Tíminn - 12.09.1976, Side 13

Tíminn - 12.09.1976, Side 13
Sunnudagur 12. september 1976. TÍMINN 13 KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS KIRKJUSANDI, REYKJAVÍK Rætt við Jóhann Steinsson, deildarst. ar. Stafaði það af miklu lægra flutningsgjaldi á saltkjöti en lif- andifé.en einnig af þvi, að verð á sauðfé var stundum lágt i Bret- landi. Arið 1896 voru samþykkt lög i Bretlandi, sem bönnuðu innflutn- ing þangað á lifandi sauðfé frá Is- landi, og var ótti við aðvifandi kvikfjársjúkdóma hafður að yfir- varpi. Með þessum lögum var helztasauðfjármarkaði Isléndinga skyndilega lokað. En þar sem fjársala til Bretlands var ein af helztu tekjulindum islenzkra bænda, hlaut þetta innflutnings- bann að verða þeim til stórtjóns. ef ekki væri unnt aö koma is- lenzku sauðfé i sæmilegt verð á annan hátt. Þegar hér var komið sögu, voru árlega flutt út héðan 60—70 þús. lifandi fjár, og nam það nálega einni milljón króna. En við fyrrnefnt fjárinnflutnings- bann lækkaði islenzkt sauðfé skyndilega mjög i verði. Má geta þess, að árið 1897 fékk Kaupfélag Arnesinga tæpar tiu krónur fyrir fullorðna útflutta sauði. Þessir atburöir hlutu að knýja menn til umhugsunar um ný úr- ræði til að ráða fram úr þvi böli sem þessi skjótu markaðsþrot hlutu að hafa i för með sér á Is- landi. Ahugi hlaut að vakna fyrir þvi, að skipulagsbundin slátrun sauðfjár mætti hefjast hér og jafnframt útflutningur á saltkjöti oggærum. Þvi miður var islenzkt saltkjöt þá i lélegu áliti erlendis. Stafaöi það bæöi af þvi, að úrval islenzks sauðfjár hafði um nokkurt skeið verið selt á fæti til útlanda og hinu lakara fé slátrað heima til útflutnings, en jafn- framt af frábæru hirðuleysi kjöt- útflytjenda vorra á þvi, að þokka- lega væri slátrað og kjötið siðan verkað vel. 1 grein sem birtist i blaðinu „Fjallkonan” árið 1898 (I 35. tbl. 15. árg.) kom fram skorinorð um- kvörtun undan þvi, hve Is- lendingar stæðu nágrannaþjóð sinni, Dönum langt að baki aö Ragnar Pétursson sölumaður i tilbúnum réttum. framtakssemi i landbúnaði og af- urðasölu. Þar var fyrst drepið á það, er Danir af miklum dugnaði ogframsýni breyttu um búnaðar- háttu sma og tóku að leggja áherzlu á smjörframleiðslu, er þeir komu sér upp svinaslátur- húsum og tóku að flytja út flesk, þegar nágrannaþjóðir þeirra bönnuðu þeim að flytja sér lifandi svin eftir svinafárið i Danmörku 1888. En einnig var þess minnzt er Sameinaða gufuskipafélagið stofnaði til sauðfjárslátrunar i Esbjerg, eftir að Englendingar bönnuðu innflutning á lifandi sauðfé til sin árið 1896. Hér á landi var öðru máli að gegna um búnaðarframfarir. Til dæmis segir greinarhöfundur að islenzkt kjöt sé enn verkað eins og tiðkazt hafi á 17. öld enda þyki þaö varla nokkurs staöar boö- legt.” Svo mörg voru þau orð, og ennfremur þetta: ,,1 grein, sem Bogi Th. Melsteð skrifaði 1. ágúst 1904 og neftidi saltkjötið islenzka, skýrir hann frá þvi, að 4000 pund af islenzku saltkjöti hafi komið frá Stokks- eyri til verzlunar Thor E. Tuliniuss i