Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 14
 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Steingrímur Sigurjónsson, byggingafræðingur, húsa- smíðameistari og hópferða- bílstjóri, leggur til að komið verði á fót þjónustuskiptum milli námsmanna utan af landi og eldri borgara í Reykjavík. Námsmennirnir fái að búa hjá eldri borg- urunum og annist í stað innkaup og annað smálegt auk þess að gæta þeirra og híbýlanna. „Eldra fólk á að fá að vera heima hjá sér eins lengi og hægt er,“ segir Steingrímur Sigurjónsson sem þekkir þjónustuskipti eldri borgara og námsmanna af eigin raun. Þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn árið 1972 bjó hann hjá hinni þekktu leikkonu Clöru Pontoppidan sem þá var níræð. „Clara treysti mér fyrir sínu lífi, sínum eigum og sínu húsi. Slíkt traust er nauðsynlegt,“ segir Steingrímur. Clara auglýsti eftir húshjálp og bauð í staðinn húsnæði og Steingrímur, sem ein- mitt var í húsnæðisleit þáði vist- ina. Nú, 33 árum síðar, vill hann innleiða slíkt þjónustuskiptakerfi á Íslandi; eldri borgurum jafnt sem auralitlum námsmönnum af landsbyggðinni til hagsbóta. Steingrímur sér fyrir sér að gegn fríu húsnæði annist náms- mennirnir innkaup og vinni létt- ari verk. Að auki þurfi þeir að gæta að líðan eldri borgarans og passa upp á íbúð hans og aðrar eigur. Kerfið sé tilvalið, ekki síst í ljósi þess að margir eldri borgarar eigi rúmgóðar íbúðir með lausum herbergjum. „Ég hef rætt þetta við Félags- þjónustuna í Reykjavík og þar var hugmyndinni tekið vel,“ segir Steingrímur og bætir við að milli- ganga sveitarfélaga sé forsenda verkefnisins. „Það verður að taka afstöðu til umsækjandans og svo þyrfti að vera nefnd til að skera úr um eða jafna ágreining.“ Steingrímur segir að helst þyr- ftu námsmennirnir að vera með hreint sakavottorð. Og sjálfur er hann reiðubúinn að stýra verkinu ef af verður. „Ég myndi gera það ef ég yrði beðinn um það. Ég hef náttúrulega góða reynslu síðan í Danmörku hér um árið,“ segir hann. Bros færist yfir andlit Stein- gríms þegar hann hugsar til Clöru Pontoppidan og ársins góða í Höfn. „Milli okkar var mjög gott sam- band og henni fannst mikið öryggi af mér. Í níræðisafmælinu sínu kynnti hún mig meira að segja sem varðhundinn sinn en það var vegna þess að ég passaði húsið líka að næturlagi.“ Steingrímur rifjar upp að leikkonan aldna hafi grátið þegar hann fluttist frá henni. Slík- ir voru kærleikarnir. Og byggingafræðingurinn, húsasmíðameistarinn og hóp- ferðabílstjórinn hugmyndaríki þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann er spurður hvort hann gæti hugsað sér að hafa námsmann utan af landi á heimili sínu þegar hann sjálfan tekur að reskjast. „Engin spurning, ég myndi hýsa ungling ef ég hefði til þess hús- næði. Í því er fólgið mikið öryggi, til dæmis ef ég myndi detta eða eitthvað slíkt.“ bjorn@frettabladid.is STEINGRÍMUR SIGURJÓNSSON Ætlar sjálfur að hýsa námsmann utan af landi þegar hann kemst á efri ár, að því gefnu að hann hafi til þess húsnæði. „Í því er fólgið mikið öryggi, til dæmis ef ég myndi detta eða eitthvað slíkt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Námsmenn utan af landi annist og gæti eldri borgara í Reykjavík Sannkallaður klettur „Sá steinn er vandfund- inn sem af einlægni stendur jafn fast og örugglega og sjálfur Hólmsteinninn.“ Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggju- félagsins, í grein í Morgunblaðinu um Hannes Hólmstein Gissurarson. Ómerkilegur gaur „Ég held að það hafi ekki verið hugmynd hans að finna hina einu réttu, alls ekki.