Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN10
F R É T T A S K Ý R I N G
Ríkisendurskoðun tekur ekki beina af-
stöðu til þess hvort lánasamningar, sem
Íbúðalánasjóður hefur gert við banka og
sparisjóði, hafi verið í samræmi við lög og
reglur. Þetta kemur fram í nýrri stjórn-
sýsluúttekt sem Ríkisendurskoðun hefur
gert á sjóðnum. Þar segir að með hliðsjón
af stöðu og hlutverki Fjármálaeftirlitsins,
sem sjálfstæðs eftirlitsaðila með fjár-
málastarfsemi, sé rétt að það úrskurði um
slík álitamál í samræmi við lög. Bent er á
að Fjármálaeftirlitið hafi verið upplýst um
eðli þessara lánasamninga og látið þá við-
gangast.
Hins vegar gagnrýnir Ríkisendurskoð-
un að það hafi ekki verið tilkynnt formlega
þegar Íbúðalánasjóður hóf að nota þessa
lánasamninga sem hluta af áhættustýr-
ingu sinni. Betur hefði átt að vanda til
verka í því tilviki og kynna fyrir markaðs-
aðilum. Horfa verði til þess að stjórnend-
ur Íbúðalánasjóðs hafi með þessu verið að
forða sjóðnum frá yfirvofandi tjóni vegna
mikilla uppgreiðslna íbúðalána og koma
þokkalegu jafnvægi á milli eigna og
skulda. Sé horft framhjá efasemdum um
lögmæti þessara lánasamninga sýnist Rík-
isendurskoðun að þessir gjörningar hafi
tryggt hagsmuni sjóðsins með nokkuð við-
unandi hætti.
KEYPTI LÁN BANKANNA
Í einföldu máli má segja að Íbúðalánasjóð-
ur hefur notað milljarða króna, sem hafa
komið í kassann vegna uppgreiðslu íbúða-
lána í kjölfar þess að fjármálafyrirtæki
fóru að bjóða hagstæð íbúðalán í fyrra-
haust, til að kaupa lánasamninga sem
bankar og sparisjóðir hafa gert við kaup-
endur fasteigna. Þannig hefur Íbúðalána-
sjóður tryggt að hann fái áfram tekjur af
þessum peningum sínum því til sjóðsins
renna afborganirnar af íbúðalánunum.
Hins vegar vita viðskiptavinirnir ekki bet-
ur en að þeir séu áfram að greiða bankan-
um sínum fyrir lánið. Ekkert breytist
gagnvart þeim. Sparisjóðirnir hafa notað
þessa aðferð mikið við að fjármagna sín
íbúðalán, einnig Landsbankinn, Íslands-
banki minna en KB banki ekki neitt.
Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi
sína til langs tíma. Peningana sem hann
tekur að láni notar hann til að lána aftur til
íbúðakaupa og þiggur þóknun fyrir. Þegar
fjölmargir greiddu upp lán sín var hætta á
að misræmi yrði á milli eigna og skulda.
Þá hefði sjóðurinn ekki lengur haft tekjur
af peningunum en þyrfti samt áfram að
borga sjálfur fyrir að fá þá að láni. Þess
vegna var mikilvægt fyrir stjórnendur
Íbúðalánasjóðs að finna nýtt hlutverk fyr-
ir peningana og fá áfram tekjur af þeim til
að standa undir afborgunum. Lánasamn-
ingarnir redduðu þeim vanda og kaupin á
þeim voru skilgreind innan heimilda til
áhættustýringar.
ATHUGASEMD EFTIRLITSINS
Í stjórnsýsluúttektinni kemur fram að
Fjármálaeftirlitið hafi tæplega hálfu ári
eftir að lánasamningar voru fyrst gerðir,
eða 10. maí 2005, gert Íbúðalánasjóði það
ljóst að samningar af þessu tagi væru
orðnir verulegur þáttur í starfsemi sjóðs-
ins. Áður hefði eftirlitið ekki gert athuga-
semdir enda var talið í upphafi að samn-
ingarnir hefðu verið gerðir til að bregðast
við vanda á tilteknum tímapunkti. Í ljósi
þess að þetta var orðinn stór þáttur í starf-
semi sjóðsins þyrfti að huga betur að og
styrkja reglurnar sem bjuggu að baki.
Það gerði Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra svo í september síðastliðinn þeg-
ar hann gaf út reglugerð þar sem skýrt
var orðað að Íbúðalánasjóði væri heimilt
að gera slíka samninga í áhættustýringar-
skyni. Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs
höfðu þá lengi haldið því fram að þetta
væri þegar heimilt. Ríkisendurskoðun
gerir ekki athugasemd við það enda hafi
Fjármálaeftirlitið verið með í ráðum.
EKKI BUNDIÐ VIÐ VERÐBRÉF
Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar um álita-
mál sem snúa að lánasamningunum er
vitnað í álitsgerð Jóhannesar Sigurðsson-
ar, hæstarréttarlögmanns og prófessors
við Rannsóknastofnun í fjármálafræðum
við Háskólann í Reykjavík, frá því í ágúst
síðastliðinn. Var hún unnin fyrir Samtök
atvinnulífsins.
