Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 4
4 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
Ingólfur Margeirsson fékk
heilablóðfall fyrir fáum árum
og fjallar í þessari bók um
baráttu sína við að öðlast bata
á nýjan leik.
„Það þarf mikið hugrekki til
að skrifa svona bók um
hverfulleika lífsins ...
Alvaran er mikil en skoplegu
hliðarnar gleymast ekki ...
stíllinn er léttur og leikandi.“
Jóhann Hjálmarsson, Mbl.
Áhrifamikil og sönn
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
LÖGREGLA Fjórum starfsmönnum
vöru miðstöðvar Samskipa hefur
verið sagt upp störfum fyrir að
stela áfengi sem átti að farga.
Björgvin Jón Bjarnason, fram-
k v æ md a s t j ó r i
innan landssviðs
Sam skipa, segir
málið hið rauna-
legasta, en eftir
að afbrotin upp-
götvuðust sagði
fólkið upp og
lét af störfum á
föstudag og um
helgina. Lög-
regla rannsakar
nú þjófnaðinn, en
hann var upplýst-
ur með aðstoð hennar og tollayfir-
valda.
Ekki liggur fyrir hversu
umfangsmikill þjófnaðurinn var,
en Björgvin telur þó að ekki hafi
verið um mikið magn að ræða.
Hann segir upp hafa komist um
málið vegna þess að auga sé haft
með svo viðkvæmum innflutn-
ingi, en ekki vegna þess að mer-
kja hefði mátt aukningu í förgun
áfengis. „En förgun getur verið
vegna beyglaðra dósa, skemmda
á umbúðum, til dæmis utan um
kassavín, eða vegna þess að vara
reynist útrunnin,“ segir hann.
Fólkið sem hætti starfaði saman
á sömu deild og sagði Björgvin
ákveðna eftirsjá af því, enda um
góða starfsmenn til margra ára að
ræða. „Þarna var verið að farga
víni og fólki finnst kannski að vara
sem búið er að afskrifa sé komin á
eitthvert einskismannsland, en svo
er náttúrlega alls ekki.“ - óká
Fjórir starfsmenn vörumiðstöðvar Samskipa reknir fyrir að sameinast um þjófnað:
Tóku áfengi sem átti að farga
BJÖRGVIN JÓN
BJARNASON
Framkvæmdastjóri
innanlandssviðs
Samskipa.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 29.11.2005
Gengisvísitala krónunnar
63,06 63,36
108,74 109,26
74,47 74,89
9,988 10,046
9,372 9,428
7,855 7,901
0,529 0,532
89,88 90,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
104,8966
Í frétt um Íbúðalánasjóð sem birtist í
blaðinu á mánudag var ranghermt að
fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspá ehf.
hefði unnið úttekt á fjárhagslegri stöðu
Íbúðalánasjóðs. Fyrirtækið hefur ekki
unnið úttekt á fjárhagslegri stöðu sjóðs-
ins né samið við félagsmálaráðuneytið
um gerð slíkrar úttektar.
LEIÐRÉTTING
Skytta slasaðist á voða skoti
Rjúpnaskyttan sem slasaðist talsvert
á hendi þegar hann fékk voðaskot í
höndina í Svínadal ofan við Reyðarfjörð
fór í gær í aðgerð á Landspítalanum
- háskólasjúkrahúsi. Björgunarsveitin
Ársól á Reyðarfirði var kölluð út vegna
slyssins sem varð á öðrum tímanum
í gær. Það varð með þeim hætti að
maðurinn hrasaði og við það hljóp skot
úr byssunni í höndina á honum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÚR VÍNBÚÐ Starfsmenn vörumiðstöðvar
Samskipa stálu áfengi sem átti að farga.
Starfsmennirnir fjórir voru reknir.
MARTIN RÝFUR ÞING Paul Martin forsætisráðherra gengur ásamt eiginkonu sinni af fundi fulltrúa drottningar, Michaelle Jean, í Ottawa í
gær með formlegt bréf um þingrof og boðun kosninga 23. janúar. MYND/AP
Kanada, AP Paul Martin, forsæt-
isráðherra Kanada, rauf í gær
þing og boðaði kosningar þann 23.
janúar, eftir að Kanadaþing sam-
þykkti á mánudagskvöld vantraust
á minnihlutastjórn hans. Tilefni
vantraustsyfirlýsingarinnar var
spillingarhneyksli sem háttsett-
ir menn í Frjálslynda flokknum,
flokki forsætisráðherrans, eru
flæktir í og snýst um misnotkun
fjár úr opinberum sjóðum.
Leiðtogar stjórnarandstöðu-
flokkanna - Íhaldsflokksins, Nýja
lýðræðisflokksins og Bloc Que-
becois, flokks frönskumælandi
Quebec-búa - sem saman höfðu
meirihluta á þingi, settu Martin
í síðustu viku afarkosti sem hann
féllst ekki á og því var efnt til
vantraustsatkvæðagreiðslunnar.
Martin vildi ekki fallast á að rjúfa
þing í janúar og boða kosningar í
febrúar. Stjórnarandstöðuleiðtog-
arnir sögðu Frjálslynda flokkinn
rúinn siðferðilegum trúverðug-
leika til að stjórna landinu.
Þessi niðurstaða þýðir að kosið
verður til allra 308 sætanna á
Kanadaþingi. Ríkisstjórn Martins
mun sitja til bráðabirga þangað
til. Hún þýðir þar með að nú verð-
ur kosningabarátta háð yfir hátíð-
arnar, en að kosningar fari fram
um hávetur í Kanada gerðist síð-
ast fyrir 26 árum.
