Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 68
 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR Síðasta laugardag kepptu fjór- tán gullfallegar stúlkur í Ford- keppninni sem haldin var í Loft- kastalanum. Keppnin hefur þótt vera stökkpallur ungra stúlkna inn í fyrirsætuheiminn enda hafa margar þeirra sem sigrað hafa á árum áður komist langt í bransanum. Sú sem fór með sigur af hólmi í Fordkeppn- inni árið 2005 var Matthildur Lind Matthíasdóttir, sextán ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Í öðru sæti varð Laufey Mjöll Helgadóttir og Lára Margrét Möller í þriðja sæti. Bryndís Helgadóttir var valin andlit Kea-skyrs. Flottar Fordstelpur ÚRSLITIN Frá vinstri: Matthildur Lind Matthíasdóttir, Laufey Mjöll Helgadóttir, Lára Margrét Möller og Bryndís Helgadóttir. TÖFF Vala Hafstad var töff í keppninni. KYNNARNIR Þau stóðu sig með prýði, Sóley Kristjánsdóttir og Frosti Logason. FLOTT Helga Lovísa K. Einarsdóttir stígur hér á svið. LÁRA MARGRÉT MÖLLER Hún var glæsileg í Loftkastalanum og hreppti þriðja sætið. Í fyrradag vaknaði ég í félagsmiðstöðinni Skjólið við það að græjurnar í plötu- snúðaklefanum voru enn þá í gangi eftir að Ragnar hafði verið að hlusta á dúndrandi rokk alla nóttina. Hvernig hann getur sofnað við þetta fæ ég aldrei skilið. Skari Rót keyrði frá „Blúnduósi“ á þriggja og hálfs tonna bílnum okkar eins og hann væri að keppa í BMX-hjóla- keppni. Fréttirnar voru þó þær að okkur tókst að villast. Við keyrðum út legþröngan afleggjara sem leiddi okkur að sveitakofa. Við ætluðum ekki að verða eldri þegar við sáum gamla konu reyna að slá frostlagða jörðina sína með handknú- inni slátturvél. Við skellihlógum eins og vitleysingar alla leiðina á Sauðárkrók. Kannski hefðum við átt að segja henni hvaða árstími var en við hlógum alltof mikið til að geta talað. Það var alveg komin tími á að þrífa sveitta líkama okkar þannig að við tókum stefnuna á sundlaugina. Nema Ragnar náttúrulega. Hann harðneitaði að þrífa sig og fór í staðinn í kaupfélagið að kaupa geisladiska. Eftir æðislegan heitan pott fórum við í skólann til að stilla upp. Þar reyndust rokkguðirnir okkur heldur betur hliðhollir. Það hafði verið leiksýning og okkur bauðst kolsvört sviðsmynd, hljóðkerfi, fullt af ljósum og æðislegur ljósamaður, sem eyddi drjúgum tíma í það að undirbúa ljósa“show“ fyrir kvöldið. Kærar þakkir meistari ljósamaður! Tónleikarnir voru æðislegir og við fundum allir fyrir því hversu gott er að taka svona útferð/túr. Núna erum við komnir í gírinn, gott form og getum spilað heila tónleika á fullum krafti án þess að vera eins og handónýtir heróínsjúklingar eftir á. Eftir tónleika og rót er alltaf gott að fá sér öl, stundum einn, stundum tvo og stundum alltof marga. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður í kvöld en Silli er með glottið sitt ofan í bjórkassanum sínum, Arnar farinn að sveifla hafnar- boltakylfunni sinni í aftursætinu, Ragnar borðar snakk með sinnepi en Skari Rót er enn þá að hlæja að bóndakonunni. Sjálfum lýst mér best á að prufa pöbb- inn og sjá til hvað gerist þar. Kv. Egill SIGN BLOGGAR FRÁ FERÐ SINNI UM LANDIÐ: Rokkguðirnir reynast okkur hliðhollir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.