Fréttablaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 20
30. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR20
Umsjón: nánar á visir.is
Dótturfélag Actavis Group í
Bandaríkjunum, Amide Pharma-
ceutical Inc., hefur fengið mark-
aðsleyfi fyrir tvö ný samheitalyf
í landinu.
Bandaríska Matvæla- og
lyfjastofnunin hefur samþykkt
að félagið fái að markaðssetja
tvö lyf, um er að ræða verkja-
stillandi lyf og lyf sem er notað
til meðhöndlunar á krampa.
Talsmenn Actavis segja að nýju
lyfin séu góð viðbót við vax-
andi lyfjaúrval fyrirtækisins á
Bandaríkjamarkaði. - hb
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.051 +0,98% Fjöldi viðskipta: 414
Velta: 3.411 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 47,50 +0,00% ... Bakkavör
48,00 +1,30% ... FL Group 15,40 -1,30% ... Flaga 4,90 -3,00% ...
HB Grandi 9,45 +0,00% ... Íslandsbanki 16,40 +1,20% ... Jarðbor-
anir 25,00 +2,00% ... KB banki 647,00 +1,10% ... Kögun 58,20
-0,70% ... Landsbankinn 23,60 +0,90% ... Marel 63,90 -0,20%
... SÍF 4,17 -0,70% ... Straumur-Burðarás 15,50 +1,30% ... Össur
111,00 +0,00%
MESTA HÆKKUN
Jarðboranir +2,04%
Straumur +1,30%
Bakkavör +1,27%
MESTA LÆKKUN
Flaga -2,97%
Tryggingamiðst. -2,00%
FL Group -1,28%
Hagnaður Hampiðjunnar fyrstu níu
mánuði ársins var um 250 milljónir
króna eða um 3.361 milljón evra. Á
þriðja ársfjórðungi hagnaðist félag-
ið um 87 milljónir króna.
Hagnaður félagsins jókst um
ellefu prósent á milli ára en um 28
prósent fyrir skatta.
Velta félagsins var fimm pró-
sentum meiri en á sama tíma í fyrra
og nam um 2,8 milljörðum króna.
Rekstur dótturfélagsins Swan
Net Gundry á Írlandi, Skotlandi
og austurströnd Bandaríkjanna
gekk vel sem og rekstur Cosmos í
Danmörku.
Stjórendur félagsins segja að
veiðarfærasala hérlendis hafi verið
minni en vonir voru bundnar við
vegna lélegra kolmunnaveiða und-
anfarna mánuði. Einnig hafi sterk
króna gert rekstrarskilyrði veiðar-
færagerðar og útgerðar erfiðari en
ella.
Eignarhlutur Hampiðjunnar
í HB Granda, sem er um tíu pró-
sent, vegur drjúgt í afkomunni en
hlutdeildarhagnaður var um 80
milljónir króna.
Starfsemi Hampiðjunnar fer nú
fram í tíu löndum. - eþa
Hampiðjan hagnast
um kvartmilljarð
HAGNAÐARAUKNING Hampiðjan skilaði
um 250 milljóna króna hagnaði á fyrstu
níu mánuðum ársins samanborið við 230
milljónir á sama tíma í fyrra.
MARKAÐSPUNKTAR
Gengi krónunnar lækkaði í gær
og mældist lokagengi gengisvísi-
tölunnar 105 stig og er alls um
að ræða 0,29 prósenta lækkun.
Gullverð mældist yfir 500 Banda-
ríkjadali á únsu sem er hæsta
verð sem greitt hefur verið fyrir
eina gullúnsu frá því í desember
1987.
Spáð hefur verið að Seðlabanki
Evrópu muni hækka vexti í 2,75
prósent fyrir lok ársins 2006 en
vextirnir eru um tvö prósent í
dag.
RÓBERT WESSMANN FORSTJÓRI ACTAVIS
Actavis sækir sífellt meira inn á Bandaríkja-
markað.
Tvö ný samheitalyf
hjá Actavis
Forstjóri fasteignafélags-
ins Keops sem Baugur
á stóran hlut í kaupir
ásamt Baugi ríflega
fimmtungs hlut í fast-
eignafélaginu Nordicom.
Félagið er metið á ríflega
tuttugu milljarða.
