Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 41
samið var um borun eftir fersku vatni á Azor- eyjum. Félaginu óx ásmegin á Azoreyjum, verkefnum fjölgaði og árið 1995 kom um helmingur af veltu þess erlendis frá. Árið 1999 náðust samingar um fyrsta háhitaverk- efnið ytra þegar borun hófst á tveimur há- hitaholum á stærstu eyju Azoreyja, São Miguel. Árið 1998 var stigið mikilvægt skref þegar Jarðboranir stofnuðu dótturfélagið Iceland Drilling Ltd., sem var skráð í Wales og hefur umsjón með erlendum borverkefnum. Félag- ið hefur meðal annars fengist við verkefni á Írlandi, Bretlandi, Færeyjum og Azoreyjum. Í desember lýkur verki sem unnið er fyrir orkufyrirtækið Sogeo S.A. en þetta er stærsta verkefni sem Iceland Drilling hefur fengist við og nemur samningsupphæðin tæpum hálfum milljarði króna. Borinn Jötunn er not- aður til verksins. „Samkeppnishæfni Jarðborana í háhita- framkvæmdum á Azoreyjum á sér þrjár meginforsendur. Í fyrsta lagi veigamikla sér- þekkingu og reynslu fyrirtækisins á háhita- borunum á Íslandi, sem eru einhverjar þær erfiðustu í heimi. Í öðru lagi reynslu af fjöl- þættri starfsemi á Azoreyjum eftir fyrri framkvæmdir og staðgóða þekkingu á háhita- svæðum þar syðra. Í þriðja lagi hefur stór- aukinn tækjabúnaður Jarðborana mikið að segja um útrásarmöguleika fyrirtækisins,“ segir í síðustu ársskýrslu Jarðborana. VÖXTURINN HEFST OG RISAVERKEFNI TRYGGT Á fyrstu átján rekstrarárum Jarðborana sýndi félagið vöxt sem einkenndist af stöðug- leika og öryggi. Það var fjárhagslega sterkt með eiginfjárstöðu lengi vel á bilinu 75-90 prósent og hafði fulla burði til að ráðast í enn stærri verkefni ef tækifæri gæfist. Straumhvörf urðu í rekstri Jarðborana fyrir tveimur árum þegar félagið festi kaup á Björgun og Einingaverksmiðjunni sem tvö- faldaði marksvirði fyrirtækisins og jók veltu þess um 45 prósent. Starfsmönnum samstæð- unnar fjölgaði um eitt hundrað talsins. Kaup- in voru ekki síður gerð til að spara umtals- verða fjármuni með hagræðingu og sam- rekstri þessara félaga Jarðboranir borguðu um 2,4 milljarða króna fyrir Björgun sem hefur verið leiðandi aðili í dýpkunarframkvæmdum í höfnum og landfyllingum. Kaupin voru gerð á góðum tíma, enda hefur verktakamarkaður blómstr- að á síðustu árum með hækkandi fasteigna- verði. Fyrirtækið annaðist uppbyggingu bryggjuhverfa í Grafarvogi og Sjálandi og hefur í bígerð að byggja upp sambærilegt hverfi í Kársnesi Kópavogi. Velta Jarðborana meira en tvöfaldaðist á síðasta ári þegar rekstur beggja dótturfélaga var að fullu kominn inn í rekstur móðurfé- lagsins. Jarðboranir veltu um 3,8 milljörðum króna og skiluðu 432 milljónum í hagnað sem var metafkoma. Jafnframt jókst mark- aðsvirði þess úr fjórum milljörðum í rúma átta milljarða. Á dögunum sömdu Jarðboranir við Orku- veitu Reykjavíkur um sjö milljarða borverk- efni á Hellisheiði sem er stærsti samningur sinnar tegundar hér á landi og stærsta verk- efni Jarðborana frá upphafi. Samningstíminn er frá júní 2006 til desember 2009. Til saman- burðar gerðu sömu aðilar með sér samning í fyrrasumar um borun fyrir gufu á Hellisheiði en fjárhæð verkefnisins hljóðaði upp á 2,3 milljarða króna. Ljóst er að nýi samningurinn hefur gríðarlega mikið að segja um framtíð- arrekstur fyrirtækisins. Þannig áætlar Greiningardeild KB banka, sem gaf út á dögunum greiningu á Jarðborun- um, að tekjur félagsins vaxi um 30 prósent á þessu ári, um fjórðung á næsta ári, tólf pró- sent árið 2007 og um tíu prósent að meðaltali frá 2008-2014. Um 65 prósent tekna Jarðbor- ana koma frá orkuvinnslu en restin frá bygg- ingastarfsemi. Gerir KB banki ráð fyrir að þáttur orkuvinnslunar vaxi hraðar en verk- takastarfsemin þegar til lengri tíma er litið. ATORKA NÆR MEIRIHLUTA Atorka Group, fjárfestingafélag sem sérhæf- ir sig í umbreytingarverkefnum, hefur verið iðið við kolann á hlutabréfamarkaði og tekið mörg félög af markaði á undanförnum árum. Afl fjárfestingafélag, Austurbakki, Líf og Sæplast voru skráð í Kauphöllinni áður en At- orka eignaðist þau. Atorka hefur um nokkurra ára skeið átt yfir 40 prósent hlutafjár í Jarðborunum