Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 22
[ ]
�������������������������������� ����������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������
���������������������������������������
��������������������������������������������
���������������
���������������������������������
�������������������
���������������
������������������ ���������������
�����������������������������
Upplýsingaþjónusta
Vegagerðarinnar
opin alla daga kl. 07:00 – 22:00 í vetur
Færð og veður
Textavarp síður 470–490
Talvél sími 1779
Engin gjöld eru tekin fyrir að leita
upplýsinga hjá Vegagerðinni
1777
www.vegagerd in . i s
Hin rómaða áramótaferð Útivistar í undraveröldinni
Básum. Njótið áramótanna á ógleymanlegan hátt
í heimkynnum huldufólksins. Brottför frá BSÍ kl.8
föstudaginn 30. desember.
Aðventu- og áramótaferðir
hafa yfir sér sérstakan sjarma.
Hópferðir í fjallaskála í skamm-
deginu eiga miklum vinsældum
að fagna og nú er sá tími runninn
upp. Um síðustu helgi efndi Úti-
vist til árlegrar fjölskylduferðar
í Bása sem er ævintýraheimur
á þessum tíma árs og um næstu
helgi, 3. til 4. desember, er önnur
aðventuferð á döfinni hjá Úti-
vist. Það er jeppaferð í Bása og
lagt af stað í hana kl. 10 á laug-
ardeginum frá Hvolsvelli. Dag-
skráin snýst um léttar göngur,
góða stemningu og kvöldvöku.
Fararstjórar í þeirri ferð eru
Guðrún Inga Bjarnadóttir og
Guðmundur Eiríksson.
Ferðafélagið er að undir-
búa áramótaferð í Þórsmörk og
ætlar þar með að endurvekja
gamlan og góðan sið. Um er að
ræða þriggja daga ferð þar sem
lagt verður af stað frá Mörkinni
6 föstudaginn 30. desember kl.
10 og komið til baka á nýárs-
dag um kl. 18. Á dagskránni
eru meðal annars gönguferðir,
gönguskíðaferðir, jakahlaup á
Krossá, stjörnuskoðun, grýlu-
kertatínsla og snjóhúsagerð.
Auk þess verður spilað, bæði á
hin ýmsu spil og á gítar, haldnar
kvöldvökur, grillað, kveikt í
áramótabrennu og flugeldum
fírað upp. Farið verður á stórum
breyttum fjallajeppum og farar-
stjóri verður Páll Guðmundsson.
Frestur til að skrá sig í ferðina
er til 10. desember. ■
Léttar göngur og góð
stemning í óbyggðum
Það er góð tilbreyting að gista í fjallaskála í skammdeginu.
Verslunarferðir til annarra landa hafa alltaf verið vinsælar hjá Íslendingum.
Það getur verið sniðugt að skreppa í helgarferð til útlanda og gera góð kaup fyrir
jólin og upplifa annars konar menningu í leiðinni.
Vel yfir þrjú þúsund Íslending-
ar munu eyða jólunum sínum
á heitum ströndum Kanaríeyja
á vegum íslenskra ferðaskrif-
stofa. Staðurinn er einstaklega
vinsæll á meðal fjölskyldufólks.
Það verður ekki annað sagt um
hina ágætu íslensku þjóð en að
hún er með eindæmum ferðaglöð.
Gömul tugga reyndar en verður
aldrei of oft kveðin. Þessi ferða-
gleði virðist líka vera að aukast
með hverju árinu sem líður. Þó
svo að fleiri fyrirtæki hafi verið
að koma inn á ferðamarkaðinn eru
allar ferðaskrifstofurnar sammála
um að aldrei fyrr hafi verið eins
mikil eftirspurn. Jólaferðir til suð-
lægra slóða hafa um nokkurn tíma
verið mjög vinsælar hjá köldum
Íslendingum. Slíkar ferðir hafa
þó notið vaxandi vinsælda und-
anfarin ár, sérstaklega á meðal
fjölskyldufólks.
Hjá Apollo, sem stofnaði útibú
sitt hér fyrir ekki svo löngu síðan,
fengust þau svör að yfir hundrað
manns yrðu á vegum fyrirtækisins
erlendis yfir jólin, flestir á Taí-
landi, Egyptalandi og síðan að
sjálfsögðu á vinsælasta áfangastað
Íslendinga um jólin, Kanaríeyj-
um. Langflestir Íslendingar sem
hyggja á einhvers konar sólarferð-
ir í jólamánuðinum fara þangað.
Þannig fara 600-800 Íslendingar
á vegum Heimsferða þangað, um
100 á vegum Sumarferða og um
800 Íslendingar fara á vegum
Úrval Útsýnar til Kanaríeyja og
verða þar yfir jólin. Þessar tölur
eru einungis yfir þá Íslendinga
sem verða á Kanaríeyjum yfir
hájólin en margir koma einnig um
áramótin.
Svo virðist sem aðrir sólþyrst-
ir Íslendingar sem ekki kjósa að
fylgja hjörðinni til Kanaríeyja
velji samt sem áður Spán sem
áfangastað sinn, því næstflestir
fara til Alicante eða Benidorm á
Spáni yfir jólin.
Auk sólskinsferða fara fjöl-
margir Íslendingar í margs konar
ferðir um jólin. Sumir fara á
skíði og fjölmargir halda á fram-
andi slóðir í Asíu. Auk þess halda
fjölmargir í borgarferðir og í
heimsóknir til ættingja erlendis.
Helsta ástæða þessa ferða-
brjálæðis landans telja flestar
ferðaskrifstofurnar vera mikla
verðlækkun á ferðum. Úrvalið
er líka að aukast mikið og á eftir
að aukast mun meira. Það er því
útlit fyrir að þessir stóru þætt-
ir, verð og úrval, eigi eftir að
batna til muna, til hagsbóta fyrir
ferðaþyrsta Íslendinga. ■
Fjölskyldur leita í
sólina um jólin
Kanaríeyjar eru langvinsælasti áfangastaður þeirra sem kaupa sér pakkaferðir yfir jólin.
Það er fyrirhyggju langafa
Gunnlaugs Jónassonar að
þakka að Gistihúsið Egilsstað-
ir var byggt fyrir rúmum hund-
rað árum.
„Langafi minn, Jón Bergsson,
er sagður hafa sagt, „Hér verða
vegamót,“ segir Gunnlaugur
Jónasson, en hann og kona hans,
Hulda Daníelsdóttir, eiga og reka
Gistihúsið Egilsstaði.
Langafi Gunnlaugs var varað-
ur við miklum gestagangi þegar
hann keypti jörðina rétt fyrir
þarsíðustu aldamót en hann lét
það ekki á sig fá og byggði stórt
hús í skandinavískum herra-
garðsstíl. Gunnlaugur og kona
hans vinna sífellt að endurbótum
á húsinu, sem er á fjórum hæðum
og hefur ásamt átján herbergjum
afar góða fundaaðstöðu. Jafn-
framt er veitingastaður rekinn
þar á sumrin. Hægt er að panta
mat fyrirfram fyrir hópa á
veturna. ■
Hér verða
vegamót
Gunnlaugur Jónasson og Hulda
Daníelsdóttir eigendur Gistihússins
Egilsstaða.