Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 52

Fréttablaðið - 30.11.2005, Side 52
Tilmæli um fjár- málaóstöðugleika Viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til Byggðastofn- unar að hún haldi áfram að lána, enda þótt eiginfjárhlutfall stofn- unarinnar sé komið niður fyrir þau átta prósenta mörk sem sett eru lánafyrirtækjum með lögum og Fjármálaeftirlitið sér um að framfylgja. Fjármálaeftirlitið heyrir reyndar líka undir ráðherrann og því spurning hvort tilmælun- um sé ekki einnig beint til þeirra að framfylgja ekki lögum um lánastofnanir. Miðað við eðli Byggðastofn- unar má gera ráð fyrir að gæði lánasafnsins séu mun lakari, en hjá fjármálafyrirtækjunum og því þyrfti eiginfjárhlutfallið að vera hærra en hjá þeim. Í bönk- unum er þetta hlutfall yfir tíu prósentum. Þeir sem hafa áhyggjur af fjármálastöðugleika bankanna ættu ekki að eiga svefnsamar nætur út af Byggða- stofnun. Það væri alltént gaman að sjá hvað Royal Bank of Scotland hefði að segja um Byggðastofnun. Engin vinahót Lætin út af skýrslu Royal Bank of Scotland leiddu ýmislegt af sér. Meðal þess sem gerðist í kjölfarið var að fyrrum fjand- vinur KB bankamanna, Davíð Oddsson, snæddi hádegisverð með stjórnarformanni bankans og forstjóra þar sem farið var yfir málið í mestu vinsemd. Menn KB banka kölluðu einnig nokkra fjölmiðlamenn á sinn fund og útskýrðu styrk og stöðu bankans. Bentu þeir meðal annars á að starfsmenn matsfyr- irtækisins Fitch hefðu skoðað bankann í átta vikur og þar af verið í heimsókn hjá þeim í átta daga áður en þeir gáfu út láns- hæfismat. KB bankamenn voru þá spurðir hvort matsmenn Fitch yrðu ekki hálfgerðir félag- ar þeirra við svo langa dvöl. Hreiðar Már, forstjóri bankans, varð til svars og bað hvern þann sem tækist að vingast við starfs- menn matsfyrirtækjanna að láta sig vita þegar í stað. Á ferð og flugi Með vaxandi starfsemi ís- lenskra fyrirtækja færist í vöxt að flogið sé með fjárfesta til út- landa að kynna fyrirtækin. Tvær slíkar ferðir voru í þessari viku. Avion fór með myndarleg- an hóp fulltrúa lífeyrissjóða og annarra markaðsaðila í Evrópu- ferð að skoða fyrirtæki félags- ins. Þá var Íslandsbanki einnig á ferðinni með hóp manna að kynna starfsemi sína í Noregi. 100 4,15% 2,2manns sagt upp hjá skrifstofum BakkavararGroup í Englandi. óbreyttir íbúðalánavextir KBbanka. milljarða kaupverð fjárfesta undir for-ystu Baugs á skartgripakeðjunni MWGroup Limited. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_24_Markadur-24 lesin vantar 29.11.2005 16:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.