aiari nfátl*rv«Attf at «fufðt.
HÍuti tii tóulílajöfnuiiar • j Bem»btðtur tif j sMiíítojcifminar ttféitffyrirffáin af ðjoiiíifin 1976 ínnaign tii útborgjnftf
roiðsíuds’garlÁliflna, fíltU' 1. íiQÚtf tSOíPL 1. okt. 1. nóv.
Ákva skv. ttakrá 1876 >9 láðMöfun þoirr»:
SaW væmt skattskrá 19’ hafa vorlð IÖQð á /þur oftírtaHh Qjöld { >. m. 1. skylduspariia ður) tíl innheimtu hj Gjaidhoimtu
! kí^u°í*w. j
lr i : SkyJduðpariUíðttf 1 |
Upplýsingár fyrir fra meljanda: tokju- otj oignaritkatts -
i rK' <1 Fuilof pmiónuslsiíttuf únýttur po.'fcó.'iUáfí!ánur 6 Hréf/i tiign tii skattu
Stcsfn tíi ótroiknmtjs s tyíííuspornöðíir
1 8 ! 0 Ff.ldiáftur vagí:» höuAyidu 10 Skvj<ÍU:lf:3miii5<VUU!.'i
Síofrt tH ötroikningft útavars
li o 12 Ughoðnsr efl hsiiniiaóar brfiytinijjir Stftkjorf'.tiICStsvcfft 13 Tfskjor fil úísvaf$ 14 HtsimildarjfBkkun j 1í>l.t ÓtilVfitt SkV. 27; flt, i Y£ tkkun Qiivftfft j ig Oti.víi? gna rjófíkyido j O'
i Hámark ónýtts porsón uafaláttar tfl greiðslu ú tovars
í D !. . _ 18 Htsikkiin i.kattj 'i6:a «1 viifguoi i«kji»n 13 yppfíivkkiiðáf vor{jði iékjvi^ 20 20% <if oppbtökkuOwm vnnjtifTi Uk jum ' 21 Hðmmi- ónýítii pö.'sOnu-
Alagningarseölar, sem gengið hafa gegnum „einföldunina” á slöari árum.
geröar til handa sumum þegnum
þjóðfélagsins, svo sem verð-
stuðulsfyrningu og flýtifyrningu,
svo unnt er aö byrja upp á nýtt
hvaö eftir annað, ef að nafninu til
er skipt um eigendur fyrirtækja
eöa vinnutækja á fimm ára fresti.
Og þvl verður aö efast um heil-
indin I málflutningi, þegar launa-
tengd gjöld og aöstööugjöld eru
skýringarlaust tlunduð til vitnis
um þaö, hvaö atvinnufyrirtæki
greiða I sameiginlega sjóöi lands-
ins, en þess engu látið getið, að
þessi gjöld eru líka frádráttarbær
á framtali og skeröa þess vegna
aörar álögur, sem á þessa aöila
kynnu aö leggjast
Þannig er talað fram og aftur
manna á milli, og er þó hér á fátt
eitt drepið, sem á góma ber.
Viðhorf á
skattstofum
Þó að flestir beini gagnrýni
sinni að skattalögunum sjálfum,
og svo þeim mönnum, sem hafa
geð I sér til þess aö notfæra sér
allar smugur þeirra eins og veröa
má og skjóta sér þannig undan
réttlátum byrðum, ber þaö vafa-
laust viö, að einnig sé kastað
steini aö skattstofum landsins og
starfsfólki þar, og þessum aðilum
núiö um nasir, aö þeir standi
slaklega I stykkinu.
Nú er vitaskuld ekki fyrir þaö
aö synja, aö fólki á slikum stað
geti veriðmislagðar hendur. En á
hitt er ekki siöur að líta, hvaða
svigrúm þvi er veitt til þess aö
komast að svo réttlátri niður-
stööu, aö viðhlltandi sé.
Einn sá maöur, sem lengst hef-
ur fariö meö skattamál í landinu,
og þekktastur þeirra, sem viö þau
fást, hefur orðaö þann vanda,
sem starfsfólk á skattstofum á
orðið viö aö glima, á fleygan hátt.
Otreikningarnir eru orönir við-
lika flóknir og viö lendingu á
Mars!
