Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 74
 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR34 � � LEIKIR � 19.15 Selfoss og Haukar mætast í DHL-deild karla. � 19.15 Keflavík og Breiðablik mætast Iceland Express-deild kvenna. � � SJÓNVARP � 18.30 Bestu bikarmörkin á Sýn. Mörk með Man. Utd. � 19.35 Enski deildarbikarinn á Sýn. Leikur Man. Utd og WBA. � 21.35 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur. � 22.05 Strákarnir í Celtic á Sýn. � 22.20 Handboltakvöld á Rúv. � 22.30 Enski deildarbikarin á Sýn. Leikur Man. Utd og WBA. Endursýning. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Miðvikudagur NÓVEMBER MÁNUDAGUR 10. október 2005 70-71 (18-19) SPORT 29.11.2005 17:26 Page 3 HANDBOLTI Mótanefnd HSÍ svaraði erindi handknattleiksdeildar ÍR í gær en ÍR-ingar vildu fá leik sínum gegn ÍBV 17. desember seinkað um einn dag. Upprunalegu kær- unni var vísað frá en mótanefndin féllst á að seinka leiknum í gær um nokkra klukkutíma. „Hann átti að vera klukkan tvö en hefur verið færður til hálf sex. Strákarnir okkar sem verða í prófum þurfa því að spila leik klukkutíma eftir að þeir koma úr prófum,“ sagði Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður hjá ÍR, en hann var ekki sáttur við úrskurðinn. „Hvernig heldurðu að strákarnir séu eftir fjögurra tíma próf? Ég er hundsvekkt- ur með þennan úrskurð. Ég tel að við handboltamenn séum að drepa okkur innan frá með svona vinnubrögðum. Það er þrjóskast út í eitt og ef fram heldur sem horfir verður handboltinn á sama stalli og blakið eftir tvö til þrjú ár.“ - hbg Kæra vegna leiks ÍR og ÍBV: Leiknum aðeins seinkað HÓLMGEIR EINARSSON Hundfúll út í móta- nefnd HSÍ og spáir handboltanum sömu örlögum og blakinu haldi hreyfingin áfram að vinna gegn sjálfri sér. HANDBOLTI Valur og Stjarnan skildu jöfn í æsispennandi leik í Laugardalshöll í gærkvöld þar sem hart var barist allan tímann. Á lokasekúndunni jöfnuðu gest- irnir úr Garðabæ metin en þar var að verki Titi Kalandadze sem var markahæstur Stjörnumanna með sjö mörk. Patrekur Jóhannesson fékk að finna til tevatnsins eftir aðeins 30 sekúndur þegar Ægir Jónsson rak hendina í andlit hans og lá Patrekur óvígur eftir og tók ekki meira þátt í leiknum. „Þetta var grimmileg árás, það er einhver hefndarhugur í þeim frá því í bikarleiknum en það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er þetta bara,“ sagði Sig- urður Bjarnason, þjálfari Stjörn- unnar, eftir leikinn en hann var ánægður með sína menn, „Við vorum klaufar að missa þetta niður undir lokin en Valsmenn eru með frábært lið. En það er enginn vafi á því að við áttum að klára þennan leik enda erum við yfir allan tímann. Ég er mjög ánægður með alla þá baráttu sem við sýndum í þessum leik. Þetta var mjög skemmtilegur leikur, einn sá allra skemmtilegasti í vetur og ég vona að áhorfendur geri sér grein fyrir því að hér er verið að spila topp handbolta. Hérna eru að berjast tvö sterk lið þar sem mikið er undir og það var allt til fyrirmyndar í þessum leik, góð dómgæsla og góður leikur að beggja hálfu,“ sagði Sigurður. Baldvin Þorsteinsson átti góðan dag í Valsliðinu en hann skoraði fimm mörk og var ánægð- ur með leikinn í heild sinni, „Það var fín stemning og fín barátta í liðinu. Við vorum kannski ekki að spila okkar besta bolta en hugar- farið var til staðar og það er mjög jákvætt. Það er ekki margt sem fór úrskeiðis hjá okkur, kannski mátti nýta færin betur. Vörnin í fyrri hálfleik var frekar slöpp, en heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur og við vorum á endanum bara óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi. Þetta datt ekki okkar megin í kvöld en við áttum samt fínan leik,“ sagði Baldvin að lokum. hjalti@frettabladidi.is Jafntefli í baráttuleik Valur og Stjarnan skildu jöfn í spennandi leik í Laugardalshöll í gær, 32-32. ELVAR FRIÐRIKSSON Elvar Friðriksson, leikmaður Vals, er tekinn föstum tökum en hann skoraði þrjú mörk í leiknum. FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson og félagar í Reading náðu ekki að ógna liði Arsenal á Highbury í gær, þegar liðin mættust í ensku deildabikarkepninni. Arsenal komst yfir á tólftu mínútu og var þar að verki Spán- verjinn ungi, José Reyes. Robin van Persie kom Arsenal svo í 2-0 undir lok fyrri hálfleiksins. Ant- onio Lupoli, táningur í liði Arsen- al, bætti þriðja markinu við um miðjan síðari hálfleik. Doncaster hélt áfram að koma á óvart í keppninni er liðið lagði úrvalsdeildarlið Aston Villa að velli með þremur mörkum gegn engu. Leikmenn Aston Villa léku skelfilega illa og er ljóst að David O‘Leary, knattspyrnustjóri liðs- ins, þarf að fá leikmenn sína til þess að spila betri fótbolta ef ekki á illa að fara í vetur. Birmingham City lenti í erfið- leikum gegn Millwall á útivelli. Birmingham komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Julian Gray, en Dunne jafnaði leikinn í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. ■ Reading mætti ofjörlum sínum í enska deildabikarnum í gær: Arsenal lagði Ívar og félaga ÍVAR INGIMARSSON Ívar lék með Reading í gær en átti í erfiðleikum gegn sprækum framherjum Arsenal. HANDBOLTI Lemgo, sem Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirs- son leika með, tókst ekki að leg- gja Kiel að velli í þýsku bikar- keppninni í handbolta í gærkvöld en Kiel hafði betur á heimavelli sínum, 40-36. Logi var að spila sinn fyrsta leik í langan tíma, en hann hefur verið frá vegna meiðsla í næstum hálft ár. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson voru ekki á meðal markaskorara Lemgo. Logi á enn eftir að komast í sitt besta form og má reikna með því að hann muni fá að spila meira í næstu leikjum, en hann fékk í gærkvöld. - mh Stórslagur í handboltanum: Kiel lagði Lemgo að velli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.