Samkvæmt skoðanakönnunum
nýtur Frjálslyndi flokkurinn smá-
vægilegs forskots á Íhaldsflokk-
inn. Nýi lýðræðisflokkurinn er í
þriðja sæti. Sömu skoðanakann-
anir benda til að Bloc Quebuec-
ois muni sópa til sín atkvæðum í
Quebec en það gerir ósennilegt
að hægt verði að mynda stöðuga
meirihlutastjórn eftir kosningar.
Stephen Harper, leiðtogi
Íhaldsflokksins, yrði forsætisráð-
herra ef flokkur hans fengi flest
atkvæði.
Samskipti Kanadastjórnar
við ráðamenn í Washington hafa
verið stirð í stjórnartíð Martins,
sem beitti sér gegn innrásinni
í Írak og hafnaði þátttöku Kan-
adamanna í eldflaugavarnakerfi
Bandaríkjamanna. Íhaldsmenn
segjast myndu bæta samskiptin
suður yfir landamærin en kan-
adískir kjósendur studdu annars
almennt stefnu stjórnar Martins
í Íraksmálum og öðrum utanrík-
ismálum. Barátta Martins fyrir
því að giftingar samkynhneigðra
yrðu leyfðar um allt Kanada hefur
hins vegar verið umdeildari, og
hneykslismál í kring um mis-
notkun fjár úr sjóðum sem meðal
annars áttu að styðja sérstaka
„þjóðareiningaráætlun“ í Kanada
hefur grafið undan Frjálslynda
flokknum.
Minnihlutastjórn Martins tók
við stjórnartaumunum fyrir aðeins
17 mánuðum, eftir að Frjálslyndi
flokkurinn missti í kosningum
þingmeirihlutann sem hann hafði
áður. audunn@frettabladid.is
Kosningum flýtt í Kanada
Vantraustsyfirlýsing var í gær samþykkt á Kanadastjórn, minnihlutastjórn
Frjálslynda flokksins undir forystu Paul Martins. Kosið verður seint í janúar.
JACK LEYTON Leiðtogi Nýja demókrata-
flokksins opnar kosningabaráttuna í
Ottawa í gær. MYND/AP
Vill vera samningsaðili Fyrirtaka
var í gær í Félagsdómi í máli Skurð-
læknafélags Íslands gegn íslenska ríkinu.
Skurðlæknafélagið vill vera sjálfstæður
samningsaðili við ríkið í stað Læknafé-
lagsins en ríkið hefur hafnað því.
FÉLAGSDÓMUR
FUGLAFLENSA Fuglaflensuveiran
sem fundist hefur í fólki í Kína
hefur þegar stökkbreyst og er
öðruvísi en sá stofn veirunnar sem
fundist hefur í fólki í Víetnam.
Þetta fullyrða talsmenn heil-
brigðisráðuneytisins í Kína. Enn
er þó ekki talið að veiran geti bor-
ist beint á milli manna, en margir
óttast að slíkt geti leitt til heims-
faraldurs.
Í gær voru yfirmenn dýra-
læknisembættisins í Brailahéraði
í Rúmeníu reknir úr starfi eftir
að sjónvarpsstöð sýndi myndir af
starfsmönnum þeirra henda lif-
andi fuglum á bál til að sporna við
fuglaflensunni. ■
Kínverskir embættismenn:
Stökkbreyting í
flensuveirunni
Systkinaafsláttur á Seltjarnar-
nesi Nýlega tók gildi sérstakt afslátta-
kerfi á Seltjarnarnesi sem nær til dag-
mæðra, leikskóla og grunnskóla. Þannig
að fjölskylda með tvö börn á einhverju
þessara skólastiga fær 25 prósenta
afslátt fyrir annað barnið og ef þau eru
þrjú fær þriðja barnið 50 prósenta af-
slátt. Fyrir var slíkt afsláttakerfi sem náði
einungis til leik- og grunnskóla.
SKÓLAMÁL
SKRIFAÐ UNDIR Í ljós kemur á næstu
dögum hvort félagsmenn í Blaðamannafé-
laginu samþykkja nýjan kjarasamning.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
KJARASAMNINGAR „Með þess-
um samingi er í raun verið að
færa launataxta blaðamanna að
greiddu kaupi og semja um svip-
aðar launahækkanir og aðrir hafa
verið að semja um,“ segir Arna
Schram, formaður Blaðamanna-
félags Íslands.
Skrifað var undir kjarasamn-
ing félagsins við Samtök atvinnu-
lífsins í gær en undir hatti þeirra
eru tveir af stærstu fjölmiðlum
í landinu, Morgunblaðið og 365
Miðlar.
Samningurinn verður lagður
fyrir félagsmenn á komandi dögum
en mun taka gildi fyrsta desember
verði hann samþykktur. - aöe
Blaðamannafélag Íslands:
Samningarnir í
takt við launin
UMTALSVERÐ EYÐILEGGING Lögmenn og
dómarar í Bangladess neituðu að mæta til
vinnu í kjölfar tilræðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANGLADESS, AP Talið er að
minnsta kosti sjö hafi látið lífið
í sprengjutilræðum í borgunum
Chittagong og Gaizipur í Bangla-
dess í gærmorgun.
Nokkrar sprengjur sprungu
samtímis í borgunum og virtust
dómssalir vera skotmörk tilræðis-
mannanna. Auk þeirra sem fórust
slösuðust 66 í árásunum.
Enginn hefur lýst ábyrgð á hend-
ur sér en böndin berast að Jumatul
Muhjahidden, samtökum róttækra
íslamista, sem hafa staðið fyrir
svipuðum árásum áður. Þau vilja
að komið verði á fót íslömsku ríki
í Bangladess. ■
Röð sprengjutilræða:
Sjö fórust í
árás íslamista