Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 24
[ ] Staflarar einnig úrval af pallettutjökkum • Lágmúli 9 / 108 Reykjavík • Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515 • www.sturlaugur.is Nýtt Nissan Almera 2000 -> Eigum til á lager kristal afturljós og stefnuljós á margar bíltegundir ´ Kristal afturljós AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is Barnageisladiskar geta komið sér vel í bílum þegar aka þarf langar vegalengdir með börn. Lítil börn verða oft óþolinmóð ef þau þurfa að sitja lengi í bíl og þá er ágætt að hafa ofan af fyrir þeim með einhverju sem þeim þykir skemmtilegt. Nýlega birti Umferðarstofa niðurstöður rannsóknar sem sýndi að umferðaróhöppum ungra ökumanna, sérstaklega karlmanna, hefur fækkað verulega. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri F.Í.B., segir að enn megi gera mun betur. „Það er gleðilegt að þessi árangur hafi náðst. Aftur á móti er þessi hópur í einna mestri áhættu allra aldurshópa í umferðinni. Enn sem fyrr eru 20% líkur á að ökumaður á fyrsta ári lendi í óhappi og það er alltof hátt hlutfall. Þetta er áfram barátta, við höfum ekki unnið neinn stórsigur með þessum árangri heldur verður að halda áfram þessu markvissa starfi. Það er margt óunnið en þessi þróun er vissulega gleðiefni,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Hann telur ekki óeðli- legt að Íslendingar fari að dæmi nágrannaþjóðanna og hækki öku- leyfisaldur í átján ár. Eins og kom fram í blaðinu á laugardaginn voru niðurstöð- ur athugunar Umferðarstofu birtar í síðustu viku þess efnis að mikil fækkun hefur orðið á umferðarslysum á meðal ungra ökumanna. Þar kom sérstaklega fram að mikil fækkun hefur orðið á umferðarslysum meðal ungra karlmanna á meðan umferðarslys meðal ungra kvenmanna hefur nær staðið í stað. Kjartan Þórð- arson, sem tók saman skýrsluna fyrir Umferðarstofu, segir þar að helst megi þakka þennan árang- ur nýju refsipunktakerfi og því að æfingaakstur með öðrum hafi gefið ungum ökumönnum mikil- væga reynslu. Sé miðað við önnur Evrópu- ríki standa ungir íslenskir öku- menn ekki nógu vel að vígi en Runólfur telur helstu skýringu þess vera að mun algengara sé að Íslendingar fái ökuréttindi um leið og þeir nái aldri. „Hlutfalls- lega fleiri unglingar eru að skila sér út í umferðina hér en í þeim löndum sem við miðum okkur við, það getur verið að það hafi að einhverju leyti haft áhrif á þá töl- fræði,“ segir Runólfur að lokum. steinthor@frettabladid.is Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri F.Í.B., segir að enn sé mikið starf framundan við að fækka umferðaróhöppum yngri ökumanna. 20% ungra ökumanna lenda í óhappi fyrsta árið Hlutfallslega fleiri fá ökuréttindi þegar þeir hafa aldur til hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. 89% karla og 95% kvenna segjast taka eftir því hvernig bíl tilvonandi elskhugar aka. Þessar niðurstöður fékk Ford út úr könnun sem framkvæmd var á fjögur hundruð manns í ýmsum borgum í Bandaríkjunum. Það var ekki einungis bílategundin sem skipti máli heldur hversu vel bílnum var haldið við og hversu snyrtilegur hann var. Svo virðist sem kvenþjóðin leggi meira upp úr snyrtimennsku því 69% þeir- ra létu ástand ökutækjanna hafa áhrif á hrifningu sína á meðan 47% karlmanna játuðu að subb- uskapur hefði neikvæð áhrif á ímynd kvenna. „Oftar en ekki færðu aðeins eitt tækifæri til að koma vel fyrir og yfirleitt er bíllinn þinn það fyrsta sem fólk sér. Rétt eins og klæða- burður þinn segir bíllinn þinn sitthvað um þig og lífsstíl þinn,“ segir Ellen Fein, höfundur stefnu- mótarbókarinnar The Rules. Þegar þátttakendur voru beðn- ir að rifja upp vandræðalegasta augnablikið sem upp hafði komið í bíl á stefnumóti var algengast að vera kallaður slæmur ökumaður. Mun fleiri konur en karlar höfðu fengið þá athugasemd. Í öðru sæti var að að kasta upp í bílnum og í þriðja sæti að lenda í laganna vörðum fyrir of hraðan akstur. Bíllinn skiptir máli Það er betra að hafa bílinn hreinan ef heilla á hitt kynið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.