Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 20
 30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is Dótturfélag Actavis Group í Bandaríkjunum, Amide Pharma- ceutical Inc., hefur fengið mark- aðsleyfi fyrir tvö ný samheitalyf í landinu. Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin hefur samþykkt að félagið fái að markaðssetja tvö lyf, um er að ræða verkja- stillandi lyf og lyf sem er notað til meðhöndlunar á krampa. Talsmenn Actavis segja að nýju lyfin séu góð viðbót við vax- andi lyfjaúrval fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði. - hb KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.051 +0,98% Fjöldi viðskipta: 414 Velta: 3.411 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 47,50 +0,00% ... Bakkavör 48,00 +1,30% ... FL Group 15,40 -1,30% ... Flaga 4,90 -3,00% ... HB Grandi 9,45 +0,00% ... Íslandsbanki 16,40 +1,20% ... Jarðbor- anir 25,00 +2,00% ... KB banki 647,00 +1,10% ... Kögun 58,20 -0,70% ... Landsbankinn 23,60 +0,90% ... Marel 63,90 -0,20% ... SÍF 4,17 -0,70% ... Straumur-Burðarás 15,50 +1,30% ... Össur 111,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Jarðboranir +2,04% Straumur +1,30% Bakkavör +1,27% MESTA LÆKKUN Flaga -2,97% Tryggingamiðst. -2,00% FL Group -1,28% Hagnaður Hampiðjunnar fyrstu níu mánuði ársins var um 250 milljónir króna eða um 3.361 milljón evra. Á þriðja ársfjórðungi hagnaðist félag- ið um 87 milljónir króna. Hagnaður félagsins jókst um ellefu prósent á milli ára en um 28 prósent fyrir skatta. Velta félagsins var fimm pró- sentum meiri en á sama tíma í fyrra og nam um 2,8 milljörðum króna. Rekstur dótturfélagsins Swan Net Gundry á Írlandi, Skotlandi og austurströnd Bandaríkjanna gekk vel sem og rekstur Cosmos í Danmörku. Stjórendur félagsins segja að veiðarfærasala hérlendis hafi verið minni en vonir voru bundnar við vegna lélegra kolmunnaveiða und- anfarna mánuði. Einnig hafi sterk króna gert rekstrarskilyrði veiðar- færagerðar og útgerðar erfiðari en ella. Eignarhlutur Hampiðjunnar í HB Granda, sem er um tíu pró- sent, vegur drjúgt í afkomunni en hlutdeildarhagnaður var um 80 milljónir króna. Starfsemi Hampiðjunnar fer nú fram í tíu löndum. - eþa Hampiðjan hagnast um kvartmilljarð HAGNAÐARAUKNING Hampiðjan skilaði um 250 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 230 milljónir á sama tíma í fyrra. MARKAÐSPUNKTAR Gengi krónunnar lækkaði í gær og mældist lokagengi gengisvísi- tölunnar 105 stig og er alls um að ræða 0,29 prósenta lækkun. Gullverð mældist yfir 500 Banda- ríkjadali á únsu sem er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir eina gullúnsu frá því í desember 1987. Spáð hefur verið að Seðlabanki Evrópu muni hækka vexti í 2,75 prósent fyrir lok ársins 2006 en vextirnir eru um tvö prósent í dag. RÓBERT WESSMANN FORSTJÓRI ACTAVIS Actavis sækir sífellt meira inn á Bandaríkja- markað. Tvö ný samheitalyf hjá Actavis Forstjóri fasteignafélags- ins Keops sem Baugur á stóran hlut í kaupir ásamt Baugi ríflega fimmtungs hlut í fast- eignafélaginu Nordicom. Félagið er metið á ríflega tuttugu milljarða. Baugur er ásamt forstjóra Keops, Ole Vagner, kaupandi að 22 pró- senta hlut í danska fasteignafé- laginu Nordicom sem skráð er í