Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4
4 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR
BERLÍN, AP Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, boðaði í stefnuræðu
sinni í þýska Sambandsþinginu í
gær að halda þeim kerfisumbót-
um áfram sem lagt hefði verið af
stað með í tíð fyrri ríkisstjórnar,
með það að markmiði að blása
nýjum þrótti í efnahags- og þjóðlíf
Þýskalands. Hún hét því einnig að
koma tengslunum vestur um haf í
samt lag, en andstaða fyrrverandi
kanslarans Gerhards Schröder
við Íraksstríðið setti mark sitt á
samskipti ríkisstjórnar hans við
ráðamenn í Washington.
Merkel lét þess reyndar getið
að ásakanir um leynilega fanga-
flutninga á vegum bandarísku
leyniþjónustunnar CIA um loft-
helgi og flugvelli Þýskalands
og fleiri Evrópulanda yllu nýrri
spennu í samskiptunum við
Bandaríkin. Hún treysti því hins
vegar að í Washington væru þess-
ar áhyggjur Evrópumanna tekn-
ar alvarlega og bráðlega tækist
að upplýsa málið þannig að það
yrði samstarfi bandamannanna
beggja vegna Atlantshafs ekki til
trafala.
Merkel kvað líka afdráttar-
laust að orði í tilefni af fréttum
af því að mannræningjar hefðu
rænt þýskri konu í Írak. Hún
sagði stjórn sína ekki láta kúga
sig, en meðal krafna mannræn-
ingjanna er að þýsk stjórnvöld
skeri á öll samskipti við Íraks-
stjórn. Kanslarinn lét einskis
frekar getið um stefnu stjórnar
sinnar í Íraksmálum.
Í ræðunni gaf Merkel enn
fremur til kynna breyttar áhersl-
ur í Evrópustefnunni. Lagði hún
áherslu á að stjórn hennar vildi
eiga sem best samskipti við
minni ríki álfunnar, en í þeirra
röðum voru ekki allir sáttir við
þá áherslu sem stjórn Schröders
lagði á að eiga nána samleið með
Frökkum.
Stefnuræðan verður rædd í
Sambandsþinginu það sem eftir
er vikunnar. - aa
Fyrsta stefnuræða Angelu Merkel nýs Þýskalandskanslara:
Heldur umbótum Schröders áfram
MERKEL BOÐAR BJARTSÝNI Kanslarinn
lagði áherslu á tækifærin sem fælust í hinu
nýja stjórnarsamstarfi stóru flokkanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Sýning á laugardag
frá kl. 12 - 18
GRENSÁSVEGI 14 / 108 REYKJAVÍK / 566 6820
Árgerð 2006 er komin í hús!
Komdu við og sjáðu ný og glæsileg
mótorhjól ásamt flottasta mótorhjólafatnaði á
markaðinum frá FOX og THOR. Full búð af nýjum
og flottum vörum.
HEILBRIGÐI Alnæmissamtökin á
Íslandi halda upp á Alþjóðlega
alnæmisdaginn í dag en einkunn-
arorð dagsins að þessu sinni eru
hreinskilni og víðsýni.
Sex Íslendingar hafa greinst
HIV-smitaðir á landinu það sem
af er þessu ári en þeim hefur
farið fækkandi hin síðari ár sem
greinast jákvæðir. Er það öfug
þróun við það sem gerist erlendis
þar sem lítilsháttar aukning hefur
orðið á sama tíma. - aöe
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn:
Sex Íslendingar
smitast á árinu
SJÁVARÚTVEGUR Björgólfur Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar í Neskaupstað, mun
láta af störfum um áramótin og
mun Aðalsteinn Helgason taka við
starfi hans.
Aðalsteinn er viðskiptafræð-
ingur og hefur lengi starfað sem
framkvæmdastjóri landvinnslu
Samherja. Hann tekur við góðu
búi þar sem rekstur Síldarvinnsl-
unnar hefur verið með ágætum
undanfarin ár. - aöe
Síldarvinnslan:
Björgólfur læt-
ur af störfum
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 30.11.2005
Gengisvísitala krónunnar
63,2 63,5
108,99 109,51
74,42 74,84
9,984 10,042
9,353 9,409
7,816 7,862
0,528 0,531
89,95 0,49
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
104,9115
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR „Það var vinur
Magnúsar í Brasilíu sem réð okkur.
Magnús hafði samband við hann.
Við höfum verið tvo mánuði án
launa, október og nóvember,“ segir
Paulo Alves frá Receefe í Brasilíu.
Alves er einn tíu manna frá Rec-
eefe sem verið hafa í vinnu hjá
fyrirtækinu Nýgifs sem er í eigu
Magnúsar Guðmundssonar. Fimm
þeirra hafa gefið sig fram við Tré-
smíðafélag Reykjavíkur og kvartað
sáran undan illri meðferð vinnu-
veitandans. Þeir eru nú á heimleið.
