Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 6
6 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR Fundarstjóri verður Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar. Allir velkomnir. Stjórn VHÍ Dagskrá: 16:00 Setning. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra. 16:10 Verkfræðileg nálgun við banka. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands. 16:30 Súrefnisrannsóknir og sprotafyrirtæki. Samstarf verkfræðinga og lækna í lífverkfræði. Einar Stefánsson, Landspítali – Háskólasjúkrahús. 16:50 Viðurkenning fyrir framlag til verkfræðirannsókna á Íslandi. Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ. 16:55 Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni í framhaldsnámi við verkfræðideild. Agnar Már Jónsson, forstjóri Opinna kerfa ehf. 17:00 Ársskýrsla Verkfræðistofnunar HÍ. Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ. 17:10 Léttar veitingar og spjall. Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldinn í Öskju, Sturlugötu 7, miðvikudaginn 30. nóvember, frá kl. 16:00–18:00. ÁRSFUNDUR F í t o n / S Í A F I 0 1 5 3 7 0 KJÖRKASSINN Á að leggja niður Íbúðarlána- sjóð? Já 15,3% Nei 84,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á ríkið að jafna rafmagnskosnað fyrirtækja eftir landshlutum? Segðu þína skoðun á visir.is DANMÖRK Tveir Pólverjar hafa verið úrskurðaðir í einangrunarvist fram á Þorláksmessu vegna morðsins á ungum Gambíumanni sem fannst látinn á hótelherbergi í Kaupmanna- höfn í fyrradag. Tvær pólskar konur voru einnig úrskurðaðar í varðhald en Pólverj- arnir eru allir sagðir hafa verið á hótelinu á sama tíma og morðið var framið. Sá myrti hafði dvalið á hótelinu um nokkurt skeið. Vitni heyrðu mikinn hávaða frá herbergi hans nokkrum tímum áður en hann fann- st látinn. Hann var með mikla áver- ka á höfði eftir hníf. Þá hafði verðið sparkað í höfuð hans og háls. ■ Hótelmorðið í Danmörku: Fjórir Pólverjar í gæsluvarðhald DÓMSMÁL Tekist var á um mörkin milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Til aðalmeðferðar var mál Jónínu Benediktsdóttur gegn Kára Jónassyni, ritstjóra Frétta- blaðsins, vegna birtingar blaðsins á efni sem byggt var á tölvupóstum sem Jónína hafði sent. Bæði tján- ingarfrelsið og friðhelgi einkalífs- ins eru stjórnarskrárbundin rétt- indi borgara þessa lands. Í málflutningi Hróbjarts Jón- atanssonar, lögmanns Jónínu, rök- studdi hann að réttlætanlegt væri að setja tjáningarfrelsinu skorður og vitnaði í stjórnarskrána þar sem segir að tjáningarfrelsinu megi setja skorður til þess að vernda allsherjarreglu og ríkis- öryggi ásamt því að vernda heilsu fólks, siðgæði og mannorð. Jónína sagði í vitnastúku gróflega hafa verið brotið á friðhelgi einkalífs síns með fréttaflutningi byggðum á tölvubréfunum umræddu. Hróbjartur krefst refsingar yfir Kára, fyrir hönd Jónínu, á þeim forsendum að ritstjóri sé ábyrgur fyrir því efni sem ekki er skilmerkilega auðkennt með höf- undarnafni. Skýrar heimildir séu fyrir því að refsa mönnum fyrir að hnýsast í það sem þeim kemur ekki við án nægilegrar ástæðu. Jón Magnússon, verjandi Kára Jónassonar, benti á að staðfest- ingar á innihaldi tölvubréfanna hefði verið leitað hjá þeim sem nafngreindir voru, áður en frétt- ir voru fluttar af málinu. Ein- ungis það sem taldist fréttnæmt í innihaldi tölvubréfanna hefði verið birt, en aðrar upplýsingar sem hefðu varðað einkahagi fólks hefðu verið látnar kyrrar. „Það er umhugsunarefni, virðulegur dómur, hvort hægt er að halda því fram að hér sé um bréf stefnanda að ræða,“ sagði Jón meðal annars í málflutningi sínum og benti á að ekki væri aug- ljóst hvort sendandi eða viðtak- andi ætti bréfin. Jónína Benediktsdóttir full- yrti í vitnastúku að Fréttablaðið hefði hlíft eigendum sínum með því að vitna ekki í tölvupóst sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ku hafa sent Jóni Gerald Sullenberger. Hvorki Kári Jón- asson né Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, könnuðust við að þetta tölvubréf hefði tilheyrt þeim gögnum sem tekist er á um. Jónína neitaði að tjá sig um innihald þessa tölvubréfs í vitnastúku og kröfu Jón Magnús- sonar um að þetta tölvubréf yrði lagt fyrir dóminn var hafnað af Hróbjarti og Jónínu. „Hvað voru bréf frá Jóni Ásgeiri til Jóns Geralds að gera í pósthólfi Jónínu Benediktsdótt- ur?