Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 49
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 21
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
“Námskeiðið er gott. Ég veit núna
hvernig ég á að fara að til að auka
lestrarhraðann enn meir og hvernig á að
vinna.”
Ester Ólafsdóttir, Tónlistarkennari
“Námið er mjög markvisst og ýtir skemmtilega við
gömlu heilasellunum.”
Sigurður Jónsson, 59 ára afgreiðslumaður.
"... Þátttaka á hraðlestrarnámskeiði gjörbreytti möguleikum mínum til
að takast á við ný verkefni".
Sigurður Sveinsson, viðskiptafræðingur
Ætlar
skatturinn
sér spón úr
þínum aski?
Viltu veita starfsmönnum þínum tækifæri til að
marka þínu fyrirtæki
varanlega sérstöðu í vaxandi samkeppni?
Þriggja vikna fyrirtækjanámskeið
Hraðlestrarskólans eru sérsniðin
að þörfum atvinnulífsins.
Upplýsingar í síma
586-9400 og á www.h.is
Fyrirtækið Theo-dog fashion, sem framleiðir tísku-
vörur fyrir hunda, hlaut fyrstu verðlaun í keppn-
inni Nýsköpun 2005. Keppnin hefur staðið yfir und-
anfarna mánuði og snerist um gerð viðskiptaáætl-
ana. Fyrirtækið hannar og selur hágæða hundafatn-
að. Nú þegar er markaðsetning og sala hafin á
Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum,
Kanada, Ítalíu, Spáni og Hollandi. Enn fremur
hyggst fyrirtækið markaðsetja og selja vörurnar í
enn fleiri löndum á alþjóðamarkaði.
Alls bárust þrjátíu viðskiptaáætlanir í keppnina
sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Íslandsbanki
og Morgunblaðið með stuðningi Háskólans í
Reykjavík, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Iðn-
tæknistofnunar stóðu að. Við athöfn sem fór fram
miðvikudaginn 23. nóvember voru veitt verðlaun
fyrir bestu verkefnin og var það Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra sem afhenti verðlaunin.
Hundatíska verðlaunuð
HANNAR OG SELUR TÍSKUVÖRUR FYRIR HUNDA Theódóra E. Smáradóttir er í forsvari fyrir Theo-dog fashion sem hlaut fyrstu verð-
laun í keppninni Nýsköpun 2005.
Á aðalfundi Evrópusamtakanna
þann 24. nóvember var Sveinn
Hannesson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, útnefndur
Evrópumaður ársins 2005. Þetta
er í þriðja skipti sem Evrópu-
samtökin veita þessa viðurkenn-
ingu. Í máli Andrésar Péturs-
sonar, formanns Evrópusamtak-
anna, kom fram að Sveinn fengi
viðurkenninguna vegna elju
sinnar og SI við að kynna Evr-
ópumálin fyrir Íslendingum.
Áður hafa þeir Einar Benedikts-
son, fyrrverandi sendiherra, og
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, hlot-
ið þessa viðurkenningu.
Sveinn Hannesson
Evrópumaður ársins
EVRÓPUMAÐUR ÁRSINS Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri iðnaðarins, er Evrópu-
maður ársins að mati Evrópusamtakanna.
VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Elín Þ. Þorsteinsdóttir, stofnandi Verkefnalausna og
framkvæmdastjóri, og Þór Clausen, forstöðumaður Endurmenntunar Háskólans í Reykjavík.
Verkefnalausnir og HR í samstarf
Verkefnalausnir, fyrirtæki
sem sérhæfir sig í verkefna-
stjórnun, og Háskólinn í
Reykjavík hafa gert með sér
samning um samstarf. Verk-
efnalausnir annast meðal
annars sölu á hugbúnaðinum
MindManager og JCVGantt
hér á landi. Samstarfið við
HR felur meðal annars í sér
að HR mun bjóða upp nám-
skeið í notkun þessa hugbún-
aðar innan HR og fyrir at-
vinnulífið.
MindManager er forrit
sem nýtist fyrirtækjum, ein-
staklingum, menntastofnun-
um og nemendum og opinber-
um fyrirtækjum við hvers
kyns skipulagningu, skýrslu-
gerð, kynningar, verkefna-
stjórnun, þekkingarstjórnun,
hugarflug og fundarstjórnun.
JCVGantt Pro 2 er einfalt og
hagnýtt tæki til að áætla tíma
og kostnað verkefna á ör-
skömmum tíma og vinnur
20_21_Markadur- lesið 29.11.2005 16:21 Page 3