dönsku kauphöllinni. Fyrirtækið er metið á ríflega tuttugu milljarða íslenskra króna í dönsku kauphöllinni og verðmæti hlutarins því um fjórir milljarðar króna. „Okkur bauðst þessi hlutur og þetta er áhugavert félag. Kaup- in samrýmast vel fjárfestingar- stefnu Baugs,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmda- stjóri Norrænna fjárfestinga Baugs. Fasteignir Nordicom eru metnar á hátt í þrjátíu milljarða króna, en meðal þeirra er versl- anahúsnæði, auk þess sem félag- ið er með um tvöþúsund íbúðir í byggingu. Baugur á fyrir stóran hlut í Keops sem er sambærilegt félag og Nordicom og er skráð í Kaup- höllinni í Kaupmannahöfn. Keops er þó metið um tíu milljörðum hærra á markaði. Þar sem félögin eru mjög lík má gera ráð fyrir að áhugi sé á að sameina félögin þegar fram líða stundir. Bæði félögin hafa átt mjög gott ár á markaði og hækkað mikið á árinu. Íslendingar hafa sýnt fast- eignaviðskiptum í Kaupmanna- höfn mikinn áhuga. Sigurjón Sighvatsson keypti á dögunum fasteignafélag í Danmörku og nokkrir íslenskir fjárfestar hafa sýnt danska fjárfestingafélaginu Atlas áhuga. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í tengslum við kaup á félaginu eru Exista og Eik fasteignafélag, Straumur Burðar- ás og Baugur. Búist er við að niðurstaða til- boða í það félag liggi fyrir innan skamms. Fasteignaverð hefur farið hækkandi í Kaupmannahöfn og mikil eftirspurn eftir fasteign- um í miðborg Kaupmannahafnar. haflidi@frettabladid.is Baugur kaupir hlut í dönsku fasteignafélagi OLE VAGNER Forstjóri fasteignafélagsins Keops tekur þátt í kaupum á Nordicom sem er líkt félag. Ekki er ólíklegt að sameining sé framtíðarmarkmið með kaupunum. Ennþá hor í nös Álög á skuldabréf bankanna og þá einkum KB banka hækkuðu í síðustu viku. Jafna menn þessari hækkun við kvefpest, en mest varð hækkunin um 15 til 20 punktar. Ástæðan er talin vera sú að vog- unarsjóður hafi verið að hreyfa bréfin með sölu og ganga sagnir um að það hafi verið sjóður á vegum norska Seðlabankans. Yfirvöld fjármála eru kannski eitthvað pirruð út í KB banka, en það fór fyrir brjóstið á sumum þar ytra að yfirmaður bankans í Osló skyldi segja sem svar við athugasemdum Fjármála- eftirlitsins þar í landi að allt sem frá eftirlitinu kæmi og væri lengra en fjórar línur væri of langt. Athugasemd eftirlitsins var reyndar á ábyrgð yfirmanns sem látinn var fara fyrir nokkru. Í gær lækkaði krafan á skuldabréfin og var um tíma komin niður í það sem hún hefur verið til lengri tíma. Hún hækkaði svo lítillega og má segja að kvefið sé batnað, en ennþá sé smá hor í nös. Geta drukkið úr sér hrollinn Annars ættu KB bankamenn að geta náð úr sér þessum nokkru kommum sem eftir standa á skuldabréfahitamælinum. Hæg eru heimatökin að setjast inn á næsta pöbb í London og fá sér einn sterkan. Bankinn á nefnilega hlut í nokkur hundruð krám í London. Þessi eign er í samvinnu við Tchenguizbræður sem tóku þátt í Somerfieldkaupunum. Þeir bræður eru hvergi nærri hættir og nú hyggja þeir á enn ein stórkaupin á vínakrinum. Ef það gengur eftir, þá verður varla hægt að drekka neitt af ráði í London án þess að einhver pens klingi í kassanum hjá KB banka. Peningaskápurinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.