„Raunin er sú að þeir hafa solt-
ið heilu hungri. Þetta eru fimm
menn. Svo eru aðrir fimm sem af
einhverjum ástæðum eru enn að
vinna. Magnús er með einhvern
mjög dularfullan þjónustusamn-
ing sem hann kallar svo og fram-
vísar,“ segir Halldór Jónasson,
starfsmaður hjá Trésmíðafélagi
Reykjavíkur, en félagið hefur tekið
mennina fimm upp á arma sína.
Halldór segir Magnús hafa feng-
ið leyfi fyrir mennina frá Útlend-
ingastofnun og Vinnumálastofnun
í skjóli þess að um þjónustusmning
sé að ræða. Mennirnir voru sagðir
vera sérfræðingar frá fyrirtæki
sem kallað var Brazilian Gyps-
ium. Magnús segir mennina ekkert
kannast við slíkt fyrirtæki.
„Ég er að undirbúa skaða-
bótakröfu upp á milljónir,“ segir
Magnús Guðmundsson, eigandi
Nýgifs. Hann gefur þó ekki upp
hvern hann ætli að lögsækja.
Magnús segir það vera fjarri lagi
að hann sé einhvers konar þræla-
haldari. Hann segist hafa greitt
þeim hverjum og einum 250 þúsund
krónur í mánaðarlaun og veitt þeim
góðan aðbúnað á gistiheimili á
Akranesi og í leiguíbúð í Kópavogi.
Þeir hafi síðan launað sér greið-
ann með því að valda stórtjóni á
vinnustað. Einn hafi meira að segja
gerst svo frakkur að stela af sér bíl,
klessukeyra aðra bíla og stinga svo
af. Hann kveðst í þokkabót hafa
fengið hótanir frá afrískum vini
mannanna.
„Þessir strákar hafa ekkert
landvistarleyfi. Þeir koma inn á
þjónustusamningi sem er að öllum
líkindum ekki fokheldur. Þetta er
eitthvað sem Magnús hefur bara
búið til. Þetta er glæpsamlegt,
ekkert annað,“ segir Finnbjörn A.
Hermannsson, formaður Trésmíða-
félags Reykjavíkur.
Magnús Guðmundsson varð
þekktur fyrir nokkrum árum
þegar hann framleiddi heimildar-
mynd gegn málstað Grænfriðunga
og mælti fyrir hvalveiðum.
ghs@frettabladid.is / saj@frettabladid.is
Vinna kauplaust og
svelta heilu hungri
Fimm brasilískir verkamenn gáfu sig fram við Trésmíðafélag Reykjavíkur í gær
eftir að hafa unnið kauplaust í tvo mánuði. Magnús Guðmundsson hjá Nýgifs,
fyrirtækinu þar sem mennirnir unnu, segist ekki vera þrælahaldari.
FÉLAGASMÁL Árni Magnússon
félagsmálaráðherra hefur boðað
til karlaráðstefnu um jafnrétt-
ismál milli klukkan níu og tólf í
Salnum í Kópavogi í dag.
Meðal fjölda fyrirlesara eru
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, Bjarni
Ármannsson, forstjóri Íslands-
banka, og Þráinn Bertelsson rit-
höfundur.
Ráðstefnan er eingöngu ætluð
körlum, með þeirri undantekningu
að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
um forseti Íslands, ávarpar hana
og situr hana sem verndari og
heiðursgestur. Í tilkynningu ráð-
uneytisins kemur fram að karlar
séu hvattir til að sækja ráðstefn-
una og að aðgangur sé ókeypis
meðan húsrúm leyfir. - óká
Ein kona situr karlaráðstefnu:
Karlar ræða
jafnréttismál
ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra
stendur í dag fyrir karlaráðstefnu í Salnum í
Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
BRASILÍSKIR VERKAMENN Þeir voru sagðir vera sérfræðingar frá fyrirtækinu Brazilian Gypsium. Mennirnir kannast ekkert við það og
fulltrúar Trésmíðafélags Reykjavíkur telja þjónustusamninginn ekki vera fokheldan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BAGDAD, AP Sjónvarpsstöðin al-
Jazeera hefur birt myndir af fjór-
um friðarsinnum sem eru í haldi
samtaka sem kalla sig Sverð rétt-
látu herdeildanna. Þá er þýskur
fornleifafræðingur og íraskur
bílstjóri hennar í gíslingu mann-
ræningja.
Fjórmenningarnir eru á
vegum kristinna friðarsamtaka í
Írak sem í yfirlýsingu í gær sögð-
ust harma að það sem fólk þeirra
berðist fyrir hefði orðið til þess
að það væri nú í höndum mann-
ræningja.
Níu manns létust í skotárás
uppreisnarmanna á smárútu í
bænum Baqouba í gærmorgun. ■
Uppreisnin í Írak:
Myndband birt
af gíslunum
Í GÍSLINGU Fjórmenningarnir eru frá Kan-
ada, Bandaríkjunum og Bretlandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP