Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.09.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 12. september 1976. l|| | ■ llllllllllll lllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllll m MBBll Aleggsgerð. A myndinni eru Sigurlina, Kristinn, ólöf og Magnesa. Baldur Asgeirsson viö tæki sem ber hið undarfega heiti „hverfi-þrýsti- sjóðari”. 1963 og vann þar viö útflutning m.a. á hrossum og siðar við inn- kaup á skrifstofu Sambandsins i London. Þar var ég I f jögur ár, en kom þá heim og tók við þessu starfi hér. Búvörudeildinni er skipt i fjór- ar deildir, sem eru útflutnings- deild, bókhaldsdeild, innanlands- sala og kjötiðnaðarstöð*• Fram- kvæmdastjóri búvörudeildar er sem kunnugt er Agnar Tryggva- son og hefur verið það um langt skeið. — Hver er forsaga kjötiðnaðar i Reykjavik? — Ég er nú ekki, kunnugur þvl. Ég er ekki kjötiðnaðarmaður en er á viðskiptasviðinu. Af- urðasalan á sér langa sögu hér i Reykjavlk og einhver kjötvinnsla mun hafa átt sér stað hjá Kjöti og Grænmeti á sinum tlma, en Kjöt- iðnaðarstöðin var stofnuð árið 1972 og tók tii starfa formlega i nóvember það ár. Vissir þættir kjötvinnslu hafa verið stundaðir I Reykjavlk frá þvi um og fyrir aldamót, D. Thomsen konsúll og kaupmaður rak m.a. pylsugerö. Sláturfélagið keypti matvöruverzlun hans i Kolasundi 1, svo og kjötvinnslu- tækin og áhöld til pylsugerðar. Þar voru framleiddar pylsur og ýmsir kjötréttir. Nú eru starfandi stórar og smáar kjötvinnslustöðvar um allt land, og eru tvær þær stærstu i Reykjavik en ein norður á Akur- eyri hjá KEA. Kjötiðnaðarstöðin Svo að vikið sé aftur að Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins þá er hún byggð i samræmi við ströngustu kröfur um hreinlæti og hollustuhætti.Þannig eru öll gó)f fllsalögö, sömuleiðis veggir upp tveggja metra hæö. 011 loft eru klædd álplötum. Fullkomin loft- ræsting er i stööinni, og hægt er að ráöa hitastigi i hverjum vinnslusal, eftir þvi sem aðstæður krefjast. Þess er sérstaklega gætt, að hráefni, vinnsluvörur og fullunnar vörur séu I gegnum alla vinnslurásina geymdar i kæli. Einnig er það nýmæli I stöðinni, að bæði reyktar vörur og soðnar fara strax i hraðkælingu til að lækka hitastig þeirra á skömmum tima og lengja þannig geymslu- þolið. Stööinni er skipt I sex deildir, sem jafnframt gefa hugmynd um vinnsluganginn innan hennar, þ.e. úrbeining, pylsugerð, reyking, suða pökkun og af- greiðsla. Til stöðvarinnar hafa verið keypt ýmis ný og fullkomin tæki og meðal þeirra eru: Reykofnasamstæöa af Atmos- gerð, sem útbúin er nákvæmum sjálfstýrðum raka- og hitastillum fyrir alla vinnsluþætti. Reykurinn er framleiddur I sjálfvirkum reykgjafa við bruna á viðarkurli. A leiö I reykklefana er reykurinn þveginn, til að ná úr honum óæskilegum efnum. 1 suðu er hverfiþrýstisjóðari (autoclav) með nákvæmri stýringu þeirra þátta, er suðunni ráða, svo og sjálfritara, er skráir hitastig, þrýsting og suðutlma. Þar eru einnig gufu- og raf- magnskyntir suðupottar. I pökkun má telja vél er loft- tæmir og lokar pokum með niður- sneiddu áleggi. Einnig er þar elektrónisk vog, sem skráir einingarverð vörunnar, þyngd hennar, útsöluverð og pökkunar- dag. Fra mleiðslu vörurnar I kjötiðnaðarstöðinni eru fram- leiddar allar venjulegar kjöt- iðnaðarvörur og áherzla er lögö á að auka fjölbreytnina. Vörur þessar eru seldar undir vörumerkinu „GOÐI” Meðal nýjungasem komið hafa fram frá stöðinni má nefna nokkrar nýjar áleggs- og steikpylsur, eins og reykta medisterpylsu, Dalapylsu, paprikupylsu og Óöals pylsu auk GOÐA-vInarpylsnanna sem njóta sivaxandi vinsælda Meðal áleggs pylsnanna má nefna eftirfarandi GOÐA-bjórskinka, GOÐA-Lyon- pylsa, GOÐA-raftaskinka, GOÐA-servelatpylsa, GOÐA- mortadella, GOÐA-tungupylsa og GOÐA-tepylsa. Að auki framieiðir Kjöt- iðnaðarstööin hinar sívinsælu áleggstegundir eins og: GOÐA-lambasteik, GOÐA-- skinku, GOÐA-rúllupylsu, GOÐA- hangikjöt, GOÐA-tungur og GOÐA-malakoff o.fl. Niðursuða á grænmeti fer einnig framí stöðinni undir vöru- merkjunum „Co-op” og „GYÐJA.”Hérer fyrst og fremst um að ræða grænar baunir, gul- rætur og grænar baunir og blandað grænmeti. Fyrirhugað er að framleiða fleiri tegundir og að auki ýmsa tilbúna frysta rétti. Fyrstir með innihalös- merkingar Allar framleiðsluvörur kjöt- iðnaöarstöðvarinnar eru undir daglegu eftirliti eigin rann- sóknarstofu, sem skipt