Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 72
32 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Það eru tæpir tveir mánuðir þar til EM hefst í Sviss og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari mun tilkynna hópinn sem fer utan væntanlega fyrr frekar en síðar. Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Noregi um síðustu helgi og Viggó sagði eftir leikina að hann væri svo gott sem búinn að velja hópinn fyrir EM. Stóra spurningin er því hvaða leikmenn það eru sem hann tekur með til Sviss. Í mínum huga eru 13 sæti frá- tekin og því verður hart barist um síðustu þrjú sætin. Ég geri ráð fyrir þrem markvörðum í þessum 16 manna hópi en þori aðeins að eyrnamerkja tvö þeirra. Birkir Ívar fer pott- þétt út sem og Hreiðar Guð- mundsson verði hann heill heilsu. Þá er það þ r i ð j a m a r k - v a r ð a - sætið og slagurinn þar er á milli Rolands Eradze, Gísla Guðmundssonar og Hlyns Morthens. Roland er klárlega fyrsti kostur af þessum þremur en líkamlegt ástand hans ræður miklu um hvort hann fer utan. Bæði Roland og Hreiðar hafa verið nokkuð meiddir og því er vart á annað hættandi en að taka þrjá markverði á mótið. Á listanum hér til hliðar sést síðan hvaða útileikmenn eiga bókað sæti til Sviss að mínu mati. Allir hafa verið að spila reglulega fyrir utan Arnór Atlason sem ég tel engu að síður öruggan í hópinn. Fjórtánda sætið hlýtur að falla í skaut leikmanns sem getur spil- að vinstra horn þar s e m Guðjón Valur Sigurðsson kemur væntanlega til með að leika eitthvað sem skyt- ta. Þá stendur valið á milli Loga Geirssonar og Baldvins Þorsteins- sonar. Logi hlýtur að standa fram- ar enda reynslumeiri og getur einnig leikið í stöðu skyttu. Síðustu tvö sætin munu að öllum líkindum falla til örvhents manns, vinstri skyttu eða sterks varnarmanns. Markús Máni er svo gott sem úr myndinni og þá er ekki ólíklegt að Vilhjálmur Hall- dórsson fái að fljóta með. Barátt- an um lokasætið er líklega á milli Þóris Ólafssonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Einars Arnar Jónssonar. Eins og staðan er í dag er líklegast að Þórir taki sætið enda er Ásgeir Örn úti í kuldanum hjá Viggó sem stendur. Landsliðshópurinn fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta verður valinn innan skamms: Slegist um síðustu farmiðana til Sviss ÖRUGGIR Á EM: BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSON HREIÐAR LEVÝ GUÐMUNDSSON ROLAND VALUR ERADZE / GÍSLI GUÐ- MUNDSSON / HLYNUR MORTHENS GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON ÓLAFUR STEFÁNSSON SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON EINAR HÓLMGEIRSSON ALEXANDER PETERSON RÓBERT GUNNARSSON SIGFÚS SIGURÐSSON VIGNIR SVAVARSSON JALIESKY GARCIA PADRON ARNÓR ATLASON ENN Í MYNDINNI: LOGI GEIRSSON BALDVIN ÞORSTEINSSON ÞÓRIR ÓLAFSSON ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON EINAR ÖRN JÓNSSON VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON MARKÚS MÁNI MICHAELSSON MAUTE ÍÞRÓTTASKÝRING HENRY BIRGIR GUNNARSSON henry@frettabladid.is HANDBOLTI Hinir kunnu þjálfarar Alfreð Gíslason hjá Magdeburg og Júlíus Jónasson hjá ÍR eru sammála um að það herbragð Viggó Sigurðssonar, þjálfara íslenska landsliðsins í handbolta, að láta Ólaf Stefánsson leika mun meira sem leikstjórnanda liðsins á næstu mótum, geti reynst öflugur leikur. Örvhentir miðjumenn eru og hafa alltaf verið af skornum skammti í handboltanum og segir Alfreð að einföld ástæða sé fyrir því. „Það eru mun meiri not fyrir þá örvhentu leikmenn sem koma fram í stöðurnar hægra megin á vellinum,“ segir Alfreð. Staðan hjá íslenska liðinu í dag er hins vegar einmitt sú að Viggó hefur úr fjölmörgum vinstri handar mönn- um að velja og því hefur hann efni á að setja skyttu á borð við Ólaf Stefánsson á miðjuna. „Hann getur orðið öflugt