Tíminn - 12.09.1976, Síða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 12. september 1976.
Forráðamenn leiðangursins 1967, prófessor Atkinson, Raul Johnáton, ásamt Magnási Magnússyni.
Kuml
eða
móður
kviður?
Leyndardómarnir um forsögu
mannsins verða ef til vill aldrei
ráðnir. Sérhver nýr fornleifa-
fundur eða uppgötvun bætir viö
nýjum kenningum en fáum stað-
hæfingum. Einn þessara leyndar-
dóma, sem staðizt hefur ti'mans
tönn og ágengni forleifafræðinga,
hefúr staðið mönnum fyrir sjón-
um iBretlandi i liðlega fimm þús-
und ár. Þetta er Silbury hæöin i
Wiltishire byggð með óvéfengjan-
legri verkfræðiþekkingu og er
stærsta hæð i Evrópu frá fornöld
sem vitað er til að hafi verið gerð
af manna höndum.
1 marga áratugi hefur hæð
þessi freistað fornleifafræðinga
en engum tekizt að svipta hulinni
afgátunni, sem hún geymir. Ekki
alls fyrir löngu kom þó maður
nokkur fram með kenningu, sem
hann telur varpa ljósi á allan
sannleikann i málinu. Þetta er
Michael Dames, lektor i sögu og
listum við háskólann i Birmingh-
am. Hann rannsakaði hæðina i
átta ár og hefur nö ritað bók um
niðurstöður sínar. Það er engin
tilviljun, segir hann að uppskeru-
háti'ðin er i ágúst og hann er sann-
færður um það, að Silbury hæðin
sé minnismerki frá fornöld og að,
að kvöldi uppskeruhátiðarinnar
verði tákn þess ráðin.
Ef ekið er eftir þjóðveginum A4
frá London i vestur, blasir hæöin
við þar sem hún ris upp úr ökrun-
um, mllu vegar suður af Avebury
Circle, miðja vegu á milli Calne
og Marlborough og nær yfir fimm
og hálfa ekru af landi. Við fyrstu
sýn virðist þetta vera grasi vax-
inn gjallhaugur, flatur að ofan og
130 feta hár. En þar sem ekki eru
neinar kolanámur I nágrenninu
getur þaðekki staðizt. Þarna eru
aöeins kalklönd Wiltishire, pilvið-
ur Kennet-dalsins, hveiti og lerki,
— og hvarvetna gefúr að lita vis-
bendingar um forna búsetu
manna. í Avesbury Circle eru
fjölmargar menjar frá bronsöld
og þykja þær hinar merkilegustu
sinnar tegundar I Evrópu. Beint
norður af Silbury hæðinni er
Windmill hæöin, en eftir henni er
menning manna, sem þarna
bjuggu á nýju steinöld (kringum
3000 f. Kr.) nefnd.
Silbury var viðfangsefni þjóð-
sagna á þessu svæði löngu áður en
John Aubrey var uppi. Nefndur
Aubrey kom til Avebury árið 1648
til aö rannsaka hæðina. Það voru
ekki neinar ritaðar heimildir til
um hana og yfirleitt engin vit-
neskja en þjóðsagan segir aö Sil
kóngur hafi verið grafinn þarna
með hesti sinum, og að hæöin hafi
verið reistá meðan verið var að
flóa mjólkurdreytil. Arið 1968
sagöi gamall fjárhirðir Pepys
þessa sömu sögu og hugmyndin
að þarna væri grafin manneskja
hlaðin gulli ásamt hesti fékk byr
undir váða vængi. Arið 1723
gróf fornleifafræðingurinn Will-
iam Stukeley upp beinagrind efst
Ihæöinni. Hann dro þá ályktun að
þetta væru leifar. hins forna
konungs. Þessu var fljótlega af-
neitaðþvifremur þótti liklegra að
hann hefði verið grafinn neðst I
hæðinni en ekki efst. En Stukeley
hafði þó rétt fyrir sér, er hann
sagði að hæðin væri forsöguleg.
Vitað var að rómverski vegurinn
sem A4fylgir að hluta hafibeygt i
kringum hæðina og þar af leiðir
að hún hlýtur að hafa verið þarna
á fyrstu öld e. Kr.
1 lok átjándu aldarinnar jókst
enn áhuginn á hæðinni. Arið 1796
gerði greifinn af Norðymbralandi
út leiðangur á hana. Hann réð
námaverkamenn úr tinnámum i
Cornwall til að grafa lóðrétt göng
frá miðjum toppnum niður á botn,
eitthundrað og þrjátiu fetum neð-
ar. London Journal sagði svo af
þessum leiðangri: „Þeir hafa
grafið holu i toppinn. Fornleifa-
fræðingarnir gera sér vonir um
að úr iðrum fjallsins fái þeir gull
og gersemar.” En þeir urðu
einskis visari. Að minnsta kosti
var eina skýrslan sem rituð var
um leiðangurinngefin út nær tutt-
ugu árum siðar, og hún var stutt.
Þar segir: „Eini hluturinn, sem
fannst á botninum var þunn
eikarflis. Uppgröfturinn hefur
sannað að engin ástæða sé til að
ætla að þetta sé forn legstaður.”
Ekki vildu þó allir fallast á
þessi rök. Ariö 1849 sagði John
Merewether deildarforseti við
Hereford háskólann aö eitt væri
vist og það væri aö leiöangurinn
frá 1776 heföi alls ekki fundið
miðjuna á hæðinni. Með tilstyrk
Fornleifafræöistoftiunarinnar
stjórnaöi hann uppgraftarleiö-
angri til að leita að hinni týndu
gröf. I þetta skipti voru göngin
grafin lárétt og voru sex oghálft
fet á hæð. Uppgröfturinn varö
gagnslaus og ákvað Fornleifa-
fræðistofiiunin að hæðin gæti ekki
veriö grafreitur. Þá komu upp
kenningar af öðrum toga spunnar
t.d. um sólardýrkun, djöfladýrk-
un og að allar hæðirnar i upplandi
Wiltishire væru eitt griðarstórt
stjörnukort og táknaði Silbury
jörðina. Arið 1922 reyndi hinn
frægi fornleifafræöingur sir
Flanders Petrie að finna leiðina
að gröfinni en varð frá aö hverfa.
Rannsókn var gerö úr lofti en
ekkert nýtt kom þar fram sem
varpaö gæti ljósi á málið. Farið
var með málmleitartæki yfir
hæðina en kalk og möl var það
eina sem fannst. Arið 1959var enn
ein rannsóknin gerð. Það var F.
T. McKim sem stjórnaöi henni og
notaði hann jarðeðlisfræðilega
tækni við að skrá viönám mis-
munandi steintegunda við raf-
magni. Hann fann ekkert merki-
legt fremur en hinir. Þá var það
árið 1967 að BBC stóð fyrir rann-
sóknsem var stjórnað af pófessor
Richard Atkinson frá háskólan-
um i Cardiff. Þatta er umfangs-
mesta rannsóknin sem gerð hef-