Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 30
 1. desember 2005 FIMMTUDAGUR30 BRÉF TIL BLAÐSINS AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins Auglýst er eftir umsóknum í styrki til rannsókna- og þróunarverkefna i sjávárútvegi. Lögð verður áhersla á verkefni sem snerta fiskeldi, líftækni, veiðar, vinnslu, búnað, gæði og markaði. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna i þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins. Umsóknir skulu hafa borist AVS rannsóknasjóðnum í síðasta lagi 1. febrúar 2006 Skúlagötu 4, 101 Reykjavík Netfang: avs@avs.is Styrkir til rannsókna– og þróunarverkefna í sjávarútvegi rannsóknasjóður í sjávarútvegi AVS Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu, www.avs.is þar sem nálgast má leiðbeiningar um gerð umsókna. GÆFUSPOR - GILDIN Í LÍFINU JPV gaf út bók eftir mig sem nefnist Gæfuspor - gildin í líf- inu og er í stuttu máli um dyggð- ir einstaklinga og tilfinningar, hamingju og rósemd, tímahug- tök og friðarmenningu. Mér er hún ofarlega í huga því ég vil fylgja henni úr garði og helst ekki sleppa af henni hendinni fyrr en í öruggri höfn. Ég er þó nokkuð beðinn um að segja frá henni og lesa upp úr henni hjá félögum eða á sérstökum upplestrarkvöldum. Gæfuspor er skrifuð handa almenningi og markmið hennar er að styðja þá viðleitni að bæta sjálfan sig. UMHVERFISMÁL Ég starfa á Umhverfissviði Reykjavíkurborgar en þar erum við með öfluga vitundarvakn- ingu í umhverfismálum. Henni er skipt í þrjá meginliði: Sam- göngur, neyslu og umgengni. Umræðan um samgöngur hefur verið öflug undanfarið en nú beinum við sjónum að neyslu í hnattrænu samhengi. Mér finnst mikilvægt að það komist til skila að hegðun og viðhorf neytenda í einu landi getur haft merkingu fyrir fólk í öðru landi. Það er blekking að rífa hluti úr samhengi. UPPELDI Mér finnst of mikil áhersla lögð á boð og bönn þegar allt er komið í óefni. Fremur ætti að kenna börnum siðfræði. Lang- tímaverkefnið að mínu mati er að efla hæfileika barna til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Efla ætti hæfileika þeirra til að taka ábyrgð á gerð- um sínum og umhverfi og hæfi- leikann til að skilja og bregðast við á málefnalegan hátt, með því að taka þátt í margvíslegum samskiptum og ákvörðunum. Foreldrar eiga því að æfa börn- in í að draga réttar ályktanir en til að geta tekið rétta ákvörðun þarf þekkingu á þrennu: sjálf- um sér, öðrum og aðstæðum. FRIÐARMENNING Ég hugsa mikið um ráð til að það verði friður á jörðu. Allar þjóð- ir þurfa að líta í eigin barm og spyrja sig: „Hvaða fræðsluefni eflir friðinn? Hvaða dyggðir og tilfinningar þarf að rækta?“ Frek- ar ættu þær að eyða almannafé í menntun heldur en hernað. Kenna ætti börnum að setja sig í spor annarra, rækta með þeim samkennd með öðrum. Að setja sig í spor annarra er að gera til- raun til að skilja þá. Friðsemd- in sem skapast milli fólks sem lærir þetta er ekki háð vopnahléi heldur jákvæðum samskiptum. Friður er áralöng menntun frá barnæsku til manndómsára. Slíkt uppeldi verðskuldar heitið friðarferli. EFST Í HUGA GUNNARS HERSVEINS, RITHÖFUNDAR OG UPPLÝSINGA- FULLTRÚA UMHVERFISSVIÐS REYKJAVÍKURBORGAR. Barna-Eurovision Þann 26. nóvember sl. var haldin Evrov- ision-söngkeppni barna í Belgíu. Þetta er þriðja árið sem þessi keppni fer fram og Ísland hefur aldrei verið með. Keppnin er ekki einu sinni sýnd í sjónvarpinu hér. Af hverju er Ísland ekki með í þessari keppni? Það væri svo gaman. Ég hef séð þessa keppni í sjónvarpinu úti í Svíþjóð þar sem pabbi og unnusta hans búa. Á síðasta ári vann spænsk stelpa sem heitir María Isabel. Það er rosalega gaman að þessari keppni. Ásdís Birna Bjarnadóttir 9 ára. Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkyn- hneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heil- agt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. „Heilagt hjónaband“ segj- um við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verð- ur heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæm- um og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkams- gerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekk- ert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblí- an bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heil- agrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bók- inni standa. Gleðifrétt kristinn- ar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfær- ing mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkyn- hneigðra para, nú, þegar sú ein- falda vitneskja er orðin almenn- ingseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins. ■ Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN KIRKJAN OG SAMKYNHNEIGÐIR BJARNI KARLSSON SÓKNARPRESTUR LAUGARNESKIRKJU. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hug- tak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjón- anna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfn- um eins og hjónavígslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.