vopn,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið. „Andstæðingurinn er vanur því að mæta rétthentum miðjumanni sem fer meira til hægri en þarna erum við komnir með mann sem fer líklega meira til vinstri. Þetta er mjög einföld breyting en getur samt orðið til þess að trufla vörn andstæðinganna,“ segir Júlíus. Ólafur þótti standa sig mjög vel sem leikstjórnandi á æfinga- mótinu sem haldið var í Póllandi fyrir skemmstu, en þar stóð íslenska liðið uppi sem sigurveg- ari. Athygli vakti að í leiknum gegn Danmörku á því móti kaus Ulrich Wilbek, þjálfari liðsins, að breyta varnartaktík sinni úr hinni hefðbundnu 6-0 vörn í 5-1 vörn, þar sem fremsti varnarmað- ur mætti Ólafi mjög framarlega. Alfreð segir að sjálfur láti hann sitt lið ekki spila neina sérstaka vörn á móti örvhentum leikstjórn- anda. „En það eru sérstök varn- arafbrigði til að loka á örvhenta skyttu og það ætti alveg að gilda um örvhentan miðjumann,“ segir hann. Víst þykir að Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefáns- son munu sjá um að spila stöðu miðjumanns íslenska liðsins á EM í Sviss sem hefst í lok janúar, en Snorri stóð sig frábærlega í þrem- ur æfingaleikjum gegn Norð- mönnum um helgina. En athygli vekur að Snorri Steinn er rétt- hentur og eðli málsins samkvæmt munu Viggó og lærisveinar hans því þurfa að ná að útfæra fléttur liðsins í sóknarleiknum fyrir hinn örvhenta Ólaf. „Með örvhentan miðjumann breytast hreyfingarn- ar í sóknarleiknum talsvert, þar sem allar leikfléttur miða við að miðjumaðurinn sé rétthentur,“ segir Alfreð og bætir því við að það skipti litlu máli fyrir varn- arleikinn hvort að leikmennirnir þar séu örvhentir eða rétthentir. Alfreð hefur þó litlar áhyggjur af því að Ólafur ráði ekki við stöð- una, enda fór hann illa með læri- sveina hans í keppninni um kon- ungsbikarinn á Spáni um síðustu helgi, en þar lá Magdeburg fyrir Ciudad Real í úrslitaleiknum með níu mörkum. „Ólafur var frábær í báðum leikjunum sem ég sá þar sem hann spilaði reyndar í sinni hefðbundnu stöðu sem skyttu. Hann er í topp- formi – ég get vottað það,“ segir Alfreð. vignir@frettabladid.is Getur verið mjög öflugt vopn Ólafur Stefánsson getur orðið mjög öflugur sem leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, að mati Alfreðs Gíslasonar og Júlíusar Jónassonar, og er líklegur til að trufla varnir andstæðinganna. ÓLAFUR STEFÁNSSON Hefur verið að spila þó nokkuð í stöðu leikstjórnanda fyrir Ciudad Real á tímabilinu í ár og mun koma til með að gera slíkt hið sama fyrir íslenska landsliðið á næstu misserum. Knattspyrnumaðurinn Almir Cosic, sem lék með Leikni Fáskrúðsfirði í 2. deildinni í sumar en var eitt sinn var undir smásjá enska stórliðsins Newcastle, er líklega á leið til Breiðabliks, sem einmitt vann sér sæti í Landsbankadeild karla á síðustu leiktíð. Gosic, sem kemur frá Bosníu- Hersegóvínu, mætti á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og spilaði í kjölfarið æfingaleik með liðinu gegn Fram. „Mér leist mjög vel á allar aðstæður hjá Breiðablik og vonast til að geta verið með liðinu á næsta tímabili. Ég tel mig vera nógu góðan til að leika í efstu deild,“ sagði Gosic í samtali við Fréttablaðið í gær, en hann hefur nú verið búsettur á Íslandi í tæplega eitt ár og líkar mjög vel við land og þjóð. „Hér er yndislegt að vera og ég stefni á að vera hér í allavega 10 ár til viðbótar,“ segir Gosic sem er 29 ára gamall og á að eigin sögn 5-6 góð ár eftir í boltanum. Gosic lék lengi með liði FC Zeljeznicar og vakti mikla athygli fyrir góða frammi- stöðu með liðinu í Evrópukeppninni árið 2002. Þar lék liðið m.a. gegn Newcastle sem í kjölfarið bauð eina milljón punda í Gosic. Því tilboði var hafnað og tveimur árum síðar varð hann samningslaus. Tilvilj- un réð því að hann kom til Fáskrúðsfjarðar en það var fyrir tilstuðlan góðvinars síns. sem búið hefur hér á landi í nokkurn tíma. