Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 52
Tilmæli um fjár- málaóstöðugleika Viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til Byggðastofn- unar að hún haldi áfram að lána, enda þótt eiginfjárhlutfall stofn- unarinnar sé komið niður fyrir þau átta prósenta mörk sem sett eru lánafyrirtækjum með lögum og Fjármálaeftirlitið sér um að framfylgja. Fjármálaeftirlitið heyrir reyndar líka undir ráðherrann og því spurning hvort tilmælun- um sé ekki einnig beint til þeirra að framfylgja ekki lögum um lánastofnanir. Miðað við eðli Byggðastofn- unar má gera ráð fyrir að gæði lánasafnsins séu mun lakari, en hjá fjármálafyrirtækjunum og því þyrfti eiginfjárhlutfallið að vera hærra en hjá þeim. Í bönk- unum er þetta hlutfall yfir tíu prósentum. Þeir sem hafa áhyggjur af fjármálastöðugleika bankanna ættu ekki að eiga svefnsamar nætur út af Byggða- stofnun. Það væri alltént gaman að sjá hvað Royal Bank of Scotland hefði að segja um Byggðastofnun. Engin vinahót Lætin út af skýrslu Royal Bank of Scotland leiddu ýmislegt af sér. Meðal þess sem gerðist í kjölfarið var að fyrrum fjand- vinur KB bankamanna, Davíð Oddsson, snæddi hádegisverð með stjórnarformanni bankans og forstjóra þar sem farið var yfir málið í mestu vinsemd. Menn KB banka kölluðu einnig nokkra fjölmiðlamenn á sinn fund og útskýrðu styrk og stöðu bankans. Bentu þeir meðal annars á að starfsmenn matsfyr- irtækisins Fitch hefðu skoðað bankann í átta vikur og þar af verið í heimsókn hjá þeim í átta daga áður en þeir gáfu út láns- hæfismat. KB bankamenn voru þá spurðir hvort matsmenn Fitch yrðu ekki hálfgerðir félag- ar þeirra við svo langa dvöl. Hreiðar Már, forstjóri bankans, varð til svars og bað hvern þann sem tækist að vingast við starfs- menn matsfyrirtækjanna að láta sig vita þegar í stað. Á ferð og flugi Með vaxandi starfsemi ís- lenskra fyrirtækja færist í vöxt að flogið sé með fjárfesta til út- landa að kynna fyrirtækin. Tvær slíkar ferðir voru í þessari viku. Avion fór með myndarleg- an hóp fulltrúa lífeyrissjóða og annarra markaðsaðila í Evrópu- ferð að skoða fyrirtæki félags- ins. Þá var Íslandsbanki einnig á ferðinni með hóp manna að kynna starfsemi sína í Noregi. 100 4,15% 2,2manns sagt upp hjá skrifstofum BakkavararGroup í Englandi. óbreyttir íbúðalánavextir KBbanka. milljarða kaupverð fjárfesta undir for-ystu Baugs á skartgripakeðjunni MWGroup Limited. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_24_Markadur-24 lesin vantar 29.11.2005 16:12 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.