Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 12. september 1976. Spannviddin miili stöplanna yfir miöri ánni var yfir 300 metrar. Vínarborg: Brúin hrundi ~!TT«r .‘ • v' y> ' * ; >;vv* %>w • ■ ÍH;? ' -í - 7' mm n k ■ aO •; ’<i 'f_ ■ 4 '■ ;.''[>r \ <' , V *i ninifsi i ' . ■ " •? ; r'-;: •' .' •:••■•■•• •:•: . ■ '......: MM — Vinarborg 26.8. Eittaf táknrænustu mannvirkj- um Vinarborgar, sem jafnframt var nátengt sögu borgarinnar sið- ari áratugina, „Reichsbrucke”, eöa Rikisbrúin, hrundi árla morguns sunnudaginn 1. ágúst. Undanfarnar vikur hefur vart verið um annað rætt en hrun helztu brúarinnar yfir Dóná. Hún var ekki aðeins aöal samgöngu- leiöin milli miðborgar Vinar og mjög fjölmennra hverfa á hinum bakkanum, heldur einnig tengi- liðurmillihéraða norðan og sunn- an borgarinnar. Brúin var þvi lang fjölfarnasti vegarspotti i gjörvöllu Austurríki. A hverri kiukkustund fóru 18.000 bflar um hana. Meðal hinna fjölmörgu, sem fóru um brúna oftar en einu sinni á dag, voru margir Islendingar, sem eru hér búsettir eöa við nám. Þaö voru því margir, sem tóku undir orð borgarstjórans, Leopold Gratz, þegarhann heyröi um atburðinn: „Guði sé lof, að þetta geröist ekki milli kl. fimm og sex eftir hádegi á mánudegi”. Reyndar brugðust margir viö eins og ritari borgarstjóra, þar á meðal undirritaður, en ritarinn sagði: „Machts kane bleden Witz” (Þetta er lélegur brand- ari!) Hvað sem ööru liður, má telja það ganga kraftaverki næst, að aðeins einn maður skyldi farast, þegar brúin hrundi. Sex aðrir voru staddir á brúnni, þar af 5 á brúarsporðinum. Þeir áttu fót- um sinum fjör að launa, en þeir voru að huga að smábilun i bil. Strætisvagnastjóri var að aka tómum strætisvagni yfir brúna og strætisvagninn fylgdi með brúnni, vagnstjórinn hentistupp i þakið, en slapp með smáskrámur og taugaáfall. Honum hafði tekizt að komast upp á þak vagnsins, þegar brunaliðið bjargaði honum á bát hálftima seinna. Farartæki mannsins, sem fórst, var einnig á brúnni og fannst ekki fyrr en löngu seinna. Hið fyrsta, sem mörgum datt i hug, var aö um skemmdarstarf- semi væri að ræðaTimasetningin hefði veriðsérstaklega valrn til að fórna sem fæstum mannslifum. Við fyrstu rannsóknir kom þó ekkert i ljós, san benti á spreng- ingu og endanlegar niöurstööur afsönnuðu algjörlega tilgátur um hermdarverk. Brúin var undir „óheillastjörnu’’ Stjörnuspákona hér i borg sagði Reichsbrucke skömmu eftir opnina 1937. eftir slysið að brúin hefði verið undir óheillastjörnu. Ef litiö er til baka er óhjákvæmilegt aö sam- þykkja það aö nokkru leyti. 1934 þegar hafiztvar handa um bygg- ingu brúarinnar, voru settar upp fallbyssur við hliöina á bygginga- skúrunum. Borgarastyrjöldin kom i veg fyrir brúarsmiöina áö- ur en hún hafði hafizt. Seinna, meðan brúin var enn i smiðum, brotnaði gufuskipið „Wien” i spón, þegar það rak þversum á einn stöpulinn. Skipið hafði verið aö snúa viö og áin var i' vexti. Þaö þurfti mikla bjartsýni og framtakssemi til að reisa þetta stórvirki á þessum timum i Aust- urriki. Eitt aöalvandamálið var það, að ekki var hægt aö flytja neitt hráefni inn frá Þýzkalandi. Nota varð þvi aö miklu leyti efni frá fyrra striði. Brúin var þvi eldrimeð tilliti til efnis, heldur en smiðaár hennar gefur til kynna. í ág. 1937 var svo brúin opnúð við mikla viðhöfn. Hún kom 1 staðinn fyrir Krónprins Rúdolfs brúna, sem var frá árinu 1876. Rikisbrúin („Reichsbrucke”) eins og hún var kölluö seig i byrj- un um fimm cm i staðinn fyrir nokkra millimetra eins og áætlað Strætisvagn var á miðri brúnni, þegar hún hrundi. Hann fyigdi með brúnni en ökumaðurinn slapp. 1 baksýn sést aðsetur SÞ I Vin f byggingu. „Syndaselirnir": Borgarstjórinn Leopold Gratz og borgarfuiltrú- inn Hoffmann. hafði verið, svo að þurfti að styrkja hana. Þetta var keðjubrú, 1200 metra löng og 1300 tonn á þyngd. Brýr af þessu tagi eru nú orðnarsjaldgæfar og er Elisabet- arbrúin i Budapest ein af fáum, sem nú standa. Brú Rauða hersins A siöustudögum striðsins komu SS sveitir fyrir sprengiefni til þessað sprengja brúna i loft upp. Sjómönnum af fljótabátum og andspyrnuhreyfingarmönnum tókst að koma i veg fyrir það á siöasta augnabliki. Brúin slapp með litilsháttar skemmdir af völdum sprengjubrota. Að lokinni endumýjun 1945 fékk brúin nýtt nafn. Hún hét nú „Brú Rauða hersins”. Þvl nafni hélt hún fram til 1955, þegar samning- ar voru gerðir við stórveldin, sem hernámu Vinarborg. Þá fékk hún aftur sitt gamla nafn: Rikisbrúin. Orsök hrunsins Eins og áður er getið, kom tæp- lega nokkurn tima til greina, að um skemmdarverk heföi verið að ræða. Komu nú fram ýmsar til- gátur um ástæðuna til þess, að þetta mikla mannvirki hrundi saman eins og spilaborg. Þær helztu voru, að um ryð eða málm- þreytu i festingum á brúarsporð- um eða stöplum hefði verið að ræða.visssveiflutiðni heföi fengið brúna „með sinni eigin tiðni” til að sveiflast meir og meir þar til hún brast, eða, eins og siðar kom i ljós að einn brúarstöpuflinn hafði gefið sig. Stöpullinn, sem gaf sig, hafði verið fyfltur með sandi, en ekki steypu. Fram kom, að steyp- an hafði flka molnaö á stöplinum, og má vera, að mikil hitabrigði skömmu fyrir hruniö hafi haft sitt að seg ja. Samgönguerfiðleikar á láði og legi Dóná lokaðist náttúrlega fyrir allri skipaumferð. Kom greini- lega i ljós hversu veigamiklu hlutverki hún gegnir sem ein helzt flutningaleið Mið-Evrópu. Verst verður svæðið i kringum Linz úti, en þangað er flutt u.þ.b. 60.000 tonn af fljótandi eldsneyti og annaðeinsaf kolum á hverjum mánuði eftir Dóná. Stærsta hlut- ann af þessu nota VÖEST verk- smiðjurnar i Linz.en þær fá málm grýtið frá Rússlandi og er það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.