“ spyr Jón Magnússon. „Ég sá aldrei þetta bréf. Það er með ólíkindum að einungis Jónína viti um þetta bréf. Því var augljóslega hafnað að leggja fram þetta bréf vegna þess að bréfið er ekki til. Þetta er della,“ bætir Jón Magn- ússon við. Málið var lagt í dóm og er úrskurðar að vænta fljótlega á nýju ári. saj@frettabladid.is Tekist á um frelsi til tjáningar og einkalífs Lögmaður Jónínu Benediktsdóttir, telur réttlætanlegt að setja tjáningarfrelsinu skorður til að vernda friðhelgi einkalífsins. Lögmaður Fréttablaðsins vísar til tjáningarfrelsis og upplýsingahlutverks fjölmiðla í máli Jónínu gegn blaðinu. JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR OG HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Jónína neitaði að upplýsa um innihald tölvubréfs frá Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni til Jóns Geralds Sullenberger í dómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA JÓN MAGNÚSSON OG KÁRI JÓNASSON Kári sagðist ekki hafa séð bréf frá Jóni Ásgeiri til Jóns Geralds meðal gagnanna. Jón Magnús- son telur líklegast að bréfið sé ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNMÁL „Ég hef tekið ákvörðun um að fella reglugerðina úr gildi strax og það verður greitt út eins og áður var til áramóta,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann ákvað í gær í kjölfar mikill- ar andstöðu með þá ákvörðun að skerða bótagreiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega að fella reglugerð þess efnis úr gildi og greiða áfram bætur til þeirra sem samkvæmt henni höfðu ekki fengið greiðslur síðustu tvo mánuði ársins. Áfram verður um skerðingu að ræða hjá þeim sem nýtt hafa sér að fullu bótarétt sinn. Það munu vera um 80 einstaklingar en sú skerðing verður aðeins 20 prósent í stað þeirrar hundrað prósenta skerðingar sem fyrirhuguð var samkvæmt reglugerðinni. Reglugerðin vakti hörð við- brögð Landssambands eldri borg- ara sem rituðu ráðherra bréf þar sem skorað var á hann að draga hana til baka, Jón segir mikil- vægt að koma í veg fyrir að bætur falli alfarið niður hjá hópi fólks síðustu tvo mánuði ársins og þess vegna hafi hann dregið hana til baka. „Ég mun skipa í framhald- inu vinnuhóp til að fara nánar yfir framkvæmdina sem mun ljúka störfum í lok janúar og þar sem farið verður yfir mál þeirra 80 öryrkja sem fullnýtt hafa sér bótaréttinn og hefðu orðið fyrir skerðingu.“ - aöe Reglugerð um skerðingu bótagreiðslna öryrkja og aldraðra felld úr gildi: Allir fá bætur áfram út árið DRÓ Í LAND Vegna mikilla mótmæla hefur heilbrigðisráðherra fellt úr gildi reglugerð um skerðingu bóta öryrkja og ellilífeyris- þega. ATVINNUMÁL „Fljótt á litið sýnist mér að þriðja greinin í frumvarpi ráðherrans sé til þess fallin að brjóta í bága við frjálst flæði þjón- ustu eins og samningurinn um evrópska efnahagsvæðið kveður á um,“ segir Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur og fyrrverandi yfir- maður eftirlitsskrifstofu EFTA. Þar á Eggert við frumvarp það sem Árni Magnússon, félags- málaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi um starfsmannaleigur en um þær hafa engin lög gilt hing- að til og er frumvarpinu ætlað að bæta úr því. Þriðja grein þess kveður á um að sérhver starfsmannaleiga sem veitir þjónustu hérlendis lengur en tíu daga á ári skuli hafa sér- stakan fulltrúa hér á landi. Þetta segir Eggert þýða aukinn kostnað fyrir starfsmannaleigurnar, geti skapað verri starfsskilyrði og þar með brotið ákvæði EES-samn- ingsins sem kveður á um frjálst flæði þjónustu. „Þetta er skilj- anlegt ákvæði en að miða við tíu daga er heldur gróft að mínu mati og stenst vart ákvæðin um frjálst flæði þjónustu.“ - aöe Lögfræðingur telur alvarlega vankanta á frumvarpi um starfsmannaleigur: Stenst varla EES-samninginn VERKAMENN Á KÁRAHNJÚKUM Lengi hefur þess verið beðið af mörgum að lög yrðu sett á erlendar starfsmannaleigur eins og þær sem hafa séð Impregilo fyrir vinnuafli á Kárahnjúkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.