Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 23
30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR 3 Ævintýraleg gönguferð um hin glæstu Himalajafjöll er á döf- inni um næstu páska á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Fararstjóri er Helgi Benediktsson sem er hagvanur á þessum slóðum. „Ég er búinn að fara margar ferðir til Nepal á undanförnum áratugum til ýmissa svæða. Sá hluti þess sem nú á að heimsækja er einn sá vin- sælasti enda býr hann yfir hæstu byggðu bólum í heimi og einstakri fjallasýn,“ segir Helgi og breiðir úr myndum máli sínu til stuðnings. Hann segir reyndar að meira verði gert en að virða fjöllin fyrir sér úr fjarlægð því förinni sé heitið upp á einn tindinn sem heiti Khala Pattar og er í 5.650 metra hæð. Gengið er eftir stígum alla leið, í gegnum öll gróðurbelti, úr um þrjátíu gráðu dagshita neðst í allt niður í fimmtán gráðu frost að nóttu til. „Veðrið er lengst af eins og blítt sumarveður á Fróni og lyngrósin er í blóma upp um allar hlíðar,“ segir Helgi. Hann tekur líka fram að þótt landslagið sé að sjálfsögðu ævintýralegt þá sé mannlífið ekki síður heillandi á þess- um slóðum. Beðinn að lýsa aðeins ferðatilhögun þá segir hann flogið frá London til Kathmandu og þaðan til Lukla. „Þar hefst ævintýrið þegar við lendum á litla flugvellinum,“ segir hann og heldur áfram. „Við göngum næstu dagana um heim- kynni Sherpanna, um þorp þeirra og klaustur og horfum í fjarska á Everest og Ama Dablam. Einn dag höldum við kyrru fyrir í Namche Bazaar til að aðlagast þynnra lofti en hápunktur ferðarinnar fyrir marga er útsýnið sem opnast frá tindi Kala Pattar að ógleymdri þeirri frábæru upplifun að hafa lagt þessa leið að baki þegar komið er aftur til Kath- mandu.“ Helga er bent á að enn sé langt til páska. Hann segir á móti nauð- synlegt að hafa tímann fyrir sér enda þurfi að panta innanlandsflug í Nepal með fyrirvara og til að njóta ferðarinnar sé gott að vera líkam- lega vel á sig kominn. „Sumir þurfa að undirbúa sig sérstaklega. Við berum samt ekkert sjálf nema létta poka með fötum og nesti til dagsins og þetta er flestum fært sem hafa einhverja reynslu af gönguferðum,“ tekur hann fram. gun@frettabladid.is Gengið við hæstu byggðu ból í heimi Helgi er oft búinn að fara til Nepal áður. Gist er í tjöldum og matreiðslumaður sér um veitingarnar. Gengið er á stígum alla leið og lengst af í þægilegum hita. Á morgun ætlar útivistarrækt- in að ganga á Ægisíðu og hefst ferðin klukkan 18.00. Lagt er af stað frá bílastæðinu þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur var í Fossvogi. Gengið verður vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvíkina og út með Skerjafirði og að Ægisíðu. Sama leið er gengin til baka og tekur gangan rúma klukkustund. Þátttaka í útivistarræktinni er öllum opin og er markmið hennar að skapa skemmtilegan félagsskap og byggja upp gönguþol. Útivistarræktin er kjörinn félagsskapur til að kynnast útivistarfíklum og margir í þessum hópi fara saman í lengri útivistarferð- ir eða taka þátt í öðru félagsstarfi Útivistar. ferðir } Fólkið er glaðlegt og litríkt á þessum slóðum. Arkað á Ægisíðu ÚTIVISTARRÆKTIN ÆTLAR ENN SEM FYRR AÐ ARKA ÆGISÍÐU. Næsta vor mun Orlando Sanford International Airport verða miðstöð fyrir starfsemi Icelandair í Orlando. Í síðustu viku undirritaði Icelandair samning þess efnis að flytja miðstöð starfsemi sinnar í Orlando af Orlando International Airport til Orlando Sanford International Airport. Aðstandendur alþjóðaflugvallar- ins Sanford buðu Icelandair góð kjör í þeim tilgangi að fá viðskipti félagsins yfir til sín. Icelandair fær til að mynda markaðsstyrk sem nemur um fimm milljónum króna árlega. Einnig sömdu félögin um að Ice- landair komi ekki til með að greiða lendingargjöld fyrstu sex mánuði samningstímabilsins. Breytingarnar taka gildi næsta vor og mun fyrsta flug Icelandair verða í lok mars á næsta ári. Skipt um flugvöll ICLANDAIR FLYTUR SIG UM SET.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.