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur og mér líst ágætlega á hann. Við erum í viðræðum við Leikni um að fá hann til okkur og stefnum á að gera það. „Hann er klárlega með hæfileika og ég sé ýmislegt í honum,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær, en Cosic er samningsbundinn Leikni fram yfir næsta tímabil og þarf Breiðablik því að greiða fyrir leikmanninn ætli það sér að fá hann. „Ég á ekki von á öðru en að við náum saman,“ segir Magnús Ásgrímsson, formaður knatt- spyrnudeildar Leiknis Fáskrúðs- firði. ALMIR COSIC FRÁ BOSNÍU-HERSEGÓVÍNU: Á LEIÐ Í LANDSBANKADEILDINA Ætlar að vera á Íslandi næstu tíu árin JÚLÍUS JÓNASSON Segir að örvhentur miðju- maður geti ruglað varnir andstæðinganna en einnig samherja sína. KÖRFUBOLTI Kristleifur Andrés- son hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar en hann tekur við starfinu af Kirk Baker. Kristleifur er 46 ára íþróttakenn- ari sem er alinn upp á Stóra-Kro- ppi í Borgarfirði en hefur verið viðloðandi íþróttalífið á Austur- landi síðan 1985 er hann gerðist íþróttakennari á Eiðum. Kristleifur er ekki ókunngur starfinu þar sem hann þjálfaði meistaraflokkinn leiktíðina 2003- 04, hann var síðan liðsstjóri síð- asta vetur en hefur þjálfað yngri flokka félagsins í vetur. „Það verður að vaða í verk- efnið. Við getum allt eins skráð okkur úr deildinni ef við ætlum að falla,“ segir Kristleifur í frétta- tilkynningu frá Hetti. „Fyrst og fremst þarf að breyta hugarfari leikmanna. Ef menn eru tilbún- ir að snúa við blaðinu og berjast upp á líf og dauða getur ýmislegt gerst.“ - hbg Körfuknattleikslið Hattar: Búið að ráða nýjan þjálfara FÓTBOLTI David Beckham, leikmað- ur Real Madrid, hefur sent skila- boð til Thierry Henry hjá Arsen- al um að velja Real Madrid fram yfir Barcelona fari svo að hann kjósi að yfirgefa Highbury eftir 18 mánuði, en þá rennur samning- ur hans við félagið út. Beckham segir að það yrði ótrúlegt að fá Henry til Real. „Hann er einn af bestu fram- herjum heims og það yrði mikill missir fyrir Arsenal ef hann færi. Vonandi kemur hann til Real því það er rétt hægt að ímynda sér hvað gerist ef hann fer til Barce- lona og spilar við hlið Ronaldinho og Samuel Eto´o.“ - vig David Beckham: Vill fá Henry til Real Madrid DAVID BECKHAM Vill alls ekki sjá Thierry Henry fara til Barcelona. FÓTBOLTI Nígeríski framherjinn Kanu hjá WBA segist helst vilja vera áfram hjá félaginu og hjálpa því að halda sæti sínu í úrvals- deildinni, en hann hefur sterk- lega verið orðaður við sölu frá WBA eftir að hafa fundið sig vel í fremstu víglínu liðsins það sem af er leiktíð. „Ég hef fengið tilboð víða en ég hef aldrei svikið mín loforð. Ég lofaði að hjálpa WBA að bæta sig og ég ætla mér að standa við það loforð. Ég mun ekki fara fyrr en liðið er búið að festa sig í sessi sem úrvalsdeildarfélag,“ segir Kanu. - vig Kanu er eftirsóttur: Áfram hjá WBA > Loksins, loksins Við óskum íslensku frjálsíþróttafólki innilega til hamingju með nýju æfingaað- stöðuna í Laugardals- höll. Nýja húsið er sann- kölluð bylting fyrir frjálsíþróttafólk sem hefur búið við ömurlegan kost í Baldurshaga allt of lengi. Það er vonandi að nýja aðstaðan laði að fleiri krakka í frjálsar og í kjölfarið eignumst við fleiri afreksíþrótta- menn á borð við Völu Flosadóttur og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Sindri á Ólympíuleikana Sindri Pálsson, landsliðsmaður í skíða- íþróttum, náði um helgina lágmarki fyrir Ólympíuleikana í vetraríþróttum sem fara fram í Tórínó á Ítalíu í febrúar á næsta ári. „Ég á meira inni heldur en ég sýndi á mótinu. Nú þarf ég bara að æfa vel og reyna að ná fram mínu besta á Ólympíu- leikunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.