Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2
2 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18 Opið virka daga: 10-18 laugardaga: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� ÖRYGGISMÁL „Kerfið býður ekki upp á það að haldið sé utan um vél- sleðaslys því þau eiga sér engan slysaflokk,“ segir Kjartan Bene- diktsson, umferðarfulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. „Samkvæmt því sem við kom- umst næst, sem höfum verið að rannsaka þetta, eru þetta svona um eitt til tvö banaslys á ári ef við tökum meðaltalið af síðustu tíu árum. Hvað slys varðar er hrein- lega ekki hægt að segja til um tíðnina. Við höfum reynt að taka þetta saman í samvinnu við trygg- ingafélögin og lögreglu en alltaf fellur þetta í hina ýmsu flokka og engin leið er að fá botn í þetta,“ segir hann. „Nú hefur Rannsóknarnefnd umferðarslysa farið þess á leit við yfirvöld að gerður verði sérstakur slysaflokkur fyrir vélsleðaslys en þangað til af því verður er lagt til að nefndin fái að vita af öllum vél- sleðaslysum,“ bætir hann við. Landsbjörg og Umferðarstofa gáfu nýverið út bækling um öryggismál vélsleðamanna. Kjart- an segir að flest slysin verði þegar veður er bjart og stillt. „Helsti slysavaldurinn má kannski teljast ofmat manna á eigin getu en van- mat á aðstæðum,“ segir hann að lokum. - jse Öryggismál vélsleðamanna tekin fastari tökum: Eitt til tvö banaslys á ári WASHINGTON, AP Þótt Bandaríkja- stjórn hafi ekki enn viðurkennt að hún starfræki leynileg fangelsi erlendis þar sem grunaðir hryðju- verkamenn eru geymdir segist hún hafa meðtekið þau hörðu viðbrögð sem málið hefur vakið. „Ríkisstjórn Bandaríkj- anna hefur ekki brotið lands- lög með aðgerðum sínum. Þær eru allar í samræmi við stjórn- arskrána og við förum eftir þeim alþjóðaskuldbindingum sem við eigum aðild að,“ segir Sean McCormack, formælandi utanríkisráðuneytisins. Ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan CIA reki leyni- fangelsi í Evrópu hafa orðið til þess að fjölmörg lönd hafa kallað eftir skýringum. Evrópusamband- ið hefur sömuleiðis krafist útskýr- inga á málinu og hótaði Franco Frattini, yfirmaður dóms- og lög- gæslumála í framkvæmdastjórn þess, í vikunni að þau aðildarríki sem uppvís hefðu orðið að því að heimila rekstur slíkra stofnana yrðu svipt atkvæðisrétti í stofnun- um ESB. CIA hefur ekkert tjáð sig um málið og hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneytið hafa staðfest sannleiksgildi ásakananna. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, mun í næstu viku hitta Frank-Walter Steinmei- er, þýskan starfsbróður sinn, og er búist við að fangelsin verði þar ofarlega á baugi. „Við gerum okkur grein fyrir að við þessu verður að bregðast og Evrópusambandið mun fá svör,“ bætti McCormack við. - shg Bandaríkjamenn segjast skilja áhyggjur bandamanna sinna: Leynifangelsi verða könnuð FRANCO FRATTINI ESB hótar að svipta þau ríki sem heimilað hafa rekstur leynifangelsa atkvæðisrétti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÉLSLEÐAMENN Rannsóknarnefnd umferð- arslysa hefur farið þess á leit við yfirvöld að sérstakur slysaflokkur um vélsleðaslys verði búinn til. STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi síð- astliðinn þriðjudag drög að frum- varpi til breytinga á lögum um hlutafélög. Ekki er ljóst hver áhrif laga- breytinganna yrðu á félög á borð við Íslandspóst sem er að öllu leyti í eigu ríkisins. Nái breyt- ingin fram að ganga er talið að það geti flýtt fyrir því að Ríkisút- varpinu verði breytt í hlutafélag. Lagt er til að tekin verði upp í lög sérákvæði varðandi hlutafé- lög sem eru að fullu í eigu hins opinbera. Meðal annars er að finna skilgreiningu á opinberu hlutafélagi, ákvæði um stjórn- arsetu og skýrslugerð stjórnar- manna um eign þeirra í félög- um. Jafnframt eru ákvæði um upplýsingaskyldu og sambærilega stöðu hlutafélaga í opin- berri eigu og annarra félaga sem skráð eru á verðbréfamarkaði. Sérstök lagaá- kvæði hafa verið sett sem snerta hlutafélög í eigu ríkisins og fela í sér undanþágur frá almennum leikreglum hlutafélagalaga. Þan- nig hefur iðnaðarráð- herra á undanförnum árum fengið heimild- ir til að