Alls konar undanþágur, sér-
reglur og sundurgreining skatt-
þegnanna I hafra og sauði með si-
breytilegum hætti, rlöa húsum,
samtimis og „einföldun skatta-
kerfisins” er yfirlýst stefna, unz
allt kemst I þá bendu, sem ekki
veröur greitt úr. Ofan á þetta
bætastsvo öll þau vandkvæði, er
aö steöja vegna sifelldrar og
endalausrar verðbólgu og gerir ó-
kleift aö grynna I fjölmörgum,
mikilvægum atriöum, sem á velt-
ur, hvort yfirleitt veröur komizt
nálægt réttri niðurstöðu.
Gamalt dæmi
Eitt mikilvægasta atriðið við
könnun og leiöréttingu skatt-
framtala er aö geta fylgzt meö
svokölluöum eignabreytingum.
Einhverntima á sjötta áratugn-
um var sú breyting gerð á skatta-
lögunum, aö sparifé skyldi vera
skattfrjálst. A þingi kom fram sú
viðbótartillaga, aö það skyldi eigi
aö siöur vera framtalsskylt, þvi
að án sliks ákvæöis var sú burst
dregin úr nefi þeirra^ sem yfir-
fóru skattskýrslurnar, að þeir
gátu ekki lengur fylgzt meö
eignabreytingum. En þessi viö-
bótartillaga var felld, og skatt-
stofur landsins hljóta vægastsagt
að hafa staöiö heldur illa aö vígi,
er þær vildu halda þvi tU streitu í
brýnni nauösyn sinni, að menn
ættu samt sem áöur aö tlunda hiö
skattfrjálsa sparifé.
Meiri flækja-
aukið vinnuólag
Sé lengra haldiö á þeirri braut
aö rekja þessi mál frá sjónarmiöi
þeirra, sem eiga að kanna skatt-
framtöl og leiðrétta þau, má
drepa á eftirfarandi atriði til
dæmis um þaö, hvernig stöðugt
hefur verið hlaðið aukinni vinnu á
þá siðustu ár, gjarnast án þess aö
gera ráðstafanir til þess aö mæta
þessu aukna vinnuálagi:
Arið 1971 var skattstjórum gert
skylt að rökstyöja aUa kæruúr-
skurði sina skriflega — að sjálf-
sögðu ákvörðun, sem tryggir rétt
einstakUnga gagnvart skattyfir-
völdum, en jafnframt tímafrekt
starf, sem bitnar á endurskoðun
framtala, svo að minni timi en
eUa er tU þess að sinna þeim.
Arið 1972 var breytt álagningu
tekjuútsvars með upptöku brúttó-
útsvars. Aður voru útsvar og
tekjuskattur að mestu lögð á
sama tekjustofn. Nú uröu álagn-
ingarstofnarnir tveir. Vegna fjöl-
margra undanþága á tekjum til
útsvars veröur nú að reikna
tvenns konar álagningu meö ær-
inni fyrirhöfn i stað einnar áöur.
Reglur um útreikning gjalda
hafa veriö sibreytUegar, og þar
má nefna skattaafslátt 1974 og
persónufrádrátt og barnabætur
1975. Þar við bætast flóknir út-
reiknmgar til þess að finna nýttan
og ónýttan persónufrádrátt vegna
hlutdeildar rikissjóös I greiöslu
útsvars. Þessar breytmgar allar
hafa veriömjög timafn-kar. Lika
má geta þess, að hækkun tekna á
skattþegni áriö 1974 gat haft I för
meö sér aukna endurgreiöslu til
hans frá gjaldheimtunni. Þannig
gátu orðiö þau broslegu enda-
skipti á hlutunum, að hærritekjur
heföu I för með sér aukna endur-
greiöslu. Þetta skattafsláttar-
kerfi er þó nú úr sögunni.
Þá er komið aö fýrningunum,
sem hafa veriö stórauknar, þar
með talin flýtifyrning, verö-
stuðulsfyrning og margbreytileg
meöferö söluhagnaöar I atvinnu-
rekstri. Allt er þetta hið flóknasta
mál, sem getur tekiö yfir fleiri ár
og niöurstaðan af beitingu þess-
ara ákvæöa i samræmi við það.
Ekki hafa bætt úr skák siöbún-
ar lagabreytingar ár eftir ár —
Frh. á bls. 39