Baugur er ásamt forstjóra Keops,
Ole Vagner, kaupandi að 22 pró-
senta hlut í danska fasteignafé-
laginu Nordicom sem skráð er í
dönsku kauphöllinni.
Fyrirtækið er metið á ríflega
tuttugu milljarða íslenskra króna
í dönsku kauphöllinni og verðmæti
hlutarins því um fjórir milljarðar
króna. „Okkur bauðst þessi hlutur
og þetta er áhugavert félag. Kaup-
in samrýmast vel fjárfestingar-
stefnu Baugs,“ segir Skarphéðinn
Berg Steinarsson, framkvæmda-
stjóri Norrænna fjárfestinga
Baugs. Fasteignir Nordicom eru
metnar á hátt í þrjátíu milljarða
króna, en meðal þeirra er versl-
anahúsnæði, auk þess sem félag-
ið er með um tvöþúsund íbúðir í
byggingu.
Baugur á fyrir stóran hlut í
Keops sem er sambærilegt félag
og Nordicom og er skráð í Kaup-
höllinni í Kaupmannahöfn. Keops
er þó metið um tíu milljörðum
hærra á markaði. Þar sem félögin
eru mjög lík má gera ráð fyrir að
áhugi sé á að sameina félögin þegar
fram líða stundir. Bæði félögin
hafa átt mjög gott ár á markaði og
hækkað mikið á árinu.
Íslendingar hafa sýnt fast-
eignaviðskiptum í Kaupmanna-
höfn mikinn áhuga. Sigurjón
Sighvatsson keypti á dögunum
fasteignafélag í Danmörku og
nokkrir íslenskir fjárfestar hafa
sýnt danska fjárfestingafélaginu
Atlas áhuga. Meðal þeirra sem
nefndir hafa verið í tengslum við
kaup á félaginu eru Exista og Eik
fasteignafélag, Straumur Burðar-
ás og Baugur.
Búist er við að niðurstaða til-
boða í það félag liggi fyrir innan
skamms. Fasteignaverð hefur
farið hækkandi í Kaupmannahöfn
og mikil eftirspurn eftir fasteign-
um í miðborg Kaupmannahafnar.
haflidi@frettabladid.is
Baugur kaupir hlut í
dönsku fasteignafélagi
OLE VAGNER Forstjóri fasteignafélagsins Keops tekur þátt í kaupum á Nordicom sem er líkt
félag. Ekki er ólíklegt að sameining sé framtíðarmarkmið með kaupunum.
Ennþá hor í nös
Álög á skuldabréf bankanna og þá einkum KB
banka hækkuðu í síðustu viku. Jafna menn þessari
hækkun við kvefpest, en mest varð hækkunin um
15 til 20 punktar. Ástæðan er talin vera sú að vog-
unarsjóður hafi verið að hreyfa bréfin með sölu og
ganga sagnir um að það hafi verið sjóður á vegum
norska Seðlabankans. Yfirvöld fjármála
eru kannski eitthvað pirruð út í KB
banka, en það fór fyrir brjóstið
á sumum þar ytra að yfirmaður
bankans í Osló skyldi segja sem
svar við athugasemdum Fjármála-
eftirlitsins þar í landi að allt sem
frá eftirlitinu kæmi og væri
lengra en fjórar línur væri
of langt. Athugasemd
eftirlitsins var reyndar á
ábyrgð yfirmanns sem
látinn var fara fyrir
nokkru. Í gær lækkaði krafan á skuldabréfin og var
um tíma komin niður í það sem hún hefur verið til
lengri tíma. Hún hækkaði svo lítillega og má segja
að kvefið sé batnað, en ennþá sé smá hor í nös.
Geta drukkið úr sér hrollinn
Annars ættu KB bankamenn að geta
náð úr sér þessum nokkru kommum sem
eftir standa á skuldabréfahitamælinum.
Hæg eru heimatökin að setjast inn á næsta
pöbb í London og fá sér einn sterkan. Bankinn
á nefnilega hlut í nokkur hundruð krám í London.
Þessi eign er í samvinnu við Tchenguizbræður sem
tóku þátt í Somerfieldkaupunum. Þeir bræður eru
hvergi nærri hættir og nú hyggja þeir á enn ein
stórkaupin á vínakrinum. Ef það gengur eftir, þá
verður varla hægt að drekka neitt af ráði í London
án þess að einhver pens klingi í kassanum hjá KB
banka.
Peningaskápurinn...