stofna hlutafélög í eigu ríkisins. Nefna má lög um hluta- félagavæðingu Sementsverk- smiðjunnar og stofnun Landnets hf. sem annast raforkuflutninga um landið. Fyrirmynd að breytingunum er sótt meðal annars til nágrannaland- anna. Í danskri og norskri hlutafé- lagalöggjöf er að finna sérákvæði sem einvörðungu ná til opinberra hlutafélaga. Þessi sérákvæði varða ýmsar tilkynningar, upp- lýsingagjöf, aðgang fjölmiðla að aðalfundi og fleira. Í dönskum lögum um ársreikninga er jafn- framt að finna nokkur dreifð ákvæði um opinber hlutafélög, meðal annars um efni ársreikn- inga og afhendingu ársskýrslu til fréttamanna. Sérákvæði eru í norskri hlutafélagalöggjöf um hlut kvenna í stjórnum félag- anna. johannh@frettabladid.is Frumvarp auðveldar breytingar á RÚV Viðskiptaráðherra vill sérstök ákvæði um hlutafélög í eigu ríkisins inn í hluta- félagalög. Slík ákvæði geta breytt stöðu ríkisfyrirtækja og eru líkleg til þess að auðvelda stjórnvöldum að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. RÁÐHERRA KYNNIR DRÖG AÐ FRUMVARPI Samkvæmt drögunum verða ríkishlutafélög líkari hlutafélögum á almennum markaði. DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur Mos- fellingur var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að berja mann, sem var nýbyrjaður með fyrrum kærustu árásarmannsins. Fimm mánuðir af refsingunni voru skilorðsbundnir í þrjú ár, en maðurinn þarf að auki að greiða rúmar 360 þúsund krónur í miska- bætur og málskostnað. Árásarmað- urinn kýldi hinn þegar sá kom til dyra á heimili stúlkunnar í febrúar og gekk svo í skrokk á honum. Sá sem fyrir árásinni varð var rúm- fastur í fjóra daga eftir árásina og frá vinnu í viku. Dómurinn taldi yfir allan vafa hafið að afbrýðisemi hefði stjórnað för mannsins. - óká Í fangelsi fyrir líkamsárás: Afbrýðisamur barði mann VERÐLAUN Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma ára- langri misnotk- un af hendi föður hennar. G u l l v e i g Sæmundsdótt- ir, ritstjóri Nýs lífs, sagði margar konur hafa komið til greina og farið hafi fram skoðanakönnun með það fyrir augum að velja eina, þegar Thelma hafi komið fram og ýtt þeim öllum út af borðinu. „Ég vil þakka þeim manneskj- um sem skipta máli í mínu lífi,“ sagði Thelma og taldi meðal ann- ars upp son sinn, kærasta, systur og móður. Hún kvaðst mjög stolt að hafa orðið fyrir valinu og taldi það í raun sigur fyrir alla þolendur ofbeldis. -óká Val Nýs lífs á konu ársins: Thelma er kona ársins ÍSRAEL, AP Shimon Peres, eitt elsta brýnið í ísraelskum stjórnmálum, sagði í gær skilið við Verkamanna- flokkinn sem var hans pólitíska heimili í nærri sex áratugi. Hann hyggst leggja Ariel Sharon, núver- andi forsætisráðherra sem stofnað hefur eigin flokk, lið í kosningabar- áttunni fyrir næstu þingkosningar. Peres, sem er 82 ára gamall fyrrverandi forsætisráðherra sem í gegnum tíðina hefur átt viðkomu í öllum þungavigtarráðuneytum Ísraelsstjórnar, yfirgaf Verka- mannaflokkinn eftir að hann beið niðurlægjandi ósigur í formanns- kjöri fyrir verkalýðsleiðtoganum Amir Peretz. ■ Stjórnmálin í Ísrael: Peres til liðs við Sharon SPURNING DAGSINS Steingrímur, ertu góður í sambúð? „Ég bjó nú með konu í 27 ár og hef alltaf verið að bæta þá hæfileika.“ Steingrímur Sigurjónsson, byggingafræðing- ur með meiru, hefur stungið upp á að eldri borgarar í Reykjavík hýsi námsmenn utan af landi gegn smáþjónustu og ætlar sjálfur að gera það þegar hann kemst á efri ár. SHIMON PERES Úr Verkamannaflokknum eftir nær 60 ár. MYND/AP VIRGINÍU, AP Innan við sólarhring áður en til stóð að Robin Lov- itt yrði þúsundasti fanginn sem tekinn yrði af lífi í Bandaríkj- unum frá því að dauðarefsingar voru teknar þar upp á ný fyrir 28 árum, ákvað ríkisstjóri Virginíu að þyrma lífi hans í gær. Refsingu Lovitts var breytt í ævilangt fang- elsi án möguleika á náðun fyrir að stinga mann til bana með skærum í leikjasalarráni árið 1998. Maðurinn sem nú er búist við að verði sá þúsundasti í röðinni er Kenneth Lee Boyd, sem á að fá banvæna sprautu í fangelsi í Norður-Karolínu á morgun. - aa Þúsundasta aftakan vestra: Ríkisstjóri náðar Lovitt THELMA ÁSDÍSAR- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.