Jóhannes sagði meðal annars að Íbúða-
lánasjóður hefði heimild til þess að eiga
viðskipti með verðbréf í því skyni að stýra
áhættu en lánasamningar við fjármálafyr-
irtæki uppfylltu ekki þau skilyrði. „Sam-
kvæmt reglunum er sjóðnum heimilt að
eiga viðskipti með eigin verðbréf og önnur
verðbréf í því skyni að stýra áhættu. Lána-
samningarnir uppfylla ekki skilyrði þess
að vera verðbréf,“ sagði Jóhannes.
Þessu mótmælti Árni Páll Árnason lög-
maður og sagði Jóhannes gefa sér rangar
forsendur. „Þvert á móti er sjóðnum heim-
ilt samkvæmt lögum og reglugerðum að
eiga önnur viðskipti en með verðbréf í
áhættustýringarskyni,“ sagði Árni Páll.
Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar
segir að Íbúðalánasjóður telji að heimildir
til áhættustýringar séu alls ekki bundnar
við viðskipti með verðbréf. Í því sambandi
bendi sjóðurinn á að í samræmi við lög og
reglur beri honum að stunda áhættustýr-
ingu. Í lögskýringum sé gert ráð fyrir að
sjóðurinn beiti hefðbundnum aðferðum
við þá stýringu. Skýrt sé tekið fram í
reglugerð að aðferðir sjóðsins við áhættu-
stýringu verði að vera skilgreindar og
staðfestar í stjórn að fenginni umsögn
Fjármálaeftirlitsins. Í reglugerð séu heim-
ildir til áhættustýringar ekki bundnar við
verðbréf. Því séu lánasamningar eðlilegir
enda hafi Fjármálaeftirlitið ekki gert
neinar athugasemdir þar að lútandi.
BÆTA VERÐUR UPPLÝSINGAGJÖF
Að mati Ríkisendurskoðunar er ekki hægt
að gagnrýna Íbúðalánasjóð fyrir fram-
kvæmdina við kerfisbreytingu á lánum
sjóðsins sem tók gildi um mitt síðasta ár.
Það verð, sem fundið hafi verið þegar eig-
endur húsbréfa skiptu þeim yfir í nýju
íbúðabréfin, hafi tekið mið af tillögum ráð-
gjafa. Farið hafi verið varlegar ef eitthvað
er. Einnig verði að skoða markmiðið með
skiptunum, en það var að skipta umtals-
verðu magni bréfa og tryggja með þeim
hætti skjóta og örugga verðmyndun með
íbúðabréf. Telur Ríkisendurskoðun að
þessi markmið hafi náðst samhliða því að
skila Íbúðalánasjóði tekjum.
Einnig kemur fram að í ljósi mikilla
uppgreiðslna íbúðalána hefði Íbúðalána-
sjóður átt að fara hægar í sakirnar við út-
gáfu nýrra íbúðabréfa. Þó það hafi verið í
samræmi við heimildir sjóðsins var kostur
á að endurlána uppgreiðslufé á ásættan-
legum kjörum. Þetta er í samræmi við það
sem greiningardeildir bankanna hafa
haldið fram.
Síðasta uppgjör Íbúðalánasjóðs hefði
líka mátt vera ítarlegra að mati Ríkisend-
urskoðunar. Það er einnig í samræmi við
gagnrýni greiningardeilda bankanna á
upplýsingagjöf sjóðsins. Í þeirri gagnrýni
hefur komið fram að Íbúðalánasjóður er
stærsti útgefandi skuldabréfa á Íslandi.
Bréf sjóðsins séu undirstaða skuldabréfa-
markaðar og myndi verðtryggða vaxtafer-
ilinn, sem sé undirstaða allrar verðlagn-
ingar á fjármagnsmarkaði og vaxtarófs á
Íslandi.
Lýsir efasemdum um lögmæti lánasamninga
Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er ekki tekin afstaða til þess hvort lánasamningar banka
og sparisjóða við Íbúðalánasjóð hafi verið löglegir. Bent er á að Fjármálaeftirlitið var með í ráðum
frá upphafi við gerð þeirra. Björgvin Guðmundsson segir Ríkisendurskoðun gagnrýna Íbúðalánasjóð
fyrir upplýsingagjöf.
FRÁ FUNDI FORSVARSMANNA
ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Mikill styrr hefur
staðið um Íbúðalánasjóð undanfarna mán-
uði. Hafa stjórnendur sjóðsins oft þurft að
svara harðri gagnrýni, bæði frá bönkum og
Samtökum atvinnulífsins, varðandi starf-
semi hans. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar kemur fram að farið var eftir lögum
þegar brugðist var við breyttum aðstæðum
á íbúðalánamarkaði.
10_11_Markadur-lesið 29.11.2005 14:18 Page 2