Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 30
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin ákvörðun hefur verið tekin innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um hvort fyrirtæk- ið selji hlutabréf sín í Jarðborun- um en Fjárfestingafélagið At- orka hyggst leggja fram yfir- tökutilboð í Jarðboranir í desem- ber. Orkuveitan er næststærsti hluthafinn í Jarðborunum með þrettán prósenta hlut. Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitunnar, segir að það sé ekki eins brýnt fyrir fé- lagið að vera eigandi í fyrirtækj- um og áður. „Það hefur verið rætt í nokkurn tíma innan Orku- veitunnar um að selja hlutinn en ekki verið tekin ákvörðun með formlegum hætti hvernig það gerist.“ Selji Orkuveitan hlut sinn til Atorku má telja frekar líklegt að Atorka nái 90 prósentum hluta- fjár og geti farið fram á innlausn annarra hluta. Tuttugu stærstu hluthafarnir í Jarðborunum fara með um 89 prósent hlutafjár, þar af eiga tveir stærstu hluthafarnir um 70 prósent. Greiningardeild KB banka tel- ur að kauptilboð frá Atorku verði of lágt og hvetur hluthafa til að ganga ekki að því. Greiningar- deildin kemst að þeirri niður- stöðu í nýju verðmati á Jarðbor- unum að markaðsvirði þess ætti að vera 2,3 milljörðum meira en það er í raun og veru. Verðmats- gengið ætti að vera 31,1 króna á hvern hlut en tilboð Atorku mun sennilega miðast við gengið 25 krónur á hlut. Atorka mun greiða fyrir bréfin með eigin bréfum á genginu sex sem greiningar- deildinni finnst vera léleg skipti. Miðað við forsendur KB banka er hlutur Orkuveitunnar um 300 milljónum króna verð- mætari en tilboð Atorku hljóðar upp á. Gylfi Héðinsson, annar eig- anda Byggingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG), segir að ekki hafi verið tekin afstaða til hugs- anlegs tilboðs frá Atorku og það verði ekki gert fyrr en það liggi fyrir. BYGG á um fjögurra pró- senta hlut í Jarðborunum. Þar að auki er Saxbygg, sem sam- anstendur af BYGG og Saxhóli, með eins prósents hlut. Vika Frá áramótum Actavis Group 3% 23% Bakkavör Group 3% 96% Flaga Group -6% -17% FL Group 4% 58% Grandi 2% 18% Íslandsbanki -1% 45% Jarðboranir 4% 21% Kaupþing Bank 0% 45% Kögun 7% 26% Landsbankinn -2% 93% Marel 0% 30% SÍF 1% -14% Straumur 0% 60% Össur 3% 46% *Miðað við gengi í Kauphöll í gær MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Veltur á næststærsta hluthafanum Orkuveitan kann að ráða úrslitum um hvort Atorka nái að taka Jarðboranir yfir. KB banki ræður hluthöfum eindregið frá því að taka tilboðinu. Netverslun hefur auk- ist mjög hér á landi á árinu en Viktor Ólason, framkvæmdastjór i Netleiða, segir að dæmi séu um að þau fyrirtæki sem bjóða vörur til sölu á Netinu hafi meira en þrefald- að veltu sína á árinu. Þjóðverjar og Danir hafa nýverið birt nið- urstöður um netversl- un í landinu þar sem fram kemur að hún hefur vaxið hraðar en nokkru sinni fyrr. „Það eru ekki til nein nákvæm mæli- tæki yfir þetta hér í heild sinni en ég veit að margir viðskipta- vinir okkar á Netleið- um hafa margfaldað tekjur sínar. Dæmi um vörur sem seljast vel á Netinu eru get- raunir, utanlands- ferðir, bækur og raf- magnstæki og það er ekkert sem bend- ir til annars en þetta muni stóraukast,“ segir Viktor. - hb Hærri lánshæfis- einkunn Alþjóðlega Matsfyrirtækið Fitch hefur hækkað einkunn Lands- bankans fyrir fjárhagslegan styrk úr C í B/C. Landsbankinn er því kominn með sömu einkunn og KB banki og Íslandsbanki í fjár- hagslegum styrk Íslensku bankarnir fá allir langtímaeinkunnina A og skammtíma einkunnina F1 og stuðningseinkunn 2. Mat Fitch er að horfur séu stöðugar. Að sögn Fitch endurspeglar hækkun lánshæfimatsins mikinn