“ Aldís Búadóttir, móðir Írisar Eddu Heimisdóttur sem tók þátt í Íslenska Bachelornum en afþakkaði rós. DV. „Það eru helst bókasöfnin sem hafa keypt bækur, almenningur er ekki enn farinn af stað,“ segir Sigurður Friðriksson, kaupmaður í Bókaversl- un Stefáns Þórarinssonar á Húsavík og býst ekki við að fólk fari að kaupa bækur að ráði fyrr en líða tekur á desember. Þó má sjá hvert stefnir. „Fólk er spennt fyrir Íslandsatlasinum þótt hann sé dýr,“ segir Sigurður. Bókin kostar tæpar tuttugu þúsund krónur en er nú á tilboði. „Svo hefur fólk áhuga á Auði Eir og barnabókinni Hænur eru hermikrákur,“ segir hann. Húsvíkingar eru í takti við það sem gerist í bóksölu annars staðar því bókin um Auði Eir og Íslandsatlasinn eru í þriðja og fjórða sæti á metsölulista Pennans og Hænur og hermikrák- ur er í öðru sæti á barnabókalist- anum, á eftir Harry Potter. ■ HÚSAVÍK Fallegt er um að litast í bænum við Skjálfanda. Bærinn er talinn draga nafn sitt af þeirri staðreynd að Garðar Svavarsson reisti sér hús í víkinni forðum daga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bóksalan í Bókaverslun Stefáns Þórarinssonar: Fer rólega af stað Meirihluti þátttakenda í nýlegri skoðanakönnun á vef útvarpsstöðv- arinnar Útvarps Sögu vill að Gústaf A. Níelsson hefji störf á stöðinni á nýjan leik. Spurt var: Vilt þú hafa Gústaf Níelsson sem þáttastjórn- anda áfram á Útvarpi Sögu? 178 greiddu atkvæði og sögðu 115 eða 65,6 prósent já en 63 eða 35,4 prósent nei. Óhætt er að segja að gustað hafi af Gústaf í útvarpinu; hann var óhræddur við að segja sína skoðun á mönnum og málefnum þó oft færi hún í bága við álit meirihlutans. Fyrir nokkru gekk Gústaf á dyr en litlum sögum fer af ástæðum þess. Gústaf reyndi fyrir sér í pólitík- inni á dögunum, tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor en náði ekki tilætluðum árangri. ■ GÚSTAF NÍELSSON Hlustendur Útvarps Sögu vilja hann í loftið á ný. Könnun á vef Útvarps Sögu: 65 prósent vilja Gústaf í loftið FETAÐ Í FÓTSPOR FORFÖÐUR Albert fursti II af Mónakó ætlar að fara fyrir leiðangri manna á norðurpólinn í apríl á næsta ári en þá verða hundrað ár síðan langalangafi hans, Albert I, fór á pólinn. Albert II greindi frá áformum sínum á blaðamannafundi á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ég er nú bara að temja hross og njóta góða veðursins í sveitinni,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, hrossabóndi og forstöðu- maður meðferðarheimilisins á Torfastöðum í Biskupstungna- hreppi. „Við erum með um 40 hross og erum að byggja hesthús undir þau. Það er riða á næsta bæ og við urðum að skera allt fé sem við vorum með. Við ákváðum því að breyta fjárhúsunum í lúxushesthús og því verkefni er að ljúka. Það er mikil spenna sem því fylgir og við erum að hamast við að klára að byggja hesthúsið, hálfgerð þrælkunarvinna á okkur.“ Starfsemi meðferðarheimilisins á Torfastöðum liggur niðri þessa dagana, en Drífa og eiginmaður hennar, Ólafur Ein- arsson, sögðu upp samningi við ríkið um rekstur þess fyrir nokkru. Meðferðarheimilið var stofnað fyrir tuttugu og fimm árum og þegar Drífa er spurð hvort að þau hjónin ætli að byrja aftur með starfsemi meðferðarheimilisins segir hún það ekki vera á döfinni þessa dagana. „Núna er það bara hrossabúskapurinn,“ segir hún. Þegar Drífa er spurð hvort eitthvað sérstakt sé framundan í tilefni jólanna segir hún að Skálholtskór, sem hún er meðlimur í, sé í ströngum æfingum fyrir jólatónleika sem kórinn ætlar að halda 10. desember næstkomandi. Á jólunum koma margar fjölskyldur saman og eiga góða stund. Drífa segir að hennar fjölskylda haldi jólin alltaf hátíðlega, þegar hún er spurð um hefðir þar á bæ. „Það nú aðallega samvera með fjöl- skyldunni og að njóta þess að fá alla heim um jólin og borða rjúpur. Við fengum engar rjúp- ur í fyrra, en við erum mikið rjúpnafólk og allir hlakka til að borða þær í ár.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DRÍFA KRISTJÁNSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR Á MEÐFERÐARHEIMILINU Á TORFASTÖÐUM Blómlegur hrossabúskapur Tölvupóstsmálið í héraðsdómi Jónína grét í dómsal Buguð kona, segir ritstjóri Fréttablaðsins DV2x15 29.11.2005 20:23 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.