þar til í nóvember að félagið keypti um tólf pró- senta hlut af Borr Corporation, félags í eigu Sigurðar R. Helgasonar, framkvæmdastjóra Björgunar, og Sigurði Þór Kristjánssyni, framleiðslustjóra hjá Björgun. Þar með hefur Atorka tryggt sér 56 prósent hlutafjár og verður að gera öðrum hluthöfum yfirtökutil- boð innan skamms. Það er varla tilviljun að Atorka láti til skarar skríða nú þegar reksturinn er í mikl- um blóma og verkefnastaða bæði innanlands og erlendist hefur aldrei verið betri. Hagnað- ur Jarðborana á fyrstu níu mánuðum ársins var 510 milljónir króna sem er meiri hagnað- ur en allt árið í fyrra og stefnir í að verða hátt í 700 milljónir króna fyrir árið í heild. Margt bendir til þess að yfirtaka á Jarðbor- unum sé mjög ákjósanlegur kostur – ef hún gengur upp. Nýlegt verðmat á Jarðbor- unum, sem Greiningardeild KB banka hefur gefið út, gæti reynst Atorku þrándur í götu. Verðmatsgengi á Jarðborunum hljóðar upp á 31,1 krónu á hlut, sem sam- svarar að markaðsvirði fé- lagsins sé tólf milljarðar króna, en tilboð Atorku mun hljóða upp á 25 krónur á hlut í skiptum fyrir hluti í At- orku á genginu sex. „Niðurstaða okkar er að tilboð upp á 25 krónur á hlut endurspegli ekki þau verð- mæti sem fólgin eru í rekstri Jarðborana. Að auki teldum við það slök skipti að skipta á bréfum í Jarðbor- unum og Atorku Group,“ segir Greiningardeild KB banka í verðmatinu. HVAÐ GERIR OR? Næst stærsti hluthafinn í Jarðborunum er Orkuveita Reykjavíkur með um þrettán prósenta eignarhlut. Telja má víst að ef Orkuveit- an gengur að tilboði Atorku – að því gefnu að það sam- svari því sem greitt var fyr- ir í nóvember – þá tryggir Atorka sér um 90 prósent hlutafjár og getur farið í innlausn útistandandi hluta. Atorka ætlar í kjölfar yfir- tökutilboðsins að óska eftir því að hlutabréf Jarðborana hf. verði afskráð úr Kaup- höll Íslands. Stóra spurningin er sú hvort OR selji hlut sinn að svo stöddu eða fari fram á hærra verð frá Atorku. Tengsl Jarðborana og Orkuveit- unnar eru samofin bæði í sögulegu og rekstr- arlegu samhengi. Mikil samvinna hefur verið með fyrirtækjunum í gegnum tíðina og stjórnarformaður Jarðborana, Guðmundur Þóroddsson er jafnframt forstjóri Orkuveit- unnar. Ætla má að Orkuveitan hafi verið með í ráðum þegar gengið var frá síðustu kaupum Atorku en hins vegar hefur landslagið breyst mjög með verðmati KB banka og gæti pólitík blandast inn í málið á kosningavetri. Ef OR selur á genginu 28 þá fær hún fyrir sinn snúð nærri 150 milljónum meira en ef hún selur á genginu 25 og nærri 300 milljónum ef verð- mat KB banka á Jarðborunum er haft til hlið- sjónar. Ný kyn- slóð bora Kraftmesti bor Jarðborana er Geysir sem getur kemst á fjög- ur þúsund metra dýpi. Til sam- anburðar kemst háhitaborinn Jötunn niður á 3.300 metra dýpi og Sleipnir niður á 2,4 kíló- metra. Borinn er hannaður af Soilmec á Ítalíu og tekur mið af nýjustu framþróun í bortækni og breytilegum þörfum við- skiptavina. Með tilkomu Geysis gátu Jarðboranir tekist á við mun stærri og erfiðari verkefni en áður og eflt sína útrás. Geysir er af nýrri kynslóð bora sem eru hannaðir til að bora eftir jarðvarma, olíu og gasi með áherslu á árangur, öryggi og sjálfvirkni. Borinn kom til landsins á síðasta ári og kostaði um sex hundruð milljónir króna. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 13 Ú T T E K T auphöllina S T Æ R S T U H L U T H A F A R Í J A R Ð B O R U N U M Þ A N N 2 2 . 1 1 . 2 0 0 5 Hluthafi % 1 Atorka Group hf. 56,25% 2 Orkuveita Reykjavíkur 12,98% 3 Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. 3,97% 4 Jarðboranir hf. 2,78% 5 Lífeyrissjóður lækna 2,78% 6 Fjárfestingasjóður Búnaðarbankans 1,32% 7 Saxbygg ehf. 1,13% 8 MP Fjárfestingarbanki hf. 1,03% 9 Dexter Fjárfestingar hf. 0,99% 10 Fari ehf. 0,99% FRÁ AZOREYJUM Jarðboranir hafa unnið að borverkefnum á Azoreyjum frá árinu 1992. Reynsla af háhita- borunum á Íslandi, fyrri störfum á Azoreyjum og stóraukinn tækjabúnaður veitir fyrirtækinu forskot í sam- keppni á eyjunum. 12_13_Markadur-lesið 29.11.2005 14:53 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.