Kaupmannahöfn, og hafi þetta kjöt verið gert upptækt 27. júli' og grafið niður. Kjötið átti að hafa skemmzt á leiðinni frá Is- iandi: kom þaðþaðan meö gufu- skipi um England Höfundur telur þetta ekki vera I fyrsta sinni, sem islenzkt sauða- kjöt sé gert upptækt og grafið niður af heilbrigöislögreglu Kaupmannahafnar. Bæti það ekki úr skák, að Danir telji það kjöt óætt, sem tslendingar leggi sér til munns. Að visu eigi sumir kaup- menn á tslandi við mikia hafn- leysisörðugleika að búa og geti ekki fengið útflutningsskip skömmu eftir sláturtið, en verði einatt að geyma kjötið fram á út- Magnús Magnússon, söiustjóri. Hann hefur unnið hjá Samvinnu- hreyfingunni i nær aldarfjórðung. Viðmælandi vor, Jóhann Steinsson, deildarstjóri Kjötiðnaðarstöðvarinnar, hefur mikla reynslu i við- skiptalífinu, en hann hefur starfað alla starfsævi slna fyrir Samvinnufélögin, bæði i Búvörudeild, og úti á landi en þar aðauki starfaði hann fjögur ár á skrifstofu StS í London. Hraðfrystir réttir fyrir mötuneyti, heimili og veitingahús íslenzki maturinn heldur gildi sínu, en rúllupylsa, hangikjöt og kæfa eru nú meðal 20 áleggstegunda mánuði eða til vors og senda það siðan til útlanda. Verði þá og að salta kjötið mjög vel. Höfundi þykir illt, að islenzkir kaupmenn breyti hinu ágæta is- lenzka sauðakjöti i eitthvert versta kjöt, sem komi á dandian markað. Gerir hann eftirfarandi umbótatillögur: Aö ungir Islendingar fari utan til Kaupmannahafnarogkomisér þar fyrir hjá góðum slátrara og læri slátrun kjötmeðferð og bjúgnagerö, eins og siöuðum mönnum sæmi.” Að framansögöu sést, hversu skammt Islendingar voru komnir i vinnslu sláturafurða i lok sein- ustu aldar. Kjötvinnslan og Sam- vinnuhreyfingin. Það hefur orðið hlutskipti sam- vinnufélaga að sjá um svo til alla slátrun i landinu. Sambandið og kaupfélög þess reka fullkomin sláturhús, frystihús og kjöt- vinnslufyrirtæki um allt land, allt frá Reykjavik, vestur og norður um land austur og allt aö Skafta- fellssýslum,er Sláturfélag Suður- lands tekur við, en það er sem kunnugt er einnig samvinnufélag, þótt eigi sé það i SIS. Þar hafa með árunum þróazt nútimaleg vinnubrögð og kjöt- vinnsla, sem er til fyrirmyndar. Timinn kynnir að þessu sinni, KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAM- B ANDSINS, KIRKJUSANDI. REYKJAVIK, en fyrirtækið tók til starfa fyrir örfáum árum. Við hittum að máli Jóhann Steinsson, deildarstjóra, sem stjórnar kjötiðnaðarstöðinni. Hann hafði þetta að segja, en fyrst spurðum viö um starfsferil hans. — Ég kom að deildinni fyrir tveim árum eða um áramótin 1974-1975 en hafði þástarfaö hjá Sambandinu svoað segja frá ung- lingsárum, fyrst hjá Kaupfélagi Rangæingaá Hvolsvelli, fór siöan i Samvinnuskólann og útskrif- aðistþaðan árið 1960. Ég kom til starfa hjá búvörudetidinni árið Laufey á söluskrifstofunni. Þórður Magnússon fulltrúi. Starfsmenn i rannsóknarstofu búvörudeildar Sambandsins. Halldór Halldórsson og Sjöfn óskarsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.