vöxt, góða arðsemi og sterka eig- infjárstöðu sem og aukna fjöl- breytni í tekjustofnum í kjölfar kaupa á minni erlendum fyrir- tækjum. Lánshæfimatseinkunn- irnar taka einnig tillit til stöðu- töku bankans í íslenskum hluta- bréfum og möguleika á auknu flökti í sumum tekjustofnum. -hh Netverslun þrefaldast Bjartsýni neytenda óx í nóvem- ber samkvæmt væntingarvísi- tölu Gallup. Neytendur voru svartsýnastir í október það sem af er ári, en tóku gleði sína á ný í nóvember. Vísi- talan mældist 122,7 stig og er það hæsta gildi sem mælst hefur í nóvember- mánuði. Væntingavísitalan er samsett úr mati á mismunandi þáttum. Það sem drífur vísitöl- una upp nú er mikil hækkun á mati fólks á ástandinu eftir sex mánuði. Frá síðustu mælingu hefur óvissu um kjara- samninga verið eytt og kann það að skýra auknar væntingar. Talsverður munur er á afstöðu fólks eftir bú- setu og tekjum. Þannig hækkar vísi- talan minna hjá íbú- um höfuðborgar- svæðisins og fólk með hærri tekjur en 250 þúsund lítur bjart- ari augum á framtíð- ina en þeir sem hafa lægri laun. -hh ALFREÐ ÞORSTEINSSON, STJÓRNARFORMAÐUR OR, OG BENT S. EINARSSON, FORSTJÓRI JARÐBORANA Orkuveitan, sem er næststærsti hluthafinn í Jarðborunum, hefur ekki tekið afstöðu til yfirtökutilboðs Atorku Group sem berst á næstunni. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Spurðist fyrir um skattrannsóknir á Alþingi. Fram koma að sex af hverjum hundrað fyrirtækj- um hafa sætt almennri endurskoðun skatt- skila. Rannsaka sex af hundrað Sex af hverjum hundrað fyrir- tækjum sem eru á lista yfir hund- rað stærstu fyrirtæki landsins hafa sætt almennri endurskoðun skattskila. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar sem birt var í gær. „Hjá 36 öðr- um fyrirtækjum hafa einstakir þættir skattskila verið skoðaðir. Upplýsingar um árangur eða skattbreytingar vegna þess eftir- lits liggja ekki fyrir,“ segir með- al annars í svari fjármálaráð- herra. Jóhanna óskaði eftir upplýs- ingum um ýmis atriði sem varða skatteftirlit og undanskot frá sköttum en alls var um að ræða fimm spurningar. Meðal þess sem kemur fram í svarinu er að hugmyndir eru inn- an fjármálaráðuneytisins um að skattaleg málefni stórfyrirtækja verði til meðferðar á einum stað innan skattkerfisins. Starshópur innan fjármálaráðuneytisins kannar nú grundvöll á því að slík- ur hópur taki til starfa. - hb KEYPT MEÐ TÖLVU Sífellt fær- ist í aukana að vörur séu keyptar á Netinu hér á landi. Bjartsýni vex á ný Vandamál hafa verið við út- reikning vísitalna í Kauphöll Ís- lands undanfarna tvo daga. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni er séð fyrir end- ann á þessum vandræðum. Að sögn Kauphallarinnar var verið að uppfæra viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem leiddi til villu í kerfinu. Talið er að eldri forrit hafi ekki náð að fylgja eft- ir breytingum við uppfærsluna. Ekki tókst að senda út rétt lokagildi á vísitölunnar í fyrra- dag, en í gær var gildið rétt. Villan var í tölvum í Noregi og urðu starfsmenn Kauphallar- innar varir við að vísitalan var ekki rétt reiknuð. Var útreikn- ingi vísitölunnar þá þegar hætt. Á mánudag leit út fyrir að vísi- talan hefði farið niður fyrir fimm þúsund stig, en sú var ekki raunin. Næstu daga á vísi- talan að reiknast rétt og vand- ræði Kauphallarinnar því að baki. - hh KOMIÐ Í LAG Vísitölur í Kauphöllinni voru rangar vegna reiknivillu í tölvu. Útreikningur vísitalna var stöðvaður, en nú á allt að vera komið í samt lag. Vísitöluvandræði í Kauphöllinni Uppfærsla í viðskiptahugbúnaði olli reikningsskekkju í vísitölu Kauphallarinnar. 02_03_Markadur 29.11.2005 16:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.