Tíminn - 12.09.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 12.09.1976, Qupperneq 9
Suniiudagur 12. september 197(1. TiMINN 9 Jon Lunka lektor talar um tsland viö opnun liátiöarinnar. sem mér bárust þegar verið var að bjóða mér til Noregs, að hug- ur fylgdi máli, en þó verð ég að segja, að viðtökurnar fóru langt fram úr björtustu vonum min- um. Ég gisti fyrstu nóttina á Hótel Vinstra og var þar fram á næsta dag. Þá kom þangað til min Sigurd Vikör, lektor og kona hans, og tóku mig með sér heim til sin. Þar bjó ég i fjóra sólarhringa og þau hjónin gerðu allt sem hugsanlegt var til þess að mér liði sem allra bezt. Einn daginn óku þau með mig i bil sinum til Lillehammer, þar sem við skoðuðum listasafnið og snæddum á útiveitingahúsi, mjög fögru og sérkennilegu. Háttvisi og fágað viðmót Þó að ég nefni ekki alla með nöfnum, sem greiddu götu mina og gerðu mér dvölina i Noregi ánægjulega, þá þýðir það ekki, að ég hafi gleymt hinum, sem ekki eru nefndir á nafn. Sann- leikurinn er sá, að ég myndi aldrei endast til þess að telja alla upp, þvi i raun og sannleika á ég ölíum þakkir að gjalda, sem á vegi minum urðu i þess- ari ógleymanlegu ferð. Jon Lunke er einn af þeim fimmtán máttarstólpum, sem bera uppi þessi hátiðahöld. Að kvöldi dagsins, þegar mál- verkasýningin var opnuð, bauð hann okkur heim til sin, um þrjátiu manns. Þar var setzt að veizluborði sliku, að ég hei sjaldan séð annað eins. Á eftir var is, kaffi og koniak i smá- staupum. Það var skálað fyrir lslandi, og Lunke sagði: Nú syngjum við islenzka þjóðsöng- inn. Þetta var gert, og ég undr- aðist, hve vel og rétt menn sungu þetta ljóð og lag, sem mörgum hefur reynzt erfitt i meðförum, jafnvel tslendingum sjálfum. — Nú, auðvitað stóð ég upp á eftir. þakkaði fyrir mig og stakk upp á þvi að nú yrði skáláð fyrir Noregi, og norski þjóðsöngurinn sunginn, sem lika var gert. Þó að ég nefndi koniak hér að framan, þá skal enginn halda, að þarna hafi verið setzt að drykkju. öðru nær. Ég gat lika um smástaup, það orð má gjarna undirstrika. Þegar nokk- uð var liðið á kvöld, stóðu menn upp, þökkuðu fyrir ánægjulega stund og fóru, hver til sins heima, allir I einu. Þetta var ekki nætursvall, heldur vina- mót, fágað og menningarlegt, eins og Norðmenn eru sjálfir. Þarna virtist allt koma af sjálfu sér. Gestrisni og höfðingskapur frænda okkar i Noregi brást ekki nú fremur en endranær, og háttvisi þeirra og fágað viðmót mun verða mér lengi i minni. —VS. Agúst Petersen listmálari. Nú sleppum við Allegro lausum - kraftmiklu ”dýri" af þeirri tegund, sem fer lipurlega um frumskóg umferðarinnar. x , Með þiálu framhjóladrifi smýgur hann í beygjurnar og hefur gott tak a veginum, jafn- vel á hálum vetrarbrautum. Undir vélarhlifinni leynist kraftmikil þverliggjandi vel. Auk þess er fimm stiga girkassi (1500-gerðin) og fádæma góð vökvafjöðrun, Hydragas, sem tryggir að ”dýrið” þitt er ávallt tryggilega með öll hjólin á veginum. Sérstaklega styrktir diskahemlar á framhjól- um veita þér einnig aukið öryggi og tryggingu; þú getur « snarhemlað ef nauðsyn krefur. Og í þessum nýja Allegro^l Combi er farangursrými, sem gæti rúmað 1320 lítra af vatni. En það sem kannski vekur hvað mesta athygli við Allegro er hve neyzlugrannt ”dýr” hann er. Hann eyðir litlu benzíni, hóf- iegt verð er á varahlutum. Það er ótrúlega ódýrt að eignast þetta "hlaupadýr”. RUSTin ©P. STEFÁNSSON HF. “S HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 POSTHOLF 5092 Þak- og sprungu- þéttingar Notum eingöngu hina heimsþekktu álkvoðu. Tek að mér verkefni út um land. 10 ára ábyrgð á efm og \ mnu. Upplýsingar i sima 20390 og 24954. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.