er i gerla- og efnarannsóknarstofu. Hefur rannsóknarstofan eftirlit með geymsluþoli varanna og gerðar eru tilraunir með nýjar vöru- tegundir. í gerlarannsóknarstof- unni er athugað magn gerla i framleiðsluvœ-um og fylgzt er með hreinlæti i vinnslusölum og að þvi er tekur til áhalda og tækja. Við þetta er svo þvi aö bæta að núer það skylda aö merkja unnar kjötvörur, þar sem m.a. ber að skrá eftirfarandi upplýsingar um vöruna, sem lesa má án þess að rjúfa umbúðir: a) Heiti vörunnar og framleiðslu- hátt. b) Samsetningu vörunnar, ef um samsetta vöru er að ræða, svo og aukaefni. Æskiiegt er að til- greina næringargildi. c) Geymsluaðferð og meöferð fyrir neyzlu. d) Nettóþyngd innihalds og cftir atvikum einingargjölda. e) Einingarverð og söluverð vörunnar. f) Nafn og heimilisfang framleið- anda vörunnar og/eða þess aðila sem búið hefur um vör- una. g) Pökkunardag vörunnar. Til- greina skal slðasta söludag, sé þcss nokkur kostur. Leifur Eirlksson, yfirkokkur. Kjötiðnaöarstöð Sambandsins reið á vaðið árið 1972 með merk- ingar á vörum sinum. Þar var getið pökkunardags, eíníngar- verðs, viktar og nettóþyngdar. Einnig varskýrtfrá samsetningu og næringargildi flestra vöruteg- unda. Þetta framtak vakti mikla athygli og varö til þess, að fleiri fyrirtæki fylgdu I kjölfar Kjötiðn- aðarstöövarinnar. Kjötiðnaðarstöðin hefur fest kaup á tveimur nýjum vogum ásamt rafheilum til að geta annað merkingum á öllum framleiðslu- vörum sinum. í þvl tilefrji hafa GOÐA-merkimiðarnir breytt um útlit. Samkvæmt nýju reglugerðinni skal merkja allar unnar vörur með pökkunardegi og siðasta söludegi, sé þess nokkur kostur. A nýju GOÐA-miðunum er pláss fyr ir báðar þessar dagsetningar. Siðasti söludagur þýðir ekki, að varan verði óneyzluhæf degi seinna, heldur aöeins, að pökkun- araðili tekur ekki ábyrgð á geymsluþoli hennar lengur. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með sölu á kjötvinnsluvörum merktum með siðasta söludegi, og þess skal gætt, að þær liggi aldrei I kæliborðinu eftír að geymsluþol þeirra er útrunnið. Tilbúnir réttir og hraðfrystir. 1 lýsingu á Kjötiðnaðarstööinni hér að framan var sagt, að stöð- inni væri skipt I sex deildir. Nú hefur sú sjöunda bætzt við, en þann 10. .júní hótst sala á frystum tilbúnum réttum frá Kjötiðnaðarstöðinni. Undir- búningur þessarar framleiðslu hefur staðið um alllangt skeið, en nokkuð hefur staðið á að fá þær vélar og tæki, sem til þarf. Fyrirkomulag og pökkun fer fram að sænskri fyrirmynd, en þar hefur svipaður háttur á fram- leiðslu tilbúinna rétta I stóreld- húsum átt verubegn fýlgi að fagna undanfarin ár. Allt að 20 réttir verða á boöstól- um frá Kjötiðnaðarstöðinni i þessu formi. Maturinn er allur lagaöur I stóreldhúsi stoðvarinn- ar o g siða n hraðfrystur og seldur I 6-10 manna öskjum, sem skammtað er upp úr I mötuneyt- um eða matsölustöðum. Hugmyndin að baki þessarar framleiðslu er að spara vinnu- kraft hjá mötuneytum, svo og tækjakost. Einnig á þetta fyrir- komulag að geta aukið fjöl- breytni matseðilsins. Til upphitunar þarf blástursofn (convection ofn), sem hitar rétt- inn upp á u.þ.b. 70 min., sé bakk- inn tekinn frosinn, annars á um 40 min., sé bakkinn þiddur. Mjög hentugir ofnar hafa fengizt hjá Véladeild Sambandsins af Vulcan-gerð. Þessir ofnar hafa reynzt vel, og er verð þeirra þar að auki hagstætt. Ofnar sem rúma 80 - 100 skammta kosta um kr. 300 þús. Þar sem maturinn er allur af- greiddur frystur til mötuneyt- anna, er nauðsynlegt fyrir þau aö hata frystiskáp. I stærri mötu- neytum þarf siðan uppþvottavél og einhverja hitunaraðstöðu, en annan tækjakost þarf ekki, nema þá skömmtunaráhöld. Fyrst um sinn höfum við selt til mötuneyta Sambandsins, og var Samvinnubankinn I Bankastræti fyrsti viðskiptavinur stóreldhúss- ins. Goða hraðréttir — pylsugerð GOÐA-hraðréttir er nafnið, sem valið hefur verið á eins manns skammta, sem seldir verða frá Kjötiðnaðarstöðinni, og eru sérstaklega framleiddir fyrir söluskála og sumarveitingastaði. Hraðrétti á að hita upp i örbylgju- ofnum, en einnig má hita þá i blástursofnum eða I vatnsbaði. GOÐA-hraðréttir eru seldir I eins manns skömmtum og eru sam- settir úr fiski eða kjöti ásamt kartöflum og grænmeti. Ætlazt er tíl, að rétturinn verði borðaður Ör bakkanum, þannig að mjög lit- Starfsmenn I framleiðsludeild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.